Fréttabréf Listskautadeildar
Landsliðsfréttir
Um miðjan október var landsliðsverkefni á vegum ÍSS á Diamond Spin mótinu í Katowice, Póllandi. Áttum við í Fjölni þrjá keppendur sem tóku þátt fyrir hönd Íslands á því móti en það voru Elín Katla í advanced novice flokki, Lena Rut í Junior flokki og Júlía Sylvía í Senior flokki.
Við óskum þeim til hamingju með valið í landsliðið!
Elín Katla endaði í 13.sæti með 77.25 stig í advanced novice flokkinum.
Lena Rut endaði í 12.sæti með 94.06 stig í Junior flokkinum.
Júlía Sylvía endaði í 3.sæti með 112.21 stig í Senior flokki.
Volvo Cup
Helgina 3.-5. nóvember fóru 8 keppendur á vegum Fjölnis á Volvo Cup í Riga, Lettlandi. Elva Ísey, Berglind Inga og Elín Katla kepptu í advanced Novice flokki. Ermenga Sunna, Sóley Björt og Arna Dís kepptu í basic Novice flokki. Lena Rut keppti í junior flokki og Júlía Sylvía í senior flokki.
Advanced Novice hópurinn fór fyrst á svellið af okkar keppendum. Berglind Inga endaði með því að fá 60.65 stig og endaði í 27.sæti, Elín Katla endaði með 83.27 stig og bætti sig frá bæði Haustmótinu sem haldið var í septmber sem og landsliðs verkefninu sem hún fór í í október. Endaði Elín í 10.sæti. Elva Ísey fékk 62.57 stig, bætti hún sig frá haustmótinu og endaði í 25.sæti á Volvo Cup.
Basic Novice hópurinn keppti á sunnudeginum. Arna Dís fékk 31.76 stig og endaði í 18.sæti, Ermenga Sunna var með 28.35 stig í 23.sæti og Sóley Björt fékk 19.04 stig í 29.sæti. Bættu þær sig allar frá því á Haustmótinu sem var haldið í september.
Junior og Senior flokkarnir fóru fram á föstudegi og laugardegi. Lena Rut fékk 106.10 stig og endaði hún í 19.sæti í Junior flokkinum. Júlía Sylvía fékk 127.94 stig og endaði í 8.sæti í Senior flokki. Bæði Lena og Júlía bættu sig frá haustmótinu sem og frá landsliðsverkefninu sem þær fóru í um miðjan október.
Allar stelpurnar fengu góða reynslu af þessum tveimur mótum seinasta mánuðinn og nýtist þeim klárlega fyrir framtíðarverkefni.
Skautaskólinn
Skautaskólinn hefur farið vel af stað og er góð stemming og góð mæting á þær æfingar. Algerir byrjendur eru að stíga sín fyrstu skref í listskautum í skautastkólanum ásamt þeim sem eru nýlega byrjuð og eru að þróa sína hæfni á skautum. Skautaskólinn er á miðvikudögum klukkan 16:20-17:00 og laugardaga klukkan 12:20-13:00. Hægt er að skrá sig í skautaskólann í gegnum XPS appið. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig er hægt að skrá sig hér.
Halloween skautapartí
Laugardaginn 4.nóvember héldum við svo Halloween skautapartí á skautasvellinu í Egilshöll. Það var góð mæting og var mjög skemmtilegt og hræðilegt á sama tíma hjá okkur og þeim sem lögðu leið sína til okkar. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína í Egilshöllina og höfðu gaman með okkur.
Hvað er framundan?
Það er nóg um að vera hjá okkur á næstunni fyrir utan auðvitað venjulegar æfingar. Íslandsmót ÍSS verður haldið á Akureyri helgina 24.-26. nóvember og munum við að sjálfsögðu senda keppendur þangað.
Það verður svo jólasýning hjá okkur 16. desember og vonumst við eftir því að sjá sem flest á þeirri sýningu. Hún verður auglýst þegar nær dregur og þá með meiri upplýsingum.
Nýr þjálfari
Eins og margir hafa vafalaust tekið eftir hóf nýr þjálfari störf hjá okkur í byrjun þessa tímabils. Hún Viktória Šabová kom til liðs við okkur frá Slóvakíu. Þar hafði hún verið að þjálfa seinustu ár ásamt því að hafa sjálf verið að æfa listskauta í yfir 12 ár.
