Nýtt námskeið - Ungbarnasund
Ný námskeið í ungbarnasundi hefjast í Grafarvogslaug. Námskeiðin hefjast 6. apríl og eru til 8. júní.
Ungabarnasund er skemmtileg stund fyrir foreldra og börn þar sem lítið annað þarf til en sundfatnað og góða skapið.
Kennari er Fabio La Marca, íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari.
Kennt er á laugardögum og hefjast næstu námskeið þann 6.apríl og þeim lýkur 8. Júní(ekki verður kennt 13 og 20 Apríl)
3 - 7 mánaða klukkan 10:00 - 10:40 á laugardögum.
5 - 12 mánaða klukkan 10:50 - 11:30 á laugardögum.
Verð 17:500 kr. (8 skipti)
Nokkrir ávinningar ungbarnasunds:
• Eykur öryggi og sjálfstraust barnsins í vatni og viðheldur köfunarviðbragði þess
• Eykur líkamlegan og andlegan þroska barnsins
• Gefur foreldrum og börnum einstaka samverustund án truflunar
• Eykur styrk, samhæfingu og hreyfifærni barnsins
• Stuðlar að vellíðan barnsins
• Það er heldur betur gaman!
“Áhugi á ungbarnasundi byrjaði þegar ég fylgdist með nokkrum tímum í Háskólanum. Það var eftir að hafa farið í ungbarnasund með dóttur mína sem ég áttaði mig á hversu einstakt það er og að þetta vildi ég gera! Barnið fær tilfinningu fyrir vatninu en þar að auki er þetta dýrmæt og náin stund á milli foreldra og barns þar sem engin truflun á sér stað. Kennarinn fær að mynda sérstakt samband við börn og foreldra og sér þau þroskast á ferli námskeiðsins.”
Skráningar hér,
Þjálfarinn er Fabio og gefur hann frekari upplýsingar, ungbarnasundhjafabio@gmail.com og á skrifstofu félagsins skrifstofa@fjolnir.is sími 578-2700
Málmtæknimót Fjölnis
20 ára afmælismót Sunddeildar Fjölnis
Málmtæknimót Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug, laugardaginn 24. nóvember 2018 Keppt verður í 25 metra laug í tveimur hlutum.
Keppnishlutar
Laugardagur 24. nóvember | Upphitun kl. 08:15 | Mót kl. 09:00 |
Laugardagur 24. nóvember | Upphitun kl. 14:00 | Mót kl. 15:00 |
Verðlaunað samkvæmt aldursflokkum.
12 ára og yngri | Meyja- og sveinaflokkur |
13 – 14 ára | Telpna- og drengjaflokkur |
Þátttökuviðurkenning fyrir Hnokkar og Hnátur (10 ára og yngri) |
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum aldursflokki í einstaklingreinum og boðsundum.
Verðlaunaafhending fer fram í loks hvers mótshluta og að auki fá allir 10 ára og yngri þátttöku viðurkenningu.
Mótið fer fram samkvæmt reglum FINA/LEN/IPC og SSÍ og er opið öllum 14 ára og yngri.
Hvetjum þjálfara til að skrá inn tíma þar sem við áskiljum okkur rétt til að takmarka
fjölda riðla í ákveðnum greinum og breyta tímasetningum ef með þarf.
Hver keppandi má taka þátt í mesta lagi 6 greinum á mótinu öllu.
Upplýsingar og úrslit frá mótinu verða birtar á heimasíðunni https://www.fjolnir.is/sund
Skráningargjald er 500 krónur fyrir einstaklingsgreinar og 800 krónur fyrir boðsundsgreinar.
Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 18. nóvember. og frestur til úrskráninga og breytinga er til fimmtudagsins 22. nóvember.
Skráningum skal skila sem Splash/hy-tek skrá á sundmot.fjolnis@gmail.com
Nánari upplýsingar veitir:
Jacky Pellerin, yfirþjálfari. s:845-3156, jacky@fjolnir.is
I. hluti - Laugadagur 24. nóvember - Upphitun 08:15, Keppni 09:00
01. grein - 200m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
02. grein - 200m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
03. grein - 100m fjórsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
04. grein - 100m fjórsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
05. grein - 50m flugsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
06. grein - 50m flugsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
07. grein - 100m baksund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
08. grein - 100m baksund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
Verðlaun verða veitt á meðan á móti stendur í hinum enda laugarinnar
II. hluti - Laugadagur 24. nóvember - Upphitun 14:00, Keppni 15:00
09. grein - 50m baksund Meyja (12 ára og yngri)
10. grein - 50m baksund Sveina (12 ára og yngri)
11. grein - 100m bringusund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
12. grein - 100m bringusund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
13. grein - 200m fjórsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
14. grein - 200m fjórsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
15. grein - 100m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
16. grein - 100m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
Verðlaun verða veitt á meðan á móti stendur í hinum enda laugarinnar
17. grein - 4 x 50m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
18. grein - 4 x 50m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
Verðlaun grein 17.-18.
