Gunnar Már lætur af störfum sem yfirþjálfari

Gunnar Már Guðmundsson hefur ákveðið að láta af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka karla í knattspyrnu frá og með 20. október 2021.

Hann mun þó áfram sinna starfi sínu sem þjálfari 4. flokks karla.

Gunni Már betur þekktur sem „Herra Fjölnir“ hefur verið viðloðinn félagið sem iðkandi eða starfsmaður í tæp 30 ár. Það verður því ónetjanlega mikil eftirsjá af honum. Hann er svo sannarlega Fjölnismaður í húð og hár.

Við þökkum honum kærlega fyrir vel unnin störf í hlutverki yfirþjálfara og óskum honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

#FélagiðOkkar


Gummi Kalli framlengir!

Gummi Kalli framlengir!

Það er knattspyrnudeild Fjölnis mikil ánægja að tilkynna að Guðmundur Karl Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir félagið enda er um að ræða einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár og verður það vafalaust áfram. Gummi Kalli, sem er einn allra leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis hefur spilað 278 leiki fyrir Fjölni og skorað í þeim 42 mörk, er að vonum ánægður með framlenginguna: “Ég er mjög ánægður með að hafa framlengt samning minn við Fjölni. Mjög spennandi tímabil framundan með nýjum þjálfara sem verður skemmtilegt að vinna með. Einnig verður gaman að fylgjast með þeim fjölmörgu ungu og spræku strákum sem í Fjölni eru þróa sinn leik á næstu árum.”

#FélagiðOkkar


Kristalsmót

Kristalsmótið verður haldið laugardaginn 16. október næstkomandi á Skautasvellinu í Egilshöll milli kl. 08:00-13:00.

Grímuskylda er á Kristalsmótið, grímuna má taka niður eftir að sest er í sæti.

Fjölnir verður með sjoppusölu á mótinu með veitingar og varning.

Mótstilkynninguna má finna hér

Facebook viðburð mótsins má finna hér

Skráning áhorfenda fer fram hér

Úrslit móts

Þáttökuverðlaun voru veitt í flokkum 6 ára og yngri, 8 ára og yngri og 10 ára og yngri

6 ára og yngri í keppnisröð

Elisabeth Rós G. Ægisdóttir
Fjölnir
Freyja Sif Stefánsdóttir
Skautafélag Reykjavíkur

8 ára og yngri í keppnisröð

Ingibjörg Ólína Alfreðsdóttir
Skautafélag Akureyrar
Ástríður Gríma Ásgrímsdóttir
Skautafélag Reykjavíkur

10 ára og yngri í keppnisröð

Kristbjörg Heiða Björnsdóttir
Skautafélag Akureyrar
Karen Milena Pétursdóttir
Skautafélag Reykjavíkur
Elysse Marie Alburo Mamalias
Skautafélag Reykjavíkur
Ylva Sól Agnarsdóttir
Skautafélag Akureyrar
Una Lind Otterstedt
Fjölnir
Herdís Björk Bjarnadóttir
Skautafélag Akureyrar
Svétlana Sergeevna Kurkova
Skautafélag Reykjavíkur
Arna Dís Gísladóttir
Fjölnir
Sóley Björt Heimisdóttir
Fjölnir
Perla Gabriela Ægisdóttir
Fjölnir

12 ára og yngri drengir

1. sæti Baldur Tumi Einarsson Skautafélag Reykjavíkur

12 ára og yngri stúlkur

1. sæti Ágústa Fríður Skúladóttir Skautafélag Reykjavíkur
2. sæti Sara Laure Idmont Skúladóttir Skautafélag Reykjavíkur
3. sæti Þórdís Anna Sigtryggsdóttir Skautafélag Reykjavíkur
4. sæti Sonia Laura Krasko Skautafélag Reykjavíkur
5. sæti Líva Lapa Fjölnir
6. sæti Rakel Rós Jónasdóttir Fjölnir
7. sæti Árdís Eva Björnsdóttir Skautafélag Reykjavíkur
8. sæti Katla Líf Logadóttir Skautafélag Reykjavíkur
9. sæti Edil Mari Campos Tulagan Fjölnir
10. sæti Katla Eir Björnsdóttir Skautafélag Akureyrar
WD Selma Kristín S. Blandon Fjölnir
WD Snæfríður Arna Pétursdóttir
Skautafélag Reykjavíkur