Hún er ásamt því að vera þjálfari hjá okkur í fjarnámi í lögfræði við háskólann í Manchester.
Við erum mjög glöð með að hún hafi ákveðið að koma til liðs við okkur og er hún góð viðbót í þjálfara teymið okkar. Við bjóðum hana að sjálfsögðu velkomna til Íslands og í Fjölni!
Haustmót ÍSS - Úrslit
Um liðna helgi fór haustmót ÍSS fram í Egilshöll og gekk það vel fyrir sig. Margir keppendur voru frá Fjölni á mótinu og voru allir til fyrirmyndar fyrir félagið og sjálft sig.
Árangurinn var flottur og voru margir keppendur sem komust á pall eftir keppni helgarinnar.
- Perla Gabríela tryggði sér 3.sætið í flokki 12 ára og yngri í félagalínunni.
Í flokkum ÍSS vantaði ekki upp á árangurinn.
- Í Intermediet Women voru tveir keppendur á palli. Rakel Sara tók 2.sætið og Tanja Rut tryggði sér 1.sætið.
- Arna Dís tryggði sér 2.sæti í Basic Novice.
- Elín Katla tryggði sér 1.sætið í Advanced Novice.
- Lena Rut tryggði sér 1.sætið í Junior Women.
- Júlía Sylvía tryggði sér 1.sætið í Senior Women
Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.
Að lokum viljum við þakka öllum sem lögðu sér leið í Egilshöll að fylgjast með mótinu sem og sjálfboðaliðum fyrir þeirra vinnu.
Haustmót ÍSS í Egilshöll - Dagskrá
Núna um helgina, 22.-24. september fer fram Haustmót ÍSS og er það haldið hjá okkur í Egilshöll.
Það verður frítt inn á mótið og því hvetjum við alla um að mæta og fylgjast með.
Það má sjá alla dagskrána og keppnisröð félagalínu fyrir neðan og ýtið hér til að sjá keppnisröð á Keppnislínu.
Dagskrá Haustmót ÍSS 22.-24. september 2023
*birt með fyrirvara um breytingar
Föstudagur 22. september
Opnar æfingar | |
19:00-19:15 | Heflun |
19:15-19:45 | Basic Novice + Int. Women |
19:45-20:15 | Adv. Novice + Junior + Senior |
20:15-20:30 | Heflun |
Laugardagur 23. September – húsið opnar 7:30
Keppni | |
09:00-09:06 | 8 ára og yngri – upphitun + keppni |
09:06-09:30 | 10 ára og yngri – upphitun + keppni 1 |
09:30-09:54 | 10 ára og yngri – upphitun + keppni 2 |
09:54-10:19 | 14 ára og yngri stúlkur upphitun + keppni 1 |
10:19-10:45 | 14 ára og yngri stúlkur upphitun + keppni 2 |
10:45-10:55 | 14 ára og yngri drengir upphitun + keppni |
10:55-11:05 | 15 ára og eldri drengir upph.+keppni |
10:05-11:20 | Heflun |
11:20-11:47 | 15 ára og eldri stúlkur upph. + keppni |
11:47-12:14 | 12 ára og yngri upph.+keppni 1 |
12:14-12:41 | 12 ára og yngri upph.+keppni 2 |
12:41-13:08 | 12 ára og yngri upph.+keppni 3 |
13:08-13:23 | Heflun |
13:23-13:27 | Upphitun Level 4 16-21 árs, Level 1 16-21 árs, Level 1 22 ára og eldri, Level 2 12-15 ára, Level 2 16-21 árs |
13:27-13:46 | Keppni Level 4 16-21 árs, Level 1 16-21 árs, Level 1 22 ára og eldri, Level 2 12-15 ára, Level 2 16-21 árs |
13:46-13:50 | Upphitun Level 3 11 ára og yngri, Level 3 16-21árs, Level 3 22 ára og eldri, Level 4 16-21 árs |
13:50-14:08 | Keppni Level 3 11 ára og yngri, Level 3 16-21árs, Level 3 22 ára og eldri, Level 4 16-21 árs |
14:08-14:15 | Heflun/hlé |
14:15-14:45 | Verðlaunaafhending af ís |
Laugardagur 23. september – framhald
Keppni | |
15:15-15:59 | SP – Advanced Novice upph+keppni |
15:59-16:21 | SP- Junior upph+keppni |
16:21-16:33 | SP – Senior upph+keppni |
16:33-16:48 | Heflun |
16:48-17:32 | Basic Novice Girls upph + keppni |
17:32-18:04 | Int. Women upph + keppni |
18:04-18:19 | Heflun |
18:30-18:45 | Verðlaunaafhending af ís |
