Þríþraut hjá Fjölni

Þríþraut; hlaup, sund og hjól.

Kynningarfundur fimmtudaginn 29.ágúst kl. 18:00 í Egilshöll.

Hjólafólk, hlauparar og sundmenn, komið í nýjan hóp hjá Fjölni og æfið undir leiðsögn þjálfara.


Októberfest í Grafarvogi

Haustfagnaður Grafarvogs verður með Októberfest þema í ár!

Viðburðurinn verður haldinn í Dalhúsum laugardaginn 28.september. Við ætlum að skemmta okkur saman. Vertu með okkur á Októberfest í Grafarvogi 💛

Glæsileg dagskrá, frábær matur og tryllt ball þar sem Magni úr Á móti sól og Matti Matt úr Pöpunum spila fyrir dansi fram eftir nóttu. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!

Múlakaffi mun sjá um alvöru Októberfest kræsingarnar 😋🍽

-Húsið opnar kl. 19:00 og lokar kl. 20:00.
-Stórglæsilegt happdrætti verður á staðnum.
-Veislustjóri er hinn eini sanni Maggi Hödd.
-Stefán Pálsson sagnfræðingur mun fræða viðstadda um íþróttir og bjór.
-Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur uppi alvöru stemningu.
-Magni og Matti Matt halda uppi stuðinu fram eftir nóttu.

Miðaverð matur + ball er einungis kr. 7.900.-
Miðaverð á ball er kr. 3.500.-

kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti
kl. 02:00 – Ballinu lýkur

Það eru 10 sæti á borði. Borðapantanir sendast á arnor@fjolnir.is Fyrstur kemur fyrstur fær!

Reynslan sýnir að þar sem Grafarvsogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!

#FélagiðOkkar


Íþróttaskóli Fjölnis

Þá höfum við stofnað námskeið fyrir haustönn.
 
„Íþróttaskóli Fjölnis > bæði kyn > 3 – 5“ og ber heitið „Haust“.
 
Tímabil: 7.september til 21.desember.
 
Verð: 16.900 kr.
 
Æfingar fara fram í Fjölnishöll alla laugardaga frá kl. 11:00-11:50.
 
Skráning fer fram í gegnum Nóra á https://fjolnir.felog.is/.
 
Allar nánari upplýsingar varðandi skráningu veitir skrifstofa Fjölnis.
 
#FélagiðOkkar

Íþróttaskóli Fjölnis


Skráning er hafin

Haustönn deildanna hefst í næstu viku. Skráning er hafin og fer fram hér á síðunni undir skrá í Fjölni hnappinn eða á https://fjolnir.felog.is/.

Boðið verður upp á fjölbreytt starf í 11 deildum þar sem iðkendur geta valið það sem hentar þeirra áhugasviði.

Allar nánar upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni eða á skrifstofa@fjolnir.is

Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

#FélagiðOkkar


Áfram lestur

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er hafið, annað árið í röð.

Við viljum hvetja öll börn til að vera dugleg að lesa í sumarfríinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá afreksfólkinu okkar.

Gríptu með þér eina eða tvær á Fjölnisstandinum í Borgarbókasafninu í Spöng.

Myndir af leikmönnum: Fótbolti.net og úr einkasafni

#FélagiðOkkar


Fjölnisvörur á frábæru verði

Við höfum til sölu flottar Fjölnisvörur á frábæru verði.

Vörurnar eru afhentar á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

ATH! Takmarkað magn.

Tryggðu þér flottar vörur á https://fjolnir.felog.is/verslun/flokkur/1


Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ 2019 fer fram um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði í samstarfi við Ungmennasambandið Úlfljót (USÚ) og Sveitarfélagið Hornafjörð. Öll ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára geta skráð sig til leiks. Þar reyna þátttakendur með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag til að koma á Unglingalandsmót UMFÍ.

Eins og á öllum Unglingalandsmótum UMFÍ er keppt í fjölmörgum skemmtilegum greinum alla mótsdagana. Á kvöldin verða tónleikar með m.a. Bríeti, Daða Frey, Úlfi Úlfi, Sölku Sól, Unu Stef og GDRN.

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni: www.ulm.is


Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið í Neskaupstað dagana 28. – 30.júní. Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri skemmtun þar sem fólk á besta aldri hefur gaman saman. Mótið er opið öllum þátttakendum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Keppt verður í 16 íþróttagreinum. Þar á meðal í boccía, golfi og pútti, línudansi, ringó og pönnukökubakstri sem fyrir löngu er orðin klassísk grein. En nýjungar verða á mótinu eins og keppni í lomber, pílukasti og garðahlaupi sem er opið fyrir 18 ára og eldri. Ekki þarf að vera skráð/ur í íþrótta- eða ungmennafélag. Þátttökugjald á mótið er 4.900 krónur. Fyrir eitt gjald er hægt að skrá sig í margar greinar.

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni: https://www.umfi.is/verkefni/landsmot-50plus/


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Hreinn árangur

Lyfjaeftirlit Íslands stendur fyrir samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni "Hreinn árangur". Átakið snýst um að stuðla að heilbrigði í líkamsrækt og í íþróttum þar sem hreinn árangur í hvorutveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna.

Leiðbeiningar:

- Hér er linkur á svokallaðan Facebook filter (opnast í síma): www.facebook.com/fbcameraeffects/tryit/834319780280135/ Einnig er hægt að opna Facebook filterinn í gegnum Facebook síðu Hreins árangurs: www.facebook.com/hreinnarangur

- Einnig eru til svokallaðar GIF-myndir f. Instagram. Til að setja GIF-in ofan á myndir í Instagram-story er nóg að leita eftir „Hreinn“ og þá koma þeir upp.

Nánar má lesa um átakið á slóðinni www.hreinnarangur.is

Facebook síðan: www.facebook.com/hreinnarangur