14 ára og yngri stúlkur

1. sæti Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir Fjölnir
2. sæti Sunna Dís Hallgrímsdóttir Skautafélag Reykjavíkur
3. sæti Hildur Emma Stefánsdóttir Skautafélag Reykjavíkur
4. sæti Selma Ósk Sigurðardóttir Skautafélag Reykjavíkur
5. sæti Tanya Ósk Þórisdóttir Skautafélag Reykjavíkur
6. sæti Ása Melkorka Daðadóttir Skautafélag Reykjavíkur
7. sæti Sóley Kristín Hjaltadóttir Skautafélag Reykjavíkur
8. sæti Ingunn Eyja Skúladóttir Skautafélag Reykjavíkur
9. sæti Hanna Falksdóttir Kruger Skautafélag Reykjavíkur
10. sæti Sólveig Birta Snævarsdóttir Skautafélag Reykjavíkur
11. sæti Ásta Hlín Arnarsdóttir Skautafélag Akureyrar
12. sæti Helga Kristín Eiríksdóttir Skautafélag Reykjavíkur
WD Júlía Lóa Unnarsdóttir Einarsdóttir Skautafélag Reykjavíkur

15 ára og eldri karlar

1. sæti Halldór Hrafn Reynisson Skautafélag Reykjavíkur

15 ára og eldri konur

1. sæti Herdís Anna Ólafsdóttir Skautafélag Reykjavíkur
2. sæti Ísabella María Jónsd. Hjartar Skautafélag Reykjavíkur

Special Olympics flokkar frá Íþróttafélaginu Ösp

1. sæti Þórdís Erlingsdóttir Unified Par
Wendy Elaine Richards
1. sæti Gabríella Kamí Árnadóttir Par
Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer
1. sæti Fatimata Kobre 12-15 ára stúlkur
1. sæti Védís Harðardóttir 16-21 árs dömur
1. sæti Bjarki Rúnar Steinarsson 22 ára og eldri karlar
1. sæti Snædís Egilsdóttir 22 ára og eldri konur
1. sæti Hulda Björk Geirdal Helgadóttir 11 ára og yngri stúlkur
1. sæti Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer 16-21 árs dömur
1. sæti Þórdís Erlingsdóttir 22 ára og eldri konur
1. sæti Nína Margrét Ingimarsdóttir 16-21 árs dömur
2. sæti Gabríella Kamí Árnadóttir 16-21 árs dömur
1. sæti Sóldís Sara Haraldsdóttir 12-15 ára stúlkur

Dagskrá

Keppnisröð

SO flokkar kl. 08:00-09:10

Nr. Upphitunarhópur 1 Flokkur Level
1 Þórdís Erlingsdóttir Unified Par 1
Wendy Elaine Richards
2 Gabríella Kamí Árnadóttir Par 1
Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer
3 Sóldís Sara Haraldsdóttir 12-15 ára stúlkur 4 Short program
Upphitunarhópur 2
1 Fatimata Kobre 12-15 ára stúlkur 1
2 Védís Harðardóttir 16-21 árs dömur 1
3 Bjarki Rúnar Steinarsson 22 ára og eldri karlar 1
4 Snædís Egilsdóttir 22 ára og eldri konur 1
Upphitunarhópur 3
1 Hulda Björk Geirdal Helgadóttir 11 ára og yngri stúlkur 2
2 Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer 16-21 árs dömur 2
3 Þórdís Erlingsdóttir 22 ára og eldri konur 2
4 Nína Margrét Ingimarsdóttir 16-21 árs dömur 3
5 Gabríella Kamí Árnadóttir 16-21 árs dömur 3
Upphitunarhópur 4
1 Sóldís Sara Haraldsdóttir 12-15 ára stúlkur 4 Free program