Opnar æfingar | |
18:19-18:49 | Chicks + Cubs + Int. Novice |
18:49-19:04 | Heflun |
Sunnudagur 24. September – húsið opnar 07:00
08:30-08:56 | Cubs Unisex upph + keppni |
08:56-09:18 | Chicks Unisex upph + keppni |
09:18-09:56 | Int. Novice upph + keppni |
09:56-10:11 | Heflun |
10:11-11:00 | FS – Advanced Novice |
11:00-11:22 | FS – Junior |
11:22-11:32 | FS – Senior |
11:50-12:15 | Verðlaunaafhending á ís |
12:15-12:30 | Heflun |
12:30-13:30 | #Beactive |
Haustmót 2023
Keppnisröð – Félagalína
Flokkur:8 ára og yngri stúlkur
1Freyja Sif Stefánsdóttir
Flokkur:10 ára og yngri stúlkur
1 Helen Chi Linh Khong
2 Maxime Hauksdóttir
3 Málfríður Sólnes Friðriksdóttir
4 Elsa Kristín Konráðsdóttir
5 Hrafnkatla Ylja Patriarca Kruger Karlsdóttir
6 Unnur Harðardóttir
7 Sóley Ingvarsdóttir
8 Elinborg Jóhanna Björnsdóttir
9 Salka Ulrike Árnadóttir
10 Rafney Birna Guðmundsdóttir
Flokkur:12 ára og yngri stúlkur
1 Inga Dís Friðþjófsdóttir
2 Perla Gabriela G. Ægisdóttir
3 Bryndís Halldóra Stefánsdóttir
4 Carmen Sara Davíðsdóttir
5 Elín Ösp Hjaltadóttir
6 Ísafold Esja Birkisdóttir
7 Kristbjörg Heiða Björnsdóttir
8 Jóhanna Harðardóttir
9 Klara Marín Eiríksdóttir
10 Elísabet Ebba Jónsdóttir
11 Steinunn Embla Axelsdóttir
12 Una Lind Otterstedt
13 Svétlana Sergeevna Kurkova
14 Íris Birta Agnarsdóttir
15 Sigrún Karlsdóttir
16 Sóley Kristina Mencos
17 Unnur H. Óskarsdóttir
Flokkur:14 ára og yngri stúlkur
1 Sonia Laura Krasko
2 Lilja Harðardóttir
3 Jenný Lind Ernisdóttir
4 Sara Laure Idmont Skúladóttir
5 Luna Lind Jónsdóttir Castro
6 Rakel Rós Jónasdóttir
7 Júlía Kristín Eyþórsdóttir
8 Snæfríður Arna Pétursdóttir
9 Ágústa Fríður Skúladóttir
Flokkur:14 ára og yngri drengir
1 Baldur Tumi Einarsson
Flokkur:15 ára og eldri konur
1 Helga Kristín Eiríksdóttir
2 Júlía Lóa Unnard. Einarsdóttir
3 Sólveig Birta B. Snævarsdóttir
4 Ása Melkorka Daðadóttir
5 Ísabella María Jónsd. Hjartar
Flokkur:15 ára og eldri karlar
1 Marinó Máni Þorsteinsson
Keppendalisti Keppnislína
Nafn | Félag | Flokkur |
Elisabeth Rós G. Ægisdóttir | Fjölnir | Chicks Unisex |
Ólöf Marý Jóhannsdóttir | LSA | Chicks Unisex |
Eva Sóley Guðjónsdóttir | SR | Chicks Unisex |
Helena Björg Halldórsdóttir | SR | Chicks Unisex |
Ronja Valgý Baldursdóttir | LSA | Cubs Unisex |
Elín Magna Skúladóttir | SR | Cubs Unisex |
Arndís Sofia B. Benjamínsdóttir | SR | Cubs Unisex |
Dimmey Imsland | SR | Cubs Unisex |
Zandile Mia Mbatha | SR | Cubs Unisex |
Tanja Rut Guðmundsdóttir | Fjölnir | Intermediate Women |
Þórunn Lovísa Löve | Fjölnir | Intermediate Women |
Rakel Sara Kristinsdóttir | Fjölnir | Intermediate Women |
Ágústa Ólafsdóttir | SR | Intermediate Women |
Selma Ósk Sigurðardóttir | SR | Intermediate Women |
Arna Dís Gísladóttir | Fjölnir | Basic Novice Girls |
Ermenga Sunna Víkingsdóttir | Fjölnir | Basic Novice Girls |
Sóley Björt Heimisdóttir | Fjölnir | Basic Novice Girls |
Helga Mey Jóhannsdóttir | LSA | Basic Novice Girls |
Ylfa Rún Guðmundsdóttir | LSA | Basic Novice Girls |
Arína Ásta Ingibjargardóttir | SR | Basic Novice Girls |
Elysse Marie Alburo Mamalias | SR | Basic Novice Girls |
Kristina Mockus | SR | Basic Novice Girls |
Bára Margrét Guðjónsdóttir | SR | Intermediate Novice Girls |
Elín Ósk Stefánsdóttir | SR | Intermediate Novice Girls |
Ilma Kristín Stenlund | SR | Intermediate Novice Girls |
Jóhanna Valdís Branger | SR | Intermediate Novice Girls |
