Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi
Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi var haldið í Digranesi í Kópavogi um helgina.
Mótið var virkilega flott og þökkum við Gerplu fyrir vel upp sett og skemmtilegt mót.
Fimm lið frá Fjölni tóku þátt á mótinu og var keppnin hörð í öllum flokkum.
Stelpurnar í 1.flokk náðu glæsilegum árangri og enduðu þær í öðru sæti með Gróttu.
Einnig var mikil spenna að frumsýna nýja hópfimleika gallann okkar sem kom til landsins fyrir rétt rúmri viku og voru stelpurnar stórglæsilegar á keppnisgólfinu.
Til hamingju með árangurinn iðkendur og þjálfarar.
Fjáröflun Fjölnis 15. ferbúar til 3. mars 2023
Við erum öll #FélagiðOkkar og nú býðst iðkendum að selja flottar vörur í fjáröflun til að safna fyrir næstu keppnum og leikjum og styðja við sína deild og styrkja öflugt starf Fjölnis í leiðinni.
Vegleg verðlaun í boði fyrir þrjá söluhæstu:
1. Stolt Grafarvogs peysa og gjafabréf fyrir 4 í MiniGarðinn
2. Keppnistreyja A landsliðs kvenna í handbolta frá Andreu Jacobsen
3. Puma varningur
Iðkendur sem æfa fleiri en eina íþrótt geta safnað fyrir fleiri en eina deild.
Sölutímabilið stendur yfir frá 15. febrúar – 3. mars. Nánari upplýsingar er að finna HÉR
Nýkjörnar stjórnir, framboð og næstu fundir
Aðalfundir fimleika-, íshokkí-, körfubolta- og sunddeilda fóru fram síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag.
Á fundi fimleikadeildar var einhver breyting á en nöfn stjórnarinnar koma inn seinna.
Á aðalfundi íshokkídeildar var nokkuð um breytingar á stjórninni. Elín D. Guðmundsdóttir tekur við sem formaður. Þau Margrét H. Ásgeirsdóttir, Karvel Þorsteinsson, Hallur Árnason, Kristján V. Þórmarsson og Birkir Björnsson hlutu öll sæti í meðstjórnenda og Ásta Hrönn Ingvarsdóttir skipar sæti varamanns stjórnar.
Á aðalfundi körfuboltadeildar var ný stjórn kosin. Salvör Þóra Davíðsdóttir tekur við sem formaður deildarinnar. Þau Magnús Dagur Ásbjörnsson, Jón Pétur Zimsen, Marteinn Þorvaldsson, Smári Hrafnsson, Arnar B. Sigurðsson, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson og Alexander Þór Hafþórsson hlutu sæti meðstjórnenda.
Fjölnir býður nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna og þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Aðalfundur sunddeildarinnar fór fram fimmtudaginn 9. febrúar, ekki tókst að kjósa formann né meðstjórnendur og verður því boðað til framhaldsaðalfundar mánudaginn 20. febrúar kl. 20:00.
Í næstu viku fara fram aðalfundir knattspyrnu-, listskauta-, karate- og handboltadeildar.
Á mánudag kl. 17:00 fer aðalfundur knattspyrnudeildar fram. Þau framboð sem hafa borist eru eftirfarandi:
Björgvin Bjarnason gefur kost á sér sem formaður knattspyrnudeildar
Eftirfarandi hafa gefið kost á sér í stjórn:
Árni Hermannsson
Hjörleifur Þórðarson
Trausti Harðarson
Arnar Freyr Reynisson
Sigursteinn Brynjólfsson
Sigríður María Jónsdóttir
Til varamanns stjórnar:
Brynjar Bjarnason
Frestur til framboða í stjórn knattspyrnudeildar er liðinn en framboð til stjórna verða að berast fimm dögum fyrir aðalfund. Hægt verður að gefa kost á sér í laus sæti á aðalfundinum og í kjölfarið verður einnig kosið um þau sæti á fundinum.
Aðalfundur listskautadeildar fer fram miðvikudaginn 15. febrúar kl. 18:00. Engin framboð til stjórnar hafa borist en frestur til framboða lýkur í dag (föstudaginn 10. febrúar).
