Besta leiðin


Við verðum með fylgd í strætó fyrir 1. – 2.bekk í vetur eins og undanfarin ár frá öllum frístundarheimilum í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal á æfingar sem eru klukkan 14:40 – 15:30 í Egilshöll. Fylgdin byrjar mánudaginn 2.september. Greinar sem eru í boði eru fimleikar, karate, knattspyrna og karfa.

Ath. foreldrar þurfa að kaupa strætómiða eða kort áður en þau fara í fyrstu fylgd, hér er linkur á sölusíðu strætó https://www.straeto.is/is/verslun. Sjá verðskrá í viðhengi.

Mjög mikilvægt er að foreldrar tilkynni starfsfólki frístundarheimilisins hvaða daga barnið á að fara á æfingu. Stundatafla fyrir æfingar sem eru í boði með fylgdinni er í viðhengi. Vinsamlegast látið vita með fylgdina í síðasta lagi deginum áður en æfingin er, ekki er nóg að tilkynna þátttöku samdægurs.

Foreldrar þurfa að passa upp á að börnin séu með strætókort eða strætómiða þá daga sem þau fara á æfingar. Sjá gjaldskrá í viðhengi.
Barn sem ekki er með strætókort eða miða getur ekki farið á æfingu þann daginn.

Gott er ef foreldrar hafi tök á að fara með krökkunum í strætó frá frístundarheimilinu og til baka áður en þau fara í sýna fyrstu fylgd.

Ath! Karate 1. og 2. bekkur kk/kvk eru saman á æfingu.

Við verðum með krakkana úr fylgdinni sér í búningsklefum svo auðveldara sé að halda utan um hópana. Við verðum í búningsklefum í Fjölnishöll eins og í fyrra.

Fylgdin verður með sama sniði og í fyrra. Krakkar sem koma úr Regnbogalandi og Kastala þurfa að labba sjálf út á stoppustöð og til baka frá stoppustöð í frístund eftir æfingar, en það er tekið á móti þeim í vagninum, þeim fylgt á æfingu og til baka aftur. Fylgdarmaður passar upp á að þau fari út á réttri stoppustöð. Sama gildir með Galdraslóð, Fjósið og Úlfabyggð. Starfsfólk frístundarheimilana hafa aðstoðað okkur með fylgdina á stoppustöðvarnar ef þau hafa tök á því. Aðrir skólar fá fylgd frá Frístundarheimilum og til baka.

Við hvetjum svo foreldra barna í 3.bekk og eldri til að kenna börnum sínum á Strætó.

Strætó – leiðir og verð

Stundatafla strætófylgd

Tímatafla haust 2019