Kolbrún Jóhanna Sveinsdóttir | SR | Intermediate Novice Girls |
Unnur Þorbjörg Ragnarsdóttir | SR | Intermediate Novice Girls |
Berglind Inga Benediktsdóttir | Fjölnir | Advanced Novice Girls |
Elín Katla Sveinbjörnsdóttir | Fjölnir | Advanced Novice Girls |
Elva Ísey Hlynsdóttir | Fjölnir | Advanced Novice Girls |
Sædís Heba Guðmundsdóttir | LSA | Advanced Novice Girls |
Helena Katrín Einarsdóttir | SR | Advanced Novice Girls |
Indíana Rós Ómarsdóttir | SR | Advanced Novice Girls |
Katla Karítas Yngvadóttir | SR | Advanced Novice Girls |
Sólveig Kristín Haraldsdóttir | SR | Advanced Novice Girls |
Lena Rut Ásgeirsdóttir | Fjölnir | Junior Women |
Freydís Jóna J Bergsveinsdóttir | LSA | Junior Women |
Dharma Elísabet Tómasdóttir | SR | Junior Women |
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir | Fjölnir | Senior Women |
Keppendalisti Félagalína
Freyja Sif Stefánsdóttir | SR | 8 ára og yngri |
Unnur Harðardóttir | Fjölnir | 10 ára og yngri |
Helen Chi Linh Khong | Fjölnir | 10 ára og yngri |
Maxime Hauksdóttir | Fjölnir | 10 ára og yngri |
Elínborg Jóhanna Björnsdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Elsa Kristín Konráðsdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Rafney Birna Guðmundsdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Sóley Ingvarsdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Málfríður Sólnes Friðriksdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Hrafnkatla Ylja P. K. Karlsdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Salka Ulrike Árnadóttir | SR | 10 ára og yngri |
Perla Gabriela G. Ægisdóttir | Fjölnir | 12 ára og yngri |
Una Lind Otterstedt | Fjölnir | 12 ára og yngri |
Inga Dís Friðþjófsdóttir | Fjölnir | 12 ára og yngri |
Steinunn Embla Axelsdóttir | Fjölnir | 12 ára og yngri |
Kristbjörg Heiða Björnsdóttir | LSA | 12 ára og yngri |
Bryndís Halldóra Stefánsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Svétlana Sergeevna Kurkova | SR | 12 ára og yngri |
Carmen Sara Davíðsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Sigrún Karlsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Unnur H. Óskarsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Íris Birta Agnarsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Jóhanna Harðardóttir | SR | 12 ára og yngri |
Klara Marín Eiríksdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Sóley Kristín Mencos | SR | 12 ára og yngri |
Elín Ösp Hjaltadóttir | SR | 12 ára og yngri |
Elísabet Ebba Jónsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Ísafold Esja Birkisdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Marinó Máni Þorsteinsson | Fjölnir | 15 ára og eldri karlar |
Baldur Tumi Einarsson | SR | 14 ára og yngri drengir |
Rakel Rós Jónasdóttir | Fjölnir | 14 ára og yngri stúlkur |
Júlía Kristín Eyþórsdóttir | Fjölnir | 14 ára og yngri stúlkur |
Lilja Harðardóttir | Fjölnir | 14 ára og yngri stúlkur |
Jenný Lind Ernisdóttir | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Ágústa Fríður Skúladóttir | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Sara Laure Idmont Skúladóttir | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Snæfríður Arna Pétursdóttir | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Sonia Laura Krasko | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Luna Lind Jónsdóttir Castro | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Ása Melkorka Daðadóttir | SR | 15 ára og eldri |
