Foreldrafundir yngri flokka

Á þriðjudaginn hélt hkd. Fjölnis foreldrafundi fyrir 8. - 5. flokk karla og kvenna í húsakynnum Fjölnis í Egilshöll.

Það var þéttt setið þar sem foreldrar hlustuðu á BUR og yfirþjálfara ræða um komandi vetur, áherslur og kynningu á starfi og þjálfurum deildarinnar.

Mikilvægar samræður mynduðust á fundunum sem við munum nú vinna með til að efla starfið enn frekar.

Takk fyrir flott kvöld.

- BUR og Andri Sigfússon


Landsliðsfólk

Á föstudaginn var valið í öll yngri landsliðs kvenna og U15 ára landslið karla. Við Fjölnisfólk getum svo sannarlega verið ánægð með valið þar sem 6 leikmenn frá Fjölni og 2 leikmenn að auki frá sameiginlegu liði Fjölnis og Fylkis voru valdir í landsliðin að þessu sinni:

 

U19 ára landslið kvenna

Þyri Erla Sigurðardóttir

U17 ára landslið kvenna

Hanna Hrund Sigurðardóttir

U15 ára landslið kvenna

Nína Rut Magnúsdóttir (Fjölnir)

Katrín Erla Kjartansdóttir (Fylkir)

Svava Lind Gísladóttir (Fylkir)

U15 ára landslið karla

Einar Bjarki Arason

Halldór Snær Georgsson

 

Þess má geta að leikmenn sameiginlegs liðs Fjölnis og Fylkis í 4. flokki kvenna spila í Fjölnistreyjum og Fylkisstuttbuxum.

Handknattleiksdeild Fjölnis óskar þessum leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta eigi eftir að efla þá enn frekar.


Framhaldsaðalfundur 27.september

Boðað er til framhaldsaðalfundar þann 27.september.

Áður hefur verið boðað til þessa sama fundar nema viku fyrr. Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur honum verið frestað um viku.


Garpa- og skriðsundsnámskeið í Grafarvogslaug

Egló Ósk Gústafsdóttir verður þjálfari á skriðsundsnámskeiðunum og einnig mun hún þjálfa Garpasundið. Eygló Ósk er tvöfaldur Olympíufari, margfaldur Íslandsmeistari, Íslands- og norðurlandamethafi, hún var kjörin íþróttamaður ársins 2015.

Sjá tengil, Skriðsundsnámskeið fullorðna í Grafarvogslaug.


Karateæfingar hefjast eftir sumarleyfi

Æfingar eru að hefjast á ný hjá okkur í karatedeidinni innan skamms. Iðkendur síðasta árs æfa í framhaldshópum á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Nýjir hópalistar verða birtir innan skamms. Skoðið þá vel og upplýsið tímanlega um athugasemdir og forföll fyrir komandi tímabil.

Framhaldsnámskeið (Framhald allir hópar) hefjast þriðjudaginn 4.september og lýkur með beltaprófi laugardaginn 8.desember. Æft er þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga samkvæmt hópalista.

Ný byrjendanámskeið (byrjendur allir hópar) hefjast 10. september og lýkur með beltaprófi mánudaginn 10. desember. Byrjendatímar eru mánudaga og miðvikudaga

  • 7 ára og yngri byrjendur 17:00 til 17:45
  • 8 til 12 ára frá kl 17:45 til 18:30
  • 16 ára og eldri kl 20:30 til 21:30

Einnig verður boðið upp á námskeið í styrktarþjálfun og tímar í boði

  • kl 16:00 til 17:00 eða 20:30 til 21:30 á mánudögum og miðvikudögum, og
  • kl 16:00 til 17:00 eða kl 19:00 til 20:00 á föstudögum.

Mánudaga og miðvikudaga verður sameiginlegur tími kl 20:30 til 21.30 fyrir byrjendur 16 ára og eldri og styrktarþjálfun.

