Janúar fréttabréf - RIG, Nordics og byrjun annar

RIG 2024

Advanced Novice Women

Það voru þrír keppendur frá Fjölni sem kepptu í Advanced Novice flokki sem innihélt einnig skautara frá Hollandi, Ítalíu og Frakklandi. Voru alls 11 keppendur í flokkinum. Berglind Inga, Elín Katla og Elva Ísey voru keppendurnir sem hófu keppni á föstudeginum með stutta prógramminu og kláruðu svo frjálsa prógrammið á laugardeginum.

Berglind Inga byrjaði föstudaginn á því að fá 23.45 stig fyrir sitt prógram á föstudeginum. Á laugardeginum fékk Berglind svo 43.79 stig fyrir frjálsa prógrammið og endaði því með 67.23 heildarstig.

Elín Katla fékk 29.29 stig fyrir sitt stutta prógram á föstudeginum. Í frjálsa prógramminu á laugardeginum fékk hún 53.71 stig fyrir sitt framlag á svellinu og endaði hún því á að fá 83.00 stig sem tryggði henni 3.sætið á mótinu!

Elva Ísey tók föstudaginn og fékk 20.56 stig fyrir stutta prógrammið. Á laugardeginum tók hún ásamt öðrum frjálsa prógrammið og fékk fyrir það 31.85 stig og endaði því með 52.41 heildarstig.

Junior Women

Lena Rut var okkar fulltrúi í Junior Women flokki þar sem að 7 keppendur frá Finnlandi, Filipseyjum, Argentínu, Bretlandi og Danmörku tóku þátt. Á laugardeginum hóf Junior flokkur keppni á RIG með stutta prógramminu. Fékk Lena 39.25 stig fyrir sitt stutta prógramm. Á sunnudeginum tók hún svo frjálsa prógrammið þar sem hún fékk 65.54 stig. Með þessu endaði hún með heildarstig upp á 104.79 stig sem skilaði henni 4.sætinu á mótinu.

Senior Women

Fulltrúi Fjölnis í Senior Women flokki var Júlía Sylvía og keppti hún ásamt 3 öðrum keppendum frá Indlandi, Hollandi og Danmörkur. Stutta prógrammið var tekið á laugardeginum og fékk Júlía 40.35 stig fyrir sitt prógram. Á sunnudeginum var svo frjálsa prógrammið tekið þar sem að Júlía fékk 87.92 stig. Með þessu fékk hún 128.27 heildarstig. Með því náði hún að tryggja sér sigur á seinni degi og endaði í 1.sæti í Senior Women.

Er þetta í fyrsta skipti sem að íslenskur skautari fær gullverðlaun í Senior flokki á alþjóðlegu móti á listskautum!

Interclub

Það voru sex skautarar frá Fjölni sem tóku þátt í Interclub móti RIG. Arna Dís, Ermenga Sunna og Sóley Björt tóku þátt í Basic Novice Girls flokki. Maxime og Suri Han tóku þátt í Cubs flokki og svo var Elisabeth Rós í Chicks flokki.

Allir þessir flokkar fóru fram á föstudeginum og var það Elisabeth Rós í Chicks flokk sem tók á skarið fyrir okkar hóp. Næsti hópur þar á eftir var svo Cubs flokkur þar sem að Maxime og Suri fóru á svellið og sýndu sína takta. Efnilegir skautara sem voru þarna á ferðinni og góð reynsla fyrir framtíðina þeirra.

Næst var það Basic Novice flokkurinn sem innihélt 15 keppendur frá Íslandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Danmörku. Arna Dís fór fyrst á svellið og stóð sig með mikill príði og endaði með 33.20 stig sem skilaði henni 3.sæti í sínum flokki og þar af leiðandi sæti á verðlaunapallinum. Sóley Björt var næst af okkar skauturum á svellið og endaði hún á að fá 18.84 stig fyrir sitt prógram sem skilaði henni 14.sæti. Seinust var Ermenga Sunna sem tók sitt prógram og fékk hún 30.17 stig fyrir það og endaði í 4.sæti.