Helga Kristín Eiríksdóttir | SR | 15 ára og eldri |
Ísabella María Jónsd. Hjartar | SR | 15 ára og eldri |
Sólveig Birta B. Snævarsdóttir | SR | 15 ára og eldri |
Júlía Lóa Unnard. Einarsdóttir | SR | 15 ára og eldri |
Tanya Rós Sigurbjörnsdóttir | Öspin | Level 1 16-21 árs |
Védís Harðardóttir | Öspin | Level 1 16-21 árs |
Snædís Egilsdóttir | Öspin | Level 1 22 ára og eldri |
Bjarki Rúnar Steinarsson | Öspin | Level 1 22 ára og eldri |
Hulda Björk Geirdal Helgadóttir | Öspin | Level 2 12-15 ára |
Fatimata Kobre | Öspin | Level 2 16-21 árs |
Helga Júlía Árnadóttir | Öspin | Level 3 11 ára og yngri |
Nína Margrét Ingimarsdóttir | Öspin | Level 3 16-21 árs |
Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer | Öspin | Level 3 22 ára og eldri |
Sóldís Sara Haraldsdóttir | Öspin | Level 4 16-21 árs |
Júlía á Junior Grand Prix í Tyrklandi
Júlía á Junior Grand Prix í Tyrklandi
Júlía Sylvía og Benjamín lögðu af stað í gærmorgunn til keppni á Junior Grand Prix móti í Istanbul, Tyrklandi. Í dag var dregið í röðina um hvenær Júlía stígur á stokk og verður hún seinust af 35 keppendum. Verður seinasta upphitunin fyrir hennar innkomu klukkan 12:26 og á Júlía að skauta klukkan 13:03.
Hægt verður að horfa á keppnina á YouTube síðu ISU, https://www.youtube.com/watch?v=WMofnsKWw1o, og mælum við með því að stilla inn á síðuna tímanlega svo þið missið ekki af þessari veislu!
#FélagiðOkkar
Nýr skautastjóri
Nú í byrjun ágúst byrjaði nýr skautastjóri hjá listskautadeildinni og heitir hann Leifur Óskarsson. Leifur er 34 ára og hefur hann verið í kringum íþróttir frá blautu barnsbeini.
Seinustu 16 ár hefur Leifur verið að þjálfa handbolta og hefur hann því mikla reynslu á íþróttaumhverfinu og því sem fylgir. Hann hefur verið að þjálfa hjá handknattleiksdeild Fjölnis frá árinu 2021.
Hann er með B.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og nú í vor kláraði hann MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.
Við bjóðum hann velkominn til starfa með von um farsælt samstarf.
Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023
Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.
Skráning fer fram hér
Hvað er í boði?
- Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
- Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017
Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára
Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.
HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.
ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.
Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!
Skert þjónusta við skautafólk
Frímann Ari Ferdinandsson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur fært Ungmennafélaginu Fjölni þau ótíðindi að menningar- íþrótta- og tómstundaráð hafi ákveðið að loka fyrir aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll í júní næstkomandi.
Undirrituð eru forviða yfir þessari fregn og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna hennar. Ákvörðunin kemur eins og reiðarslag í andlit forsvarsmanna og iðkenda þar sem gengið var út frá því að þjónusta við þá yrði eins og verið hefur undanfarin ár. Það er álit undirritaðra að gangi lokunin eftir sé verið að mismuna iðkendum einstakra íþróttagreina.
