Gott gengi á MÍ

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið á Laugardalsvelli helgina 13. – 14. júlí. Er þetta í 93. sinn sem mótið er haldið. Fjölnir átti 11 keppendur á mótinu. Fjögur þeirra komust á verðlaunapall.

Helga Guðný Elíasdóttir fékk silfur í 3000m hlaupi kvenna á tímanum 11:13,69.

Daði Arnarson fékk silfur í 800m hlaupi karla á tímanum 1:59,82.

Kjartan Óli Ágústsson fékk brons í 800m hlaupi karla á tímanum 2:00,95 og einnig fékk hann brons í 1500m hlaupi karla á tímanum 4:19,25. Var hann að bæta sinn persónulega árangur í 1500m hlaupinu.

Bjarni Anton Theódórsson fékk brons í 400m hlaupi karla á tímanum 50,82sek.

Öll úrslit mótsins eru hér.


Góður árangur á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára var haldið á Laugardalsvelli helgina 22. – 23. júní í góðu veðri. Fjölnir átti 9 keppendur á mótinu að þessu sinni. Stóðu þau sig mjög vel og voru margir að bæta sinn persónulega árangur í ýmsum greinum. Tvö ungmenni komust á verðlaunapall.

Sara Gunnlaugsdóttir (14 ára) stóð sig mjög vel á mótinu. Hún varð Íslandsmeistari í 600m hlaupi á tímanum 1:51,09. Hún fékk silfur í 80m grind á tímanum 13,30sek og hún fékk brons í 100m hlaupi á tímanum 13,53sek.

Aman Axel Óskarsson 13 ára fékk brons í kúluvarpi með kast uppá 9,13m.

Sveit Fjölnis vann brons í boðhlaupi pilta 12 ára á tímanum 66,69sek. Í sveitinni voru Þorkell Máni Erlingsson, Sturla Yafei Chijioke Anuforo, Kjartan Óli Bjarnason og Halldór Ríkharðsson. Þeir eru allir 12 ára nema Sturla sem er 11 ára.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndunum eru Sara og boðhlaupssveitin.


5 gull á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossvelli helgina 15. - 16. júní. Fjölnir átti 11 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel. Samtals fékk Fjönisfólkið 5 gull, 4 silfur og 4 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga íþróttafólki.

Kjartan Óli Ágústsson varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi og 1500m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta. Tímarnir hans voru 2:04,83 í 800m hlaupinu og 4:34,50 í 1500m hlaupinu.

Bjartur Gabríel Guðmundsson varð Íslandsmeistari í hástökki pilta 16-17 ára með stökk yfir 1,78m. Bjartur fékk einnig silfur í 200m hlaupi og brons í 100m hlaupi.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki stúlkna 18-19 ára með stökk yfir 1,65m.

Kolfinna Ósk Haraldsdóttir varð Íslandsmeistari í langstökki stúlkna 15 ára með stökk upp á 4,87m. Kolfinna fékk einnig brons í 100m hlaupi.

Diljá Mikaelsdóttir fékk silfur í hástökki stúlkna 20-22 ára og brons í langstökki.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fékk  silfur í 400m hlaupi stúlkna 20-22 ára.

Elísa Sverrisdóttir fékk brons í 200m hlaupi stúlkna 16-17 ára.

Katrín Tinna Pétursdóttir fékk silfur í hástökki stúlkna 16-17 ára.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni er Helga Þóra.


Vormót Fjölnis

Vormót Fjölnis var haldið á Laugardalsvelli 3.júní. Mótið gekk vel í alla staði þó að veðrið væri frekar hvasst og kalt þrátt fyrir sól. Góð þátttaka var á mótinu en 115 keppendur tóku þátt á aldrinum 11-15 ára. Keppnisgreinar voru fjórar í hverjum aldursflokki; spretthlaup, langstökk , kúluvarp og 600 eða 800 m hlaup. Keppt var í aldursflokkunum 11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára. Fjölnisiðkendur stóðu sig með miklum sóma og nokkur unnu til verðlauna, en  8 keppendur frá Fjölni voru á mótinu.

Sara Gunnlaugsdóttir 14 ára vann gull í 800 m hlaupi og langstökki í flokki stúlkna 14-15 ára.

Aman Axel Óskarsson 13 ára vann silfur í kúluvarpi og brons í langstökki pilta 12-13 ára.

Júlíus Helgi Ólafsson 11 ára vann silfur í langstökki pilta 11 ára.

Sturla Yafei Chijioke Anuforo vann silfur í 60 m hlaupi pilta 11 ára.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni er Sara Gunnlaugsdóttir.


