Lið Kky Íslandsmeistari um helgina.

Það er mikið búið að vera um að vera síðastliðnar helgar. En mótahaldi Fimleikasambands Íslands þessa vorönnina lauk nú um helgina þegar Íslandsmót í hópfimleikum fór fram. Skemmst er frá því að segja að lið okkar í Kky sigraði sinn flokk mjög sannfærandi með 3.870 stigum á undan næsta liði, frábær árangur hjá þessum ungu strákum. Liðin okkar í 3. og 4. flokki höfnuðu í 2. sæti í sínum flokkum og 2. flokkurinn í því þriðja. Glæsilegur árangur og greinilegt að framtíðin er björt í Grafarvoginum.

 

Helgina 29. – 30. maí fór fram Vormót í B og C deildum. En þar átti Fjölnir fjögur lið í keppni. Í 4. flokki C röðuðu lið Fjölnis sér í tvö efstu sætin. Lið okkar í 5. flokki B sigraði einnig sinn flokk og 3. flokkur B stóð sig einnig vel í sinni keppni.

 

Sömu helgi var keppt á Þrepamóti 3. En sú breyting er orðin á að nú er verðlaunað fyrir að ná þrepi. Fjölnisstúlkur stóðu sig vel á mótinu og voru alls fimm stelpur sem náðu 5. þrepinu en það voru þær Ásrún Magnea, Elísbet Freyja, Ingunn Lilja, Ísabella og Sunneva Arney.

 

Við óskum öllu okkar keppendum til hamingju  með árangurinn. Við minnum svo á að sumaræfingar hefjast mánudaginn 14. júní


Fjórfalt mótahald um helgina hjá Fimleikasambandinu

Um helgina var mikið um að vera í móthaldi. Alls fóru fram fjögur mót á vegum Fimleikasambands Íslands og átti Fjölnir keppendur á öllum mótunum og var árangurinn vægast sagt frábær.

 

Íslandsmót í stökkfimi

Fjölnir sendi tvö lið til keppni á Íslandsmótinu í Stökkfimi sem fram fór í Ásgarði í umsjón Fimleikadeildar Stjörnunnar. Liðin gerðu sér lítið fyrir og unnu bæði sína flokka. Meistaraflokkur A með 43.975 stig og 1. flokkur A með 36.400 stig

 

Bikarmót í hópfimleikum

Á Bikarmótinu í hópfimleikum sendi Fjölnir til keppni lið í 2. flokki. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og höfnuði í öðru sæti á eftir sterku liði Gerplu með 48.565 stig. Mótið, líkt og Íslandsmótið í Stökkfimi fór fram í Ásgarði, Garðabæ.

 

Íslandsmót í þrepum

Íslandsmótið í þrepum fór fram í Laugabóli, húsakynnum Ármanns. Í 1. þrepi 13 ára yngri sigraði Lilja Katrín Gunnarsdóttir með 51.066 stig. Lilja hafnaði svo í 3 sæti heilt yfir 1. þrepinu. En Íslandsmeistari er krýndur þvert á aldursflokka í Fimleikastiganum. Í 3. Þrepi 12 ára hafnaði Júlía Ísold Sigmarsdóttir í 2. sæti.

 

GK – Meistaramótið

Á GK meistaramótinu í frjálsum æfingum, sem einnig fór fram í Laugarbóli, héldu okkar keppendur áfram að standa sig vel. Í unglingaflokki karla sigraði Sigurður Ari Stefánsson í fjölþraut með 64.150 stig, í öðru sæti varð Davíð Goði Jóhannsson með 59.050 stig. Bjartþór Steinn Alexandersson keppti einnig og stóð sig vel. Sigurður Ari og Davíð Goði skiptu svo á milli sín sigrum á einstökum áhöldum þar sem Sigurður Ari sigraði á bogahesti, stökki og svifrá á meðan Davíð Goði sigraði á gólfi, hringjum og tvíslá. Í drengjaflokki sigraði Elio Mar Rebora með 44.750 stig.

 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af okkar keppendum frá helginni.


Evrópumót í hópfimleikum 2021

Evrópumótið í hópfimleikum 2021 verður haldið 1. – 4. desember 2021 í Porto í Portúgal. Fimleikasambandið stefnir á að senda tvö fullorðinslið á mótið, kvennalið og karlalið og tvö unglingalið, stúlknalið og blandað lið unglinga.
Nú í vikunni tilkynnti Fimleikasambandið að þau væru búin að manna allar landsliðsþjálfarastöður. Tveir þjálfarar frá Fjölni voru ráðnir í verkefnið, þau Benedikt Rúnar og Katrín Pétursdóttir munu bæði þjálfa blandað til unglinga.
Við erum afsakaplega stolt af þeim og heppin að hafa þau í okkar teymi.

Hér má sjá fréttina í heild sinni á vef fimleikasambandsins

Landsliðsþjálfarar fyrir EM 2021


Strákarnir okkar stóðu sig vel

Um helgina fór fram Íslandsmót í áhaldafimleikum en Fjölnir átti fjóra keppendur í unglingaflokki karla. Á laugardag  fór fram keppni í fjölþraut, en þar gerði Sigurður Ari Stefánsson sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti. Á sunnudeginum var svo keppt á einstökum áhöldum. Þar var Sigurður Ari Stefánsson Íslandsmeistari unglinga á stökk og hann hafnaði svo í  3. sæti á svifrá. Davíð Goði Jóhannsson hafnaði í 3. sæti á gólfi, hringjum, stökki og tvíslá og Bjartþór Steinn Alexandersson hafnaði í 3. sæti á bogahesti. Eliot Mar Rebora stóð sig einnig vel á mótinu en Eliot er með aldur til keppni í drengjaflokki og á framtíðina fyrir sér.

