Fullorðinsfimleikar

Hefur þig alltaf dreymt um að verða fimleikastjarna ?
Opið er fyrir skráingu í Fullorðins Fimleika Fjölnis - FFF.
Það er ekki krafa um að iðkendur hafi áður stundað íþróttina, tökum vel á móti öllum, 18 ára aldurstakmark.
Skemmtileg hreyfing, þrek, teygjur og fimleikar.
Fyrsta æfing er á miðvikudaginn 22. ágúst.

Í ár bjóðum við uppá að iðkendur skrái sig á námskeiðið alla önnina eða geti valið um tvö átta vikna tímabil.
Allar upplýsingar eru að finna HÉR 


Vorsýning miðasala

Fimleikadeild Fjölnis býður þér með í ferðalag í kringum heiminn helgina 1. og 2. júní.

Boðið verður uppá 5 sýningar,

1. júní - Föstudagur

Sýning 1 - kl. 17.00

Sýning 2 - kl. 19.00

2. júní - Laugardagur

Sýning 3 - kl. 11.00

Sýning 4 - kl. 13.00

Sýning 5 - kl. 15.00

Miðaverð 17 ára og eldri - 1.500 kr 6 til 16 ára - 1.000 kr 5 ára og yngri - Frítt 


4.flokkur Íslandsmeistarar

Íslandsmót í Hópfimleikum var deilt niður á tvær helgar núna í maí. Fyrsti hluti mótsins var 12.maí fyrir 1. og 2.flokk, mótið var haldið á Akranesi og héldu 3 lið frá Fjölni á mótið, 1.flokkur A og B og 2.flokkur A. Liðin stóðu sig öll vel þó að þau hafi ekki náð í verðlaunasæti.

 

Seinni hluti Íslandsmótsins var svo haldinn síðastliðna helgi 19. og 20.maí á Egilsstöðum fyrir 5.- 3.flokk og yngriflokkur-drengja. Fjölnir átti þar fjögur lið, Strákalið, 4.flokk, 3.flokk í A og C deild. Öll liðin áttu frábæra keppni og fóru þau öll heim með medalíur og 4.flokkur varði Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því í fyrra og voru deildarmeistarar í sínum flokk, eins með strákaliðið þeir vörðu sinn Íslandsmeistaratiltil og komu þeir einnig heim með deildarmeistarabikar.

Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur Fjölnis:
Dregjaflokkur - yngri
1. sæti

3.flokkur C
3.sæti

3.flokkur A 
2.sæti

4.flokkur A
1.sæti

 

Öll úrslit : 
https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/1549


Íslandsmót í stökkfimi

Um helgina fór fram Íslandsmót í stökkfimi. Mótið var haldið í Fjölni og var skipt í 4 hluta. Nýlega var reglum um stökkfimi breytt og kom mótið mjög vel út og var mjög skemmtilegt að horfa á. Hverjum flokk er skipt upp í deildir a,b,c, og gefið verðlaun í hverri deild. Fjölnir átti 7 lið á mótinu í ýmsum flokkum, öll stóðu þau sig mjög vel.

Verðlaunasæti hjá Fjölni fyrir samanlagðan árangur: 
5.flokkur 
C1 –1. Sæti
C2 – 3. Sæti

4.flokkur 
C1 – 3.sæti

3.flokkur 
B1 – 2.sæti
B2- 3.sæti

1.flokkur
B1  – 1. Sæti

Strákar
Kkeldri  – 1. Sæti

 

Öll Úrslit 
https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/1538