Góð reynsla fyrir okkar skautara og óskum við þeim til hamingju með árangur sinn!

Norðurlandamót

Næst á dagskrá er Norðurlandamót í Svíþjóð sem fer fram 1.-4. febrúar. Í þeirri ferð er Fjölnir með fjóra keppendur og eru það Elín Katla og Berglind Inga sem taka þátt í Advanced Novice Women, Lena Rut sem tekur þátt í Junior Women og Júlía Sylvía sem tekur þátt í Senior Women. Hvetjum við ykkur til að fylgjast með á okkar miðlum sem og miðlum Skautasambandsins (skatingicelandofficial á instagram; Skautasamband Íslands – ÍSS á Facebook).

Byrjun annar

Rétt eftir áramót hófst ný önn hjá okkur og hefur hún farið vel af stað. Fjöldinn allur af ungum og efnilegum skauturum hafa lagt leið sína í skautaskólann. Allt frá algerum byrjendum og yfir í skautara sem eru við það að komast í næsta hóp.

Fyrir þau sem eru að spá í að skrá sig er hægt að fá allar upplýsingar um hvernig það er gert hér.

Eins til að fá upplýsingar um æfingartíma hjá okkur er hægta að ýta hér.


Desember fréttabréf listskautadeildar

Jólasýningin

Við viljum byrja á því að þakka öllum sem gáfu sér tíma í að koma á jólasýninguna okkar seinast liðinn laugardag. Þar sem að þessar sýningar eru fjáröflun fyrir deildina okkar þá var frábært að sjá hversu margir mættu að fylgjast með og skemmta sér með okkur á þessari jólasýningu. Mætingin það góð að það þurfti að bregðast við þar sem að stúkan fylltist og enn þá einhverjir sem áttu eftir að koma inn og var stólum komið inn í Íssal og fyrir ofan stúkan svo dæmi sé tekið.

Einnig þökkum við öllum fyrir sem tóku þátt í happdrættinu hjá okkur og var þátttakan þar einnig mjög flott.

Síðast en alls ekki síst viljum við þakka þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur að láta þessa sýningu verða að veruleika. Án sjálfboðaliða í svona verkefnum væri ekki hægt að setja upp svona flotta dagskrá og vonum við að sem flestir gefi kost af sér í framtíðar verkefni hjá okkur! Takk þið!

Skautarar ársins.

Nú á dögunum var valið íþróttafólk ársins hjá Fjölni og hefur verið komið inn á það á síðum tengt félaginu. Í ár var það hún Lena Rut Ásgeirsdóttir sem var valin skauta kona ársins hjá okkur í Fjölni. Við óskum Lenu innilega til hamingju með það!

Einnig var Skautasamband Íslands að velja skautara ársins og var það hún Júlía Sylvía Gunnarsdóttir sem fékk þann heiður þetta árið. Við óskum Júlíu innilega til hamingju með það!

RIG og Nordics

26.-28. Janúar munu RIG leikarnir fara fram í Laugardalnum og verðum við að sjálfsögðu með keppendur þar. Við munum kynna þá keppendur til leiks þegar nær dregur.

Beint á eftir því eða 1.-4. Febrúar munu Nordics fara fram í Svíþjóð og voru fjórir keppendur valdir frá Fjölni til þess að taka þátt. Þau sem munu fara eru Júlía Sylvía í Senior Women, Lena Rut í Junior Women, Elín Katla og Berglind Inga i Advanced novice.

Hátíðarkveðjur

Að lokum viljum við þakka öllum fyrir komandi tímabil og hlökkum til að sjá alla aftur hjá okkur á næstu önn. Við óskum ykkur öllum gleðilegra hátíðar og gleðilegt nýtt ár. Vonandi að þið munið hafa það mjög gott um hátíðirnar og sjáumst fersk eftir áramót!


