Hörku spennandi leikslok í viðureign Bjarnarins og SR

Í viðureign Bjarnarins og SR í gær mættu SR-ingar sterkir til leiks og sýndu að þeir voru alveg með á nótunum með því að skora tvö mörk á fyrstu mínútunni. Þeir bættu svo um betur með tveimur mörkum til viðbótar í fyrsta leikhluta. Bjarnarmenn voru hins vegar seinir að taka við sér og var staðan 0-4 fyrir SR eftir fyrstu lotu.

Bjarnarmenn vöknuðu aðeins í leikhlé og mættu einbeittari til leiks í upphafi annar lotu og börðust vel og drengilega í gegnum alla lotuna. Ekki var mikið um mörk en þó átti Kristers Bormanis fyrstamark Bjarnarmanna með stoðsendingu frá Róberti Pálssyni. Því miður minkaði munurinn á mörkum ekkert því tæpum tíu mínútum áður höfðu SR-ingar nælt sér í eitt mark í viðbót. Staðan eftir lotuna var því 1-5 fyrir SR.

Þrátt fyrir mikinn markamun létu Bjarnarmenn það ekki á sig fá og komu tví (eða þrí) efldir til leiks í síðust leiklotu. Þetta var hörkuspennandi lota og sýndu strákarnir virkilega hvað í þeim býr þegar þeir röðuðu inn fimm mörkum á þrettán mínútum. Annað mark Bjarnarins skoraði Viktor Svavarsson með stoðsendingu frá Kristers Bormanis og kom stöðunni í 2-6, eftir leikhlé sem SR-ingarnir tóku sýndi Hjalti hvað í sér býr og skoraði þriðja mark Bjarnarins með stoðsendingu frá Edmunds og Jóni Alberti, sex mínútum síðar var það svo aftur Kristers sem var að verki og skoraði fjórða markið án stoðsendingar. Mínútu síðar kom Ólafur Björnsson með fimmta mark Bjarnarmanna með stoðsendingu frá Ingþóri Árnasyni og tveimur mínútum eftir það jafnaði Kristers leikinn 6-6 með stoðsendingu frá Ólafi Björnsyni.

Leikurinn endaði í framlengingu þar sem liðin léku þrír á þrjá og fyrsta mark varð sigurmark. Þrátt fyrir hörku og þrautsegju í strákunum tókst þeim ekki að innsigla sigurinn og fengu SR-ingar fyrsta markið í framlengingu og loka staðan því 6-7 fyrir SR-ingum.

Við þökkum Sr-ingum fyrir heimsóknina og hörku spennandi og skemmtilegan íshokkíleik.


Happdrætti 3. og 4.flokks

Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu hefur dregið úr happdrætti 3. og 4.flokks meðfylgjandi myndir eru af úrdrættinum.

Við óskum vinningshöfum til hamingju með vinningana og vonum að þeir njóti vel


Flottur sigur hjá okkar mönnum

Á þriðjudagskvöldið var hörku leikur í Hertz deild karla í íshokkí þegar Íslandsmeistarar SA kom í heimsókn í Grafarvoginn.  Leikurinn byrjaði með þreifingum í fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta fór að draga til tíðinda þegar okkar menn skoruðu tvö mörk gegn engu.  Í þriðja leikhluta héldum við áfram af sama krafti og bættum við þriðja marki og vorum komin með þægilega forystu.  SA er lið sem gefst aldrei upp og settu spennu í leikinn með að lumma inn tveimur mörkum í lokin, það dugði ekki til í þetta skiptið og fyrsti sigur Bjarnarins kominn í hús í vetur.  Frábær sigur að baki en það sem mestu máli skiptir að þetta var mjög flottur leikur tveggja góðra liða og flott auglýsing fyrir íþróttina.  Þökkum við liði SA fyrir mjög flottan leik.

Það er óhætt að segja að Bjarnarliðið sé talsvert breytt frá síðasta vetri, ekki einungis eru það máttarstólpar liðsins síðustu ár sem eru á sínum stað, ungu strákarnir okkar eru að bæta sig gríðarlega mikið og greinilegt að við eigum mikinn efnivið í Grafarvoginum.  Undanfarið höfum við líka fengið til baka gamla Bjarnarmenn sem eru frábærir leikmenn og fengum við t.a.m. tvö mörk frá einum slíkum í þessum leik.  Þess fyrir utan erum við búnir að fá í hópinn okkar flotta drengi upprunna úr liði SA ásamt öflugum útlendingum.  Hópurinn er orðinn gríðarsterkur og er að smella saman hjá okkur eins og hefur sést á síðustu leikjum liðsins, ekki bara hefur verið gaman að fylgjast með þeim inn á svellinu heldur er einnig áberandi að stemmning innan liðsins er öflug.

Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í vetur með þennan flotta hóp og hvetjum við alla til að koma á leiki liðsins og fylgjast með.  Næsti heimaleikur okkar er nk. Þriðjudag kl: 19:45 er við tökum á móti öflugu liði SR sem hefur unnið okkur í tvígang á tímabilinu.

Áfram Fjölnir – Björninn !!


Greifamótið á Akureyri

Um síðustu helgi (12-14. október) hélt SA hið árlega Greifamót fyrir 5.-7. flokk og fór Björninn að vanda með galvaska krakka norður að keppa. Ferðin heppnaðist mjög vel og voru bæði keppendur og fullorðnir ánægðir með ferðina. Góður andi var í ferðinni og mikið um hópefli bæði á svellinu og utan þess eins og myndirnar sýna klárlega.


Zamboni bilaður

Því miður er Zamboni-inn bilaður og verða því engar æfingar að minnstaskosti í tvo daga. Við vonumst til að æfinginar verði samkvæmt dagskrá á fimmtudaginn en munum láta vita.


Niðurstöður atkvæðagreiðslu

Í gær var framhaldsaðalfundur Skautafélagsins Björninn þar sem gengið var til atkvæðagreiðslu um hvort Björninn og Fjölnir ættu að sameinast og Fjölnir yfirtaka alla starfsemi og skyldur Skautafélagsins.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar var sú að 40 greiddu atkvæði með tillögunni, 8 á móti og 1 auður.
Til hamingju Bjarnarmenn nær og fjær með niðurstöðuna, nú eru bara spennandi timar framundan

Framhaldsaðalfundur 27.september

Boðað er til framhaldsaðalfundar þann 27.september.

Áður hefur verið boðað til þessa sama fundar nema viku fyrr. Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur honum verið frestað um viku.