Októberfest Grafarvogs fer fram þann 7. október næstkomandi í Fjölnishöllinni í Egilshöll – húsið opnar kl. 19:00. Hægt verður að kaupa sér léttar veitingar á svæðinu. Beer-pong, lukkuhjól, happdrætti, skemmtiatriði og fjölbreytt afþreying verður í boði.
Fram koma:
Hreimur
Kristmundur Axel
Diljá
DJ Young G&T
Miðasala fer fram á midix.is: https://www.midix.is/is//eid/105/group/1
Fyrr um daginn fara fram árgangamót Knattspyrnu- og Körfuboltadeilda Fjölnis.
Knattspyrnumótið fer fram inni í Egilshöll milli kl. 09:00-13:00 og körfuboltamótið fer fram í Dalhúsum milli kl. 14:00-16:00. Árgangamótin eru tengd við Októberfest Grafarvogs og boðið verður upp á pakkadíla! Verðlaunaafhending og lokahóf verður á Októberfest um kvöldið.
Verð og pakkadílar
Árgangamót: 4.000 kr.
Októberfest: 7.990 kr.
Árgangamót + Októberfest: 9.990 kr. (sparar 2.000 kr.)
Skráning á árgangamótin fer fram í gegnum fyrirliða hvers árgangs fyrir sig í gegnum facebook grúbbur árgangamótanna sem má finna hér fyrir neðan: