Fréttabréf listskautadeildar

Upphaf tímabils

Upphaf tímabilsins hefur gengið vel og gaman að koma til baka eftir sumarfríið. Æfingar hafa gengið vel fyrir sig og eru iðkendur að leggja mikið á sig til að bæta sig fyrir komandi vetur.

Ef þið eigið eftir að skrá ykkur þá er það gert inn á XPS appinu eða þá að fara í gegnum fjolnir.is og klára skráninguna þar.

Nýjir þjálfarar

Nýir þjálfarar hófu störf hjá okkur á þessari önn en það eru Elísabet sem er yfirþjálfari skautaskólans og Diljá sem sér um danskennslu hjá okkur. Er þetta frábær viðbót við okkar starf og vonumst við eftir farsælu og góðu samstarfi með þeim báðum.

Skautaskóli: Vinadagur og almennt

Vinadagur skautaskólans var haldinn 7. september og var gaman að sjá vonandi framtíðar iðkendur skautaskólans koma og prófa íþróttina. Mikil gleði og stuð var á þessum degi.

Einnig hafa iðkendur verið að spreyta sig í því að fá skautanælur. En nælurnar eru gefnar þeim sem hafa náð ákveðinni hæfni og þegar iðkandi hefur safnað nægilega mörgum nælum er hægt að færa sig upp um hóp þar sem flóknari æfingar eru framkvæmdar. Styttist því í það hjá nokkrum að hægt sé að taka næsta skref í skautaferlinu.

Haustmót

Fyrsta mót haustsins var Haustmótið sem haldið var í Laugardal helgina 27.-29. september. Fjölnis skautarar stóðu sig alveg hreint glæsilega: Í flokknum Cubs kepptu Elsa Kristín, Karlína og Elisabeth Rós, en í þeim fólki eru ekki gefin upp stig og fengu þær allar þátttökuverðlaun. Í flokkkum Basic Novice lentu báðir okkar keppendur á palli en Ermenga Sunna endaði með 30,82 stig sem skilaði silfur medalíunni og Maxime fékk 29,80 stig og fékk brons. Í flokknum Intermediate Woman tók Elva Ísey fyrsta sætið með 31,94 stig og í flokknum Advanced Novice landaði Elín Katla fyrsta sæti með 98,16 stig og Arna Dís því öðru með 81,89 stig. Þetta var fyrsta mótið hennar Örnu Dísar í þessum keppnisflokki en með þessum stigafjölda náði hún landsliðsviðmiðum og óskum við henni til hamingju með þann frábæra árangur. Í félagalínunni 10 ára og yngri kepptu Linda Maria og Unnur, en í þeim fólki eru ekki gefin upp stig. Í flokknum 12 ára og yngri kepptu Lea Elisabeth, Steinunn Embla, Inga Dís og Perla Gabríela sem landaði þriðja sætinu. Í flokknum 14 ára og yngri fékk Guðríður Ingibjörg brons og í flokknum 15 ára og eldri fékk Líva gullið.

Óskum við öllum sem tóku þátt til hamingju með flottan árangur og hlökkum til að sjá næstu mót!

Framundan og þakkir

Alþjóðlegt mót

Helgina 25. – 27. október fer fram alþjóðlegt mót í Egilshöllinni sem ber nafnið Northern Lights Trophy. Koma keppendur allsstaðar að til að keppa og verður þetta frábær skemmtun og reynsla fyrir alla sem á því taka þátt. Munum við þurfa alla hjálp sem í boði er í kringum það mót. Einnig hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með og hvetja stelpurnar okkar. Aðgangur er ókeypis. Nokkrir keppendur eru einnig þjálfarar í Skautaskólanum og gaman fyrir yngri iðkendur að fylgjast með þjálfurunum sínum keppa.

Hrekkjavökuball

Á laugardeginum 2. nóvember verður hrekkjavökuball listskautadeildar Fjölnis haldið. Munu frekari upplýsingar um það ball koma þegar nær dregur en endilega takið daginn frá!

