Fimleikar fyrir stráka

Fimleikasambandið stendur að ótrúlega flottu verkefni um þessar mundir og vilja gefa öllum strákum sem eru fæddir á árunum 2005-2011 sem hafa áhuga tækifæri á að kynnast fimleikum sér að kostnaðarlausu.

Næsta æfing verður haldin 22. febrúar í Íþróttamiðstöð Gróttu kl. 13:30-16:30. Ekki þarf að skrá sig á æfinguna, heldur er nóg að mæta og taka þátt.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á facebook og instagram Hér 

Mælum með því að áhugasamir horfi á þetta kynningarmyndband um verkefnið.
https://www.youtube.com/watch…

https://www.youtube.com/watch?v=-agW0r3JG7Y&feature=youtu.be&fbclid=IwAR2Xk1U_tcQV4uu7FfIWIX9Xo3C4Dlu3oTFAXFVworOGJBI1Ws-HNtf8n1w


Ofurhetjumót Gróttu

Ofurhetjumót Gróttu fór fram núna um helgina og voru iðkendur frá 6 félögum að keppa í 4.,5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans.  Nokkrir flottir strákar frá Fjölni tóku þátt á mótinu og var þetta þeirra fyrsta mót. Þeir stóðu sig allir vel og sýndu flottar æfingar og stóð Víkingur Þór Jörgensson uppi sem sigurvegari í 6.þrepi drengja.

Til hamingju með mótið strákar.


Hópalistar - vorönn 2020

Á meðfylgjandi slóð má sjá hópalista fyrir vorönn 2020

Skráning hefst 1.janúar í alla hópa á  skráningarsíðunni, https://fjolnir.felog.is/
Allir iðkendur þurfa að vera skráðir í réttan hóp áður en æfingar hefjast.  Þjálfurum er óheimilt að taka á móti óskráðum iðkendum.

Athugið að foreldrar eiga aðeins að skrá í úthlutaðann hóp.
Það er mikilvægt að foreldrar skrái iðkendur í rétta hópa í réttri fimleikagrein. Tilfærslur geta haft auka kostnað í för með sér og því mikilvægt að vanda skráninguna.
Foreldrar iðkenda í þeim hópum sem falla undir fimleika fyrir alla verða að athuga að hópalistinn er ætlaður til þess að leiðbeina með skráningar,  birtur nafnalisti þýðir ekki að það sé frátekið pláss í hópnum fyrir iðkandann því skráning í þessa hópa er opin fyrir alla.

Hópalista má finna HÉR
Athuga að það er hægt að fletta flipunum neðst á síðunni


Haustmót í hópfimleikum

Haustmóti í hópfimleikum lauk um helgina en liðum er svo raðað upp í deildir eftir árangri á þessu fyrsta móti vetrarins . Mótinu var skipt í tvo hluta og keppt á tveimur helgum, 16.-17.nóvember og 23.nóvember.

Haustmót 1 var haldið í Stjörnuheimilinu í Garðabæ og þar var keppt í 4.flokk og 3.flokk og höfnuðu lið Fjölnis í 4.sæti í báðum flokkum.

Haustmót 2 fór fram á Selfossi laugardaginn var og þar kepptu lið frá Fjölni í 2.flokk, KK-eldri og Meistaraflokk B. Langur en skemmtilegur dagur að baki og margir iðkendur að keppa með ný stökk frá síðasta tímabili. Meistaraflokkurinn okkar frumsýndi nýjan dans sem stelpurnar í hópnum sömdu sjálfar.

Glæsilegur árangur hjá okkar iðkendum, innilega til hamingju öll.

Úrslit
4.flokkur – 4.sæti

3.flokkur – 4.sæti

2.flokkur – 4.sæti

KK-eldri – 2.sæti

Meistaraflokkur B – 1.sæti

 

Öll úrslit frá mótinu má skoða HÉR


Haustmót í stökkfimi

Haustmóti í stökkfimi fór fram í Keflavík fyrstu helgina í nóvember.
Tveir hópar úr Fjölni skráðu sig til leiks og mynduðu þau 4 lið sem voru öll skráð í B deild eldri.  Verðlaun voru veitt fyrir hvert áhald og var glæsilegur árangur hjá okkar liðum og reynsla í bankann hjá iðkendum. Viljum við óska iðkendum og þjálfurum innilega til hamingju með mótið.

