Natalía Tunjeera valin í úrvalshóp stúlkna fyrir Evrópumót í hópfimleikum 2024

Fimleikasamband Íslands hefur valið í úrvalshóp stúlkna fyrir Evrópumót í hópfimleikum 2024. Það gleður okkur að tilkynna að í hópi þeirra er hún Natalía Tunjeera Hinriksdóttir.

Úrvalshópurinn er fyrsta úrtak fyrir Evrópumótið sem verður haldið í Azerbaijan 2024

Við hjá Fjölni óskum þér innilega til hamingju Natalía og gangi þér vel!

https://fimleikasamband.is/stulknalid/


Leikmenn Fjölnis í U20 kvenna og karla 2023 í körfubolta

Það gleður okkur að tilkynna að Stefanía Tera Hansen hefur verið valin í 17 manna hóp U20 kvenna í körfubolta fyrir sumarið 2023!

Einnig hefur U20 karla í körfubolta (fyrsti æfingahópur) verið boðaður en í þeim hópi eru þeir Ísak Örn Baldursson og Karl Ísak Birgisson.

Við hjá Fjölni erum gífurlega stolt af okkar fólki og óskum þeim góðs gengis í komandi verkefnum!


Heilsteyptur Haus – hugarfarsþjálfunar námskeið

Heilsteyptur Haus – hugarfarsþjálfunar námskeið

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar Fjölnis stendur fyrir námskeiði fyrir iðkendur í 3. og 4. flokki karla og kvenna í samvinnu við HAUS hugarþjálfun. Um er að ræða námskeið sem miðar að því að styrkja hugarfarslega þætti þátttakenda í gegnum fræðslu, heimaverkefni og eftirfylgni. Námskeiðið hófst vikuna 24. – 28. apríl og eru hóparnir fjórir sem samanstanda af u.þ.b. 20 iðkendum hver.

Hugarfarslegi/andlegi þátturinn í íþróttum og lífinu er ekki síður mikilvægur en sá líkamlegi og með þessu vill BUR stuðla að bættri líðan og sjálfsmynd iðkenda Fjölnis. Jafnframt er þetta fyrsti
viðburðurinn sem greiddur er að hluta til úr styrktarsjóð Fjölnismannsins Hálfdáns Daðasonar.

Markmið styrktarsjóðsins er að stuðla að fræðslu um geðheilbrigði og efla forvarnarstarf hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar félagsins.

Heilsteyptur Haus er…
…hugarþjálfunarnámskeið fyrir yngri flokka og unglingaflokka í hópíþróttum þar sem iðkendur og þjálfarar læra að sinna þjálfun einbeitingar, sjálfstrausts og liðsheildar á reglubundinn hátt inni á æfingum samhliða tækniþjálfun og líkamlegri þjálfun.

Heilsteyptur Haus er fyrir…
…íþróttafélög sem vilja taka stórt skref í að sinna þeim hluta þjálfunar sem hefur verið stórlega
vanræktur í íþróttaþjálfun í gegnum tíðina og leiðir af sér ánægðarar íþróttafólk og betra íþróttafólk.

Heilsteyptur Haus samanstendur af:

  • 4 fyrirlestrum fyrir iðkendur
  • Vinnu iðkenda í styrktarprógrömmum á milli fyrirlestra
  • 4 þjálfarafundum
  • Þjálfarahandbók fyrir alla þjálfara


Halldór Karl Þórsson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis

Halldór Karl Þórsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis og hefur þegar hafið störf.

Halldór Karl þarf hvorki að kynna fyrir Fjölnisfólki né íslenska körfuboltaheiminum. Hann hefur síðastliðin ár haslað sér völl sem metnaðarfullur þjálfari bæði hjá yngri- og meistaraflokkum Fjölnis. Hann gerði meðal annars kvennalið Fjölnis að deildarmeisturum í Subway deild kvenna árið 2022.

Halldór Karl kemur til félagsins frá Hamri en félaginu tókst að tryggja sér sæti í Subway deild karla á næsta tímabili og mun Halldór Karl starfa áfram sem þjálfari meistaraflokks karla Hamars. Halldór Karl er einnig aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna og aðalþjálfari undir 20 ára landsliðs kvenna.

Ný stjórn Fjölnis ætlar í uppbyggingu á barna-og unglingastarfi félagsins og er ráðning Halldórs liður í því að styrkja starfið sem framundan er í Grafarvoginum. Með ráðningu yfirþjálfara stefnir Fjölnir á að gera þjálfun körfuboltans markvissari og metnaðarfyllri en áður en Fjölnir stefnir á frekari afreksþjálfun í yngri flokkum sem mun á endanum leiða til sterkari barna-og unglingastarfs hjá félaginu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Halldór Karl ásamt Salvöru Þóru Davíðsdóttu formanni Körfuknattleiksdeildar.

Við hjá Fjölni erum stolt og ánægð að fá Halldór Karl aftur til liðs við félagið og hlökkum til samstarfsins í þeirri uppbyggingu sem framundan er í körfuboltastarfi Grafarvogs.

Körfuknattleiksdeild Fjölnis


Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.

