Takk fyrir veturinn

Nú er Sundskóla Fjölnis lokið í vetur og þökkum við kærlega fyrir veturinn það var rosalega gaman að sjá hvað allir stóðu sig vel á sundsýningunum í síðustu viku og við hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta sundári.
Höfrungar munu synda út þessa viku og svo eru þeir komnir í frí.  Hákarlar og Háhyrningar synda fram yfir skólalok og Hákarlar sem eru að keppa á AMÍ synda fram að AMÍ sem er í lok júní. Nánar auglýst á Fésbókarsíðum hópana og hjá þjálfurum.

Einnig hvetjum við ykkur til þess að kíkja í Sumarsundskólann okkar sem hefst 11.júní.  Námskeiðin standa yfir í tvær vikur í senn, þar sem kennt er 5 daga vikurnar = 10 skipti.

>>> Nánari upplýsingar um Sumarsundskóla Fjölnis 2018

>>> Skráning á https://fjolnir.felog.is/

GLEÐILEG SUMAR !!


9. flokkur drengja Íslandsmeistarar.

Glæsilegur árangur 9. flokks drengja.

Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki drengja í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018.

Það var lið Fjölnis sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018.

Fjölnir lék í undanúrslitunum gegn Breiðablik og í hinum undanúrslitaleiknum var það KR sem hafði betur gegn Stjörnunni. Í úrslitaleiknum var það svo Fjölnir sem vann KR en lokatölur urðu leiksins urðu 48:63 fyrir Fjölni.

Þjálfari liðsins er Birgir Guðfinnsson.

Ólafur Ingi Styrmisson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann var með 8 stig, 23 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

KKÍ óskar Fjölni til hamingju með titilinn!
Fréttin er tekin af vef KKÍ, http://kki.is/frettir/frett/2018/05/07/Fjolnir-er-islandsmeistari-i-9.-flokki-drengja-2018/?pagetitle=Fj%C3%B6lnir+er+%C3%ADslandsmeistari+%C3%AD+9.+flokki+drengja+2018​ 

Innilega til hamingju strákar, stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis.


Vorhátíð Karatedeildarinnar 2018

Laugardag milli 11 og 12 ætlum við að halda árlegu vorhátíðina okkar. Þá komum við öll saman, iðkendur og foreldrar/forráðamenn og höldum upp á árangurinn undanfarinn vetur.

Í ár verður framkvæmdin með nýju sniði. Við ætlum að hittast öll í gamla fimleikasalnum sem er á sama gangi og salurinn okkar í kjallara Egilshallar.

  • Afrekshópur Fjölnis og Aftureldingar verður með sýningaratriði
  • Afhending viðurkenningar fyrir bestu ástundun
  • Allir taka þátt í nokkrum æfingum

Kæru foreldrar og forráðamenn, mætið í léttum eða íþróttafatnaði því í þetta skiptið getið þið gert ráð fyrir að taka virkan þátt í prógramminu.

Facebook síða atburðarins

#ÁframFjölnir


Grafarvogslaug lokuð 7.-11.maí

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður  Grafarvogslaug  lokuð vikuna 7. – 11. maí 2018 vegna viðhalds og framkvæmda.

Allar sundæfingar falla því niður í lauginni 7.-11.maí.

ÆFINGAR HEFJAST AFTUR SAMKV. PLANI  MÁNUDAGINN 14.MAÍ.

Kv. Þjálfarar


Íslandsmeistaratitill í höfn og fleiri góð verðlaun

Að loknu Meistaramóti barna og Íslandsmeistarmóti unglinga í kata gleðjumstvið yfir árangri iðkendanna okkar.

Á Meistarmóti barna í kata náði Eva Hlynsdóttir bronsi í flokki 11 ára stúlkna.

Á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata unnu eftirfarandi til verðlauna:

  • Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, gull í flokki 13 ára stúlkna
  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í flokki 13 stúlkna
  • Kjartan Bjarnason, brons í flokki 12 ára pilta
  • Hákon Bjarnason, brons í flokki 14 ára pilta
  • Baldur Sverrisson, brons í flokki 16 og 17 ára pilta

Við erum afskaplega stolt og ánægð með árangurinn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Íslandsmeistari í Kata 13 ára stúlkna, Ylfa Sól Þorsteinsdóttir ásamt Eydísi Magneu Friðriksdóttur silfurverðlaunahafa.


Íslandsmeistarar í 7 flokki 2018

Fjölnir varð um helgina íslandsmeistari 2018 í 7. flokki drengja eftir lokamótið í A-riðli sem fram fór um helgina í Rimaskóla.

Fjölnisdrengir stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins og voru því krýndir Íslandsmeistarar 2018.

Þjálfari strákana er Sævaldur Bjarnason.

Það var Ester Alda Sæmundsdóttir, úr stjórn KKÍ, sem afhenti verðlaunin í leikslok.

Til hamingju Fjölnir!

#FélagiðOkkar


Ársfundur Karatedeildar Fjölnis

Þann 21. febrúar síðastliðinn var haldinn aðalfundur Karatedeildar Fjölnis.

Á honum var farið yfir þann árangur sem náðst hefur í starfinu á árinu. Á meðal nokkurra helstu atriða má nefna:

  • Mikil þátttaka var í mótum hjá iðkendum frá aldrinum 8 ára til 16 ára. Árangur reyndist með ágætum.
  • 12 iðkendur fóru gegnum Dan gráðun til svarts beltis
  • Stór hópur iðkenda fór til Skotlands á námskeið hjá Sensei Steven Morris og til mótahalds.
  • Allir þátttakendur deildarinnar sem þátt tóku í Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite komust á verðlaunapall
  • Íþróttasamband Íslands staðfesti viðurkenningu sína á því að deildin sé Fyrirmyndardeild ÍSÍ
  • Alger viðsnúningur á rekstrarniðurstöðum
  • Fjöldi iðkenda á síðustu önn ársins var rétt um 90

Stjórn deildarinnar árið 2018 er sem hér segir:

  •   Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, formaður
  •   Esther Hlíðar Jensen, gjaldkeri
  •   Valborg Guðjónsdóttir, ritari
  •   Sif Ólafsdóttir, meðstjórnandi
  •   Willem C.Verheul, meðstjórnandi
  •   Kristján Valur Jónsson, meðstjórnandi

Góður árangur á fyrsta GrandPrix móti KAÍ 2018

Okkar fólki gekk ágætlega á fyrsta GrandPrix móti Karatesambands Íslands á árinu. Alls komust iðkendur frá Karatedeild Fjölnis 7 sinnum á verðlaunapall.

Urðu úrslit eftirfarandi:

Kata 12-13 ára stúlkna

  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, gull
  • Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, silfur

Kata 14-15 ára stúlkna

  • Sunna Rut Guðlaugardóttir, brons

Kata 16-17 ára pilta

  • Baldur Sverrisson, silfur

Kumite 12-13 ára stúlkna

  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur

Kumite 14 ára pilta

  • Hákon Bjarnason, brons

Kumite 16-17 ára pilta

  • Baldur Sverrisson, silfur

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.

* Á myndinni má sjá þær Eydísi Magneu og Ylfu Sól á verðlaunapallli fyrir keppni í kata 12-13 ára stúlkna