Hokkískóli fyrir 3 – 12 ára

Undirstaða æfinga í Hokkískólanum eru leikir og skemmtun til að halda iðkendum áhugasömum við efnið og að vera sem mest á hreyfingu. Við notumst við kennslufræði Alþjóðaíshokkísambandsins Learn to Play (LTP). „Helstu markmið IIHF Learn to Play Program er til að veita stelpum og strákum fullkomna íshokkíupplifun. Íshokkí á þessu getustigi á að vera byggt á því að hafa gaman, hafa æfingar sem allir taka þátt í og til að byggja upp góðan grunn í íshokkí.“ Þegar iðkandi hefur öðlast færni/getu til að taka þátt í almennum æfingum með sínum aldurshópi verður hann fluttur í viðeigandi hóp.

Engin krafa er gerð um að hafa reynslu af skautum og hægt er að fá allan búnað lánaðan! Við mælum með að byrjendur sem þurfa að fá lánaðan búnað mæti 30-40 mínútum fyrir fyrstu æfinguna sína.

Foreldrum er velkomið að fylgjast með æfingum barna sinna í skautaskólanum.

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við íshokkídeildina í gegnum hokki@fjolnir.is

Það er frítt að prófa í 1-2 skipti og hægt er að skrá sig hvenær sem er yfir önnina! 

Skrá barnið mitt í hokkískólann

Svör við algengum spurningum:

   • Alltaf frítt að prufa!
   • Mæting er á skautasvellið í Egilshöll. Þar munu þjálfarar taka á móti iðkendum.
   • Við lánum allan útbúnað án endurgjalds.
   • Við mælum með að mæta u.þ.b 30 mín fyrir auglýstan æfingatíma.
   • Best ef börnin séu klædd í íþróttagalla til að klæðast undir íshokkíútbúnaði, einnig mælum við með íþróttaskóm til að taka þátt í af-ís æfingum.
   • Foreldrum er velkomið að fylgjast með æfingum barna í Skautaskóla.

Þegar barn hefur svo öðlast færni/getu til að taka þátt í almennum æfingum með sínum aldursflokk flytjum við iðkandann upp í sinn aldursflokk og verða þá æfingar 3x í viku (ís og af ís æfingar).

Æfingagjöld íshokkídeildar má finna hér.