Það er mat undirritaðra að sparnaður sé takmarkaður í ljósi þess að svellinu þarf að halda frosnu í sumar hvort sem æft er á því eða ekki, því er óraunhæft að telja þetta sem hagræðingu. Fyrir Fjölni yrði lokunin mikið tekjutap þegar æfingagjöld falla niður og þjálfarar nýtast ekki til þeirrar vinnu sem þeir eru ráðnir til.
Niðurskurður mun hafa mikil áhrif á starfsemi Fjölnis til æfinga og á sumarnámskeiða fyrir listskauta og íshokkí. Undanfarin sumur hefur Fjölnir haldið úti sumarbúðum fyrir eldri iðkendur í framhaldshópum, ásamt því að sumarstarfið hefur laðað til sín áhugasama úr öðrum félögum. Á sumarnámskeiði fyrir iðkendur í 1. – 4. bekk hefur verið boðið upp á heildstæða dagskrá sem hefur reynst vel og verið mjög eftirsótt. Fyrir utan hversu mikil forvörn felst í góðum anda og samskiptum þátttakenda.
Listskautadeild Fjölnis hefur með markvissri uppbyggingu á starfseminni náð góðum árangri, nú síðast í vor þegar bikarmeistaratitli var náð.
Ólíkt öðrum íþróttum þá er ekki hægt að vera utandyra að sumri til. Við gætum því boðið iðkendum SR í sumarbúðir okkar ásamt því að eldri iðkendur hafa tök á því að æfa sína íþrótt.
Undirrituð fara þess hér með á leit að menningar- íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur
dragi ákvörðun sína um lokun til baka þannig að iðkendur listskauta og íshokkí geti stundað sína íþrótt eins og áformað hefur verið. Meðfylgjandi er mynd af framhaldshópum Fjölnis sem urðu bikarmeistarar ÍSS fyrir 2 vikum á Akureyri í fyrsta skipti síðan félagið var stofnað.
Virðingarfyllst,
formaður Fjölnis
Jón Karl Ólafsson
varaformaður Listskautadeildar Fjölnis
Tinna Arnardóttir
framkvæmdastjóri Fjölnis
Guðmundur L. Gunnarsson
íþróttastjóri Fjölnis
Arnór Ásgeirsson
Listskautadeild Fjölnis bikarmeistarar 2023
Vormót ÍSS í listskautum fór fram á Akureyri um helgina. Keppendurnir okkar stóðu sig mjög vel og óskum við þeim öllum til hamingju 👏
Í Intermediate Woman náðu Fjölnisstelpurnar Rakel Sara 3. sæti og Tanja 1. sæti.
Í flokknum Basic Novice náðum við öllum 3 sætunum en Arna Dís varð í 3. sæti, Berglind Inga í 2. sæti og Elín Katla í 1. sæti.
Í Junior Women varð Lena Rut í 1. sæti
Í Senior Women varð Júlía Sylvía í 1. sæti
Einnig var keppt í fyrsta skipti í flokknum Senior Men en það var Alessandro Fadini sem nýlega gekk til liðs við Fjölni. En heildarstig hans um helgina voru 169,86.
Í lok Vormóts ÍSS í dag varð ljóst hvaða félag hreppti titilinn Bikarmeistarar ÍSS 2023 og var það listskautadeild Fjölnis sem fangaði þann titil.
Einnig var keppt í félagalínu en þar hreppti Edil Mari í 1. sæti í flokki 12 ára og yngri.
Tveir fulltrúar Fjölnis á Nordics Open @ RIG 2023
Nú 2.-5. febrúar fer fram Norðurlandamót á listskautum. Við erum afar stolt af því að Fjölnir á tvo fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd á mótinu.
Þær Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Lena Rut Ásgeirsdóttir keppa í junior / unglingaflokki. Keppt verður í Skautahöllinni í Laugardal en aðalæfingar fara fram í Egilshöll.
Allar upplýsingar um mótið má nálgast hér: https://www.iceskate.is/nordics2023/
Frítt er fyrir 12 ára og yngri en hér er hægt að kaupa miða fyrir þá sem eru eldri en 12: https://www.corsa.is/is/register/105
Við óskum Júlíu og Lenu góðs gengis!