Tilkynning - Nýr fimleikabolur fyrir yngri stráka
Tilkynning frá Fimleikadeild Fjölnis
Keppnisbolur fyrir stráka sem hefur verið í notkun síðan haustið 2019 er hættur í framleiðslu hjá GK, það er hægt að sérpanta bolinn en verðið á honum margfaldast við það og teljum við því ekki þess virði að halda í hann áfram.
Við höfum því tekið ákvörðum um að fara í einfaldan en mjög flottan strákabol fyrir yngri þrep (6. -4.þrep, sjá á mynd.)
Bolurinn er á góðu verði og hentar því vel sem keppnisbolur fyrir yngri iðkendur og flottur æfingabolur fyrir allan aldur.
3.þrep og lengra komnir strákar keppa út keppnistímabilið 2023/2024 í bolnum sem þeir eiga núna og fá síðan nýjan keppnisgalla næsta haust, haustið 2024.
Við ætlum að hafa mátunar og pöntunardag fyrir nýja yngri þrepa bolinn, mánudaginn 6. nóvember kl 16:00-17:00
Greiða þarf á staðnum þegar pantað er, verðið á bolnum eru 6.000 kr
Endilega merkið það hjá ykkur í dagatalið – sjáumst þá !
Minnum á að engin fylgd verður í haust
Við vildum minna á það að engin fylgd verður á æfingar núna í haust. Sú ákvörðun var tekin að hætta með fylgd á æfingar en það voru margir þættir sem spiluðu þar inn í. Þar með talið hafði ekki tekist að tryggja nægt fjármagn. Verkefnið hafði aldrei verið gallalaust en síðastliðinn vetur komu upp nokkur mál sem vöktu okkur alvarlega til umhugsunar um öryggi barna sem eru í fylgdinni og teljum við það óásættanlegt að geta ekki tryggt öryggi þeirra í okkar umsjá.
Við viljum þakka Strætó, frístundaheimilunum hverfisins og annarra samstarfsaðila fyrir gott samstarf síðustu ár og við kveðjum þetta verkefni með miklum trega því upphaflega var markmiðið að stytta vinnudag barnanna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Fylgdin kenndi iðkendum okkar að taka strætó á æfingar sem er gott veganesti inn í framtíðina og vonandi jók sjálfstæði þeirra.
Tilkynning um lok strætófylgdar
Sú ákvörðun hefur verið tekin að hætta með fylgd á æfingar í haust. Undanfarin 6 ár höfum við fylgt börnum í 1. og 2. bekk til og frá æfingum með Strætó.
Margir þættir höfðu áhrif á þessa ákvörðun, þar með talið hefur ekki tekist að tryggja nægt fjármagn. Verkefnið hefur aldrei verið gallalaust en síðastliðinn vetur komu upp nokkur mál sem vöktu okkur alvarlega til umhugsunar um öryggi barna sem eru í fylgdinni og teljum við það óásættanlegt að geta ekki tryggt öryggi þeirra í okkar umsjá.
Við viljum þakka Strætó, frístundaheimilunum hverfisins og annarra samstarfsaðila fyrir gott samstarf síðustu ár og við kveðjum þetta verkefni með miklum trega því upphaflega var markmiðið að stytta vinnudag barnanna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Fylgdin kenndi iðkendum okkar að taka strætó á æfingar sem er gott veganesti inn í framtíðina og vonandi jók sjálfstæði þeirra.
Vinna er hafin við það að stilla upp æfingatímum fyrir þennan aldur og er það gert í samráði við yfirþjálfara og verkefnastjóra deildanna.
Sumaræfingar keppnishópa
Fyrstu helgina í júní héldum við vorsýninguna okkar sem heppnaðist ótrúlega vel og erum við virkilega stolt af öllum okkar iðkendum og þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fengum frá sjálfboðaliðum. Þetta eru alltaf skemmtilegir dagar og eftirminnilegir.
Grunnhópar og æfingahópar eru komnir í sumarfrí og við viljum þakka þeim kærlega fyrir önnina.
Keppnishópar æfa eftir sumartöflu í júní og ágúst og má sjá sumaræfingatíma keppnishópa hér.
Skráning fyrir haustönn verður opnuð á vefnum þann 1. júlí næstkomandi, passið að vera tímanlega til að tryggja iðkendum pláss í hópum.
Opnar æfingar hjá meistaraflokk Fjölnis í hópfimleikum
Hópfimleikadeild Fjölnis ætlar að bjóða uppá opnar æfingar 8. – 30. júní fyrir stelpur sem eru fæddar 2006 eða fyrr. Vonumst til þess að sjá ný andlit með okkur í sumar.
Æfingatímar í júní
- Mánudaga 19:00-21:00
- Miðvikudaga 19:00-21:00
- Fimmtudaga 19:00-21:00
- Föstudaga 06:00-7:30
Áhugasamir geta mætt á æfingu eða haft samband við Viktor verkefnastjóra hópfimleika með því að senda tölupóst á viktor@fjolnir.is
Natalía Tunjeera valin í úrvalshóp stúlkna fyrir Evrópumót í hópfimleikum 2024
Fimleikasamband Íslands hefur valið í úrvalshóp stúlkna fyrir Evrópumót í hópfimleikum 2024. Það gleður okkur að tilkynna að í hópi þeirra er hún Natalía Tunjeera Hinriksdóttir.
Úrvalshópurinn er fyrsta úrtak fyrir Evrópumótið sem verður haldið í Azerbaijan 2024
Við hjá Fjölni óskum þér innilega til hamingju Natalía og gangi þér vel!
Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023
Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.
Skráning fer fram hér
Hvað er í boði?
- Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
- Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017
Páskamót Grunnhópa
Þann fyrsta 1. apríl var mikið líf og fjör í salnum þegar Páskamót grunnhópa fór fram.
Okkar flottu iðkendur stóðu sig frábærlega og virkilega gaman að geta boðið fjölskyldum að fylgjast með hvað þau eru búin að vera dugleg að æfa sig í vetur.
Viljum þakka öllum fyrir komuna og vonandi fóru iðkendur heim með bros á vör.
Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára
Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.
HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.
ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.
Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!

Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi
Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi var haldið í Digranesi í Kópavogi um helgina.
Mótið var virkilega flott og þökkum við Gerplu fyrir vel upp sett og skemmtilegt mót.
Fimm lið frá Fjölni tóku þátt á mótinu og var keppnin hörð í öllum flokkum.
Stelpurnar í 1.flokk náðu glæsilegum árangri og enduðu þær í öðru sæti með Gróttu.
Einnig var mikil spenna að frumsýna nýja hópfimleika gallann okkar sem kom til landsins fyrir rétt rúmri viku og voru stelpurnar stórglæsilegar á keppnisgólfinu.
Til hamingju með árangurinn iðkendur og þjálfarar.