Íslands- og Íslandsmeistaramót ÍSS á Akureyri 24.-26.nóv

Íslands- og Íslandsmeistaramót ÍSS á Akureyri 24.-26.nóv

Seinustu helgi fór fram Íslands- og Íslandsmeistaramót ÍSS á Akureyri og að sjálfsögðu voru keppendur frá Fjölni á staðnum. Í þetta skiptið voru 10 keppendur sem kepptu fyrir okkar hönd. Elisabeth Rós tók þátt í Chicks flokkinum og Suri Han í Cubs flokki. Í Basic Novice voru það Arna Dís, Ermenga Sunna og Sóley Björt sem fóru fyrir Fjölnis hönd. Ísabella Jóna og Tanja Rut tóku þátt í Intermediate Women flokki. Advanced Novice keppendur voru Berglind Inga, Elva Ísey og Elín Katla. Lena Rut tók þátt í Junior Women flokki og Júlía Sylvía var í Senior Women flokkinum.

Á laugardeginum voru Basic Novice, Intermediate Women sem kláruðu sína keppni. Í Basic Novice lenti Ermenga Sunna í 2. sæti og Arna Dís náði 1.sætinu. Í Intermediate Women náði Tanja Rut 2. Sætinu. Allir keppendur í Basic Novice bættu sig frá haustmótinu sem var haldið í september.

Iðkendur Fjölnis í Cubs og Chicks tóku sinn keppnisdag á sunnudeginum og stóð þær sig með mikilli prýði.

Advanced Novice, Junior Women og Senior Women tóku stutta prógrammið sitt á laugardeginum og var árangurinn þar flottur. Eftir að Chicks og Cubs höfðu lokið sér af á sunnudeginum tók við frjálsa prógrammið hjá Advanced Novice, Junior Women og Senior Women.

Eftir frjálsu prógrömmin var komin heildarmynd hjá þessum flokkum. Í Advanced Novice endaði Berglind Inga í 3.sæti og Elín Katla tók 2.sætið. Elín Katla, Berglind og Elva Ísey bættu sig frá því á haustmótinu í september.

Eftir fyrri daginn var Lena Rut í fyrsta sæti í Junior Women flokkinum og eftir frjálsa prógrammið þá hélt hún fyrsta sætinu örugglega og bætti árangur sinn í heildarstigum frá Haustmótinu sem var haldið í september. Með þessu varð Lena því Íslandsmeistari í Junior flokki árið 2023!

Júlía Sylvía lokaði sunnudeginum með því að taka frjálsa prógrammið í Senior Women og stóð sig mjög vel og bætti hún sig í heildarstigum frá Haustmótinu frá því í september. Júlía Sylvía endaði sem Íslandsmeistari í Senior Women flokki árið 2023!

Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangur sinn þessa helgi og fylgjumst spennt með næstu skrefum!

#FélagiðOkkar


Fréttabréf Listskautadeildar

Landsliðsfréttir

Um miðjan október var landsliðsverkefni á vegum ÍSS á Diamond Spin mótinu í Katowice, Póllandi. Áttum við í Fjölni þrjá keppendur sem tóku þátt fyrir hönd Íslands á því móti en það voru Elín Katla í advanced novice flokki, Lena Rut í Junior flokki og Júlía Sylvía í Senior flokki.

Við óskum þeim til hamingju með valið í landsliðið!

Elín Katla endaði í 13.sæti með 77.25 stig í advanced novice flokkinum.
Lena Rut endaði í 12.sæti með 94.06 stig í Junior flokkinum.
Júlía Sylvía endaði í 3.sæti með 112.21 stig í Senior flokki.

Volvo Cup

Helgina 3.-5. nóvember fóru 8 keppendur á vegum Fjölnis á Volvo Cup í Riga, Lettlandi. Elva Ísey, Berglind Inga og Elín Katla kepptu í advanced Novice flokki. Ermenga Sunna, Sóley Björt og Arna Dís kepptu í basic Novice flokki. Lena Rut keppti í junior flokki og Júlía Sylvía í senior flokki.