Keppni í Félagalínu

Upphitunarhópur 1 – 12 ára og yngri kl. 09:10-09:35

12 ára og yngri drengir

1 Baldur Tumi Einarsson – SR

12 ára og yngri stúlkur

1 Ágústa Fríður Skúladóttir – SR

2 Edil Mari Campos Tulagan – Fjölnir

3 Selma Kristín S. Blandon – Fjölnir

4 Katla Líf Logadóttir – SR

5 Sonia Laura Krasko – SR

6 Sara Laure Idmont Skúladóttir – SR

Upphitunarhópur 2 – 12 ára og yngri kl. 09:35-10:00

12 ára og yngri stúlkur

7 Katla Eir Björnsdóttir – SA

8 Þórdís Anna Sigtryggsdóttir – SR

9 Snæfríður Arna Pétursdóttir – SR

10 Rakel Rós Jónasdóttir – Fjölnir

11 Árdís Eva Björnsdóttir – SR

12 Líva Lapa – Fjölnir

Heflun og hlé

Upphitunarhópur 1 – 14 ára og yngri kl. 10:20-10:55

14 ára og yngri stúlkur

1 Hildur Emma Stefánsdóttir – SR

2 Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir – Fjölnir

3 Tanya Ósk Þórisdóttir – SR

4 Júlía Lóa Unnarsd. Einarsdóttir – SR

5 Sunna Dís Hallgrímsdóttir – SR

6 Ása Melkorka Daðadóttir – SR

7 Ingunn Eyja Skúladóttir – SR

Upphitunarhópur 2 – 14 ára og yngri kl. 10:55-11:30

14 ára og yngri stúlkur

8 Sólveig Birta Snævarsdóttir – SR

9 Hanna Falksdóttir Kruger – SR

10 Selma Ósk Sigurðardóttir – SR

11 Sóley Kristín Hjaltadóttir – SR

12 Helga Kristín Eiríksdóttir – SR

13 Ásta Hlín Arnarsdóttir – SA

Upphitunarhópur 1 – 15 ára og eldri kl. 11:30-11:45

15 ára og eldri karlar

1 Halldór Hrafn Reynisson – SR

15 ára og eldri konur

1 Herdís Anna Ólafsdóttir – SR

2 Ísabella María Jónsd. Hjartar – SR

Heflun og hlé

Upphitunarhópur 1 – 6 ára og yngri & 8 ára og yngri kl. 12:05-12:20

6 ára og yngri stúlkur

1 Elisabeth Rós G. Ægisdóttir – Fjölnir

2 Freyja Sif Stefánsdóttir – SR

8 ára og yngri stúlkur

1 Ingibjörg Ólína Alfreðsdóttir – SA

2 Ástríður Gríma Ásgrímsdóttir – SR

Upphitunarhópur 1 – 10 ára og yngri kl. 12:20-12:40

10 ára og yngri stúlkur

1 Kristbjörg Heiða Björnsdóttir – SA

2 Karen Milena Pétursdóttir – SR

3 Elysse Marie Alburo Mamalias – SR

4 Ylva Sól Agnarsdóttir – SA

5 Una Lind Otterstedt – Fjölnir

Upphitunarhópur 2 – 10 ára og yngri kl. 12:40-13:00

10 ára og yngri stúlkur

6 Herdís Björk Bjarnadóttir – SA

7 Svétlana Sergeevna Kurkova – SR

8 Arna Dís Gísladóttir – Fjölnir

9 Sóley Björt Heimisdóttir – Fjölnir

10 Perla Gabriela Ægisdóttir – Fjölnir


Stelpuíshokkídagurinn

Komdu að prófa hokkí á alþjóðlegum stelpudegi. Það er frítt að prófa fyrir stelpur á öllum aldri.

Hvar: Skautasvellið í Egilshöll
Hvenær: Sunnudaginn 17. október 2021, kl. 12:00-13:00

Kvennalið Fjölnis tekur vel á móti öllum.

Allur búnaður á staðnum og mælt með að mæta ca. 20 mín fyrr.

International Ice Hockey Federation (IIHF) #WGIHW


Getraunakaffið hefst aftur á laugardaginn

RAFRÆNT GETRAUNAKAFFI!

Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 16. október og alla laugardaga eftir það til og með 18. desember. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum en þeir verða kynntir síðar.

Við ætlum að vera með 10 vikna hópleik þar sem 8 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 5.900 kr. per hóp eða 2.950 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is). Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.

Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Einfaldast er að tippa í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login. Einnig er hægt að senda raðirnar á 1×2@fjolnir.is fyrir þá sem ekki hafa tök á að tippa gegnum vefsíðurnar.

Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.

Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum

Hér má finna sérstaka Facebook grúbbu fyrir Getraunakaffi Fjölnis

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir!

#FélagiðOkkar


Knattspyrnudeild auglýsir eftir þjálfurum

Knattspyrnudeild aulgýsir eftir þjálfurum

Knattspyrnudeild Fjölnis leitar af metnaðarfullum þjálfurum fyrir 7. flokk kvenna og 2. flokk karla, tvö mjög spennandi verkefni hjá félaginu.

Knattspyrnudeild Fjölnis er ein fjölmennasta deild landsins og starfrækir alla þá karla og kvenna flokka sem í boði eru. Mikill metnaður er hjá knattspyrnudeild Fjölnis sem býr við frábæra aðstöðu fyrir þjálfara og iðkendu á æfingasvæðum félagsins í Egilshöll og Dalhúsum.