Þakkir

Að lokum viljum við þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa nú þegar hjálpað til við hin ýmsu verkefni og vonumst við eftir því að enn fleiri hjálpi til í komandi verkefnum.

Þann 25.september var alþjóðlegur dagur þjálfarans og viljum við vekja athygli á góðu starfi þjálfaranna okkar og þakka þeim fyrir sín störf.


Úlfur framlengir við Fjölni

Knattspyrnudeild Fjölnis og Úlfur Arnar Jökulsson hafa framlengt samning Úlfs um
þjálfun Lengjudeildarliðs Fjölnis. Samningurinn gildir til tveggja ára.
"Við hjá Fjölni erum ákaflega ánægð með að hafa endurnýjað samninginn við Úlf.
Við höfum byggt upp ungt og skemmtilegt lið sem var nálægt því að vinna sig upp um deild.
Við munum áfram leggja áherslu á að ungir knattspyrnumenn eigi greiðan aðgang að meistaraflokkshópi
félagsins og að Fjölnir sé í fremstu röð í að búa til unga afreksleikmenn.
Þetta er í samræmi við afreksstefnu okkar. Í þessari vegferð gegnir Úlfur lykilhlutverki" segir
Björgvin Jón Bjarnason formaður knattspyrnudeildar Fjölnis í tilefni af framlengingu samningsins.
„Ég er bæði ánægður og stoltur að hafa endurnýjað samning minn sem þjálfari Fjölnis í meistaraflokki karla í knattspyrnu.
Fjölnir er minn uppeldisklúbbur og ég á þar sterkar rætur. Mér finnst mikill heiður að vera treyst fyrir áframhaldandi þjálfun Fjölnis.
Ég hlakka til að halda áfram að vinna með þessum frábæra hópi og byggja ofan á þann árangur sem náðist í sumar.
Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við komandi tímabil af krafti og eldmóði og trúi því að við getum gert enn betur. Áfram Fjölnir!“ sagði Úlfur við sama tækifæri.
Fjölnir hefur gengið frá samningum við 6 15-16 ára knattspyrnumenn sem munu á næsta ári verða hluti af afreksstarfi félagsins.

Fjölnir býður nýjan framkvæmdastjóra velkominn til starfa

Í dag hefur störf nýr framkvæmdastjóri Fjölnis, Guðmundur G. Sigurbergsson og er hann boðinn velkominn til starfa.
Guðmundur þekkir vel til í íþróttahreyfingunni en hann er m.a. gjaldkeri stjórnar UMFÍ og formaður stjórnar UMSK. Þá hefur hann á síðustu árum m.a. starfað sem fjármálastjóri Endurvinnslunnar og fjármála- og rekstrarstjóri Samhjálpar.
Aðalstjórn Fjölnis vill enn fremur þakka fráfarandi framkvæmdastjóra Guðmundi L. Gunnarssyni fyrir hans frábæru störf fyrir félagið en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri í 12 ár og þar á undan átti hann sæti í aðalstjórn félagsins. Félagið hefur stækkað mikið á þeim tíma og á Gummi því sinn þátt í fjölbreyttu og umfangsmiklu starfi félagsins. Óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni.

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu - Fjölnir - KH, 5:1

Fjölnir - KH, 5:1

Síðasti leikur tímabilsins byrjaði rólega hjá Fjölniskonum  og leikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það tók liðið okkar yfir leikinn og skoraði 2 mörk í fyrri hálfleik. Liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði snemma mark. Við héldum andstæðingunum á þeirra vallarhelmingi og vorum nálægt fjórða markinu en í staðinn tókst KH að byggja upp skyndisókn og skora mark. Við brugðumst vel við þessari áskorun og náðum að bæta við 2 mörkum til viðbótar.

Jákvæður endir á löngu og erfiðu tímabili fyrir liðið.

