Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Fjölnis
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Fjölnis fór fram á dögunum þar sem leikmenn meistaraflokka félagsins tímabilið 2022-2023 voru útnefnd fyrir sitt framlag.
MEISTARAFLOKKUR KARLA
Besti íslenski leikmaðurinn – Hilmir Arnarson
Bestir erlendi leikmaðurinn – Lewis Diankulu
Mestar framfarir – Brynjar Kári Gunnarsson
Besti varnarmaðurinn- Ísak Örn Baldursson
MEISTARAFLOKKUR KVENNA
Besti íslenski leikmaðurinn – Heiður Karlsdóttir
Bestir erlendi leikmaðurinn – Brittanny Dinkins
Mestar framfarir – Stefanía Tera Hansen
Besti varnarmaðurinn- Urte Slavickaite
Innilegar hamingjuóskir kæra Fjölnisfólk!
Halldór valinn í EM hóp U19 ára landsliðsins
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem spilar fyrir Íslands hönd á lokakeppni EM 2023 á Möltu dagana 3. – 16. júlí.
Ísland er í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni. Ísland endaði í efsta sæti síns riðils í undankeppni mótsins.
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Halldóri innilega til hamingju!
https://www.ksi.is/um-ksi/frettir/frettasafn/frett/2023/06/06/U19-karla-hopur-fyrir-EM-2023-kynntur/
Viktor Steffensen skrifar undir hjá Fjölni
Viktor Máni Steffensen hefur framlengt samning sinn við Fjölni og mun leika áfram með liðinu á næsta tímabili. Viktor, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur jafnframt verið valinn í æfingahópa yngri landsliða KKÍ.
Viktor hefur verið mikið frá vegna hnémeiðsla síðustu tvö tímabil en átti frábæra innkomu í lok síðasta keppnistímabils og segir liðið í stakk búið að fara upp í Subway deildina. ,,Ég er gríðarlega spenntur fyrir komandi vetri og mér líst vel á hópinn sem samanstendur af ungum og efnilegum strákum undir stjórn virkilega góðs þjálfara. Við ætlum okkur alla leið og hlakka ég virkilega til að hefjast handa á því verkefni,” sagði Viktor þegar hann skrifaði undir á dögunum.
Kkd Fjölnis
Sumarnámskeið Sunddeildar 2023
Sunddeild Fjölnis býður upp á sundnámskeið fyrir börn fædd 2013-2019 í útilaug Grafarvogslaugar í sumar! Námskeiðið fer fram alla virka daga og hægt er að velja um nokkrar tímasetningar.
Vel heppnað Fjölnishlaup Olís 2023
Fjölnishlaupið var haldið á Uppstigningardag fimmtudaginn 18. maí í 35. sinn og gekk mjög vel. Hlaupið var haldið við Íþróttamiðstöðina í Dalhúsum og var 10 km hlaupið ræst kl. 11:00. Skömmu síðar var 5 km hlaupið ræst og að lokum skemmtiskokkið sem var 1,4 km langt. Góð þátttaka var í hlaupinu þó að sólin hafi ekki látið sjá sig en alls tóku þátt 49 keppendur í 10 km, 48 í 5 km og 71 keppandi í skemmtiskokkinu.
Verðlaunafhendingin fór fram inni í íþróttasalnum í góðri stemmningu en þátttakendur fengu húfur, spil og gjafabréf frá Olís.
Í 10 km hlaupi karla sigraði Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum 34:14, annar varð Guðmundur Daði Guðlaugsson (Kentárar) á tímanum 36:14 og þriðji varð Guðni Siemsen Guðmundsson á tímanum 36:45.
Í kvennaflokki sigraði Íris Dóra Snorradóttir (FH) á tímanum 39:03, önnur varð Anna Berglind Pálmadóttir (UFA/Hoka/Compressport) á tímanum 39:26 og þriðja varð Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) á tímanum 41:31.
Þau Arnar Pétursson og Írisi Dóru Snorradóttur má sjá á myndinni hér til hliðar.
Í 5 km hlaupi karla sigraði Kristján Svanur Eymundsson (Fjallahlaupaþjálfun/HHHC) á tímanum 17:00 og Viktoría Arnarsdóttir sigraði kvennaflokkinn á tímanum 27:06.