Skráníng í námskeið fer fram á https://fjolnir.felog.is.


Velkominn Jacky

Jacky Pellerin skrifaði undir samning sem afreks- og yfirþjálfari sundeildarinnar fimmtudaginn 28. júní. Hann mun hefja störf 1. ágúst.  Við bjóðum Jacky hjartanlega velkomin og hlakkar okkur mikið til að vinna með honum við að efla deildina og koma Fjölnir aftur meðal stærstu og sterkustu sunddeilda landsins. Jacky er mikill fengur fyrir deildina okkar, hann er vel mentaður þjálfari með mikla reynslu bæði sem yfirþjálfari og afreksþjálfari.

Sjáumst í haust, kveðja stjórn sunddeildar Fjölnis


Hreiðar Bjarki kominn heim

Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.  Hreiðar er uppalinn Fjölnisdrengur og kemur heim reynslunni ríkar eftir að hafa spilað með Þór A á síðasta tímabili.  Hreiðar er framherji og mun koma inn í hópinn sem hefur verið að eflast síðustu vikurnar.

Velkomin heim Hreiðar Bjarki

#FélagiðOkkar


AMÍ 2018

Aldurflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) fór fram í blíðskaparveðri á Akureyri um helgina.  Alls tóku níu sundmenn þátt í mótinu í ár frá Sunddeild Fjölnis og stóðu þau sig að vanda mjög vel.  Mikið um persónulega bætingar og margir að næla sér í stig fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur, enn að líkt og í fyrra keptum við saman með Sunddeild Ármanns og Sunddeild KR undir merkjum ÍBR.

Fremstur í flokki var Ingvar Orri Jóhannesson sem nældi sér í 4 silfur og eitt brons í Drengjaflokki (13-14 ára) auk þess að vinna eitt gull, eitt silfur og eitt brons í boðsundum.
Systir hans Eyrún Anna Jóhannesdóttir nældi sér silfur í 100m skriðsundi meyja (12 ára og yngri) auk þess að vinna eitt gull og eitt silfur í boðsundum
Héðinn Höskuldsson vann eitt silfur og eitt brons í boðsundum í Drengjaflokki.
Arna Maren Jóhannesdóttir vann Brons í Boðsundi í Telpnaflokki
Embla Sólrún Jóhannesdóttir vann svo silfur í Boðsundi í Meyjaflokki

>>> Úrslit Fjölnis á AMÍ 2018

Nær allir voru að bæta sína bestu tíma í sínum greinum.
Nú tekur við sumarfrí hjá öllum flokkum, enn Sumarskólinn mun starfa áfram í allt sumar.
Takk fyrir mig og takk fyrir helgina. Það er búið að vara sannur heiður að vinna með ykkur sl. ár.

Kv. Raggi


Vilhjálmur Theodór skrifar undir hjá körfunni

Vilhjálmur Theodór Jónsson gekk í dag í raðir körfuknattleiksdeildar Fjölnis þegar hann skrifaði undir samning við félagið.

Hann er öflugur framherji og kemur frá Njarðvík.  Vilhjálmur Theodór er annar leikmaðurinn sem Fjölnir semur við í vikunni, hinn var Róbert Sig.

Koma þessara tveggja leikmanna styður vel við markmið deildarinnar í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir stjórn Fals Harðarsonar.

Við bjóðum Vilhjálm velkomin í voginn

Á myndinni eru Vilhjálmur Theodór Jónsson og Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri að skrifa undir samninginn.

#FélagiðOkkar


Róbert Sig kominn heim!

Bakvörðurinn knái, Róbert Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.

Róbert er uppalinn Fjölnismaður en var á síðasta tímabili hjá Stjörnunni.

Það er mikill fengur að fá hann aftur í Voginn og undirstrikar það áherslurnar fyrir næsta keppnistímabil.

Við bjóðum hann velkominn í hópinn.

#FélagiðOkkar