Reglur


Reglur og viðmið  

Almennar upplýsingar fyrir alla hópa deildarinnar. 

Afís tímar 

  • Skylda er  mæta í alla afís tímaþar með talið þrek og dans. 
  • Skautarar þurfa  koma undirbúnir í tíma, í réttum klæðnaðimeð hár tekið frá andliti og með íþróttaskóÍ danstímum skal koma í aðsniðnum æfingafötum svo hreyfingar séu greinilegar (ekki mæta í t.d. víðum fötum eða hettupeysum) 
  • HeyrnartólAirpods eða símar eru ekki leyfðir í tímumeinnig skal ekki neyta matar eða drykkja á meðan kennslu stendur. 
  • Ekki er leyfilegt að vera með skartgripi og sérstaklega ekki hringeyrnalokka.

Svell og afís tímar 

  • Koma skal á réttum tíma á allar æfingar. 
  • Vera vel nærður og búinn  drekka nóg yfir daginn. 
  • Vera með allan búnað með sér. Þ er á ábyrgð skautara  vita hvað skal taka með á æfingar. 
  • Koma í réttum klæðnaði – aðsniðin peysaæfingabuxurengar hettupeysur eða húfurfingravettlingar og hár skal sett upp í snúð eða fléttu. 
  • Ef skautari er meira en 5 mínútum of seinn missir iðkandi rétt á  koma á æfingunaÞeir sem koma seint trufla bæði þjálfara og aðra iðkendur á æfingunniEinstaka seinagangur er afsakaður, en láta skal þjálfara vita ef viðkomandi er seinn (t.d. vegna skóla eða annarra erinda). 
  • Ef iðkandi er meiddur eða veikur og getur ekki tekið þátt í afís tímumskal iðkandinn, af öryggisástæðum, heldur ekki mæta á æfingu á svelli. 
  • Hegðun eins ogspjall á meðan á kennslu stendurhlusta ekki á fyrirmælieða önnur truflun, er ekki liðin og getur leitt til þess  iðkanda  vísað úr tíma eða látinn horfa á.  
  • Það þarf að fylgjast með í tímum, bæði er það til að tryggja öryggi skautara en einnig truflar það þjálfun iðkenda ef þjálfari þarf að taka á slíkum málum á æfingu. 
  • Skautara er ekki heimilt  fara af miðri æfingu nema að láta þjálfara vita. 
  • Foreldrar skulu ekki trufla skautara eða þjálfara meðan á æfingu stendur, hvort sem er á svelli eða afís. 

Skautarar og foreldrar bera virðingu fyrir: 

  • Æfingaaðstöðunni okkars.s. skautasvellinubúningsklefumfélagsheimiliíþróttasal og öðrum svæðum Egilshallarinnar 
  • Liðsfélögum 
  • Þjálfurum og leiðbeinendum 
  • Foreldrum 

Framhaldshópar 

  • Mæting skal vera 75% á bæði svell og afís til  skautari geti tekið þátt á mótum og grunnprófum. 
  • Þjálfarar ákveða hvaða skautarar eru tilbúnir til að taka þátt á mótum og þreyta grunnpróf. 
  • Þeir sem hafa færst úr Skautaskóla og eru í framhaldshópum taka þátt á sýningum þar sem æfingar eru sýndar 2-3 á hverri önn amkút fyrsta árið eftir flutning á milli hópa. 
  • Fyrsta tímabil í framhaldshóp er 100% áhersla á grunnskautun og tækni (sem er frábreytt því sem er kennt á byrjunarstigi). Skautarinn  búast við  æfa sig  skauta við tónlist sem hann sýnir á sýningum, en það verður engin formleg choreography, skylduæfingareða formleg prógröm samin fyrr en það er ljóst  skautarinn býr yfir æskilegri færni á þessum grunnæfingum. 
  • Þegar þjálfarar hafa ákveðið  skautari  tilbúinn til   eigið prógram verður tónlist valin fyrir skautarann úr safni félagsinsÓski skautari sérstaklega eftir annari tónlist sem krefst vinnslu við  klippa þarf  greiða sérstaklega fyrir þá vinnu. 
  • Öll vinna við  semja eða breyta prógrömmum og önnur choreography fer fram í einkatímumÞetta er vegna þess  ekki er tími til  fara í slík verkefni sem krefjast mikils tíma með einum skautara á sameiginlegum æfingum með hópEinkatíma  bóka hjá þjálfara  vali skautarans á tíma sem hentar báðum aðilum. 
  • Efnisþættir prógramma og choreography er  öllu leyti þjálfara  sinna í samvinnu við skautarann. 

  

Afrekshópur (Hópur 1)

Boð í þennan hóp er  öllu leyti mat þjálfaraMatið byggist meðal annars á grunnprófumárangri á mótumskautaferli og árangriþó það  ekki nákvæm skilgreining fyrir aðgengi í hópinn. 

Skautarar í þessum hópi skulu mæta á 80% á alla tíma á svelli og afís til  halda stöðu sinni í hópnumÁkveðnar undantekningar eru þó í lagi t.d. yfir prófatíð í skólanum og við alvarleg meiðsli eða veikindi. 

100% virk þátttaka skal vera og gert er ráð fyrir  iðkendur leggi sig alla frambæði á svelli og afísIðkendur skulu vera 100% tilbúnir  taka leiðsögn og hafa vilja til  bæta sig, bæði á svelli og afís (sjá punkta fyrir neðan). 

Væntingar þjálfara til þessa hóps eru háar, í samræmi við möguleg tækifæri sem þetta stig skautaíþróttarinnar býður upp á. Alþjóðleg reynsla krefst meiri aga þar sem henni fylgir aukin ábyrgðsem fulltrúar Íslands. 

Skautarar sem eru ekki með stöðugleika í virkni á æfingum eða mætingu verða færðir í annan hóp. 

 

Auka punktar: 

Íþróttafólk sem getur tekið leiðsögn býr yfir eftirfarandi eiginleikum: 

  • Óska eftir endurgjöfbæði jákvæðri og neikvæðri. 
  • Líta inn á við til  komast lengraÍþróttamaðurinn býr til tækifæri til frekari árangurs. 
  • Hlusta og reyna  nota endurgjöf til  bæta sig. 
  • Taka ábyrgð á eigin ákvörðunum. 
  • Búa yfir “engar afsakanir” hugarfari.