Við leitum af áhugasömum og metnaðarfullum þjálfurum að öllum kynjum með framtíðarstarf í huga.

  • 2. flokkur karla samanstendur af yfir 50 iðkendum með tvö A-lið og eitt B-lið en að auki er flokkurinn undirstaða Vængja Júpíters sem mun líklega spila í 3. deild næsta sumar.
  • 7. flokkur kvenna rr ört stækkandi flokkur hjá Fjölni með um 40 iðkendur og æfir við topp aðstæður í Egilshöll.

Áhugasömum er bent á senda ferliskrá á addi@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar

Virðing – Samkennd – Heilbrigði – Metnaður


Júlía Sylvía keppti á Junior Grand Prix í Ljubljana

Í síðustu viku héldu Júlía Sylvía Gunnarsdóttir, skautari úr listskautadeild, ásamt þjálfara deildarinnar, Lorelei Murphy, til Ljubljana til þátttöku á Junior Grand Prix mótaröðinni sem fulltrúar Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem Júlía Sylvía tók þátt á mótaröðinni, en nokkrir íslenskir skautarar hafa tekið þátt á mótaröðinni, þar á meðal skautarar úr Birninum, en nokkur ár eru síðan okkar félag sendi fulltrúa til keppni.

Junior Grand Prix er mótaröð fyrir Junior skautara alls staðar að úr heiminum sem haldin er af Alþjóðaskautasambandinu, ISU. Á mótaröðinni safna skautarar stigum og að lokum keppa stigahæstu 6 keppendur í hverjum flokki til úrslita. Meira um mótaröðina má finna hér.

Á mótinu voru 31 keppandi í stúlknaflokki og á fimmtudeginum var keppt í stuttu prógrami þar sem Júlía var fimmtánda í röðinni. Í stuttu prógrami þurfa skautarar að sýna skylduæfingar. Júlíu skautaði gott stutt prógram og endaði með heildarstig upp á 28,56, þar af 12,30 í tæknieinkunn og 17,26 í framkvæmdareinkunn. Á laugardeginum var svo keppt í frjálsu prógrami og gekk Júlíu ágætlega, hún gerði góða snúninga og stökk tvöfalda Axelinn af miklu öryggi og má þess geta að lýsandi mótsins gaf Júlíu mörg hrós fyrir sína frammistöðu. Hún endaði með 56.39 í heildarstig fyrir frjálst prógram, þar af 23,69 í tæknieinkunn og 34,70 fyrir framkvæmd. Að keppni lokinni endaði Júlía með heildarstig fyrir bæði prógröm upp á 84.95 stig sem skilaði henni 28. sætinu. Júlía má vera sátt með sinn árangur á mótinu þrátt fyrir að vera aðeins frá sínu besta.

Júlía og Lorelei koma reynslunni ríkari heim eftir ferðina og erum við öll afar stolt yfir þátttöku Júlíu á mótinu.

#FélagiðOkkar


Fjölnisjaxlinn 2021

FJÖLNISJAXLINN 

Ofursprettþraut Fjölnis 

Ert þú það öflugur íþróttamaður/öflug íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn? 

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ – FJÖLNISJAXLINN 2021 

Fjölnir ætlar að halda  „Fjölnisjaxlinn 2021“ og skorar félagið á alla íþróttaiðkendur félagsins sem og aðra áhugasama að skrá sig til leiks!

– Takmarkaður þátttökufjöldi – 

Einstaklings- og liðaáskorun
(Í liðaáskorun syndir einn, annar hjólar og þriðji hleypur)
 

Einstaklingsáskorun (sund 400 metrar – hjól 10 km – hlaup 3 km) 

Fyrir 16 ára og eldri 

Byrjenda og almennur flokkur 

Einstaklingsáskorun (sund 200 metrar – hjól 3 km – hlaup 1 km) 

Fyrir 15 ára og yngri 

Liðaáskorun / Fjölskylduáskorun (sund 200 metrar – hjól 3 km – hlaup 1 km) 

Fyrir 15 ára og yngri og fjölskyldur 

Einn syndir, annar hjólar og þriðji hleypur

Laugardaginn 25. september kl. 10:00. Einstaklingsáskorun 16 ára og eldri verður ræst af stað kl. 10:00 (almennur flokkur) og kl. 10:20 (byrjendaflokkur). Fjölskyldur og iðkendur 15 ára og yngri verða ræst af stað kl. 11:30 (einstaklings og liða). Mæting er 30 mínútum áður, en nákvæmur upphafstími verður gefinn út þegar nær dregur.
 