 

Verðlaunasæti Fjölnisliða í B deild eldri

Fjölnir 3

2.sæti Gólf

1.sæti Dýna

1.sæti Trampolín

 

Fjölnir 4

5.sæti Dýna

2.-3. sæti Trampolín

 

Öll úrslit má skoða hér


Haustmót í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram Haustmót í áhaldafimleikum, 3.þrepi, 2.þrepi, 1.þrepi og frjálsum æfingum hjá báðum kynjum.
Mótið var einstaklega vel heppnað og viljum við hjá fimleikadeildinni koma fram þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem hjálpuðu okkur um helgina.

Alls voru níu keppendur frá Fjölni sem tóku þátt á mótinu og sýndu glæsilegar æfingar og var árangur Fjölnis drengja virkilega flottur, þess má geta að Sigurður Ari keppti með nýtt flug á svifrá og er eini íslendingurinn sem hefur keppt með þetta mótment.
HÉR er hægt að sjá myndband á facebook síðu fimleikasambandsins

 

Fjölnir í verðlaunasætum í samanlögðum árangri

3.þrep KVK 12 ára og eldri

3.sæti Lúcía Sóley Óskarsdóttir

1.þrep KK

1.sæti-  Sigurður Ari Stefánsson

Unglingaflokkur KK

2.sæti - Davíð Goði Jóhannsson

3.sæti - Elio Mar Rebora

 

 

HÉRmá sjá öll úrslit frá mótinu


FFF - Fullorðins Fimleikar Fjölnis

Fullorðins fimleikar Fjölnis - FFF
Skemmtileg hreyfing og félagsskapur fyrir alla 18 ára og eldri, ekki gerðar kröfur um grunn í fimleikum. Þrek, teygjur og fimleikaæfingar fyrir alla.

Skráning er opin inná heimasíðunni okkar, ekki gleyma að skrá þig !

 


Sumaræfingar keppnishópa í ágúst

Hér má sjá æfingatíma fyrir keppnishópa í áhaldafimleikum og hópfimleikum sumarið 2019.

Iðkendur í keppnishóp þurfa að skrá sig sérstaklega og greiða fyrir þessar æfingar.
Athuga að gert er ráð fyrir æfingum í allan ágúst í æfingagjöldum hjá úrvalshópum á haustönn.

Hefðbundnar æfingar hefjast miðvikudaginn 21.ágúst

Hægt að skrá sig HÉR 


Hópalistar 2019

Á meðfylgjandi slóðum má sjá hópalista fyrir haustönn 2019

Skráning hefst 6. ágúst inn á skráningarsíðunni, https://fjolnir.felog.is/
allir iðkendur þurfa að vera skráðir í réttan hóp áður en æfingar hefjast.  Þjálfurum er óheimilt að taka á móti óskráðum iðkendum.

Athugið að foreldrar eiga aðeins að skrá í úthlutaðann hóp.
Það er mikilvægt að foreldrar skrái iðkendur í rétta hópa í réttri fimleikagrein. Tilfærslur geta haft auka kostnað í för með sér og því mikilvægt að vanda skráninguna.

Grunnhópar, smellið hér  

Fimleikar fyrir alla, smellið hér 

Keppnis og úrvalshópar, smellið hér 

 


Fimleikaþrek fyrir 12-15 ára

Fimleikadeild Fjölnis ætlar að bjóða uppá fimleikaþrek fyrir alla á aldrinum 12-15 ára í júní. Ekki eru gerðar kröfur um grunn í fimleikum og því er námskeiðið opið fyrir alla áhugasama.

Uppsetning námskeiðs

  • Markmiðasetning
  • Þrek og teygjur
  • Almenn fræðsa um heilbrigðan lífsstíl

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11.júní og er kennt alla virka daga.
Hægt að skrá sig á eina viku í senn eða allt námskeiðið í heild.

Skráning er opin HÉR