Við viljum þakka stelpunum úr 5 flokkunum okkar og sjálfboðaliðum fyrir hjálpina í kringum leikinn. Einnig viljum við þakka fyrir góðan og jákvæðan stuðning úr stúkunni.

Markaskorarar:

Emilia Lind Atladóttir - 2 mörk

Harpa Sól Sigurðardóttir - 2 mörk

Ester Lilja Harðardóttir - 1 mark


Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu: Sindri - Fjölnir, 3:1

Laugardaginn 7. september héldu Fjölniskonur alla leið á Höfn í Hornafirði. Því miður voru spilin ekki okkur hag þennan daginn en okkur vantaði fjóra leikmenn og endurspeglaði það því miður leikinn. Byrjunin gekk brösulega þrátt fyrir góð færi en við náðum því miður ekki að nýta þau nógu vel. Í staðinn tókst Sindrakonum að notfæra sér mistök okkar og tók þannig forystuna. Í seinni hálfleik varð liðið árásargjarnara og náði að setja góða pressu á andstæðinginn. Þar náðist að skora eitt mark en því miður voru þau ekki fleiri okkar megin. Sindri náði að nýta færin sín og voru heilt yfir betri þennan daginn. Þetta var því fyrsta tap Fjölniskvenna í B úrslitum.

Í þessum leik léku tvær af okkar ungu og efnilegu leikmönnum sinn fyrsta leik fyrir Fjölni:

Agnes Liv Pétursdóttir Blöndal, fædd 2007

Helena Fönn Hákonardóttir, fædd 2010

Markaskorari leiksins:

Eva Karen Sigurdórsdóttir

Síðasti leikur tímabilsins er næsta laugardag, 14. september kl. 14:00 á Extra vellinum gegn KH. Við viljum því hvetja alla til að koma og styðja liðið í þessum síðasta leik!


Veselin Chilingirov (Vesko) ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu

Veselin Chilingirov (Vesko) hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.

Vesko er með UEFA A þjálfargráðu og hann hefur einbeitt sér að kvennafótbolta síðustu 5 ár.
Áður en hann kom til Fjölnis þá þjálfaði hann meistaraflokk kvenna hjá Sindra, Höfn í Hornafirði, ásamt því að vera yfirþjálfari yngir flokka hjá þeim. Hann hefur líka starfað hjá Leikni, Reykjavík, og þjálfað meistaraflokk kk Stál Úlfur.
Á nýliðnu tímabili þá hefur hann þjálfaði 2. og 3. flokk kvenna Fjölnis. Undir lok keppnistímabilsins tók hann líka við þjálfun meistaraflokks og undir hans stjórn hefur liðið unnið 3 leiki og gert eitt jafntefli.

Það hefur verið gríðarleg ánægja með störf Vesko hjá Fjölni og alla hans nálgun á kvennastarfið. Knattspyrnudeildin býður hann velkominn til starfa og við hlökkum til samstarfsins á komandi tímabili.

Eins og Vesko sjálfur segir: "Fótbolti er leikur, tilgangur hvers leiks er að hafa gaman."

Fjölniskveðjur,

Meistaraflokksráð kvenna


Fjölnir - Augnablik, 0:0

Fjölnir - Augnablik, 0:0

Fimmtudaginn 29. ágúst mættust Fjölnir og Augnablik í Grafarvoginum. Erfiður leikur fyrir Fjölniskonur gegn skipulögðum andstæðingi. Við stjórnuðum leiknum og sköpuðum nokkur góð færi til að skora en þetta var ekki okkar dagur. Stelpurnar reyndu allt til enda og það er aðeins hægt að hrósa þeim fyrir það.

Þetta 1 stig tryggir Fjölni fyrsta sætið í B úrslitum á Íslandsmótinu í ár.

Við viljum þakka fyrir góðan stuðning sem liðið fékk úr stúkunni og sérstakar þakkir fá frábæru ungu stelpurnar úr 5 og 6 flokki sem hjálpuðu til með boltana um völlinn.

Næsti leikur er 7. september gegn Sindra á Höfn.


