Fjölnisstúlkur Bikarmeistarar í 3. þrepi
Fjölnisstúlkur urðu Bikarmeistarar í 3. þrepi um helgina.
Mótið fór fram í Gerplu og voru mörg flott lið mætt til leiks.
Óskum þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.
Fjölnisstrákarnir sem kepptu í Frjálsum æfingum stóðu sig einnig vel um helgina en þeir lentu í 3. sæti samanlagt.
GK mótið í hópfimleikum 2021
Laugardaginn 20. febrúar fór fram GK mótið í hópfimleikum. Mótið fór fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi FIMA á Akranesi. Á mótinu líkt og öðrum mótum á COVID tímum voru áhorfendur ekki leyfðir. En FIMA í samstarfi við ÍA-TV streymdi mótinu og erum við ákaflega þakklát fyrir það. Enda útsending í frábærum gæðum og mjög vel unnin.
Fjölnir sendi til keppni lið í 2. flokk og í meistaraflokki kvenna og var árangurinn glæsilegur. 2. flokkurinn okkar stóð sig frábærlega en þær lentu í öðru sæti með 47.730 stig. Í fyrsta sæti hafnaði Gerpla 1 með 49.460 stig. Meistaraflokkurinn okkar stóð sig einnig mjög vel og hafnaði í fjórða sæti með 47.490 stig ekki langt á eftir Stjörnunni 2 sem lenti í þriðja sæti með 49.990 stig. Gaman er að segja frá því að sex lið frá fimm félögum voru skráð til leiks í kvennaflokki en mörg ár eru síðan jafn mörg lið og frá jafn mörgum félögum hafa verið skráð til keppni í meistaraflokki.
Hægt er að sjá upptöku af steyminu á þessum linkum:
2. flokkur: https://www.youtube.com/watch?v=iWmx9Jp4Zpc&t=793s
Meistaraflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=XsJlq90_FnA
Öðruvísi en skemmtilegt mótahald
Helgina 13 – 14. febrúar var mikið um að vera hjá Fimleikadeild Fjölnis en þá helgi voru haldin tvö Fimleikasambandsmót. Bikarmót unglinga var haldið í Vallarskóla á Selfossi og Þrepamót í 1. – 3. þrepi fór fram íþróttahúsi Bjarkanna í Hafnarfirði. Fjölnir átti fjöldann allann af keppendum á báðum mótum og var árangurinn glæsilegur. Þó að mótahald sé hafið þá eru engir áhorfendur leyfðir í bili og setur það óneitanlega stóran svip á stemminguna í húsunum en okkar keppendur létu það ekki á sig fá og skiluðu sínu. Okkar þjálfara hafa hins vegar lagt mikið á sig til að koma videóum af keppendum til foreldra sem verða að láta sér það duga á þessum fordæmalausu tímum sem nú eru.
Á Bikarmóti unglinga átti Fjölnir keppendur í 3. og 4. flokki.
Í 3. flokki átti Fjönir eitt lið í keppni og endaði það í þriðja sæti.
Í 4. flokki var telft fram tveimur liðum og endaði lið 1 í þriðja sæti og lið 2 endaði í því nítjánda.
Á Þrepamóti í 1. – 3. þrep var árangur Fjölnisstúlkna einnig glæsilegur en þar átti Fjölnir keppendur í 3. og 1. þrepi.
Þær stúlkur sem náðu sínum þrepum voru Júlía Ísold Sigmarsdóttir og Lúcía Sóley Óskarsdóttir í 3. þrepi og Lilja Katrín Gunnarsdóttir í 1. þrepi.
Við óskum öllum okkar keppendum til hamingju með þeirra árangur um helgin og bíðum spennt eftir næstu mótum.
Áfram Fjölnir
Mótatímabilið í áhaldafimleikum hófst um helgina
Mótatímabilið hófst loksins um helgina og ríkti mikil spenna meðal keppenda. Fjölnis stúlkurnar stóðu sig mjög vel og nutu þess að fá að keppa á ný.
Þær stúlkur sem náðu 5. þrepi voru: María Kristín, Nicole, Dagbjört, Elísa Ósk, Laufey Björk, Andrea, Diljá Harpa og Svandís Eva.
Þær stúlkur sem náðu 4. þrepi voru: Sigrún Erla, Ída María, Telma Guðrún, Laufey Birta og Guðrún.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Þjálfari óskast til að hafa umsjón með leikskólahópum
Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir þjálfara til að hafa yfirumsjón með leiksskólahópum deildarinnar veturinn 2020 – 2021.
Um er að ræða æfingar sem fara fram á sunnudagsmorgnum. Hóparnir eru fimm talsins og eru iðkendur frá tveggja ára aldri.
Í tímunum er lögð áhersla á hreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.
Óskað er eftir ábyrgum aðila með menntun sem nýtist í starfi s.s íþróttafræðimenntun eða aðra sambærilega menntun.
Nánari upplýsingar veitir Íris Svavarsdóttir á iris@fjolnir.is eða í síma 694-8451.
Umsóknarfrestur er 6. ágúst 2020.
Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020
Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.
Allar skráningar fara fram í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/
Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!
Þrjár Fjölnisstúlkur í landsliðshóp EM
Þrjár frá Fjölni í landsliðshóp fyrir EM 2021 í hópfimleikum.