Advanced Novice hópurinn fór fyrst á svellið af okkar keppendum. Berglind Inga endaði með því að fá 60.65 stig og endaði í 27.sæti, Elín Katla endaði með 83.27 stig og bætti sig frá bæði Haustmótinu sem haldið var í septmber sem og landsliðs verkefninu sem hún fór í í október. Endaði Elín í 10.sæti. Elva Ísey fékk 62.57 stig, bætti hún sig frá haustmótinu og endaði í 25.sæti á Volvo Cup.

Basic Novice hópurinn keppti á sunnudeginum. Arna Dís fékk 31.76 stig og endaði í 18.sæti, Ermenga Sunna var með 28.35 stig í 23.sæti og Sóley Björt fékk 19.04 stig í 29.sæti. Bættu þær sig allar frá því á Haustmótinu sem var haldið í september.

Junior og Senior flokkarnir fóru fram á föstudegi og laugardegi. Lena Rut fékk 106.10 stig og endaði hún í 19.sæti í Junior flokkinum. Júlía Sylvía fékk 127.94 stig og endaði í 8.sæti í Senior flokki. Bæði Lena og Júlía bættu sig frá haustmótinu sem og frá landsliðsverkefninu sem þær fóru í um miðjan október.

Allar stelpurnar fengu góða reynslu af þessum tveimur mótum seinasta mánuðinn og nýtist þeim klárlega fyrir framtíðarverkefni.

Skautaskólinn

Skautaskólinn hefur farið vel af stað og er góð stemming og góð mæting á þær æfingar. Algerir byrjendur eru að stíga sín fyrstu skref í listskautum í skautastkólanum ásamt þeim sem eru nýlega byrjuð og eru að þróa sína hæfni á skautum. Skautaskólinn er á miðvikudögum klukkan 16:20-17:00 og laugardaga klukkan 12:20-13:00. Hægt er að skrá sig í skautaskólann í gegnum XPS appið. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig er hægt að skrá sig hér.

Halloween skautapartí

Laugardaginn 4.nóvember héldum við svo Halloween skautapartí á skautasvellinu í Egilshöll. Það var góð mæting og var mjög skemmtilegt og hræðilegt á sama tíma hjá okkur og þeim sem lögðu leið sína til okkar. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína í Egilshöllina og höfðu gaman með okkur.

Hvað er framundan?

Það er nóg um að vera hjá okkur á næstunni fyrir utan auðvitað venjulegar æfingar. Íslandsmót ÍSS verður haldið á Akureyri helgina 24.-26. nóvember og munum við að sjálfsögðu senda keppendur þangað.

Það verður svo jólasýning hjá okkur 16. desember og vonumst við eftir því að sjá sem flest á þeirri sýningu. Hún verður auglýst þegar nær dregur og þá með meiri upplýsingum.

Nýr þjálfari

Eins og margir hafa vafalaust tekið eftir hóf nýr þjálfari störf hjá okkur í byrjun þessa tímabils. Hún Viktória Šabová kom til liðs við okkur frá Slóvakíu. Þar hafði hún verið að þjálfa seinustu ár ásamt því að hafa sjálf verið að æfa listskauta í yfir 12 ár.

Hún er ásamt því að vera þjálfari hjá okkur í fjarnámi í lögfræði við háskólann í Manchester.

Við erum mjög glöð með að hún hafi ákveðið að koma til liðs við okkur og er hún góð viðbót í þjálfara teymið okkar. Við bjóðum hana að sjálfsögðu velkomna til Íslands og í Fjölni!


Haustmót ÍSS - Úrslit

Um liðna helgi fór haustmót ÍSS fram í Egilshöll og gekk það vel fyrir sig. Margir keppendur voru frá Fjölni á mótinu og voru allir til fyrirmyndar fyrir félagið og sjálft sig.

Árangurinn var flottur og voru margir keppendur sem komust á pall eftir keppni helgarinnar.

  • Perla Gabríela tryggði sér 3.sætið í flokki 12 ára og yngri í félagalínunni.

Í flokkum ÍSS vantaði ekki upp á árangurinn.

