Fjölnir Íslandsmeistari kvenna í íshokkí
Fjölnir er Íslandsmeistari kvenna árið 2024.
Fjölnir er Íslandsmeistari í Hertz-deild kvenna eftir 1-0 sigur á SA í fjórða leik liðanna í Egilshöll á laugardaginn. Eina mark leiksins skoraði Sigrún Árnadóttir á fjórðu mínútu.
Þetta var fyrsti titill Fjölnis en sá annar sem fer upp í Egilshöll því fyrir 18 árum, árið 2006, varð kvennalið Bjarnarsins Íslandsmeistari. SA-konur hafa haldið fast um bikarinn þessa 17 titla síðan þá – þar til nú.
Við erum ótrúlega stolt af þessum frábæru íþróttakonum og óskum þeim innilega til hamingju með titilinn!

Fjölnir A sveit eru Íslandsmeistarar skákfélaga
Íslandsmót Skákfélaga fór fram í Rimaskóla um helgina. Fyrir lokaumferðina var ljóst að Fjölnir yrði Íslandsmeistari í fyrsta sinn og það með töluverðum yfirburðum.
Fór svo að Fjölnismenn unnu sigur í öllum tíu viðureignum sínum á Íslandsmótinu 2023/24 og fengu því 20 stig - einstakt afrek hjá þéttri og vel samsettri sveit.
Þetta er í fyrsta skipti sem Fjölnir er Íslandsmeistari í skák og það á 20. afmælisári!
Fjölnir B vann einnig 3. deildina og teflir því í 2. deild á næsta keppnisári!
Við erum afskaplega stolt af flotta skákfólkinu okkar.
Áfram Skákdeild Fjölnis
Íslandsmeistarar Fjölnis ásamt Helga Árnasyni liðsstjóra og formanni Skákdeildarinnar.
Efsta röð f.v.: Paulius, Tomas, Kaido, Oliver Aron Jóhannesson.MIðröð: Dagur Ragnarsson, Tómas Björnsson og Héðinn Hedinn Steingrimsson .
Fremsta röð f.v.: Sigurbjorn J. Bjornsson, Helgi Árnason, og Valery.
Fjölnisfólk Íslandsmeistarar barnaskólasveita 1.-3. bekkjar 2024
Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekkjar fór fram laugardaginn 26. febrúar í Rimaskóla. Tefldar voru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 5+2 á hvern keppenda. Alls tóku 110 krakkar þátt á mótinu, eða 26 skáksveitir.
Fjölnisfólkið okkar í Rimaskóla kom, sá og sigraði – en Fjölnir sendi fjórar sveitir til keppni.
A sveit Rimaskóla landaði Íslandsmeistaratitlinum í síðustu umferð mótsins.
B sveit var efst B sveita og í 4. sæti yfirhöfuð.
D sveit var efst D sveita og í 6. sæti yfirhöfuð.
C sveit lenti í 12. sæti.
Helmingur þessara afrekssveita eru nemendur í 1. bekk og er augljóst að skákæfingar Fjölnis eru aldeilis að skila sér.
Við óskum öllum keppendum til hamingju með þennan frábæra árangur!
#FélagiðOkkar 💛💙





Kristjana með U15!
Kristjana með U15!
Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar dagana 26.-28. febrúar 2024. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ og spilað verður æfingaleik við Stjörnuna (4.fl.kk) á Samsungvellinum.
Kristjana Rut Davíðsdóttir leikmaður 3. og 2.flokks kvenna er í hópnum!
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Kristjönu til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum!
#FélagiðOkkar 💛💙
Biggi og Jonni með U17!
Biggi og Jonni með U17!
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í tveimur æfingaleikjum gegn Finnum í Finnlandi dagana 26. febrúar – 2. mars næstkomandi.
Birgir Þór Jóhannsson og Jónatan Guðni Arnarsson leikmenn 2.flokks karla og meistaraflokks karla eru í hópnum sem mæta Finnlandi!
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar drengjunum til hamingju með valið og góðs gengis úti!
#FélagiðOkkar 💛💙