Hópfimleikastúlkurnar Kristín Sara Stefánsdóttir, Sunna Lind Bjarkadóttir og Guðrún Hrönn Sigurðardóttir voru allar valdar í landsliðshópa fyrir Evrópumótið í Danmörku 2021. Mótið mun fara fram 14. – 17 apríl í Kaupmannahöfn.
Kristín Sara var valin í blandað lið fullorðinna, Sunna Lind í stúlknalið og Guðrún Hrönn í blandað lið unglinga.
Einnig erum við stolt af því að Katrín Pétursdóttir okkar er þjálfari blandaðs liðs fullorðina.
Við óskum þessum flottu fulltrúum okkar innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í þessari vegferð.
Verkefninu var formlega hrint af stað með fyrstu æfingarviku liðanna sem hófst í gær.
Hér má sjá landsliðshópana í heild sinni ásamt þjálfurum liðanna
Æfingatafla fyrir uppbótartímabil - Fimleikadeild
Hér má sjá breytta æfingatíma í uppbótartímabili 8.-20.júní fyrir grunn- og æfingahópa hjá Fimleikadeild Fjölnis
Grunnhópar
Grunnhópar
Iðkendur mæta áþeim dögum sem þau eru vön að mæta
æfingar .
9.júní þriðjudagur 17:30-18:30
11.júní fimmtudagur kl 17:30-18:30
16.júní þriðjudagur 17:30-18:30
18.júní fimmtudagur kl 17:30-18:30
Framhaldshópar
8.júní mánudagur 16:30-17:30
10.júní miðvikudagur 16:30-17:30
15.júní mánudagur 16:30-17:30
20.júní laugardagur 9:30-10:30
Undirbúningshópar
9.júní þriðjudagur 16.30-17.30
11.júní fimmtudagur 16.30-17.30
16.júní þriðjudagur 16.30-17.30
18.júní fimmtudagur 16.30-17.30
Æfingahópar
Byrjendahópur
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 10:30-11:30
AH 2 og AÁ 2
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 10:30-11:30
A 20 og A 21
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 11:30-12:30
AÁ 1 / AH 1
8.júní mánudagur 14:00-15:30
10.júní miðvikudagur 14:00-15:30
11.júní fimmtudagur 17:30-19:00
15.júní mánudagur 14:00-15:30
18.júní fimmtudagur 17:30-19:00
P3 og P4
9.júní þriðjudagur 18:30-19:30
12.júní föstudagur 16:30-17:30
16.júní þriðjudagur 18:30-19:30
19.júní föstudagur 16:30-17:30
P1 og P2
9.júní þriðjudagur 19:30-20:30
11.júní fimmtudagur 18:30-19:30
12.júní föstudagur 17:30-18:30
16.júní þriðjudagur 19:30-20:30
18.júní fimmtudagur 19:30-20:30
19.júní föstudagur 17:30-18:30
Sumarhátíð fimleikadeildar Fjölnis
Nú er kominn tími til þess að fagna því að fimleikastarf er komið aftur í samt horf eftir heldur óvenjulegan vetur. Við ætlum að bjóða uppá sumarhátíð fyrir alla okkar iðkendur sem er eru fæddir 2014 og eldri
Dagskránni hefur verið skipt upp á milli daga.
Föstudaginn 5.júní – er dagskrá fyrir eldri keppnishópa og parkour ( taka ekki með gesti )
Laugardaginn 6.júní – hefur hópum verið skipt upp í hópa sem fá að mæta í salinn með gesti og hafa gaman*
*Einn til tveir gestir á hvern og æskilegt að yngri iðkendur komi með forráðamann með sér. Við verðum þó að virða fjöldatakmarkanir sem eru enn við gildi og reynum því að passa að það komi ekki fleiri en tveir fullorðnir með hverjum iðkanda.
ATHUGA allar hefðbundar æfingar falla niður þessa daga
Dagskrá föstudaginn 5.júní
15:30-17:30
KÁ 1/2
ÚÁ 2
ÚÁ 20
17:30-18:30
P1
P2
16:00-18:00
KH 3
ÚH 3
ÚH 2
18:00-20:00
KH 1
ÚH 1
ÚHM
Dagskrá laugardaginn 6.júní
Hópur 1
9:30-10:15
G1
G2
G20
G21
Hópur 5
13:30-14:15
A20
A21
AÁ/AH 1
AÁ 2
AH 2
Byrjendahópur
P 3
P 4
Hópur 2
10:30-11:15
G3
G4
Hópur 6
14:30-15:15
KÁ 3
KÁ 4
KÁ 5
KÁ 6
KÁ 7
ÚÁ 3
Hópur 3
11:30-12:15
F1
F2
F3
F4
F20
F21
Hópur 7
15:30-16:15
KH 5
KH 4
ÚH 4
KH Strákar
Hópur 4
12:30-13:15
U1
U2
U3
U4
U20
KÁ 20
KÁ 21
Nýr rekstrarstjóri fimleikadeildar
Íris Svavarsdóttir hefur verið ráðinn rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis.
Íris er fimleikum vel kunn en hún hefur verið iðkandi og þjálfari, auk þess að vera með alþjóðleg dómararéttindi í hópfimleikum. Íris starfaði áður hjá Fimleikasambandi Íslands en þar starfaði hún í hátt í 7 ár.
Íris er íþróttafræðingur að mennt og með meistaragráðu í verkefnastjórnun.
Nýr rekstrarstjóri tekur formlega til starfa 1.maí og bjóðum við nýjan rekstrarstjóra hjartanlega velkominn til starfa hjá Fjölni.
#FélagiðOkkar