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Frábær þátttaka í Fjölnishlaupinu

Fjölnishlaupið var haldið á uppstigningardag fimmtudaginn 30. maí í frábæru sumarveðri. Er þetta 31. hlaupið sem Fjölnir heldur. Hlaupið var haldið við Íþróttamiðstöðina Dalhúsum og var 10km hlaupið ræst kl 11. Skömmu síðar var 5km hlaupið ræst og að lokum skemmtiskokkið sem var 1,4km langt. Frábær þátttaka var í hlaupinu en alls tóku þátt 135 keppendur í 10km, 84 keppendur í 5km og 66 keppendur í skemmtiskokkinu. Flögutímataka var í öllum vegalengdum og 5km og 10km brautirnar voru löglega mældar. 10km hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 10km götuhlaupi. Verðlaunafhendingin fór fram inni í íþróttasalnum og var þar góð stemning þegar fjölmörg útdráttarverðlaun voru dregin út.

Í 10km hlaupinu sigraði Þórólfur Ingi Þórsson ÍR á tímanum 33:56, annar varð Vignir Már Lýðsson ÍR á tímanum 34:38 og þriðji varð Vilhjálmur Þór Svansson á tímanum 35:30. Í kvennaflokki sigraði Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir UFA á tímanum 39:29, önnur varð Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á tímanum 39:46 og þriðja varð Fjölniskonan Helga Guðný Elíasdóttir á tímanum 40:33.

Í 5km hlaupinu sigraði Alfredo Caballero Benitez karlaflokkinn og Rakel Jensdóttir sigraði kvennaflokkinn. Í skemmtiskokkinu sigraði Rafael Máni Þrastarson karlaflokkinn og Aldís Tinna Traustadóttir sigraði kvennaflokkinn.

Frjálsíþróttadeild Fjölnis og Hlaupahópur Fjölnis stóðu að hlaupinu og tókst hlaupahaldið mjög vel.

Öll úrslit úr hlaupinu má sjá inná hlaup.is.

Myndir frá hlaupinu má sjá á facebooksíðu Frjálsíþróttadeildar Fjölnis. Myndirnar tók Baldvin Örn Berndsen hjá grafarvogsbuar.is

Á myndunum eru sigurvegararnir í 10km hlaupinu, Þórólfur og Sigþóra, sem jafnframt eru Íslandsmeistarar í 10km götuhlaupi 2019 og hlauparar í 10km hlaupinu.


Fjölnishlaupið 2019

Hið árlega Fjölnishlaup verður ræst í 31. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á uppstigningardag 30. maí kl. 11.

Upplýsingar um hlaupið má finna HÉR

Kort af hlaupaleiðum má finna HÉR

Mynd: Baldvin Berndsen


Sara á Grunnskólamót Norðurlandanna

Sara Gunnlaugsdóttir úr Fjölni var valin í Reykjavíkurliðið sem fór og keppti á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna. Hún stóð sig mjög vel á mótinu. Hennar besti árangur var í 800m hlaupi sem hún hljóp á tímanum 2:29,83 sem er mikil bæting hjá henni í þeirri vegalengd. Varð hún í 7. sæti í hlaupinu en 40 stúlkur kepptu á mótinu frá öllum Norðurlöndunum. Að þessu sinni fór keppnin fram í Svíþjóð og stóð reykvíska liðið sig mjög vel. Stelpurnar lentu í 3. sæti og strákarnir í 4. sæti.

Á myndinni eru íslenslu stelpurnar og er Sara önnur frá hægri.


Páskamót Fjölnis

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Páskamót fyrir 6-10 ára iðkendur deildarinnar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 24. mars. Var iðkendum frá Aftureldingu einnig boðið að taka þátt í mótinu. Keppt var í 60m spretthlaupi, langstökki, skutlukasti og 200m hlaupi. Alls tóku um 20 krakkar þátt í mótinu og heppnaðist það mjög vel. Góð stemning var á mótinu og greinilegt að mikið er af efnilegu íþróttafólki hjá þessum félögum. Að mótinu loknu fengu krakkarnir viðurkenningaskjal með upplýsingum um árangur sinn á mótinu og páskaegg frá Freyju. Mótið var styrkt af Landsbankanum.

Á myndinni er hópurinn ásamt þjálfurum.


11 hlauparar frá Fjölni í Tokyo

Fimm Fjölnismenn luku 6 stóru maraþonunum (six stars) í Tokyo sunnudaginn 3. mars.
Þau eru: Ingibjörg Kjartansdóttir, Aðalsteinn Snorrason, Lilja Björk Ólafsdóttir, Karl Jón Hirst og Magnús Þór Jónsson.
Auk þeirra voru í hlaupinu Fjölnismennirnir: Guðrún Kolbrún Otterstedt, Eyjólfur Ingi Hilmarsson, Guðrún Axelsdóttir, Ingólfur Geir Gissurarson, Margrét Björk Svavarsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson en þau eru öll að klára six stars á næstu misserum.

Six stars maraþonin eru: New York maraþon, Chicago maraþon, Boston maraþon, London maraþon, Berlínar maraþon og Tokyo maraþon. Áður en Tokyo maraþon bættist við fyrir nokkrum árum voru hin maraþonin skilgreind sem fimm stærstu maraþon í heiminum.

Myndir: Erla Björg Jóhannsdóttir