Aldís Kara í Fjölni
Við viljum bjóða Aldísi Köru Bergsdóttur velkomna í Fjölni, en hún skautaði áður hjá Skautafélagi Akureyrar.
Aldís Kara hefur slegið hvert metið á eftir öðru fyrst í unglingaflokki og nú í fullorðinsflokki. Þar á meðal hefur hún margsett Íslandsmet í báðum flokkum. Hún er fyrsti íslenski skautarinn til þess að ná alþjóðlegum stigaviðmiðum á Heimsmeistaramót unglinga sem var í mars 2020 og inn á Evrópumeistaramót fullorðinna sem var haldið í janúar 2022.
Ásamt þessu hefur hún verið tilnefnd sem skautakona ársins þrisvar sinnum.
Við óskum henni góðs gengis og okkur hlakkar til að fylgjast með henni.

Vinningshafar í happdrætti Listskautadeildar Fjölnis
Hér koma númerin sem unnu í happdrætti Listskautadeildar Fjölnis.
Við þökkum öllum fyrir stuðninginn. Vinningana þarf að vitja fyrir 30 júní með því að senda mail á listskautar@fjolnir.is

Æfingabúðir Listskautadeildar
Æfingabúðir Fjölnis 2022 / Fjölnir Summer Camp 2022
Fjölnir býður ykkur velkomin í sumaræfingabúðir 2022!
Æfingabúðirnar henta styttra komnum sem og lengra komnum iðkendum á keppnisstigi. Raðað verður í hópa eftir getu. Umsjón og skipulag sér Benjamin Naggiar yfirþjálfari deildarinnar um ásamt teymi sínu í samstarfi við Ilaria Nogaro og gestaþjálfara.
Um er að ræða heilsdagsprógram sem samanstendur af 3 æfingum á ís og 2 æfingum í dansi, styrk, þol. Einnig verður möguleiki á einkatímum til viðbótar. Aðalþjálfarar í búðunum munu tala ensku en einnig verða íslenskir þjálfarar.
Fjölnir would like to welcome you to our 2022 summer camp!
The camp is aimed to all levels from beginner to elite skaters. The Group division will be based on level. The camp is hosted by Fjölnir and organised and directed by our Head coach Benjamin Naggiar and his team with the participation of Ilaria Nogaro and Guest coaches.
The camp will consist in a full day program with 3 on ice sessions and 2 off ice sessions. The official language of the camp will be English but Icelandic speaking coaches will be present.
Stórglæsilegur árangur Fjölnis á Stockholm Trophy
Nítján skautarar úr listskautadeild Fjölnis héldu til Stokkhólms í vikunni til að taka þátt á skautamótinu Stockholm Trophy sem fram fór í Nacka Ishall í Stokkhólmi. Alls voru 223 keppendur frá fimm löndum skráðir á mótið. Keppt var í 19 flokkum og átti Fjölnir fulltrúa í 8 keppnisflokkum. Með þeim í för voru þjálfararnir Benjamin og Helga Karen ásamt fararstjórum og foreldrum.
Keppnin hófst á fimmtudag, en þá keppti meirihluti Fjölnisstúlkna. Í flokki Springs C voru alls 12 keppendur og áttum við sex fulltrúa, það voru: Arna Dís Gísladóttir, Elisabeth Rós Giraldo Ægisdóttir, Ermenga Sunna Víkingsdóttir, Perla Gabriela Giraldo Ægisdóttir, Sóley Björt Heimisdóttir og Una Lind Otterstedt. Þar mátti sjá bætingu hjá þeim öllum frá seinasta móti. Arna Dís endaði í 2. sæti og Perla Gabriela í 3. sæti.
Í flokki Debs C voru alls 10 keppendur og áttum við fjóra fulltrúa, Edil Mari Campos Tulagan, Lilju Harðardóttur, Liva Lapa og Selmu Kristínu S. Blandon. Þær áttu einnig góðan dag og koma heim reynslunni ríkari.
Í flokki Novice C voru 5 keppendur og áttum við þar þrjá fulltrúa, það voru: Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, Íris María Ragnarsdóttir og Ísabella Jóna Sigurðardóttir. Þær áttu allar góðan dag og bættu sig frá seinasta móti og enduðu á að taka öll sætin á verðlaunapallinum. Íris María var í 1. sæti, Ásta Lovísa í 2. sæti og Ísabella Jóna í 3. sæti.
Í flokki Junior C voru alls þrír keppendur en þar kepptu Rakel Sara Kristinsdóttir og Andrea Marín Einarsdóttir sem áttu stórgóðan dag. Rakel Sara tók 1. sætið í flokknum og Andrea Marín 2. sætið.
Á föstudeginum áttum við þrjá keppendur í þremur flokkum. Elín Katla Sveinbjörnsdóttir keppti í flokki Springs B en þar voru 27 keppendur. Elínu gekk vel og bætti sig frá seinasta móti og endaði í 13. sæti með 22,27 stig. Berglind Inga Benediktsdóttir keppti í flokki Debs B en þar voru 20 keppendur. Berglind átti mjög góðan dag og skautaði gott prógram sem skilaði henni 1. sæti í sínum flokki með 38,23 stig. Tanja Rut Guðmundsdóttir keppti í flokki Junior B en þar voru 14 keppendur. Tanja skautaði vel sem skilaði henni 5. sætinu með 31,80 stig.
Á laugardegi áttum við aðeins einn keppanda, Elvu Ísey Hlynsdóttur sem keppti í Advanced Novice stuttu prógrami, en þar voru 25 keppendur. Þetta er annað mót Elvu í flokki Advanced Novice. Elva átti góðan dag og sat í 19. sæti með 22,49 stig eftir stutta prógramið. Á sunnudeginum keppti Elva í frjálsu prógrami og átti einnig góðan dag en fyrir frjálsa prógramið fékk hún 36,83 stig og endaði í 21. sæti með samanlagt 59,32 stig fyrir bæði prógröm. Elva gerði nýtt persónulegt stigamet í báðum prógrömum en hún bætti sig um rúm 11 stig í heildareinkunn.
Þetta er frábær árangur hjá okkar iðkendum og erum við afar stolt af frammistöðu þeirra á mótinu. Við óskum keppendum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Við búum yfir efnilegum skauturum sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni!
Berglind Inga Benediktsdóttir í 1. sæti

Arna Dís Gísladóttir í 2. sæti og Perla Gabriela Giraldo Ægisdóttir í 3. sæti

Íris María Ragnarsdóttir í 1. sæti, Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir í 2. sæti og Ísabella Jóna Sigurðardóttir í 3. sæti

Rakel Sara Kristinsdóttir í 1. sæti og Andrea Marín Einarsdóttir í 2. sæti

Fjölnishópurinn

Klappliðið

Frítt skautanámskeið fyrir stráka
Í janúar verður í boði frítt skautanámskeið fyrir stráka á öllum aldri. Umsjón námskeiðsins verður í höndum Lars Davíðs Gunnarssonar, þjálfara listskautadeildarinnar. Lars æfði sjálfur skauta hjá okkur í mörg ár og hefur verið að þjálfa undanfarið.
Æfingar verða á miðvikudögum kl. 16:20-17:00. Fyrsta æfingin er 12. janúar og er námskeiðið 7 skipti og lýkur 23. febrúar.
Skráning á námskeiðið er hafin á fjolnir.felog.is
Æfingarnar fara fram á Skautasvellinu í Egilshöll sem er á annarri hæð hússins. Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma í höllinni fyrir þá sem ekki eiga. Gott er að koma í hlýjum og teygjanlegum fötum, t.d. flísbuxum, flíspeysu, húfu/eyrnaband, koma skal með fingravettlinga. Best er að vera kominn um 15 mínútum fyrr til að hafa tíma til að klæða sig í skautana áður en tíminn hefst.

Jólaskautaskóli Fjölnis

Jólaskautaskóli Fjölnis 

Listskauta- og íshokkídeild Fjölnis verða með Jólaskautaskóla fyrir börn á aldrinum 6-12 ára dagana 27.-30. desember. Námskeiðið er á milli kl. 8:30-13:00. Kennd verða undirstöðuatriði skautaíþrótta á námskeiðinu ásamt því að spila íshokkí og læra listskautaæfingar.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 21. desember.

Nýr yfirþjálfari listhlaupadeildar
Benjamin Naggiar hefur verið ráðinn nýr yfirþjálfari framhaldshópa listhlaupadeildar Fjölnis. Benjamin er 27 ára og kemur frá Ítalíu. Hann hefur þjálfað skautara á öllum getustigum, allt frá byrjendum að þeim sem eru að keppa á alþjóðlegum mótum. Sjálfur æfði hann og keppti í parakeppni í listhlaupi á skautum og náði á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Síðar æfði hann og keppti í ísdansi. Benjamin hefur þjálfað skautara í Kína, Svíþjóð, Ítalíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og á Íslandi. Við bjóðum Benjamin velkominn til starfa hjá okkur.
Kristalsmót
Kristalsmótið verður haldið laugardaginn 16. október næstkomandi á Skautasvellinu í Egilshöll milli kl. 08:00-13:00.
Grímuskylda er á Kristalsmótið, grímuna má taka niður eftir að sest er í sæti.
Fjölnir verður með sjoppusölu á mótinu með veitingar og varning.
Mótstilkynninguna má finna hér
Facebook viðburð mótsins má finna hér
Skráning áhorfenda fer fram hér
Úrslit móts
Þáttökuverðlaun voru veitt í flokkum 6 ára og yngri, 8 ára og yngri og 10 ára og yngri
6 ára og yngri í keppnisröð
Elisabeth Rós G. Ægisdóttir
|
Fjölnir | |
Freyja Sif Stefánsdóttir
|
Skautafélag Reykjavíkur
|
8 ára og yngri í keppnisröð
Ingibjörg Ólína Alfreðsdóttir
|
Skautafélag Akureyrar
|
|
Ástríður Gríma Ásgrímsdóttir
|
Skautafélag Reykjavíkur
|
10 ára og yngri í keppnisröð
Kristbjörg Heiða Björnsdóttir
|
Skautafélag Akureyrar
|
|
Karen Milena Pétursdóttir
|
Skautafélag Reykjavíkur
|
|
Elysse Marie Alburo Mamalias
|
Skautafélag Reykjavíkur
|
|
Ylva Sól Agnarsdóttir
|
Skautafélag Akureyrar
|
|
Una Lind Otterstedt
|
Fjölnir | |
Herdís Björk Bjarnadóttir
|
Skautafélag Akureyrar
|
|
Svétlana Sergeevna Kurkova
|
Skautafélag Reykjavíkur
|
|
Arna Dís Gísladóttir
|
Fjölnir | |
Sóley Björt Heimisdóttir
|
Fjölnir | |
Perla Gabriela Ægisdóttir
|
Fjölnir |
12 ára og yngri drengir
1. sæti | Baldur Tumi Einarsson | Skautafélag Reykjavíkur |
12 ára og yngri stúlkur
1. sæti | Ágústa Fríður Skúladóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
2. sæti | Sara Laure Idmont Skúladóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
3. sæti | Þórdís Anna Sigtryggsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
4. sæti | Sonia Laura Krasko | Skautafélag Reykjavíkur | |
5. sæti | Líva Lapa | Fjölnir | |
6. sæti | Rakel Rós Jónasdóttir | Fjölnir | |
7. sæti | Árdís Eva Björnsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
8. sæti | Katla Líf Logadóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
9. sæti | Edil Mari Campos Tulagan | Fjölnir | |
10. sæti | Katla Eir Björnsdóttir | Skautafélag Akureyrar | |
WD | Selma Kristín S. Blandon | Fjölnir | |
WD | Snæfríður Arna Pétursdóttir |
Skautafélag Reykjavíkur
|
14 ára og yngri stúlkur
1. sæti | Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir | Fjölnir | |
2. sæti | Sunna Dís Hallgrímsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
3. sæti | Hildur Emma Stefánsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
4. sæti | Selma Ósk Sigurðardóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
5. sæti | Tanya Ósk Þórisdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
6. sæti | Ása Melkorka Daðadóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
7. sæti | Sóley Kristín Hjaltadóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
8. sæti | Ingunn Eyja Skúladóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
9. sæti | Hanna Falksdóttir Kruger | Skautafélag Reykjavíkur | |
10. sæti | Sólveig Birta Snævarsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
11. sæti | Ásta Hlín Arnarsdóttir | Skautafélag Akureyrar | |
12. sæti | Helga Kristín Eiríksdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
WD | Júlía Lóa Unnarsdóttir Einarsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur |
15 ára og eldri karlar
1. sæti | Halldór Hrafn Reynisson | Skautafélag Reykjavíkur |
15 ára og eldri konur
1. sæti | Herdís Anna Ólafsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
2. sæti | Ísabella María Jónsd. Hjartar | Skautafélag Reykjavíkur |
Special Olympics flokkar frá Íþróttafélaginu Ösp
1. sæti | Þórdís Erlingsdóttir | Unified Par |
Wendy Elaine Richards | ||
1. sæti | Gabríella Kamí Árnadóttir | Par |
Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer | ||
1. sæti | Fatimata Kobre | 12-15 ára stúlkur |
1. sæti | Védís Harðardóttir | 16-21 árs dömur |
1. sæti | Bjarki Rúnar Steinarsson | 22 ára og eldri karlar |
1. sæti | Snædís Egilsdóttir | 22 ára og eldri konur |
1. sæti | Hulda Björk Geirdal Helgadóttir | 11 ára og yngri stúlkur |
1. sæti | Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer | 16-21 árs dömur |
1. sæti | Þórdís Erlingsdóttir | 22 ára og eldri konur |
1. sæti | Nína Margrét Ingimarsdóttir | 16-21 árs dömur |
2. sæti | Gabríella Kamí Árnadóttir | 16-21 árs dömur |
1. sæti | Sóldís Sara Haraldsdóttir | 12-15 ára stúlkur |
Dagskrá

Keppnisröð
SO flokkar kl. 08:00-09:10
Nr. | Upphitunarhópur 1 | Flokkur | Level | |
1 | Þórdís Erlingsdóttir | Unified Par | 1 | |
Wendy Elaine Richards | ||||
2 | Gabríella Kamí Árnadóttir | Par | 1 | |
Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer | ||||
3 | Sóldís Sara Haraldsdóttir | 12-15 ára stúlkur | 4 | Short program |
Upphitunarhópur 2 | ||||
1 | Fatimata Kobre | 12-15 ára stúlkur | 1 | |
2 | Védís Harðardóttir | 16-21 árs dömur | 1 | |
3 | Bjarki Rúnar Steinarsson | 22 ára og eldri karlar | 1 | |
4 | Snædís Egilsdóttir | 22 ára og eldri konur | 1 | |
Upphitunarhópur 3 | ||||
1 | Hulda Björk Geirdal Helgadóttir | 11 ára og yngri stúlkur | 2 | |
2 | Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer | 16-21 árs dömur | 2 | |
3 | Þórdís Erlingsdóttir | 22 ára og eldri konur | 2 | |
4 | Nína Margrét Ingimarsdóttir | 16-21 árs dömur | 3 | |
5 | Gabríella Kamí Árnadóttir | 16-21 árs dömur | 3 | |
Upphitunarhópur 4 | ||||
1 | Sóldís Sara Haraldsdóttir | 12-15 ára stúlkur | 4 | Free program |
Keppni í Félagalínu
Upphitunarhópur 1 – 12 ára og yngri kl. 09:10-09:35
12 ára og yngri drengir
1 Baldur Tumi Einarsson – SR
12 ára og yngri stúlkur
1 Ágústa Fríður Skúladóttir – SR
2 Edil Mari Campos Tulagan – Fjölnir
3 Selma Kristín S. Blandon – Fjölnir
4 Katla Líf Logadóttir – SR
5 Sonia Laura Krasko – SR
6 Sara Laure Idmont Skúladóttir – SR
Upphitunarhópur 2 – 12 ára og yngri kl. 09:35-10:00
12 ára og yngri stúlkur
7 Katla Eir Björnsdóttir – SA
8 Þórdís Anna Sigtryggsdóttir – SR
9 Snæfríður Arna Pétursdóttir – SR
10 Rakel Rós Jónasdóttir – Fjölnir
11 Árdís Eva Björnsdóttir – SR
12 Líva Lapa – Fjölnir
Heflun og hlé
Upphitunarhópur 1 – 14 ára og yngri kl. 10:20-10:55
14 ára og yngri stúlkur
1 Hildur Emma Stefánsdóttir – SR
2 Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir – Fjölnir
3 Tanya Ósk Þórisdóttir – SR
4 Júlía Lóa Unnarsd. Einarsdóttir – SR
5 Sunna Dís Hallgrímsdóttir – SR
6 Ása Melkorka Daðadóttir – SR
7 Ingunn Eyja Skúladóttir – SR
Upphitunarhópur 2 – 14 ára og yngri kl. 10:55-11:30
14 ára og yngri stúlkur
8 Sólveig Birta Snævarsdóttir – SR
9 Hanna Falksdóttir Kruger – SR
10 Selma Ósk Sigurðardóttir – SR
11 Sóley Kristín Hjaltadóttir – SR
12 Helga Kristín Eiríksdóttir – SR
13 Ásta Hlín Arnarsdóttir – SA
Upphitunarhópur 1 – 15 ára og eldri kl. 11:30-11:45
15 ára og eldri karlar
1 Halldór Hrafn Reynisson – SR
15 ára og eldri konur
1 Herdís Anna Ólafsdóttir – SR
2 Ísabella María Jónsd. Hjartar – SR
Heflun og hlé