Skráning á meðfylgjandi slóð https://forms.office.com/r/M6MjqNsp3W.  
 

Lokafrestur til að skrá sig er til kl. 23:59 sunnudaginn 19. september n.k. 

Skráningargjöld: Einstaklingsþátttaka (4.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 3.000 kr. fyrir 15 ára og yngri) Liðaþátttaka einungis fyrir fjölskyldur og 15 ára og yngri 7.500 kr. fyrir liðið í heild. 

Þátttakendur geta valið um að fá keppnisbol og þátttöku-medalíu að keppni lokinni. Allir fá hressingu að keppni lokinni.
 

(Vegna Covid-19 áskilur félagið sér rétt til að fella viðburðinn niður með stuttum fyrirvara). 

 

Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í skemmtuninni! 


Frábært sumar hjá tennisdeildinni

Tennisdeildin hefur átt frábært sumar, og þá sérstaklega hjá Afrekshópi Unglinga sem unnu sér inn titla á Reykjavíkur Meistaramóti og Íslandsmóti Utanhús, bæði í einstaklings keppni og í liðakeppni.

Reykjavíkur Meistaramót:

Einstaklingskeppni:

U12 kk einliða: 1. sæti Daniel Pozo, 2. sæti: Björn Björnsson

U14 kk tviliða: 1. sæti: Daniel Pozo & Björn Björnsson

U14 kk einliða: 1. sæti: Björn Björnsson

U14 kvk einliða: 2. sæti: Saulé Zukauskaité

U16 tvíliða: 1. sæti: Eygló Ármannsdóttir & Saulé Zukauskaité

U16 einliða: 1. sæti: Eygló Ármannsdóttir

U 18 einliða: 1. sæti: Eygló Ármannsdóttir

Meistaraflokkur kvenna einliða: 1. sæti: Eygló Ármannsdóttir

 

Reykjavíkur Meistaramót:

Líðakeppni:

U12: 2. sæti – Daniel Pozo og Björn Björnsson

U14: 2. sæti – Saulé Zukauskaité og Maria Hrafnsdóttir

U16: 1. sæti Fjölnir A: Eygló Ármannsdóttir & Saulé Zukauskaité

U18: 1. sæti: Fjölnir B: Eygló Ármannsdóttir & Bryndís Rósa Armesto Nuevo; 2. sæti – Fjölnir A: Eva Diljá Arnþórsdóttir og Maria Hrafnsdóttir

Meistaraflokkur Kvenna: 1 sæti: Fjölnir B: Eygló Ármannsdóttir & Eva Diljá Arnþórsdóttir; 2. sæti: Fjölnir A: Saulé Zukauskaité & Irka Cacicedo

 

Íslandsmót Utanhús:

Einstaklingskeppni:

Meistaraflokk kvenna tvilíða – 1. Sæti- Eygló Ármansdóttir & Eva Arnþórsdóttir; 

U18 einliða: 1. Sæti Eva Arnþórsdóttir ; 2. Sæti Eygló Ármannsdóttir

U16 einliða: 1. Sæti Eygló Ármannsdóttir, 2. Sæti: Saulé Zukauskaité

U16 tvíliða: 2. Sæti Eygló Ármannsdóttir & Saulé Zukauskaité;  

U14 kv einliða: 2. Sæti- María Hrafnsdóttir; U14 tvíliða – 1. Sæti – Daniel Pozo með spilari frá TFK (Ómar Jónasson) ; 2. Sæti: Maria Hrafnsdóttir & Saule Zukauskaité

Íslandsmót Liðakeppni (Utanhús):

U14 (Björn Björnsson, Saule Zukauskaité og Maria Hrafnsdóttir) – 1. Sæti

U16 (Eygló Ármannsdóttir, Saulé Zukauskaité , Bryndís Armesto Nuevo & Maria Hrafnsdóttir) – 2. Sæti

U18 ( Eygló Ármannsdóttir, Eva Arnþórsdóttir , Saule Zukauskaité, Bryndís Armesto Nuevo & María Hrafnsdóttir ) – 2. Sæti

Svo var Fjölnir líka Íslandsmeistari Karla í 50+ Liðakeppni og við vorum í 2. sæti í Meistaraflokk Karla í Liðakeppni.

50 + Lið:

Hrafn Hauksson

Joaquin Armesto Nuevo

Olafur Helgi Jónsson

Reynir Eyvindsson

Daniel Niddam

Meistaraflokkur Karla: 

Hjalti Pálsson

Kjartan Pálsson

Sindri Snær Svanbergsson