  • Í Intermediet Women voru tveir keppendur á palli. Rakel Sara tók 2.sætið og Tanja Rut tryggði sér 1.sætið.
  • Arna Dís tryggði sér 2.sæti í Basic Novice.
  • Elín Katla tryggði sér 1.sætið í Advanced Novice.
  • Lena Rut tryggði sér 1.sætið í Junior Women.
  • Júlía Sylvía tryggði sér 1.sætið í Senior Women

Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Að lokum viljum við þakka öllum sem lögðu sér leið í Egilshöll að fylgjast með mótinu sem og sjálfboðaliðum fyrir þeirra vinnu.


Haustmót ÍSS í Egilshöll - Dagskrá

Núna um helgina, 22.-24. september fer fram Haustmót ÍSS og er það haldið hjá okkur í Egilshöll.

Það verður frítt inn á mótið og því hvetjum við alla um að mæta og fylgjast með.

Það má sjá alla dagskrána og keppnisröð félagalínu fyrir neðan og ýtið hér til að sjá keppnisröð á Keppnislínu.

Dagskrá Haustmót ÍSS 22.-24. september 2023 

*birt með fyrirvara um breytingar 

Föstudagur 22. september 

Opnar æfingar   
19:00-19:15  Heflun 
19:15-19:45  Basic Novice + Int. Women 
19:45-20:15  Adv. Novice + Junior + Senior 
20:15-20:30   Heflun 

 

Laugardagur 23. September – húsið opnar 7:30 

Keppni   
09:00-09:06  8 ára og yngri – upphitun + keppni 
09:06-09:30  10 ára og yngri – upphitun + keppni 1 
09:30-09:54  10 ára og yngri – upphitun + keppni 2 
09:54-10:19  14 ára og yngri stúlkur upphitun + keppni 1 
10:19-10:45  14 ára og yngri stúlkur upphitun + keppni 2 
10:45-10:55  14 ára og yngri drengir upphitun + keppni 
10:55-11:05  15 ára og eldri drengir upph.+keppni 
10:05-11:20  Heflun 
11:20-11:47  15 ára og eldri stúlkur upph. + keppni 
11:47-12:14  12 ára og yngri upph.+keppni 1 
12:14-12:41  12 ára og yngri upph.+keppni 2 
12:41-13:08  12 ára og yngri upph.+keppni 3 
13:08-13:23  Heflun 
13:23-13:27  Upphitun Level 4 16-21 árs, Level 1 16-21 árs, Level 1 22 ára og eldri, Level 2 12-15 ára, Level 2 16-21 árs 
13:27-13:46  Keppni Level 4 16-21 árs, Level 1 16-21 árs, Level 1 22 ára og eldri, Level 2 12-15 ára, Level 2 16-21 árs 
13:46-13:50  Upphitun Level 3 11 ára og yngri, Level 3 16-21árs, Level 3 22 ára og eldri, Level 4 16-21 árs 
13:50-14:08  Keppni Level 3 11 ára og yngri, Level 3 16-21árs, Level 3 22 ára og eldri, Level 4 16-21 árs 
14:08-14:15  Heflun/hlé 
14:15-14:45  Verðlaunaafhending af ís 
   

 

Laugardagur 23. september – framhald  

Keppni   
15:15-15:59  SP – Advanced Novice upph+keppni 
15:59-16:21  SP- Junior upph+keppni 
16:21-16:33  SP – Senior upph+keppni 
16:33-16:48  Heflun 
16:48-17:32  Basic Novice Girls upph + keppni 
17:32-18:04  Int. Women upph + keppni 
18:04-18:19  Heflun 
18:30-18:45  Verðlaunaafhending af ís 
   
Opnar æfingar   
18:19-18:49  Chicks + Cubs + Int. Novice 
18:49-19:04   Heflun 
   

 

