6. FLOKKUR 10-11 ÁRA


Boðið er upp á þjálfun fyrir 10-11 ára stráka í 6.flokki. Iðkendur mæta í íþróttafötum og skóm. Æfingar eru þrisvar í viku í 60 mínútur í senn.

6.flokkur (2009-2010)

Mánudagar kl. 14:40-15:40 / kl. 15:30-16:30 / Fjölnishöll 1 – iðkendur mega mæta á báðar æfingar eða velja aðra hvora æfinguna
Fimmtudagar kl. 17:40-18:40 / Fjölnishöll 1
Föstudagur kl. 14:40-15:40 / Fjölnishöll 1

*ATH birt með fyrirvara um breytingar

Upplýsingar um viðburði flokksins og óvæntar breytingar á áætlun koma fram á samskipta og skipulags forritinu Sideline

Andri Sigfússon

Þjálfari

Arnór Ásgeirsson

Þjálfari

Hallgrímur Jónasson

Markmannsþjálfari

Skráning hér https://fjolnir.felog.is/.

Æfingagjöld handknattleiksdeildar má finna hér.

Handboltamarkmið

 • Mikil áhersla á að kenna rétta tækni í fótaburði og kasthreyfingu
 • Að kenna stuttar og langar sendingar á ferð
 • Stíga í og fá boltann í réttu skrefi
 • Að auka boltafærni og leikni
 • Að kenna rétta skottækni
 • Að kenna rétta taktík við skot á mark
 • Leggja áherslu á „maður á mann“ í vörn með réttri fótavinnu
 • Að kenna góða sóknaruppbyggingu með miklum hreyfanleika (stimplun)
 • Að kenna gabbhreyfingar í báðar áttir
 • Að kenna stöðuskipti hjá útileikmönnum
 • Að kenna innleysingar, úr horni og frá skyttum

Markmenn

 • Allir sem hafa áhuga á, fá að prófa að spila markmannsstöðuna
 • Að markmenn séu virkir á æfingum og taki þátt í æfingum útileikmanna í bland
 • Að kenna grunnstöðu og grunnhreyfingar

Líkamleg markmið

 • Sérstök áhersla á tækni, hraða og liðleika
 • Að kenna rétta líkamsbeitingu í styrktaræfingum með eigin líkama
 • Auka styrk og þol í gegnum handboltalíkar æfingar

Félagsleg markmið

 • Að hafa æfingar skemmtilegar og fjölbreyttar
 • Að hafa góðan aga á æfingum
 • Að hittast utan æfinga, t.d. á spilakvöldum
 • Að innleiða leiki meistaraflokks karla og kvenna sem skemmtun til að mæta á og hluta af þjálfun
 • Axel Örn Sæmundsson
 • Þrymill Þursi Arason
 • Guðfastur Brjánn Pétursson

Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér