Natalía Tunjeera valin í úrvalshóp stúlkna fyrir Evrópumót í hópfimleikum 2024

Fimleikasamband Íslands hefur valið í úrvalshóp stúlkna fyrir Evrópumót í hópfimleikum 2024. Það gleður okkur að tilkynna að í hópi þeirra er hún Natalía Tunjeera Hinriksdóttir.

Úrvalshópurinn er fyrsta úrtak fyrir Evrópumótið sem verður haldið í Azerbaijan 2024

Við hjá Fjölni óskum þér innilega til hamingju Natalía og gangi þér vel!

https://fimleikasamband.is/stulknalid/


Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.

Skráning fer fram hér

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017

Hér má sjá nánari upplýsingar


Páskamót Grunnhópa

Þann fyrsta 1. apríl var mikið líf og fjör í salnum þegar Páskamót grunnhópa fór fram.
Okkar flottu iðkendur stóðu sig frábærlega og virkilega gaman að geta boðið fjölskyldum að fylgjast með hvað þau eru búin að vera dugleg að æfa sig í vetur.

Viljum þakka öllum fyrir komuna og vonandi fóru iðkendur heim með bros á vör.


Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára

Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.

HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.

ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.

Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.

Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!


Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi

Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi var haldið í Digranesi í Kópavogi um helgina.
Mótið var virkilega flott og þökkum við Gerplu fyrir vel upp sett og skemmtilegt mót.

Fimm lið frá Fjölni tóku þátt á mótinu og var keppnin hörð í öllum flokkum.
Stelpurnar í 1.flokk náðu glæsilegum árangri og enduðu þær í öðru sæti með Gróttu.

Einnig var mikil spenna að frumsýna nýja hópfimleika gallann  okkar sem kom til landsins fyrir rétt rúmri viku og voru stelpurnar stórglæsilegar á keppnisgólfinu.

Til hamingju með árangurinn iðkendur og þjálfarar.


Bikarmót í áhaldafimleikum

Síðustu helgi fór fram Bikarmót í áhaldafimleikum. Mótið er liðakeppni og var keppt í 3. – 1. þrepi og frjálsum æfingum karla og kvenna.
Fjölnir átti lið í 1. þrepi kvenna og enduðu þær í þriðja sæti í sínum flokk. Elio Mar var fulltrúi Fjölnis í frjálsum æfingum en keppti sem gestur.

Til hamingju með árangurinn iðkendur og þjálfarar.

 


Hópfimleikavika fyrir stráka 2011-2014

Þekkir þú strák sem er fæddur 2011-2014 og gæti haft gaman að fimleikum ?
Við hjá fimleikadeild Fjölnis eigum laus pláss í hópfimleikahóp fyrir stráka á þessum aldri og viljum endilega fá fleiri inn.
Til þess að kynna starfið verða opnar æfingar í næstu viku.
Endilega sendið nafn og kennitölu iðkanda sem hefur áhuga á að mæta á viktor@fjolnir.is


Risastór fimleikahelgi í Fjölnishöllinni

Um helgina hélt fimleikadeild Fjölnis Gk mót yngri flokka í hópfimleikum og stökkfimi.
Rúmlega 700 iðkendur voru skráðir til keppni og var því mikið fjör alla helgina.

Það var yndislegt að sjá mikinn fjölda áhorfenda í stúkunni en þetta er í fyrsta sinn sem við höldum fimleikamót í Fjölnishöllinni.

Takk kærlega allir fyrir komuna iðkendur, þjálfarar og áhorfendur. Við viljum líka þakka öllum sem að mótinu komu kærlega fyrir alla hjálpina.
Úrslit allra flokka má sjá hér


Þrepamót í 4. og 5.þrepi

Nú um helgina fór fram Þrepamót 2. Mótið var haldið í fimleikasal Gerplu í Versölum.
Keppt var í 4. og 5. .þrepi drengja og stúlkna og átti Fjölnir nokkra keppendur á mótinu.

Öll úrslit má skoða Hér

Meðfylgjandi eru svipmyndir sem voru birtar á heimasíðu fimleikasambandsins


Aðalfundur fimleikadeildar Fjölnis

Aðalfundur fimleikadeildar Fjölnis fer fram miðvikudaginn 8. febrúar kl. 18:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.

Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!

Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn.

Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál

Hlökkum til að sjá ykkur!