Sunnudagur 24. September – húsið opnar 07:00 

08:30-08:56  Cubs Unisex upph + keppni 
08:56-09:18  Chicks Unisex  upph + keppni 
09:18-09:56  Int. Novice  upph + keppni 
09:56-10:11  Heflun 
10:11-11:00  FS – Advanced Novice 
11:00-11:22  FS – Junior 
11:22-11:32  FS – Senior 
11:50-12:15  Verðlaunaafhending á ís 
12:15-12:30  Heflun 
12:30-13:30  #Beactive 

 

Haustmót 2023
 
Keppnisröð – Félagalína

Flokkur:8 ára og yngri stúlkur

1Freyja Sif Stefánsdóttir

Flokkur:10 ára og yngri stúlkur

1 Helen Chi Linh Khong
2 Maxime Hauksdóttir
3 Málfríður Sólnes Friðriksdóttir
4 Elsa Kristín Konráðsdóttir
5 Hrafnkatla Ylja Patriarca Kruger Karlsdóttir

6 Unnur Harðardóttir
7 Sóley Ingvarsdóttir
8 Elinborg Jóhanna Björnsdóttir
9 Salka Ulrike Árnadóttir
10 Rafney Birna Guðmundsdóttir

Flokkur:12 ára og yngri stúlkur

1 Inga Dís Friðþjófsdóttir
2 Perla Gabriela G. Ægisdóttir
3 Bryndís Halldóra Stefánsdóttir
4 Carmen Sara Davíðsdóttir
5 Elín Ösp Hjaltadóttir

6 Ísafold Esja Birkisdóttir
7 Kristbjörg Heiða Björnsdóttir
8 Jóhanna Harðardóttir
9 Klara Marín Eiríksdóttir
10 Elísabet Ebba Jónsdóttir
11 Steinunn Embla Axelsdóttir

12 Una Lind Otterstedt
13 Svétlana Sergeevna Kurkova
14 Íris Birta Agnarsdóttir
15 Sigrún Karlsdóttir
16 Sóley Kristina Mencos
17 Unnur H. Óskarsdóttir

Flokkur:14 ára og yngri stúlkur

1 Sonia Laura Krasko
2 Lilja Harðardóttir
3 Jenný Lind Ernisdóttir
4 Sara Laure Idmont Skúladóttir

5 Luna Lind Jónsdóttir Castro
6 Rakel Rós Jónasdóttir
7 Júlía Kristín Eyþórsdóttir
8 Snæfríður Arna Pétursdóttir
9 Ágústa Fríður Skúladóttir

Flokkur:14 ára og yngri drengir

1 Baldur Tumi Einarsson

Flokkur:15 ára og eldri konur

1 Helga Kristín Eiríksdóttir
2 Júlía Lóa Unnard. Einarsdóttir
3 Sólveig Birta B. Snævarsdóttir
4 Ása Melkorka Daðadóttir
5 Ísabella María Jónsd. Hjartar