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Myndirnar hér í albúminu fyrir neðan voru teknar af Baldvini Erni Berndsen hjá grafarvogsbuar.is.
Við viljum þakka bakhjörlum og öllum þeim sem stóðu að hlaupinu kærlega fyrir frábæran dag. Öll úrslit úr hlaupinu má sjá inni á timataka.net.
Sjáumst hress að ári!
Árangur Fjölnis á TSÍ innanhúss Íslandsmóti
TSÍ innanhúss Íslandsmótið var haldið í Tennishöllinni 20.-23. apríl og náðu iðkendur Fjölnis góðum árangri á mótinu. Einna heilst í Meistaraflokki tvennda, þar sem Daniel Pozo og Saule Zukauskaite unnu og urðu Íslandsmeistarar í þeim flokki. Daniel er einungis 13 ára og Saule 14 svo að þessi sigur var afar stór fyrir þessa ungu leikmenn.
Árangur Fjölnis á mótinu:
U-10 stelpur einliðaleik
2. sæti: Paula Marie Moreno Monsalve, Fjölnir
U-12 strákar einliðaleik
3. sæti: Juan Pablo Moreno Monsalve, Fjölnir
U-14 strákar einliðaleik
2. sæti: Daniel Pozo, Fjölnir
U16 strákar einliðaleik
2. sæti: Daniel Pozo, Fjölnir
U-18 börn tvíliðaleik
Íslandsmeistar: Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
2. Emilía Eyva Thygesen og Saule Zukauskaite, Víkingur/Fjölnir
3. Ómar Páll Jónasson og Daniel Pozo, TFK/Fjölnir
U-18 strákar einliðaleik
3. sæti: Þorsteinn Ari Þorsteinsson, Fjölnir
U-18 stelpur einliðaleik
2. sæti: Eygló Dís Ármannsdóttir, Fjölnir
3. sæti: Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
40+ kvenna einliðaleik
2. sæti: Bryndís Björnsdóttir, Fjölnir
30+ tvenndarleik
2. sæti: Ingunn Erla Eiríksdóttir og Birgir Haraldsson, Fjölnir/TFK
30+ kvenna einliðaleik
Íslandsmeistari: Ingunn Erla Eiríksdóttir, Fjölnir
30+ karla einliðaleik
2. sæti: Ólafur Helgi Jónsson, Fjölnir
Meistaraflokkur tvenndarleik
Íslandsmeistar: Daniel Pozo og Saule Zukauskaite, Fjölnir
Meistaraflokkur tvíliðaleik
2. sæti: Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
Meistaraflokkur kvenna einliðaleik
Undanúrslit: Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
Við óskum okkar frábæru iðkendum innilega til hamingju með frábæran árangur! Áfram Fjölnir!
Nýjung hjá Fjölni! Söngleikjanámskeið í sumar
Nýjung hjá Fjölni! Söngleikjanámskeið Fjölnis fer fram í júní og ágúst! Þar fá börn fædd á árunum 2008-2016 tækifæri á að kynnast heimi söngleikja undir handleiðslu Chantelle Carey ásamt hópi frábærra kennara. Námskeiðið er hálfan daginn eða frá kl. 9-12. Hægt er að kaupa heita máltíð í hádeginu sem borin er fram í Egilshöll en námskeiðin fara fram í Egilshöll og í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér: https://fjolnir.is/sumarnamskeid-2023/
Hlökkum til að sjá ykkur!
Fjáröflunarkvöld körfuknattleiksdeildarinnar 17. maí
Sumarskákmót Fjölnis
Sumarskákmót Fjölnis í Rimaskóla á morgun fimmtudaginn 11. maí kl. 16:30-18:30. Skráning hefst kl. 16:10. Mætið tímanlega til skráningar.
- 6 umferðir tefldar
- 40 vinningar og happadrætti
- Hagkaup – Gullnesti – SAM-bíóin – Bókabúð Grafarvogs – Jói útherji og Skákdeild Fjölnis gefa vinninga
- Vignir Vatnar yngsti stórmeistarinn okkar leikur fyrsta leikinn
- Gauti Páll Jónsson skákstjóri
- Veitingar í lok mótsins
- Allir þátttakendur fá verðlaunapening
- Verðlaunabikarar
- Skemmtilegasta skákmót ársins