KOI beltakerfi


KOI Beltakerfi

Allir sem byrja að æfa verða að vera með hvítt belti, sem er táknrænt fyrir óskrifað blað, maður byrjar

frá núlli.

Beltapróf verða haldin að meðaltali á 3 mánaða fresti og verða fyrir 16 ára og yngri gefin milligráðun í formi

auka strípa á beltinu sínu.

Hvítar strípur fyrir börn 7 ára og yngri, svartar fyrir 8 ára og eldri.

1 strípa þýðir sæmileg gráðun

2 strípur þýðir góð gráðun

3 strípur þýðir mjög góð gráðun

Þegar komið er í brúnt + 1strípu (3.kyu) þurfa að líða 6 mánuðir, með reglulegum æfingum, á milli prófa.

Á milli brúnt + 3 strípur og Shodan-Ho þarf að líða 1ár, með reglulegum æfingum.

Shodan-Ho er bráðabirgða Shodan gráðun í 1 ár til reynslu.

Shodan er 1.Dan gráðun og má taka staðfestingarpróf 1 ári eftir að maður hefur hlotið Shodan-Ho.

Nidan er 2.Dan og þar þarf að líða tveggja ára tímabil með reglulegum æfingum/kennslu eftir Shodan prófið.

Sandan er 3.Dan og þar þarf að líða þriggja ára tímabil með reglulegum æfingum/kennslu eftir Nidan prófið.

Yondan er 4.Dan og þar þarf að líða fjögurra ára tímabil með reglulegum æfingum/kennslu eftir Sandan prófið.

Godan er 5.Dan er meistaragráðun og eru fáir sem hafa náið því.Hefur þurft að stunda karate í að minnsta

kosti 20 ár og þarf að kunna allar míkilvægustu Kata úr sínum stíl og hefur verið virkur aðili í sambandinu.

Að auki þurfa svartbeltarar að uppfylla auka kröfur eins og kunnáttu á skyndihjálp,að hafa dómararéttindi,

kennsluréttindi og alltaf vera til fyrirmyndar, bæði í æfingasalnum og fyrir utan.