Karatefólk ársins 2019
Karatekona ársins:
Eydís Magnea Friðriksdóttir
Eydís hefur, þrátt fyrir ungan aldur sýnt mikið keppnisvilja. Árið í ár var henni gott, og hún sýndi sig fremsta meðal jafningja þegar hún varð íslandsmeistari í sínum flokki í kata og náði svo skömmu síðar silfurverðlaunum á Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite. Auk þessa, vann Eydís til bronsverðlauna á Norðurlandameistaramótinu í kata.
Eydís starfar sem aðstoðarþjálfari hjá karatedeildinni og er meðlimur í Afrekshópi hennar. Hún er jafnframt fastur meðlimur karatelandsliðsins og var valin til að taka þátt fyrir hönd Íslands á fjölda móta erlendis þetta árið.
Metnaður og Virðing eru þau gildi Fjölnis sem Eydís hefur lifað í starfi sínu innan deildarinnar.
Karatemaður ársins:
Gabríel Sigurður Pálmason
Þetta árið var mjög hörð samkeppni innan deildarinnar um titilinn Karatemaður ársins. Á árinu náði Gabríel bronsi á Íslandsmeistaramóti bæði í kata og hópkata. Auk tveggja silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á GrandPrix mótum ársins. Hann vann jafnframt til fjölda verðlauna á Kobe Osaka mótinu í Skotlandi á seinni hluta ársins. Gabríel er upprennandi afreksíþróttamaður sem sannar að sjálfsagi og einbeiting skilar árangri.
Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.
Smáþjóðaleikarnir í karate um helgina
Um helgina verða Smáþjóðaleikarnir í Karate þar sem 340 iðkendur mæta til leiks. Næstum 100 íslenskum iðkendum gefst færi á að keppa og eigum við Fjölnisfólk 4 þátttakendur. Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að koma og styðja við bakið á okkar fólki.
Upplýsingar fyrir byrjendur
Sæl ágætu aðstandendur,
Í ljósi þess að nú fara æfingar að hefjast er rétt að upplýsa aðeins nánar um tilhögunina hjá byrjendunum.
Æfingar hefjast mánudaginn 9. september klukkan 17 fyrir 6-8 ára og 17:45 fyrir 9-14 ára byrjendur. Hjá Fjörkálfunum sem fá fylgd í Strætó frá frístundaheimilunum eru æfingarnar milli 14:40 og 15:30. Starfsfólk frístundaheimila mun sjá til þess að krakkarnir komist í strætó þar sem tekið verður á móti þeim (munið að þau þurfa að hafa strætómiða). Krakkarnir verða svo komnir aftur á frístundaheimilin fyrir kl 16.
Síðustu æfingar annarinnar eru svo mánudaginn 9. desember.
Æfingarnar fara fram í sal Karatedeildarinnar í kjallara Egilshallar. Í anddyri hallarinnar eru merkingar á veggjunum sem eiga að leiða á réttan stað.
Í fyrstu tímunum er í góðu lagi að mæta í léttum íþróttaklæðnaði og berfætt(ur). En fljótlega þarf að verða sér út um karategalla. Þá er hægt að kaupa karategalla í sal hjá þjálfara og millifæra greiðslur á reikning deildarinnar.
Höfum opnað fyrir skráningar
Höfum opnað fyrir skráningar. https://fjolnir.felog.is/
NÝTT: Við bjóðum nú upp á strætófylgd frá frístundaheimili fyrir 6 og 7 ára úr Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal á mánudögum og miðvikudögum. Frábært tækifæri fyrir byrjendur og framhaldsiðkendur að nýta eftirmiðdegið á mánudögum og miðvikudögum.
Hvenær myndir þú æfa?
Byrjendanámskeið eru á mánudögum og miðvikudögum en þeir sem áður hafa verið skráðir í námskeið og farið í einhverja gráðun eru á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
Fullkomið tækifæri til að efla styrk, snerpu og sjálfstraust í góðum hópi.
Fyrstu æfingar byrja 3. september.
Iðkendur geta að sjálfsögðu nýtt frístundastyrk.
Drífum skráninguna af núna! https://fjolnir.felog.is/
Eydís vinnur til verðlauna á Helsinki Open
Eydís okkar stóð sig frábærlega á Helsinki Open mótinu í Finnlandi þar sem hún keppti með landsliðinu í Kata.
Í U16 ára vann hún til silfurs og í U18 ára vann hún brons. Þess ber að geta að Eydís keppti upp fyrir sig enda er hún aðeins 14 ára.
Vel gert Eydís!