Upphitunarhópur 1 – 6 ára og yngri & 8 ára og yngri kl. 12:05-12:20
6 ára og yngri stúlkur
1 Elisabeth Rós G. Ægisdóttir – Fjölnir
2 Freyja Sif Stefánsdóttir – SR
8 ára og yngri stúlkur
1 Ingibjörg Ólína Alfreðsdóttir – SA
2 Ástríður Gríma Ásgrímsdóttir – SR
Upphitunarhópur 1 – 10 ára og yngri kl. 12:20-12:40
10 ára og yngri stúlkur
1 Kristbjörg Heiða Björnsdóttir – SA
2 Karen Milena Pétursdóttir – SR
3 Elysse Marie Alburo Mamalias – SR
4 Ylva Sól Agnarsdóttir – SA
5 Una Lind Otterstedt – Fjölnir
Upphitunarhópur 2 – 10 ára og yngri kl. 12:40-13:00
10 ára og yngri stúlkur
6 Herdís Björk Bjarnadóttir – SA
7 Svétlana Sergeevna Kurkova – SR
8 Arna Dís Gísladóttir – Fjölnir
9 Sóley Björt Heimisdóttir – Fjölnir
10 Perla Gabriela Ægisdóttir – Fjölnir
Júlía Sylvía keppti á Junior Grand Prix í Ljubljana
Í síðustu viku héldu Júlía Sylvía Gunnarsdóttir, skautari úr listskautadeild, ásamt þjálfara deildarinnar, Lorelei Murphy, til Ljubljana til þátttöku á Junior Grand Prix mótaröðinni sem fulltrúar Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem Júlía Sylvía tók þátt á mótaröðinni, en nokkrir íslenskir skautarar hafa tekið þátt á mótaröðinni, þar á meðal skautarar úr Birninum, en nokkur ár eru síðan okkar félag sendi fulltrúa til keppni.
Junior Grand Prix er mótaröð fyrir Junior skautara alls staðar að úr heiminum sem haldin er af Alþjóðaskautasambandinu, ISU. Á mótaröðinni safna skautarar stigum og að lokum keppa stigahæstu 6 keppendur í hverjum flokki til úrslita. Meira um mótaröðina má finna hér.
Á mótinu voru 31 keppandi í stúlknaflokki og á fimmtudeginum var keppt í stuttu prógrami þar sem Júlía var fimmtánda í röðinni. Í stuttu prógrami þurfa skautarar að sýna skylduæfingar. Júlíu skautaði gott stutt prógram og endaði með heildarstig upp á 28,56, þar af 12,30 í tæknieinkunn og 17,26 í framkvæmdareinkunn. Á laugardeginum var svo keppt í frjálsu prógrami og gekk Júlíu ágætlega, hún gerði góða snúninga og stökk tvöfalda Axelinn af miklu öryggi og má þess geta að lýsandi mótsins gaf Júlíu mörg hrós fyrir sína frammistöðu. Hún endaði með 56.39 í heildarstig fyrir frjálst prógram, þar af 23,69 í tæknieinkunn og 34,70 fyrir framkvæmd. Að keppni lokinni endaði Júlía með heildarstig fyrir bæði prógröm upp á 84.95 stig sem skilaði henni 28. sætinu. Júlía má vera sátt með sinn árangur á mótinu þrátt fyrir að vera aðeins frá sínu besta.
Júlía og Lorelei koma reynslunni ríkari heim eftir ferðina og erum við öll afar stolt yfir þátttöku Júlíu á mótinu.
#FélagiðOkkar