Aðalfundur karatedeildar fer fram miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20:00. Allir gefa kost á sér að nýju í stjórn deildarinnar að undanskildum Friðriki Magnússyni. Sigríður Jóna Ólafsdóttir gefur kost á sér sem meðstjórnandi.
Aðalfundur handknattleiksdeildar fer fram fimmtudaginn 16. febrúar kl. 18:00. Engin framboð hafa borist en frestur til framboða lýkur á morgun (laugardaginn 11. febrúar). Öll framboð skulu sendast á gummi@fjolnir.is
Við minnum á að hægt verður að gefa kost á sér í laus sæti á aðalfundinum og í kjölfarið verður einnig kosið um þau sæti á fundinum.
Hópfimleikavika fyrir stráka 2011-2014
Risastór fimleikahelgi í Fjölnishöllinni
Um helgina hélt fimleikadeild Fjölnis Gk mót yngri flokka í hópfimleikum og stökkfimi.
Rúmlega 700 iðkendur voru skráðir til keppni og var því mikið fjör alla helgina.
Það var yndislegt að sjá mikinn fjölda áhorfenda í stúkunni en þetta er í fyrsta sinn sem við höldum fimleikamót í Fjölnishöllinni.
Aðalfundir deilda - framboð og næstu fundir
Aðalfundir skák- og frjálsíþróttadeildar fóru fram síðasta mánudag. Á fundi skákdeildar var öll stjórn endurkjörin. Helgi Árnason var endurkjörinn formaður, Erlingur Þorsteinsson varaformaður, Margrét Cela ritari, Jóhann Arnar Finnsson gjaldkeri og Gunnlaugur Egilsson meðstjórnandi. Til varamanns stjórnar var Aneta Kamila Klimaszweska kjörin.
Á aðalfundi frjálsíþróttadeildar voru fjórir nýir stjórnarmeðlimir kjörnir. Sigurgeir Björn Geirsson tekur við sem formaður, Auður Aðalbjarnardóttir var endurkjörin varaformaður, Kristín Rut Kristinsdóttir kemur ný inn sem meðstjórnandi, Vilhjálmur Jónsson tekur við sem fulltrúi skokkhóps og Ágúst Jónsson var endurkjörinn í meðstjórn.
Fjölnir býður nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna og þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Hinar níu deildir Fjölnis halda sína aðalfundi nú á næstu dögum. Í dag, miðvikudag, verða fundir fimleika- og íshokkídeildar og á morgun, fimmtudag, verða fundir körfuknattleiks- og sunddeildar. Frestur til framboða í þær deildir er liðinn en framboð til stjórna verða að berast fimm dögum fyrir aðalfund. Hægt verður að gefa kost á sér í laus sæti á aðalfundinum og í kjölfarið verður einnig kosið um þau sæti á fundinum.
Þau framboð sem hafa borist í stjórn fimleikadeildar Fjölnis eru eftirfarandi:
Helga Ásdís Jónasdóttir gefur kost á sér á ný sem formaður deildarinnar.
Gunnar Bjarnason og Álfheiður Sif Jónasdóttir gefa einnig kost á sér á ný í stöðu meðstjórnenda.
Tanya Helgason gefur kost á sér í stöðu meðstjórnanda
Þau framboð sem borist hafa í stjórn íshokkídeildar Fjölnis eru eftirfarandi:
Elín D. Guðmundsdóttir gefur kost á sér í stöðu formanns
Gróa Björg Gunnarsdóttir býður sig fram sem meðstjórnanda.
Þau framboð sem borist hafa í stjórn Körfuknattleiksdeild Fjölnis eru eftirfarandi:
Í stöðu formanns hafa borist tvö framboð, Salvör Þóra Davíðsdóttir og Jón Ólafur Gestsson
Eftirfarandi hafa boðið sig fram sem meðstjórnendur:
Magnús Dagur Ásbjörnsson
Smári Hrafnsson
Jón Pétur Zimsen
Marteinn Þorkelsson
Arnar B. Sigurðsson
Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson
Jón Ólafur Gestsson (ef ekki formaður)
Til varamanns stjórnar:
Alexander Þór Hafþórsson
Jón Ólafur Gestsson (ef ekki í stjórn)
Á mánudag, 13. febrúar, verður aðalfundur knattspyrnudeildar haldinn. Þau framboð sem hafa borist eru eftirfarandi:
Björgvin Bjarnason gefur kost á sér sem formaður knattspyrnudeildar
Eftirfarandi hafa öll gefið kost á sér í stjórn:
Árni Hermannsson
Hjörleifur Þórðarson
Trausti Harðarson
Arnar Freyr Reynisson
Sigursteinn Brynjólfsson
Sigríður María Jónsdóttir
Til varamanns stjórnar:
Brynjar Bjarnason
Enn er hægt að bjóða sig fram í stjórn knattspyrnudeildar en tekið er á móti framboðum þar til 5 dögum fyrir aðalfund. Við minnum einnig á að hægt verður að bjóða sig fram í laus sæti á aðalfundunum sjálfum.
