Stefnumótunardagur Ungmennafélagsins Fjölnis
Síðastliðinn laugardag, þann 29. október, var stefnumótunardagur Fjölnis haldinn. Reynt hefur verið að halda fundinn á tveggja ára festi og tókst vel til í ár. Fínasta mæting var frá öllum 11 deildum félagsins en í heildina mættu 20 manns á fundinn.
Ragnar Guðgeirsson, fyrrverandi formaður Fjölnis og ráðgjafi og stofnandi Expectus, stýrði fundinum. Meginmálefnin til umræðu voru; rekstur meistaraflokka og afreksmál, gæði þjálfunar í félaginu og gildi félagsins ásamt því að málefni sjálfboðaliða voru rædd.
Mjög góðar umræður sköpuðust og fundum við fyrir því hvað svona dagar eru mikilvægir fyrir félagið!
Takk fyrir samveruna síðastliðna helgi
Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Haustmót í eldri þrepum
Nú um helgina fór fram Haustmót í áhaldafimleikum, þar sem að Fjölnir átti keppendur í 1. þrepi. En mótið var haldið í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns.
Okkar stelpur stóðu sig vel og má líta á þetta mót sem góða byrjun á árinu.
Helstu úrslit:
- Þrep 13 ára og yngri – Júlía Ísold Sigmarsdóttir 1. sæti á Stökki og Slá
- Þrep 14 ára og eldri – Helena Hulda Olsen 2. sæti á Gólfi
Telma Guðrún Þorsteinsdóttir – 3. sæti á slá
Málstofa HKK um stöðu kvenna í stjórnum knattspyrnudeilda
Ungmennafélagið Fjölnir vekur athygli á málstofu sem Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir um framtíð knattspyrnu kvenna á Íslandi. Málstofan verðu haldin fimmtudaginn 27. október, þar sem staða kvenna knattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi.
Yfirskrift málstofunnar er „Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!“ Knattspyrna kvenna er sú hlið íþróttarinnar sem vex hvað hraðast í heiminum og bæði UEFA og FIFA hafa skilgreint sem framtíð knattspyrnunnar. Það má líkja stöðu stjórna íþróttafélaga í dag við stöðu stjórna fyrirtækja áður en sérstök lög voru sett um hlutfall kvenna í þeim. Á málþinginu verður rætt hvort gera þurfi það sama fyrir íþróttafélög – og þá sérstaklega fyrir knattspyrnudeildir – ef mark er á takandi á fréttum undanfarnar vikur um stöðu knattspyrnu kvenna hjá nokkrum
félögum á landinu.
Önnur mál sem verða til umræðu á málstofunni:
- Afhverju eru konur í miklum minnihluta stjórna í knattspyrnudeildum á Íslandi?
- Hvernig er hægt að breyta því?
- Hvað þurfa margar konur að vera í stjórn til að hafa áhrif?
Þátttakendur í málstofunni verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og alþingismaður, Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Artic Adventures, og Helena Jónsdóttir sem hefur skrifað mastersverkefni um þetta málefni og mun fara yfir niðurstöður þess sem varpa nýju ljósi á þessa umræðu. Stjórnandi málstofunnar verður Bogi Ágússton fréttamaður.
Málstofan verður haldin fimmtudaginn 27. október kl. 17.30-19.30 í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Hún er öllum opin og verður einnig í beinu streymi í gegnum heimasíðu HKK (knattspyrnukonur.is) og á Facebook síðu samtakanna.
Hér er einnig linkur á Facebook viðburðinn
Þorrablót Grafarvogs 2023
Hið margrómaða Þorrablót Grafarvogs 2023 verður haldið hátíðlegt þann 21. janúar næstkomandi!
Hér við hliðina má sjá borðaskipanina. Til þess að panta borð þarf að senda email á vidburdir@fjolnir.is
Miðasala á ballið sjálft fer í gegnum tix.is
Hlökkum til að sjá ykkur í partýi aldarinnar!