Skráning fer fram hér

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017

Hér má sjá nánari upplýsingar


35. Fjölnishlaup Olís - 18. maí 2023

Hið árlega Fjölnishlaup Olís verður ræst í 35. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á uppstigningardag, þann 18. maí kl. 11:00.

Fjölnishlaupið er einn elsti viðburður opinn almenningi á vegum Fjölnis. Í boði verða þrjár vegalengdir, 1,4 km skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup. Margir fremstu hlauparar landsins hverju sinni hafa tekið þátt í fyrri hlaupum og metin bætt ár frá ári. Hlaupin hafa verið hvatning fyrir margra til að hefja hlaupaferilinn sinn, bæði fyrir unga sem og eldri hlaupara.

Vegalengdin 1,4 km er kjörin fyrir yngstu hlauparana og oft hafa foreldrar hlaupið við hlið unganna sinna og með því móti átt sameiginlega reynslu á hlaupabrautinni og búið til góðar minningar.

Áhugasamir hafa enn góðan tíma til undirbúnings ef hlaupaformið er ekki til staðar og er öllum velkomið að koma og taka þátt. Fjölnir rekur öflugt starf í frjálsíþróttadeild, þar sem allir aldurshópar geta fundið æfingar við sitt hæfi. Langhlaup eru góð líkamsrækt og í góðum félagsskap ræktar maður heilbrigða sál í hraustum líkama. Fyrsta skrefið er að taka þátt og síðari skrefin eru að ná framförum.

Allar upplýsingar um hlaupið í ár og skráningu má finna á www.sumarhlaupin.is

Hér til hliðar má sjá myndir frá Fjölnishlaupum fyrri ára


Fjölnir og Víkingur mætast í úrslitum umspils um sæti í Olísdeild karla

Fjölnir og Víkingur mætast í úrslitum umspils um sæti í Olísdeild karla. Þetta varð ljóst eftir að bæði lið unnu andstæðinga sína, Þór Ak. og Kórdrengi. Strákarnir okkar áttu frábæra frammistöðu þegar þeir sigruðu Þór Ak. í öðrum leik umspilsins á mánudaginn síðastliðinn á Akureyri!

Liðið sem vinnur þrjár viðureignir hreppir sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Fyllum Dalhúsin á heimaleikjunum og fjölmennum einnig á útileikina í Safamýri.

Fyrsti leikur mun fara fram í Safamýrinni, þriðjudaginn 25. apríl nk. kl. 18:00

Næstu leikir:
Fjölnir – Víkingur | 28. apríl kl. 19:30
Víkingur – Fjölnir | 1. maí kl. 14:00

Ef þarf:
Fjölnir – Víkingur | 4. maí kl. 19:30
Víkingur – Fjölnir | 7. maí kl. 14:00

Áfram Fjölnir!


Treyjunúmer

Ein af þeim knattspyrnureglum sem við verðum að fylgja er að allir hafi fast treyjunúmer. Nú er komið að þeim skemmtilegu tímamótum hjá yngra ári í 6. flokki í knattspyrnu að fá fyrstu úthlutun treyjunúmers. Iðkendur sem eru fæddir á slétttölu ári eiga að velja sér slétt númer á treyjuna sína. Þeir sem eru fæddir á oddatöluári velja sér oddatölu númer.

Ef fleiri en einn iðkandi óskar eftir sama númeri þá verður dregið um það hvaða iðkandi fær óskanúmerið. Yfirþjálfari (skrifstofa) sér um það. Aðrir iðkendur verða að velja annað númer.

Iðkendur halda sama númeri út þriðja flokk. Númerið er óbreytilegt og hver leikmaður má eingöngu hafa eitt númer.

Yfirþjálfari (skrifstofa) félagsins heldur utan um númer allra iðkenda.

Nýir iðkendur hjá félaginu tala við yfirþjálfara til að fá treyjunúmer. Þeir leikmenn sem eru í 2. flokki mega halda áfram með sama númer nema ef tveir eru með sama númerið. Ef tveir eru með sama númer þá verður að draga út. Yfirþjálfari (skrifstofa) sér um það.

Ekki hika við að hafa samband yfirþjálfara ef einhverjar spurningar vakna.


Fjölnir og Samskip

Nú hafa meistaraflokkar knattspyrnudeildar Fjölnis spilað sína fyrstu leiki í nýjum búningum frá Puma. Það gleður okkur að kynna nýjan samstarfsaðila, Samskip, en merki þeirra er á baki allra búninga knattspyrnudeildarinnar; meistaraflokka og yngri flokka.

Samningurinn við Samskip var gerður til að heiðra minningu Sævars Reykjalín en hann var starfsmaður Samskipa og formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis. Samningurinn var gerður til þriggja ára. Við þökkum Samskipum kærlega fyrir þennan rausnarlega styrk og hlökkum til samstarfsins næstu þrjú árin.

Á efri myndinni hér til hliðar má sjá Guðmund Lúðvík Gunnarsson, framkvæmdarstjóra Fjölnis ásamt Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, forstöðumanni markaðs- og samskiptadeildar Samskipa.