 

Við óskum strákunum okkar innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

 

Áfram Fjölnir.


Ofurhetjumót Gróttu

Ofurhetjumót Gróttu fór fram um helgina og átti Fjölnir bæði stúlkur og stráka sem tóku þátt á mótinu.

Iðkendur Fjölnis skemmtu sér vel á mótinu og stóðu sig eins og hetjur.
Það verður gaman að fylgjast með þessum flottu iðkendum keppa á næsta móti :)


Fjölnisstúlkur Bikarmeistarar í 3. þrepi

Fjölnisstúlkur urðu Bikarmeistarar í 3. þrepi um helgina.
Mótið fór fram í Gerplu og voru mörg flott lið mætt til leiks.
Óskum þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.

Fjölnisstrákarnir sem kepptu í Frjálsum æfingum stóðu sig einnig vel um helgina en þeir lentu í 3. sæti samanlagt.


GK mótið í hópfimleikum 2021

Laugardaginn 20. febrúar fór fram GK mótið í hópfimleikum. Mótið fór fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi FIMA á Akranesi. Á mótinu líkt og öðrum mótum á COVID tímum voru áhorfendur ekki leyfðir. En FIMA í samstarfi við ÍA-TV streymdi mótinu og erum við ákaflega þakklát fyrir það. Enda útsending í frábærum gæðum og mjög vel unnin.

Fjölnir sendi til keppni lið í 2. flokk og í meistaraflokki kvenna og var árangurinn glæsilegur. 2. flokkurinn okkar stóð sig frábærlega en þær lentu í öðru sæti með 47.730 stig. Í fyrsta sæti hafnaði Gerpla 1 með 49.460 stig. Meistaraflokkurinn okkar stóð sig einnig mjög vel og hafnaði í fjórða sæti með 47.490 stig ekki langt á eftir Stjörnunni 2 sem lenti í þriðja sæti með 49.990 stig. Gaman er að segja frá því að sex lið frá fimm félögum voru skráð til leiks í kvennaflokki en mörg ár eru síðan jafn mörg lið og frá jafn mörgum félögum hafa verið skráð til keppni í meistaraflokki.

Hægt er að sjá upptöku af steyminu á þessum linkum:

2. flokkur: https://www.youtube.com/watch?v=iWmx9Jp4Zpc&t=793s

Meistaraflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=XsJlq90_FnA

 


Öðruvísi en skemmtilegt mótahald

Helgina 13 – 14. febrúar var mikið um að vera hjá Fimleikadeild Fjölnis en þá helgi voru haldin tvö Fimleikasambandsmót. Bikarmót unglinga var haldið í Vallarskóla á Selfossi og Þrepamót í 1. – 3. þrepi fór fram íþróttahúsi Bjarkanna í Hafnarfirði. Fjölnir átti fjöldann allann af keppendum á báðum mótum og var árangurinn glæsilegur. Þó að mótahald sé hafið þá eru engir áhorfendur leyfðir í bili og setur það óneitanlega stóran svip á stemminguna í húsunum en okkar keppendur létu það ekki á sig fá og skiluðu sínu. Okkar þjálfara hafa hins vegar lagt mikið á sig til að koma videóum af keppendum til foreldra sem verða að láta sér það duga á þessum fordæmalausu tímum sem nú eru.

 

Á Bikarmóti unglinga átti Fjölnir keppendur í 3. og 4. flokki.
Í 3. flokki átti Fjönir eitt lið í keppni og endaði það í þriðja sæti.
Í 4. flokki var telft fram tveimur liðum og endaði lið 1 í þriðja sæti og lið 2 endaði í því nítjánda.

Á Þrepamóti í 1. – 3. þrep var árangur Fjölnisstúlkna einnig glæsilegur en þar átti Fjölnir keppendur í 3. og 1. þrepi.
Þær stúlkur sem náðu sínum þrepum voru Júlía Ísold Sigmarsdóttir og Lúcía Sóley Óskarsdóttir í 3. þrepi og Lilja Katrín Gunnarsdóttir í 1. þrepi.

 

Við óskum öllum okkar keppendum til hamingju með þeirra árangur um helgin og bíðum spennt eftir næstu mótum.

 

Áfram Fjölnir


Mótatímabilið í áhaldafimleikum hófst um helgina

Mótatímabilið hófst loksins um helgina og ríkti mikil spenna meðal keppenda. Fjölnis stúlkurnar stóðu sig mjög vel og nutu þess    keppa á  

Þær stúlkur sem náðu 5. þrepi voru: María Kristín, Nicole, Dagbjört, Elísa Ósk, Laufey Björk, Andrea, Diljá Harpa og Svandís Eva.  

Þær stúlkur sem náðu 4. þrepi voru: Sigrún Erla, Ída María, Telma Guðrún, Laufey Birta og Guðrún. 

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

   


Þjálfari óskast til að hafa umsjón með leikskólahópum

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir þjálfara til að hafa yfirumsjón með leiksskólahópum deildarinnar veturinn 2020 – 2021.

Um er að ræða æfingar sem fara fram á sunnudagsmorgnum. Hóparnir eru fimm talsins og eru iðkendur frá tveggja ára aldri.

Í tímunum er lögð áhersla á hreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Óskað er eftir ábyrgum aðila með menntun sem nýtist í starfi s.s íþróttafræðimenntun eða aðra sambærilega menntun.
Nánari upplýsingar veitir Íris Svavarsdóttir á iris@fjolnir.is eða í síma 694-8451.

Umsóknarfrestur er 6. ágúst 2020.