FJÖLNIR X PUMA
Við kynnum stolt FJÖLNIR X PUMA!
Allar deildir í eitt merki
Vefverslunin hefur opnað og nú er hægt að versla PUMA fatnað
Hér er linkur á vefverslunina: https://teamsport.is/pages/fjolnir
Glöggir lesendur sjá líka að við höfum uppfært merkið okkar á fatnaðinum. Liturinn á merkinu er alltaf sá sami og liturinn á PUMA merkinu.
Ungmennafélagið Fjölnir er afar stolt af því að félagið í heild sinni hefur samið við Margt Smátt og mun keppa í Puma næstu 4 árin.
Við erum svo spennt að sýna glæsilega nýja PUMA fatnaðinn okkar og flottu Fjölnis-módelin sem við fengum til liðs við okkur!
#FélagiðOkkar
Myndir: Gunnar Jónatansson
Besta leiðin á æfingu - Strætófylgd 2022
Fjölniskrökkum í 1. og 2. bekk í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal býðst að fá fylgd í Strætó
frá frístundaheimili sínu á æfingar í Egilshöll sem byrja kl. 14:40 og enda kl. 15:30 mánudaga
til fimmtudaga. Fylgdin er ekki í boði fyrir æfingar sem ljúka eftir þann tíma.
Krakkarnir eru sóttir á frístundaheimilin (Ingunnar-, Hamra-, Borga- og Rimaskóli) eða á strætóstoppistöðina (Folda-, Húsa-, Sæmundar- og Dalskóli). Þeim er svo fylgt til baka að lokinni æfingu og passað upp á að þau fari út á réttri
stoppistöð.
Við hvetjum iðkendur Fjölnis sem eru að stíga sín fyrstu skref í að bjarga sér sjálf á æfingar til
þess að nýta sér fylgdina og læra í leiðinni að taka Strætó.
Skráning í fylgdina fer fram í gegnum skráningakerfi félagsins fjolnir.felog.is.
Verðskrá fyrir fylgd á haustönn:
Æfing 1x í viku: 5.000 kr
Æfing 2x í viku: 10.000 kr
Æfing 3-4x í viku: 15.000 kr.
Mjög mikilvægt er að foreldrar tilkynni starfsfólki frístundarheimilis hvaða daga barnið á að fara á æfingu.
- Skrá þarf iðkandann á haustönn og svo aftur á vorönn, haldi barnið áfram eftir
áramót. - Börn 11 ára og yngri fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu, aðrar almennar
upplýsingar um fargjöld strætó má finna inni á straeto.is - Það er ekki fylgd í boði frá Engjaskóla þar sem þau eru í göngufæri við Egilshöllina
Stundatafla fyrir æfingar sem eru í boði með fylgdinni má sjá hér neðar á síðunni. Vinsamlegast skráið barnið í fylgdina og látið frístundaheimilið vita í síðasta lagi deginum áður en æfingar hefjast.
Gott er ef foreldrar/forráðamenn nái að fara eina ferð með krökkunum í strætó til og frá frístundaheimilinu áður en þau fara í sína fyrstu fylgd.
Þau börn sem fá fylgd verða í sér búningsklefum svo að auðveldara sé að halda utan um hópana. Við verðum í búningsklefum í Fjölnishöll eins og í fyrra.
Við hvetjum foreldra barna í 3. bekk og eldri til að taka strætó á æfingar áfram!
HÉR er hægt að sjá áætlanir ferða til og frá Egilshöll
*Uppfært haust 2022
Haustönn Fimleikadeild
Haustönn 2022
www.fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/
Byrjun annar - Fimleikadeild
Nú fer sumrinu að ljúka en við erum spennt að byrja nýja fimleikaönn.
Hlökkum til að sjá ykkur 🙂
Októberfest Grafarvogs
Takið daginn frá!! Það er loksins komið að þessu!
Miðaverð er 10.900 kr / Miðaverð á ball er 4.900 kr
ATH! Aðeins er selt á 6 eða 12 manna borð – fyrstur kemur fyrstur fær!