Frábær árangur á haustmóti

Haustmót í 3.-1. þrepi og frálsum æfingum fór fram síðastliðna helgi í Björkunum. 19 keppendur kepptu á mótinu frá Fjölni, 17 stúlkur og 2 drengir. Árangur helgarinnar var glæsilegur og  unnu Fjölniskrakkar alls  24 verðlaun á mótinu. Keppt var á einstökum áhöldum og í fjölþraut. Við erum gríðarlega stolt af þessum myndarhóp og þjálfurum þeirra enda stöðu þau sig frábærlega. Við óskum ykkur öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til þess að fylgjast með ykkur áfram á mótum vetrarins.

Verðlaunasæti:

1. þrep kvk 13 ára og yngri
3. sæti  stökk - Leóna Sara Pálsdóttir

1. þrep kvk 14 ára og eldri
1. sæti í fjölþraut – Venus Sara Hróarsdóttir
3.sæti á stökki - Katrín S. Vilhjálmsdóttir
1. sæti á tvíslá – Venus Sara Hróarsdóttir
2. sæti á tvíslá – Katrín S. Vilhjálmsdóttir
3. sæti á tvíslá – Agla Bríet Gísladóttir
3. sæti á slá – Venus Sara Hróarsdóttir

2. þrep kk
1. sæti á öllum áhöldum  - Sigurður Ari Stefánsson
1. sæti í fjölþraut – Sigurður Ari Stefánsson

3. þrep 11 ára og yngri
1. sæti á stökki - Júlía Mekkín Guðjónsdódttir
3. sæti á stökki – Sigríður Dís Bjarnadóttir
4. sæti í fjölþraut – Lilja Katrín Gunnarsdóttir

3. þrep kvk 12 ára
2. sæti á gólfi - Eva Sóley Kristjánsdóttir

3. þrep kvk 13 ára og eldri
3. sæti á slá – Tinna Líf Óladóttir

3. þrep kk 12 ára og eldri
2. sæti á gólfi – Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti í hringjum  - Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti á tvíslá – Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti á svifrá – Davíð Goði Jóhannsson
2. sæti í fjölþraut  - Davíð Goði Jóhannsson


Evrópumót í hópfimleikum

Í síðustu viku heiðruðum við þá iðkendur og þjálfara Fjölnis sem fóru út fyrir hönd Íslands að keppa á Evrópumóti í hópfimleikum. Sett var upp EM stofa í félagsrými Fjölnis og fylgst var vel með frá fyrsta degi. Öll lið Íslands stóðu sig sig frábærlega og erum við í Fjölni ótrúlega stolt af því að eiga svona efnilegt fólk í okkar röðum.

Á myndinni frá vinstri
Jónas Valgeirsson, landsliðsþjálfari stúlkna
Katrín Pétursdóttir, landsliðsþjálfari stúlkna
Bjarni Gíslason, landsliðsþjálfari kvenna
Kristín Sara Stefánsdóttir, stúlknalandslið
Ásta Kristinsdóttir, kvennalandslið
Aníta Liv Þórisdóttir, blandað lið unglinga


Fullorðinsfimleikar

Hefur þig alltaf dreymt um að verða fimleikastjarna ?
Opið er fyrir skráingu í Fullorðins Fimleika Fjölnis - FFF.
Það er ekki krafa um að iðkendur hafi áður stundað íþróttina, tökum vel á móti öllum, 18 ára aldurstakmark.
Skemmtileg hreyfing, þrek, teygjur og fimleikar.
Fyrsta æfing er á miðvikudaginn 22. ágúst.

Í ár bjóðum við uppá að iðkendur skrái sig á námskeiðið alla önnina eða geti valið um tvö átta vikna tímabil.
Allar upplýsingar eru að finna HÉR 


Vorsýning miðasala

Fimleikadeild Fjölnis býður þér með í ferðalag í kringum heiminn helgina 1. og 2. júní.

Boðið verður uppá 5 sýningar,

1. júní - Föstudagur

Sýning 1 - kl. 17.00

Sýning 2 - kl. 19.00

2. júní - Laugardagur

Sýning 3 - kl. 11.00

Sýning 4 - kl. 13.00

Sýning 5 - kl. 15.00

Miðaverð 17 ára og eldri - 1.500 kr 6 til 16 ára - 1.000 kr 5 ára og yngri - Frítt 


4.flokkur Íslandsmeistarar

Íslandsmót í Hópfimleikum var deilt niður á tvær helgar núna í maí. Fyrsti hluti mótsins var 12.maí fyrir 1. og 2.flokk, mótið var haldið á Akranesi og héldu 3 lið frá Fjölni á mótið, 1.flokkur A og B og 2.flokkur A. Liðin stóðu sig öll vel þó að þau hafi ekki náð í verðlaunasæti.

 

Seinni hluti Íslandsmótsins var svo haldinn síðastliðna helgi 19. og 20.maí á Egilsstöðum fyrir 5.- 3.flokk og yngriflokkur-drengja. Fjölnir átti þar fjögur lið, Strákalið, 4.flokk, 3.flokk í A og C deild. Öll liðin áttu frábæra keppni og fóru þau öll heim með medalíur og 4.flokkur varði Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því í fyrra og voru deildarmeistarar í sínum flokk, eins með strákaliðið þeir vörðu sinn Íslandsmeistaratiltil og komu þeir einnig heim með deildarmeistarabikar.

Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur Fjölnis:
Dregjaflokkur - yngri
1. sæti

3.flokkur C
3.sæti

3.flokkur A 
2.sæti

4.flokkur A
1.sæti

 

Öll úrslit : 
https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/1549


Íslandsmót í stökkfimi

Um helgina fór fram Íslandsmót í stökkfimi. Mótið var haldið í Fjölni og var skipt í 4 hluta. Nýlega var reglum um stökkfimi breytt og kom mótið mjög vel út og var mjög skemmtilegt að horfa á. Hverjum flokk er skipt upp í deildir a,b,c, og gefið verðlaun í hverri deild. Fjölnir átti 7 lið á mótinu í ýmsum flokkum, öll stóðu þau sig mjög vel.

Verðlaunasæti hjá Fjölni fyrir samanlagðan árangur: 
5.flokkur 
C1 –1. Sæti
C2 – 3. Sæti

4.flokkur 
C1 – 3.sæti

3.flokkur 
B1 – 2.sæti
B2- 3.sæti

1.flokkur
B1  – 1. Sæti

Strákar
Kkeldri  – 1. Sæti

 

Öll Úrslit 
https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/1538