Garpa- og skriðsundsnámskeið í Grafarvogslaug

Egló Ósk Gústafsdóttir verður þjálfari á skriðsundsnámskeiðunum og einnig mun hún þjálfa Garpasundið. Eygló Ósk er tvöfaldur Olympíufari, margfaldur Íslandsmeistari, Íslands- og norðurlandamethafi, hún var kjörin íþróttamaður ársins 2015.

Sjá tengil, Skriðsundsnámskeið fullorðna í Grafarvogslaug.


Velkominn Jacky

Jacky Pellerin skrifaði undir samning sem afreks- og yfirþjálfari sundeildarinnar fimmtudaginn 28. júní. Hann mun hefja störf 1. ágúst.  Við bjóðum Jacky hjartanlega velkomin og hlakkar okkur mikið til að vinna með honum við að efla deildina og koma Fjölnir aftur meðal stærstu og sterkustu sunddeilda landsins. Jacky er mikill fengur fyrir deildina okkar, hann er vel mentaður þjálfari með mikla reynslu bæði sem yfirþjálfari og afreksþjálfari.

Sjáumst í haust, kveðja stjórn sunddeildar Fjölnis


AMÍ 2018

Aldurflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) fór fram í blíðskaparveðri á Akureyri um helgina.  Alls tóku níu sundmenn þátt í mótinu í ár frá Sunddeild Fjölnis og stóðu þau sig að vanda mjög vel.  Mikið um persónulega bætingar og margir að næla sér í stig fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur, enn að líkt og í fyrra keptum við saman með Sunddeild Ármanns og Sunddeild KR undir merkjum ÍBR.

Fremstur í flokki var Ingvar Orri Jóhannesson sem nældi sér í 4 silfur og eitt brons í Drengjaflokki (13-14 ára) auk þess að vinna eitt gull, eitt silfur og eitt brons í boðsundum.
Systir hans Eyrún Anna Jóhannesdóttir nældi sér silfur í 100m skriðsundi meyja (12 ára og yngri) auk þess að vinna eitt gull og eitt silfur í boðsundum
Héðinn Höskuldsson vann eitt silfur og eitt brons í boðsundum í Drengjaflokki.
Arna Maren Jóhannesdóttir vann Brons í Boðsundi í Telpnaflokki
Embla Sólrún Jóhannesdóttir vann svo silfur í Boðsundi í Meyjaflokki

>>> Úrslit Fjölnis á AMÍ 2018

Nær allir voru að bæta sína bestu tíma í sínum greinum.
Nú tekur við sumarfrí hjá öllum flokkum, enn Sumarskólinn mun starfa áfram í allt sumar.
Takk fyrir mig og takk fyrir helgina. Það er búið að vara sannur heiður að vinna með ykkur sl. ár.

Kv. Raggi


Takk fyrir veturinn

Nú er Sundskóla Fjölnis lokið í vetur og þökkum við kærlega fyrir veturinn það var rosalega gaman að sjá hvað allir stóðu sig vel á sundsýningunum í síðustu viku og við hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta sundári.
Höfrungar munu synda út þessa viku og svo eru þeir komnir í frí.  Hákarlar og Háhyrningar synda fram yfir skólalok og Hákarlar sem eru að keppa á AMÍ synda fram að AMÍ sem er í lok júní. Nánar auglýst á Fésbókarsíðum hópana og hjá þjálfurum.

Einnig hvetjum við ykkur til þess að kíkja í Sumarsundskólann okkar sem hefst 11.júní.  Námskeiðin standa yfir í tvær vikur í senn, þar sem kennt er 5 daga vikurnar = 10 skipti.

>>> Nánari upplýsingar um Sumarsundskóla Fjölnis 2018

>>> Skráning á https://fjolnir.felog.is/

GLEÐILEG SUMAR !!


Grafarvogslaug lokuð 7.-11.maí

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður  Grafarvogslaug  lokuð vikuna 7. – 11. maí 2018 vegna viðhalds og framkvæmda.

Allar sundæfingar falla því niður í lauginni 7.-11.maí.

ÆFINGAR HEFJAST AFTUR SAMKV. PLANI  MÁNUDAGINN 14.MAÍ.

Kv. Þjálfarar