Takk fyrir veturinn
Nú er Sundskóla Fjölnis lokið í vetur og þökkum við kærlega fyrir veturinn það var rosalega gaman að sjá hvað allir stóðu sig vel á sundsýningunum í síðustu viku og við hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta sundári.
Höfrungar munu synda út þessa viku og svo eru þeir komnir í frí. Hákarlar og Háhyrningar synda fram yfir skólalok og Hákarlar sem eru að keppa á AMÍ synda fram að AMÍ sem er í lok júní. Nánar auglýst á Fésbókarsíðum hópana og hjá þjálfurum.
Einnig hvetjum við ykkur til þess að kíkja í Sumarsundskólann okkar sem hefst 11.júní. Námskeiðin standa yfir í tvær vikur í senn, þar sem kennt er 5 daga vikurnar = 10 skipti.
>>> Nánari upplýsingar um Sumarsundskóla Fjölnis 2018
>>> Skráning á https://fjolnir.felog.is/
GLEÐILEG SUMAR !!
9. flokkur drengja Íslandsmeistarar.
Glæsilegur árangur 9. flokks drengja.
Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki drengja í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018.
Það var lið Fjölnis sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018.
Fjölnir lék í undanúrslitunum gegn Breiðablik og í hinum undanúrslitaleiknum var það KR sem hafði betur gegn Stjörnunni. Í úrslitaleiknum var það svo Fjölnir sem vann KR en lokatölur urðu leiksins urðu 48:63 fyrir Fjölni.
Þjálfari liðsins er Birgir Guðfinnsson.
Ólafur Ingi Styrmisson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann var með 8 stig, 23 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta.
KKÍ óskar Fjölni til hamingju með titilinn!
Fréttin er tekin af vef KKÍ, http://kki.is/frettir/frett/2018/05/07/Fjolnir-er-islandsmeistari-i-9.-flokki-drengja-2018/?pagetitle=Fj%C3%B6lnir+er+%C3%ADslandsmeistari+%C3%AD+9.+flokki+drengja+2018
Innilega til hamingju strákar, stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis.
Vorhátíð Karatedeildarinnar 2018
Laugardag milli 11 og 12 ætlum við að halda árlegu vorhátíðina okkar. Þá komum við öll saman, iðkendur og foreldrar/forráðamenn og höldum upp á árangurinn undanfarinn vetur.
Í ár verður framkvæmdin með nýju sniði. Við ætlum að hittast öll í gamla fimleikasalnum sem er á sama gangi og salurinn okkar í kjallara Egilshallar.
- Afrekshópur Fjölnis og Aftureldingar verður með sýningaratriði
- Afhending viðurkenningar fyrir bestu ástundun
- Allir taka þátt í nokkrum æfingum
Kæru foreldrar og forráðamenn, mætið í léttum eða íþróttafatnaði því í þetta skiptið getið þið gert ráð fyrir að taka virkan þátt í prógramminu.
#ÁframFjölnir
Grafarvogslaug lokuð 7.-11.maí
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður Grafarvogslaug lokuð vikuna 7. – 11. maí 2018 vegna viðhalds og framkvæmda.
Allar sundæfingar falla því niður í lauginni 7.-11.maí.
ÆFINGAR HEFJAST AFTUR SAMKV. PLANI MÁNUDAGINN 14.MAÍ.
Kv. Þjálfarar
Íslandsmeistaratitill í höfn og fleiri góð verðlaun
Að loknu Meistaramóti barna og Íslandsmeistarmóti unglinga í kata gleðjumstvið yfir árangri iðkendanna okkar.
Á Meistarmóti barna í kata náði Eva Hlynsdóttir bronsi í flokki 11 ára stúlkna.
Á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata unnu eftirfarandi til verðlauna:
- Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, gull í flokki 13 ára stúlkna
- Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í flokki 13 stúlkna
- Kjartan Bjarnason, brons í flokki 12 ára pilta
- Hákon Bjarnason, brons í flokki 14 ára pilta
- Baldur Sverrisson, brons í flokki 16 og 17 ára pilta
Við erum afskaplega stolt og ánægð með árangurinn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Íslandsmeistari í Kata 13 ára stúlkna, Ylfa Sól Þorsteinsdóttir ásamt Eydísi Magneu Friðriksdóttur silfurverðlaunahafa.
Íslandsmeistarar í 7 flokki 2018
Fjölnir varð um helgina íslandsmeistari 2018 í 7. flokki drengja eftir lokamótið í A-riðli sem fram fór um helgina í Rimaskóla.
Fjölnisdrengir stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins og voru því krýndir Íslandsmeistarar 2018.
Þjálfari strákana er Sævaldur Bjarnason.
Það var Ester Alda Sæmundsdóttir, úr stjórn KKÍ, sem afhenti verðlaunin í leikslok.
Til hamingju Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Ársfundur Karatedeildar Fjölnis
Þann 21. febrúar síðastliðinn var haldinn aðalfundur Karatedeildar Fjölnis.
Á honum var farið yfir þann árangur sem náðst hefur í starfinu á árinu. Á meðal nokkurra helstu atriða má nefna:
- Mikil þátttaka var í mótum hjá iðkendum frá aldrinum 8 ára til 16 ára. Árangur reyndist með ágætum.
- 12 iðkendur fóru gegnum Dan gráðun til svarts beltis
- Stór hópur iðkenda fór til Skotlands á námskeið hjá Sensei Steven Morris og til mótahalds.
- Allir þátttakendur deildarinnar sem þátt tóku í Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite komust á verðlaunapall
- Íþróttasamband Íslands staðfesti viðurkenningu sína á því að deildin sé Fyrirmyndardeild ÍSÍ
- Alger viðsnúningur á rekstrarniðurstöðum
- Fjöldi iðkenda á síðustu önn ársins var rétt um 90
Stjórn deildarinnar árið 2018 er sem hér segir:
- Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, formaður
- Esther Hlíðar Jensen, gjaldkeri
- Valborg Guðjónsdóttir, ritari
- Sif Ólafsdóttir, meðstjórnandi
- Willem C.Verheul, meðstjórnandi
- Kristján Valur Jónsson, meðstjórnandi
Góður árangur á fyrsta GrandPrix móti KAÍ 2018
Okkar fólki gekk ágætlega á fyrsta GrandPrix móti Karatesambands Íslands á árinu. Alls komust iðkendur frá Karatedeild Fjölnis 7 sinnum á verðlaunapall.
Urðu úrslit eftirfarandi:
Kata 12-13 ára stúlkna
- Eydís Magnea Friðriksdóttir, gull
- Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, silfur
Kata 14-15 ára stúlkna
- Sunna Rut Guðlaugardóttir, brons
Kata 16-17 ára pilta
- Baldur Sverrisson, silfur
Kumite 12-13 ára stúlkna
- Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur
Kumite 14 ára pilta
- Hákon Bjarnason, brons
Kumite 16-17 ára pilta
- Baldur Sverrisson, silfur
Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.
* Á myndinni má sjá þær Eydísi Magneu og Ylfu Sól á verðlaunapallli fyrir keppni í kata 12-13 ára stúlkna