Þrepamót í 4. og 5.þrepi
Nú um helgina fór fram Þrepamót 2. Mótið var haldið í fimleikasal Gerplu í Versölum.
Keppt var í 4. og 5. .þrepi drengja og stúlkna og átti Fjölnir nokkra keppendur á mótinu.
Öll úrslit má skoða Hér
Meðfylgjandi eru svipmyndir sem voru birtar á heimasíðu fimleikasambandsins
VINNINGSHAFAR Í AUKAÚTDRÆTTI HAPPDRÆTTISINS!
Það gekk svo vel að selja happdrættismiða á Þorrablótinu að við ákváðum að draga út tvo auka vinninga
Nr. 383 - Northern Light Inn: Flot í Aurora Floating + 3ja rétta kvöldverður fyrir tvo
Nr. 1776 - Northern Light Inn: Gisting í 2ja manna standard herbergi m/ morgunmat
Við vekjum athygli á því að aðgöngumiðinn er ekki happdrættsmiði!
Hér er hægt að sjá vinningaskrána:
https://fjolnir.is/.../thorrablot-grafarvogs-2023.../
Hægt er að sækja vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll milli kl. 9-12 og 13-17
Takk fyrir stuðninginn
Vinningaskrá - Happdrætti 2023
Ungmennafélagið Fjölnir þakkar öllum þorrablótsgestum innilega fyrir meiriháttar kvöld síðastliðinn laugardag!
Nú hefur verið dregið úr happdrættinu. Hægt er að nálgast vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll til 29. apríl gegn framvísun happdrættismiða með vinningsnúmeri. Við hvetjum þó alla til þess að sækja vinningana sem fyrst. Opnunartími skrifstofu er frá 9-12 og 13-16 alla virka daga. Ef þið komist ekki á þeim tíma má senda póst á hildur@fjolnir.is
Einnig langar okkur að þakka öllum þeim fyrirtækjum sem sáu sér fært um að styrkja okkur með frábærum vinningum fyrir happdrættið.
Hér til hliðar má sjá vinningaskrána
#FélagiðOkkar
Númer miða | Vinningur |
---|---|
223 | Handknattleiksbókin - Saga handknattleiksins á Íslandi |
2246 | Bók: Bjór – umhverfis jörðina |
1205 | Bók: Heima hjá lækninum í eldhúsinu |
384 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
255 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
1204 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
985 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
882 | Tveir eins dags lyftumiðar í Hlíðarfjall á Akureyri |
2192 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
2007 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
1217 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
1225 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
1122 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
250 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
221 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
1117 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
579 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1510 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1649 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
814 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1513 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1631 | Hans og Gréta – 5.000 kr. gjafabréf |
316 | Húsasmiðjan / Blómaval - 15.000 kr. gjafabréf |
535 | Ölgerðin - Gosglaðningur |
1060 | AKS Ljósmyndun - 30 mínútna myndataka + 4x 13x18 útprentaðar myndir |
701 | Margt Smátt – 30.000 kr. gjafabréf fyrir Fjölnisvarningi |
397 | Heimsferðir – 20.000 kr. gjafabréf |
583 | Heimsferðir – 20.000 kr. gjafabéf |
183 | Þrír frakkar hjá Úlfari – Gjafabréf í hádegisverð fyrir tvo |
2289 | Eldhestar – Gjafabréf fyrir tvo í ferð 2A – The Heritage Tour |
184 | Hótel Frón – Gisting fyrir tvo í eina nótt í stúdíóíbúð með morgunmat |
257 | Eldhestar – Gjafabréf fyrir tvo í ferð 2A – The Heritage Tour |
1740 | Íslensk hollusta – Gjafakassi stærri að verðmæti 25.000 |
1749 | Íslensk hollusta – Gjafakassi stærri að verðmæti 25.000 |
1065 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
1732 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
1077 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
2492 | Galato Gaeta ísbúð, Mathöll Höfða - 3.000 kr. gjafabréf |
574 | Fætur toga – Göngugreining og par af Feetures sokkum |
966 | Fætur toga – Göngugreining og par af Feetures sokkum |
96 | Hótel Örk – Gjafabréf fyrir gistingu fyrir tvo með morgunverð í superior herbergi |