Með sundkveðju
Stjórn Sunddeildar
Ungbarnasund
Ungbarnasund sunddeildar Fjölnis í Grafarvogslaug
Sunddeild Fjölnis fer nú aftur af stað með ungbarnasund í Grafarvogslaug, en það hefur legið niðri í nokkur ár. Fabio La Marca er íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari sem gengið hefur í hóp þjálfara Fjölnis og mun bjóða upp á námskeið á laugardagsmorgnum frá kl 10 til 12. Námskeiðin verða 3 og eru þau skipt upp eftir aldri. Fyrstu tvö námskeiðin eru fyrir börn 3 til 6 mánaða en síðan er eitt námskeið fyrir börn 6 til 12 mánaða. Um tilraunaverkefni er að ræða og vonumst við til að nýorðnir foreldrar taki vel í þetta og stundi sund í sínu hverfi en mikil aðsókn hefur verið í þessi námskeið þar sem þau eru í boði.
Garpa- og skriðsundsnámskeið í Grafarvogslaug
Egló Ósk Gústafsdóttir verður þjálfari á skriðsundsnámskeiðunum og einnig mun hún þjálfa Garpasundið. Eygló Ósk er tvöfaldur Olympíufari, margfaldur Íslandsmeistari, Íslands- og norðurlandamethafi, hún var kjörin íþróttamaður ársins 2015.
Sjá tengil, Skriðsundsnámskeið fullorðna í Grafarvogslaug.
Velkominn Jacky
Jacky Pellerin skrifaði undir samning sem afreks- og yfirþjálfari sundeildarinnar fimmtudaginn 28. júní. Hann mun hefja störf 1. ágúst. Við bjóðum Jacky hjartanlega velkomin og hlakkar okkur mikið til að vinna með honum við að efla deildina og koma Fjölnir aftur meðal stærstu og sterkustu sunddeilda landsins. Jacky er mikill fengur fyrir deildina okkar, hann er vel mentaður þjálfari með mikla reynslu bæði sem yfirþjálfari og afreksþjálfari.
Sjáumst í haust, kveðja stjórn sunddeildar Fjölnis
AMÍ 2018
Aldurflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) fór fram í blíðskaparveðri á Akureyri um helgina. Alls tóku níu sundmenn þátt í mótinu í ár frá Sunddeild Fjölnis og stóðu þau sig að vanda mjög vel. Mikið um persónulega bætingar og margir að næla sér í stig fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur, enn að líkt og í fyrra keptum við saman með Sunddeild Ármanns og Sunddeild KR undir merkjum ÍBR.
Fremstur í flokki var Ingvar Orri Jóhannesson sem nældi sér í 4 silfur og eitt brons í Drengjaflokki (13-14 ára) auk þess að vinna eitt gull, eitt silfur og eitt brons í boðsundum.
Systir hans Eyrún Anna Jóhannesdóttir nældi sér silfur í 100m skriðsundi meyja (12 ára og yngri) auk þess að vinna eitt gull og eitt silfur í boðsundum
Héðinn Höskuldsson vann eitt silfur og eitt brons í boðsundum í Drengjaflokki.
Arna Maren Jóhannesdóttir vann Brons í Boðsundi í Telpnaflokki
Embla Sólrún Jóhannesdóttir vann svo silfur í Boðsundi í Meyjaflokki
Nær allir voru að bæta sína bestu tíma í sínum greinum.
Nú tekur við sumarfrí hjá öllum flokkum, enn Sumarskólinn mun starfa áfram í allt sumar.
Takk fyrir mig og takk fyrir helgina. Það er búið að vara sannur heiður að vinna með ykkur sl. ár.
Kv. Raggi
Takk fyrir veturinn
Nú er Sundskóla Fjölnis lokið í vetur og þökkum við kærlega fyrir veturinn það var rosalega gaman að sjá hvað allir stóðu sig vel á sundsýningunum í síðustu viku og við hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta sundári.
Höfrungar munu synda út þessa viku og svo eru þeir komnir í frí. Hákarlar og Háhyrningar synda fram yfir skólalok og Hákarlar sem eru að keppa á AMÍ synda fram að AMÍ sem er í lok júní. Nánar auglýst á Fésbókarsíðum hópana og hjá þjálfurum.
Einnig hvetjum við ykkur til þess að kíkja í Sumarsundskólann okkar sem hefst 11.júní. Námskeiðin standa yfir í tvær vikur í senn, þar sem kennt er 5 daga vikurnar = 10 skipti.
>>> Nánari upplýsingar um Sumarsundskóla Fjölnis 2018
>>> Skráning á https://fjolnir.felog.is/
GLEÐILEG SUMAR !!
Grafarvogslaug lokuð 7.-11.maí
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður Grafarvogslaug lokuð vikuna 7. – 11. maí 2018 vegna viðhalds og framkvæmda.
Allar sundæfingar falla því niður í lauginni 7.-11.maí.
ÆFINGAR HEFJAST AFTUR SAMKV. PLANI MÁNUDAGINN 14.MAÍ.
Kv. Þjálfarar