Kveðja frá Knattspyrnudeild Fjölnis

Kæra Fjölnisfólk

Nú fer senn nýtt tímabil að hefjast, en æfingar í flestum flokkum byrja í næstu viku.

Nokkuð hefur verið um breytingar hjá okkur þar sem að báðir yfirþjálfararnir okkar, þeir Luka Kostic og Björn Valdimar Breiðfjörð, hafa látið af störfum og þökkum við þeim innilega fyrir óeigingjörn og vel unnin störf og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Í þeirra stað leituðum við innanhús til þeirra Matthíasar Ásgeirs Ramos Rocha og Veselin Chilingirov.

Matthías (Matti) verður yfir karlastarfinu, hann kom til baka til Fjölnis í fyrra frá Hamri í Hveragerði þar sem að hann var yfirþjálfari yngri flokka. Á nýliðnu tímabili þjálfaði hann 3. og 5. flokk karla með góðum árangri og erum við spennt fyrir komandi tímabili undir hans stjórn

Veselin (Vesko) verður yfir kvennastarfinu.

Hann kom til okkar í fyrra frá Sindra á Höfn. Hann þjálfaði 2. og 3. flokk kvenna hjá okkur á nýliðnu tímabili. Það hefur verið gríðarleg ánægja með störf Vesko og alla hans nálgun á kvennastarfinu og verður spennandi að sjá það smitast niður í alla flokka í vetur.

Við erum í samstarfi við þá að ganga frá ráðningu á þjálfurum fyrir alla flokka og er það á lokametrunum.

Fjölniskveðja

Knattspyrnudeild Fjölnis

Barna og unglingaráð Fjölnis

 


Meistaraflokkur kvenna: KH-Fjölnir 0:8

Föstudaginn 23. ágúst mættu Fjölniskonur á N1-völlinn Hlíðarenda.

Við áttum góðan og jákvæðan leik gegn KH. Fjölniskonur byrjuðu mjög vel og tóku hratt yfir leikinn. Eftir fyrsta markið reyndi KH að veita smá mótspyrnu en við vörðumst vel og spiluðum góðan bolta. Liðið spilaði af gleði og metnaði og kom fram fyrir hönd félagsins á jákvæðan hátt fyrir framan stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Eftir þennan leik tengdi liðið saman 3 sigra í röð í fyrsta skipti á Íslandsmótinu árið 2024.

Fyrirliði 2. flokks, Vala Katrín Guðmundsdóttir, fædd 2006 lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.

Mörk skoruð:

María Sól Magnúsdóttir - 4 mörk

Emilía Lind Atladóttir - 2 mörk

Freyja Dís Hreinsdóttir - 1 mark

Oliwia Bucko - 1 mark

Næsti leikur er gegn Augnabliki næstkomandi fimmtudag 29. ágúst kl. 18:00 á Extra vellinum.


Tveir ungir leikmenn semja við körfuknattleiksdeild Fjölnis

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við tvo unga og efnilega leikmenn félagsins, þá Kjartan Karl Gunnarsson og Garðar Kjartan Norðfjörð, um að leika með meistaraflokki á komandi tímabili.

Báðir leikmenn hafa verið hluti af meistaraflokki Fjölnis á síðustu misserum og spilað alla yngri flokka félagsins með miklum árangri.

Kjartan, sem hefur leikið með Fjölni frá unga aldri, hefur sýnt ótrúlegan þrótt og hæfileika á vellinum.

Garðar, einnig með djúpar rætur í félaginu, hefur einnig skarað fram úr í yngri flokkum.

Þeirra framlag til yngri flokka hefur verið mikilvægt og hafa báðir sýnt og sannað góðan leikskilning og hæfni á vellinum og gert þá að lykilmönnum í sínum árgöngum.

Við hlökkum til að fylgjast með þeim Kjartani og Garðari í vetur og sjá þá taka þátt í spennandi verkefni meistaraflokks Fjölnis.