2226 | Laugarvatn Fontana – Aðgangur fyrir tvo ásamt drykk |
808 | Minigarðurinn – Gjafabréf í minigolf fyrir fjóra |
2321 | Perlan – Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 2 börn á allar sýningar sem Perlan hefur upp á að bjóða |
665 | Arctic Rafting – Gjafabréf fyrir 2 í rafting |
131 | Elding – Gjafabréf fyrir 2 fullorðna í hvalaskoðun í RVK eða AK – Andviðri 24.980 kr. |
1067 | Blush – 5.000 kr. gjafabréf |
2278 | Blush – 5.000 kr. gjafabréf |
284 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
1658 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
251 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
390 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
901 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
823 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
2458 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
380 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
909 | Hótel Húsafell – Gjafabréf í Giljaböðin |
768 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 18 holu golfhringur fyrir tvo |
1370 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 18 holu golfhringur fyrir tvo |
1693 | Icelandair – 50.000 kr. gjafabréf |
668 | Himbrimi - Gin |
741 | MS – Kassi af hleðslu |
1199 | MS – Kassi af hleðslu |
1080 | MS – Kassi af hleðslu |
2368 | MS – Kassi af hleðslu |
1405 | World Class - Gjafabréf fyrir tvo í Betri stofuna í Laugum |
444 | Sælan – 5.000 kr. gjafabréf |
317 | Hreyfing – Gjafabréf |
217 | Hreyfing – Gjafabréf |
2328 | Hreyfing – Gjafabréf |
18 | Hreyfing – Gjafabréf |
252 | World Class - Gjafabréf fyrir tvo í Betri stofuna í Laugum |
383 | Northern Light Inn - Gjafabréf í flot í Aurora Floating + 3ja rétta kvöldverður fyrir tvo |
1776 | Northern Light Inn - Gjafabréf í 2ja manna standard herbergi m/ morgunmat |
Kosningar í stjórnir - Aðalfundir Deilda
Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?
Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.
Helstu verkefni stjórna eru:
- Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
- Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
- Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
- Uppsetning æfingagjalda
- Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
- Sækja um styrki fyrir deildina
- Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
- Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
- Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
- Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.
Formaður
Formaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.
Gjaldkeri
Gjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.
Ritari
Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.
Meðstjórnendur
Meðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.
Skrifstofa Fjölnis sér um:
- Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
- Allar fjárreiður
- Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í skráningarkerfi félagsins
- Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
- Skráningar og aðstoð við skráningar
- Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
- Yfirferð og afstemming á bókhaldi
- Búningasamninga
- Samskipti í erfiðum málum
Kosið verður um þá aðila sem hljóta sæti í stjórnum á aðalfundum hverrar deildar fyrir sig.
Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!
Til að gefa kost á sér þarf að senda tölvupóst á netfangið: gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund. Hér að neðan má sjá tímasetningar á fundum hverrar deildar fyrir sig.
Tímasetningar aðalfunda eru eftirfarandi:
06.02.2023 kl. 18:00 – Skákdeild
06.02.2023 kl. 20:00 – Frjálsíþróttadeild
08.02.2023 kl. 18:00 – Fimleikadeild
08.02.2023 kl. 20:00 – Íshokkídeild
09.02.2023 kl. 18:00 – Körfuboltadeild
09.02.2023 kl. 20:00 – Sunddeild
13.02.2023 kl. 17:00 – Knattspyrnudeild
15.02.2023 kl. 18:00 – Listskautadeild
15.02.2023 kl. 20:00 – Karate
16.02.2023 kl. 18:00 – Handbolti
20.02.2023 kl. 19:30 – Tennis (í Tennishöllinni, Kópavogi)