Flokkur:15 ára og eldri karlar

1 Marinó Máni Þorsteinsson

Keppendalisti Keppnislína 

Nafn  Félag   Flokkur 
Elisabeth Rós G. Ægisdóttir  Fjölnir   Chicks Unisex 
Ólöf Marý Jóhannsdóttir  LSA  Chicks Unisex 
Eva Sóley Guðjónsdóttir  SR  Chicks Unisex 
Helena Björg Halldórsdóttir  SR  Chicks Unisex 
Ronja Valgý Baldursdóttir  LSA  Cubs Unisex 
Elín Magna Skúladóttir  SR  Cubs Unisex 
Arndís Sofia B. Benjamínsdóttir  SR  Cubs Unisex 
Dimmey Imsland  SR  Cubs Unisex 
Zandile Mia Mbatha  SR   Cubs Unisex 
Tanja Rut Guðmundsdóttir  Fjölnir  Intermediate Women 
Þórunn Lovísa Löve  Fjölnir   Intermediate Women 
Rakel Sara Kristinsdóttir  Fjölnir  Intermediate Women 
Ágústa Ólafsdóttir   SR  Intermediate Women 
Selma Ósk Sigurðardóttir   SR  Intermediate Women 
Arna Dís Gísladóttir  Fjölnir   Basic Novice Girls 
Ermenga Sunna Víkingsdóttir  Fjölnir   Basic Novice Girls 
Sóley Björt Heimisdóttir  Fjölnir   Basic Novice Girls 
Helga Mey Jóhannsdóttir   LSA  Basic Novice Girls 
Ylfa Rún Guðmundsdóttir   LSA  Basic Novice Girls 
Arína Ásta Ingibjargardóttir  SR  Basic Novice Girls 
Elysse Marie Alburo Mamalias  SR  Basic Novice Girls 
Kristina Mockus   SR  Basic Novice Girls 
Bára Margrét Guðjónsdóttir  SR  Intermediate Novice Girls 
Elín Ósk Stefánsdóttir  SR  Intermediate Novice Girls 
Ilma Kristín Stenlund  SR  Intermediate Novice Girls 
Jóhanna Valdís Branger  SR  Intermediate Novice Girls  
Kolbrún Jóhanna Sveinsdóttir  SR  Intermediate Novice Girls 
Unnur Þorbjörg Ragnarsdóttir  SR  Intermediate Novice Girls 
Berglind Inga Benediktsdóttir  Fjölnir   Advanced Novice Girls 
Elín Katla Sveinbjörnsdóttir  Fjölnir  Advanced Novice Girls 
Elva Ísey Hlynsdóttir  Fjölnir  Advanced Novice Girls 
Sædís Heba Guðmundsdóttir  LSA  Advanced Novice Girls 
Helena Katrín Einarsdóttir  SR  Advanced Novice Girls 
Indíana Rós Ómarsdóttir  SR  Advanced Novice Girls 
Katla Karítas Yngvadóttir  SR  Advanced Novice Girls 
Sólveig Kristín Haraldsdóttir  SR  Advanced Novice Girls 
Lena Rut Ásgeirsdóttir   Fjölnir  Junior Women 
Freydís Jóna J Bergsveinsdóttir  LSA  Junior Women 
Dharma Elísabet Tómasdóttir  SR  Junior Women 
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir   Fjölnir   Senior Women  