Á þeirri neðri má sjá bakhliðina á nýju búningunum.


Ósóttir happdrættisvinningar!

Ótrúlegt en satt þá á enn eftir að sækja nokkra vinninga úr happdrætti Þorrablótsins!

Við hvetjum fólk eindregið til þess að koma og sækja vinningana sína en frestur til þess að sækja vinninga er til og með 29. apríl 2023.

Hægt er að nálgast vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll gegn framvísun happdrættismiða með vinningsnúmeri. Opnunartími skrifstofu er frá 9:00-12:00 og 13:00-16:00 alla virka daga. Ef þið komist ekki á þeim tíma má senda póst á hildur@fjolnir.is

Hér til hliðar má sjá vinningaskrána

Númer miðaVinningur
223Handknattleiksbókin - Saga handknattleiksins á Íslandi
2246Bók: Bjór – umhverfis jörðina
1205Bók: Heima hjá lækninum í eldhúsinu
384N1 – Inneignarkort upp á 10 þús.
255N1 – Inneignarkort upp á 10 þús.
1204N1 – Inneignarkort upp á 10 þús.
985N1 – Inneignarkort upp á 10 þús.
882Tveir eins dags lyftumiðar í Hlíðarfjall á Akureyri
2192Barion - Börger og franskar og gos (eða salat)
2007Barion - Börger og franskar og gos (eða salat)
1217Barion - Börger og franskar og gos (eða salat)
1225Hlöllabátar – Bátur og gos
1122Hlöllabátar – Bátur og gos
250Hlöllabátar – Bátur og gos
221Hlöllabátar – Bátur og gos
1117Hlöllabátar – Bátur og gos
579Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús.
1510Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús.
1649Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús.
814Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús.
1513Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús.
1631Hans og Gréta – 5.000 kr. gjafabréf
316Húsasmiðjan / Blómaval - 15.000 kr. gjafabréf
535Ölgerðin - Gosglaðningur
1060AKS Ljósmyndun - 30 mínútna myndataka + 4x 13x18 útprentaðar myndir
701Margt Smátt – 30.000 kr. gjafabréf fyrir Fjölnisvarningi
397Heimsferðir – 20.000 kr. gjafabréf
583Heimsferðir – 20.000 kr. gjafabéf
183Þrír frakkar hjá Úlfari – Gjafabréf í hádegisverð fyrir tvo
2289Eldhestar – Gjafabréf fyrir tvo í ferð 2A – The Heritage Tour
184Hótel Frón – Gisting fyrir tvo í eina nótt í stúdíóíbúð með morgunmat
257Eldhestar – Gjafabréf fyrir tvo í ferð 2A – The Heritage Tour
1740Íslensk hollusta – Gjafakassi stærri að verðmæti 25.000
1749Íslensk hollusta – Gjafakassi stærri að verðmæti 25.000
1065Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr.
1732Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr.
1077Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr.
2492Galato Gaeta ísbúð, Mathöll Höfða - 3.000 kr. gjafabréf
574Fætur toga – Göngugreining og par af Feetures sokkum
966Fætur toga – Göngugreining og par af Feetures sokkum
96Hótel Örk – Gjafabréf fyrir gistingu fyrir tvo með morgunverð í superior herbergi
2226Laugarvatn Fontana – Aðgangur fyrir tvo ásamt drykk
808Minigarðurinn – Gjafabréf í minigolf fyrir fjóra
2321Perlan – Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 2 börn á allar sýningar sem Perlan hefur upp á að bjóða
665Arctic Rafting – Gjafabréf fyrir 2 í rafting
131Elding – Gjafabréf fyrir 2 fullorðna í hvalaskoðun í RVK eða AK – Andviðri 24.980 kr.
1067Blush – 5.000 kr. gjafabréf
2278Blush – 5.000 kr. gjafabréf
284Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf
1658Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf
251Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf
390Serrano – 2x burrito eða quesadilla
901Serrano – 2x burrito eða quesadilla
823Serrano – 2x burrito eða quesadilla
2458Serrano – 2x burrito eða quesadilla
380Serrano – 2x burrito eða quesadilla
909Hótel Húsafell – Gjafabréf í Giljaböðin
768Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 18 holu golfhringur fyrir tvo
1370Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 18 holu golfhringur fyrir tvo
1693Icelandair – 50.000 kr. gjafabréf
668Himbrimi - Gin
741MS – Kassi af hleðslu
1199MS – Kassi af hleðslu
1080MS – Kassi af hleðslu
2368MS – Kassi af hleðslu
1405World Class - Gjafabréf fyrir tvo í Betri stofuna í Laugum
444Sælan – 5.000 kr. gjafabréf
317Hreyfing – Gjafabréf
217Hreyfing – Gjafabréf
2328Hreyfing – Gjafabréf
18Hreyfing – Gjafabréf
252World Class - Gjafabréf fyrir tvo í Betri stofuna í Laugum
383Northern Light Inn - Gjafabréf í flot í Aurora Floating + 3ja rétta kvöldverður fyrir tvo
1776Northern Light Inn - Gjafabréf í 2ja manna standard herbergi m/ morgunmat