Þrepamót 2
Helgina 1. – 2. febrúar fór fram Þrepamót 2.
Mótið var haldið hjá nágrönnum okkar í Fylki og var keppt í 4. og 5. þrepi stúlkna og drengja.
Fjölnir átti keppendur í báðum þrepum bæði í keppni drengja og stúlkna. Það er alltaf gaman að sjá ökkar keppendur blómstra á keppnisgólfinu.
Öll úrslit má skoða hér
Við teljum hér upp verðlaunasæti
William Rökkvi 4.þrep drengja
- 3. – 4. sæti á stökki
- 1. sæti á svifrá
- 2. sæti fyrir samanlagðar einkunnir
Elvar Örn 4. þrep drengja
- 2. sæti á svifrá
Hanna Guðmundsdóttir 4. þrep stúlkna
- 1. sæti stökk
Elísa Arna 4. þrep kvk 4.þrep stúlkna
- 2. sæti stökk
Emilía Sara 4. þrep stúlkna
- 3. sæti stökk
Emelía Nótt 4. þrep stúlkna
- 2. sæti gólf
Iðunn Eldey 4. þrep stúlkna
- 3. sæti gólf
Öll úrslit frá mótinu er má sjá hér
Þrepamót í 1.-3. þrepi
Um helgina fór fram Þrepamót í 1.-3. þrepi. Keppni fyrir stúlkur fór fram í Keflavík Gymnastics Academy en keppni fyrir drengi fór fram í fimleikasal Ármanns í Laugardalnum. Þar var keppt í 1., 2. og 3. þrepi á Fimleikastiganum. Fjölnir átti keppendur í öllum þrepum. Fjölnir var með stúlkur frá öllum þrepum og drengi á 3. þrepi. Öll sýndu þau góðar frammistöður og það var yndislegt að sjá framfarir þeirra frá fyrri mótum.
Hjá stúlkum áttum við þrisvar keppendur á palli en gefin eru verðlaun fyrir hvert áhald og svo samanlagða einkunn.
Júlía Ísold (1.þrep) – 1. sæti á slá
Elísa Ósk (2.þrep) – 2. sæti á slá
Rakel María (3.þrep) – 2.sæti í gólfæfingum
Í keppni drengja kom Daníel Baring heim með þrenn verðlaun
Daníel Baring (3.þrep) – 3. sæti fyrir gólfæfingar, tvíslá og samanlagðar einkunnir
Við viljum óska öllum keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með góðar frammistöður á Þrepamótinu. Við erum mjög stolt af ykkur!
Öll úrslit frá mótinu er má sjá hér
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir ráðin sem rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis
Vorsýning Fimleikadeildar - Upplýsingar
Vorsýning fimleikadeildar Fjölnis 8. júní
Nú erum við hjá fimleikadeildinni búin að skipta yfir í vorsýningargír.
ATHUGIÐ
Æfingar eru ekki endilega á hefðbundnum tímum og því mikilvægt að foreldrar og iðkendur fylgist vel með æfingaskipulagi næstu daga inná XPS. Hér fyrir neðan má síðan finna samæfingaskipulag fyrir alla hópa.
Við höfum sent út nokkra upplýsingapósta en það er líka gott að hafa allar upplýsingar aðgengilegar hér.
Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri
Miðasala er hafin á Stubb.is
Smellið á sýningarnar til þess að fara beint á miðusölu.
Íslandsmót í áhaldafimleikum
Á Íslandsmót í áhaldafimleikum keppir okkar færasta fólk í 1. – 3. þrepi og frjálsum æfingum karla og kvenna.
Fjölnir átti fulltrúa á mótinu og erum við virkilega stolt af okkar fólki.
Til hamingju iðkendur og þjálfarar
- Elio Mar Rebora – KK unglingaflokkur
- Sigrún Erla Baldursdóttir – 3.þrep kvk 13 ára og eldri
- Nicole Hauksdóttir – 3.þrep kvk 13 ára og eldri
- Sara Björg Brynjarsdóttir – 3.þrep kvk 12 ára og yngri
- Víkingur Þór Jörgensson – 3.þrep kk, 13 ára og eldri
- Kristófer Fannar Jónsson – 3.þrep kk, 13 ára og eldri
- Daníel Barin Ívarsson – 3.þrep kk, 13 ára og eldri
- Pétur Hrafnsson – 3.þrep kk, 13 ára og eldri
Meðfylgjandi má sjá skemmtilegar svipmyndir.
Sumarstörf Fjölnis 2024
Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins. Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.
Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.
Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.
https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u
#FélagiðOkkar
Tilkynning - Nýr fimleikabolur fyrir yngri stráka
Tilkynning frá Fimleikadeild Fjölnis
Keppnisbolur fyrir stráka sem hefur verið í notkun síðan haustið 2019 er hættur í framleiðslu hjá GK, það er hægt að sérpanta bolinn en verðið á honum margfaldast við það og teljum við því ekki þess virði að halda í hann áfram.
Við höfum því tekið ákvörðum um að fara í einfaldan en mjög flottan strákabol fyrir yngri þrep (6. -4.þrep, sjá á mynd.)
Bolurinn er á góðu verði og hentar því vel sem keppnisbolur fyrir yngri iðkendur og flottur æfingabolur fyrir allan aldur.
3.þrep og lengra komnir strákar keppa út keppnistímabilið 2023/2024 í bolnum sem þeir eiga núna og fá síðan nýjan keppnisgalla næsta haust, haustið 2024.
Við ætlum að hafa mátunar og pöntunardag fyrir nýja yngri þrepa bolinn, mánudaginn 6. nóvember kl 16:00-17:00
Greiða þarf á staðnum þegar pantað er, verðið á bolnum eru 6.000 kr
Endilega merkið það hjá ykkur í dagatalið – sjáumst þá !
Minnum á að engin fylgd verður í haust
Við vildum minna á það að engin fylgd verður á æfingar núna í haust. Sú ákvörðun var tekin að hætta með fylgd á æfingar en það voru margir þættir sem spiluðu þar inn í. Þar með talið hafði ekki tekist að tryggja nægt fjármagn. Verkefnið hafði aldrei verið gallalaust en síðastliðinn vetur komu upp nokkur mál sem vöktu okkur alvarlega til umhugsunar um öryggi barna sem eru í fylgdinni og teljum við það óásættanlegt að geta ekki tryggt öryggi þeirra í okkar umsjá.
Við viljum þakka Strætó, frístundaheimilunum hverfisins og annarra samstarfsaðila fyrir gott samstarf síðustu ár og við kveðjum þetta verkefni með miklum trega því upphaflega var markmiðið að stytta vinnudag barnanna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Fylgdin kenndi iðkendum okkar að taka strætó á æfingar sem er gott veganesti inn í framtíðina og vonandi jók sjálfstæði þeirra.