Keppendalisti Félagalína  

Freyja Sif Stefánsdóttir  SR  8 ára og yngri 
Unnur Harðardóttir  Fjölnir  10 ára og yngri 
Helen Chi Linh Khong  Fjölnir  10 ára og yngri 
Maxime Hauksdóttir  Fjölnir   10 ára og yngri 
Elínborg Jóhanna Björnsdóttir  SR  10 ára og yngri 
Elsa Kristín Konráðsdóttir  SR  10 ára og yngri 
Rafney Birna Guðmundsdóttir  SR  10 ára og yngri 
Sóley Ingvarsdóttir  SR  10 ára og yngri 
Málfríður Sólnes Friðriksdóttir  SR  10 ára og yngri 
Hrafnkatla Ylja P. K. Karlsdóttir  SR  10 ára og yngri 
Salka Ulrike Árnadóttir  SR  10 ára og yngri 
Perla Gabriela G. Ægisdóttir  Fjölnir  12 ára og yngri 
Una Lind Otterstedt  Fjölnir  12 ára og yngri 
Inga Dís Friðþjófsdóttir  Fjölnir   12 ára og yngri 
Steinunn Embla Axelsdóttir  Fjölnir   12 ára og yngri 
Kristbjörg Heiða Björnsdóttir  LSA  12 ára og yngri 
Bryndís Halldóra Stefánsdóttir  SR  12 ára og yngri 
Svétlana Sergeevna Kurkova  SR  12 ára og yngri 
Carmen Sara Davíðsdóttir  SR  12 ára og yngri 
Sigrún Karlsdóttir  SR  12 ára og yngri 
Unnur H. Óskarsdóttir  SR  12 ára og yngri 
Íris Birta Agnarsdóttir  SR  12 ára og yngri 
Jóhanna Harðardóttir  SR  12 ára og yngri 
Klara Marín Eiríksdóttir  SR  12 ára og yngri 
Sóley Kristín Mencos   SR  12 ára og yngri 
Elín Ösp Hjaltadóttir  SR  12 ára og yngri 
Elísabet Ebba Jónsdóttir  SR  12 ára og yngri 
Ísafold Esja Birkisdóttir  SR  12 ára og yngri 
Marinó Máni Þorsteinsson  Fjölnir   15 ára og eldri karlar 
Baldur Tumi Einarsson  SR  14 ára og yngri drengir 
Rakel Rós Jónasdóttir   Fjölnir   14 ára og yngri stúlkur 
Júlía Kristín Eyþórsdóttir  Fjölnir  14 ára og yngri stúlkur 
Lilja Harðardóttir  Fjölnir   14 ára og yngri stúlkur 
Jenný Lind Ernisdóttir  SR  14 ára og yngri stúlkur 
Ágústa Fríður Skúladóttir  SR  14 ára og yngri stúlkur 
Sara Laure Idmont Skúladóttir  SR  14 ára og yngri stúlkur 
Snæfríður Arna Pétursdóttir  SR  14 ára og yngri stúlkur 
Sonia Laura Krasko   SR  14 ára og yngri stúlkur 
Luna Lind Jónsdóttir Castro  SR  14 ára og yngri stúlkur 
Ása Melkorka Daðadóttir  SR  15 ára og eldri  
Helga Kristín Eiríksdóttir   SR  15 ára og eldri 
Ísabella María Jónsd. Hjartar  SR  15 ára og eldri 
Sólveig Birta B. Snævarsdóttir  SR  15 ára og eldri 
Júlía Lóa Unnard. Einarsdóttir  SR  15 ára og eldri 
Tanya Rós Sigurbjörnsdóttir   Öspin  Level 1 16-21 árs 
Védís Harðardóttir   Öspin   Level 1 16-21 árs 
Snædís Egilsdóttir  Öspin   Level 1 22 ára og eldri  
Bjarki Rúnar Steinarsson  Öspin   Level 1 22 ára og eldri  
Hulda Björk Geirdal Helgadóttir  Öspin   Level 2 12-15 ára  
Fatimata Kobre   Öspin   Level 2 16-21 árs 
Helga Júlía Árnadóttir  Öspin   Level 3 11 ára og yngri  
Nína Margrét Ingimarsdóttir  Öspin   Level 3 16-21 árs  
Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer  Öspin   Level 3 22 ára og eldri  
Sóldís Sara Haraldsdóttir  Öspin   Level 4 16-21 árs  


Júlía á Junior Grand Prix í Tyrklandi

Júlía á Junior Grand Prix í Tyrklandi

Júlía Sylvía og Benjamín lögðu af stað í gærmorgunn til keppni á Junior Grand Prix móti í Istanbul, Tyrklandi. Í dag var dregið í röðina um hvenær Júlía stígur á stokk og verður hún seinust af 35 keppendum. Verður seinasta upphitunin fyrir hennar innkomu klukkan 12:26 og á Júlía að skauta klukkan 13:03.

Hægt verður að horfa á keppnina á YouTube síðu ISU, https://www.youtube.com/watch?v=WMofnsKWw1o, og mælum við með því að stilla inn á síðuna tímanlega svo þið missið ekki af þessari veislu!

#FélagiðOkkar


Nýr skautastjóri

Nú í byrjun ágúst byrjaði nýr skautastjóri hjá listskautadeildinni og heitir hann Leifur Óskarsson. Leifur er 34 ára og hefur hann verið í kringum íþróttir frá blautu barnsbeini.

Seinustu 16 ár hefur Leifur verið að þjálfa handbolta og hefur hann því mikla reynslu á íþróttaumhverfinu og því sem fylgir. Hann hefur verið að þjálfa hjá handknattleiksdeild Fjölnis frá árinu 2021.

Hann er með B.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og nú í vor kláraði hann MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Við bjóðum hann velkominn til starfa með von um farsælt samstarf.


Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.

Skráning fer fram hér

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017

Hér má sjá nánari upplýsingar


Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára

Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.

HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.

ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.

Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.

Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!