Bikarmót í áhaldafimleikum

Síðustu helgi fór fram Bikarmót í áhaldafimleikum. Mótið er liðakeppni og var keppt í 3. – 1. þrepi og frjálsum æfingum karla og kvenna.
Fjölnir átti lið í 1. þrepi kvenna og enduðu þær í þriðja sæti í sínum flokk. Elio Mar var fulltrúi Fjölnis í frjálsum æfingum en keppti sem gestur.

Til hamingju með árangurinn iðkendur og þjálfarar.

 


Hópfimleikavika fyrir stráka 2011-2014

Þekkir þú strák sem er fæddur 2011-2014 og gæti haft gaman að fimleikum ?
Við hjá fimleikadeild Fjölnis eigum laus pláss í hópfimleikahóp fyrir stráka á þessum aldri og viljum endilega fá fleiri inn.
Til þess að kynna starfið verða opnar æfingar í næstu viku.
Endilega sendið nafn og kennitölu iðkanda sem hefur áhuga á að mæta á viktor@fjolnir.is


Risastór fimleikahelgi í Fjölnishöllinni

Um helgina hélt fimleikadeild Fjölnis Gk mót yngri flokka í hópfimleikum og stökkfimi.
Rúmlega 700 iðkendur voru skráðir til keppni og var því mikið fjör alla helgina.

Það var yndislegt að sjá mikinn fjölda áhorfenda í stúkunni en þetta er í fyrsta sinn sem við höldum fimleikamót í Fjölnishöllinni.

Takk kærlega allir fyrir komuna iðkendur, þjálfarar og áhorfendur. Við viljum líka þakka öllum sem að mótinu komu kærlega fyrir alla hjálpina.
Úrslit allra flokka má sjá hér


Þrepamót í 4. og 5.þrepi

Nú um helgina fór fram Þrepamót 2. Mótið var haldið í fimleikasal Gerplu í Versölum.
Keppt var í 4. og 5. .þrepi drengja og stúlkna og átti Fjölnir nokkra keppendur á mótinu.

Öll úrslit má skoða Hér

Meðfylgjandi eru svipmyndir sem voru birtar á heimasíðu fimleikasambandsins


Haustmót í hópfimleikum

Nú er Haustmót í öllum flokkum í Hópfimleikum lokið.

Helgina 12.-13. nóvember fór fram keppni í yngri flokkum á Selfossi.
Mótið var virkilega flott og skemmtileg reynsla í bankann fyrir keppendur. Fjölnir átti tvö lið í 4.flokk á mótinu.

 

Helgina 19.-20. nóvember fór fram keppni í eldri flokkum en mótið var haldið af fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum.
Virkilega flott og skemmtilegt mót og átti Fjölnir þrjú lið á mótinu.


Flott fimleikahelgi að baki

Flott fimleikahelgi að baki

 

Síðustu helgi mikið um að vera á mörgum vígstöðum. Þrepamót 1 fór fram á Akureyri, Mótaröð í hópfimleikum fór fram á Akranesi og svo fór fram hæfileikamótun stúlkna í áhaldafimleikum.

 

Á Þrepamóti 1 átti Fjölnir keppendur í 4. og 5. þrepi . Mótið var hið glæsilegasta og voru þjálfarar mótsins ánægðir með árangur okkar keppenda. Sumir náðu þrepum, aðrir voru nálægt því, á meðan sumir keppendanna voru að stíga sín fyrstu skref á FSÍ mótum.

 

Á Mótaröðinni sem fram fór á Akranesi keppi 1. flokkurinn okkar. Markmið mótsins hjá liðinu var að keppa með ný stökk og fá keppnisreynslu saman sem hópur. Liðið var ánægt með sína frammistöðu og er spennt fyrir framhaldinu.

 

Hæfileikamótun stúlkna í áhaldafimleikum er verkefni á vegum Fimleikasambands Íslands. En þar koma saman stúlkur frá öllum félögum þar sem áhersla er lögð á samvinnu félaga, þjálfara og að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra af hverjum öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Frá Fjölni fóru þær Júlía Ísold og Kolfinna og höfðu gaman af.

 

Með fréttinni fylgja svipmyndir frá helginni.

 

Framundan er svo Haustmót í hópfimleikum, en næstu helgi keppir 4. flokkur á Selfossi og helgina 19. – 20. nóvember keppir 3. flokkur á Egilsstöðum. Haustmót ákvarða deildarskiptingu fyrir keppnistímabilið og eru því öll lið í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi átök.


Haustmót í eldri þrepum

Nú um helgina fór fram Haustmót í áhaldafimleikum, þar sem að Fjölnir átti keppendur í 1. þrepi. En mótið var haldið í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns.

 

Okkar stelpur stóðu sig vel og má líta á þetta mót sem góða byrjun á árinu.

 

Helstu úrslit:

 

  1. Þrep 13 ára og yngri –  Júlía Ísold Sigmarsdóttir  1. sæti á Stökki og Slá
  1. Þrep 14 ára og eldri –  Helena Hulda Olsen 2. sæti á Gólfi

Telma Guðrún Þorsteinsdóttir – 3. sæti á slá


Haustönn Fimleikadeild

Haustönn 2022

Keppnishópar byrja að æfa samkvæmt hausttöflu í dag, mánudaginn 29.ágúst.
Dagskrá hjá öllum öðrum hópum hefst samkvæmt stundatöflu 1.september
Stundatöflur eru aðgengilegar á iðkendaappinu XPS - leiðbeiningar fyrir nýja notendur eru að finna á heimasíðunni okkar
www.fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/


Byrjun annar - Fimleikadeild

Nú fer sumrinu að ljúka en við erum spennt að byrja nýja fimleikaönn.

Iðkendur í keppnishópum geta nálgast sínar töflur inná XPS, en þar eiga stundatöflur haustannar að vera aðgengilegar fyrir alla skráða iðkendur.
Stundatöflur fyrir flesta aðra hópa eru aðgengilegar á heimasíðunni okkar www.fjolnir.is en grunnhópar, æfingahópar og parkour byrjar að æfa samkvæmt stundatöflu 1.september
Ef upp koma spurningar sendið línu á fimleikar@fjolnir.is

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂


Frítt tveggja daga hópfimleikanámskeið í ágúst

Fimleikadeild Fjönis ætlar að bjóða uppá frítt tveggja daga námskeið í hópfimleikum í ágúst fyrir stelpur og stráka.

Fjölnir hefur náð ótrúlega flottum árangri í hópfimleikum síðustu og þykir okkur því mikilvægt að halda uppbyggingunni áfram og ná til þeirra sem hafa áhuga á að máta sig í íþróttinni.

Námskeiðið verður haldið í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll

Fyrir stráka fædda 2011-2014

  • Mánudag 15.ágúst kl 12:00-13:30
  • Þriðjudag 16.ágúst kl 12:00-13:30

Fyrir stelpur fæddar 2014

  • Miðvikudag 17.ágúst kl 12:00-13:30
  • Fimmtudag 18.ágúst kl 12:00-13:30

Við viljum halda vel utan um hópinn og því er mikilvægt að allir áhugasamir skrái sig HÉR 

 

Við hlökkum við þess að kynnast nýjum upprennandi fimleikastjörnum.

Ef það koma upp spurningar eða ef þetta vekur athygli annara sem hafa áhuga en falla ekki undir þessa aldurshópa endilega sendið okkur fyrirspurn á fimleikar@fjolnir.is