Laus sumarstörf í Dalhúsum

UPPFÆRT!

Búið er að ráða í allar stöður. Við þökkum umsækjendum kærlega fyrir.

#FélagiðOkkar


Þrjár stelpur semja við Fjölni/Fylki

Þrjár stelpur fæddar 2003 hafa samið við Fjölni/Fylki í handbolta.

Þær koma allar frá ÍR.

Aníta Rut Sigurðardóttir – skytta

Elín Kristjánsdóttir – miðja

Margrét Þórhallsdóttir – horn

Þær urðu deildameistarar í efstu deild fyrir ári síðan og komust í úrslit í bikarkeppni yngri flokka.

#FélagiðOkkar


Vorhátíð handknattleiksdeildar

Vorhátíð handknattleiksdeildar fer fram miðvikudaginn 3.júní nk. Vorhátíðin fer fram í hátíðarsalnum í Dalhúsum og verður þrískipt þetta árið.

Flokkunum verður skipt upp eftirfarandi:

8. - 7. flokkur karla og kvenna / kl. 17:30-18:30

6. - 5. flokkur karla og kvenna / kl. 18:30-19:30

4. - 3. flokkur karla og kvenna / kl. 19:30-20:30

Eins og áður fara fram stutt ræðuhöld, þjálfarar fara stuttlega yfir veturinn hjá hverjum flokki, viðurkenningar verða veittar, farið verður í leiki og í lokin er grillveisla fyrir alla.

Hvetjum alla til að mæta og skemmta sér saman.


Æfingar falla niður á fimmtudaginn

Allar æfingar falla niður í Egilshöll á uppstigningardegi næstkomandi fimmtudag.

#FélagiðOkkar


Fjölnir og Stöð 2 Sport Ísland

Vinnum saman – Fjölnir og Stöð 2 Sport Ísland

Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsí Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar.

Stuðningsmönnum Fjölnis stendur til boða að kaupa sérstaka áskrift af Stöð 2 Sport Ísland, á 3.990 á mánuði með bindingu til 1. desember, en með því að kaupa áskriftina ertu um leið að styrkja félagið sem telst afar kjærkomið á tímum sem þessum.

Meðal efnis sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport Ísland á því tímabili er að óbreyttu eftirfarandi:

Pepsí Max deildin (kk og kvk)
Mjólkurbikar (kk og kvk)
Þjóðadeildin
Umspil fyrir EM 2021 karla
Undankeppni EM 2022 kvenna
Olís deildin í handbolta (kk og kvk)
Domino’s deildin í körfubolta (kk og kvk)

Tryggðu þér áskrift hér


Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnudeildar Fjölnis og Bergsveins Ólafssonar

Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnudeildar Fjölnis og Bergsveins Ólafssonar

Beggi hefur ákveðið í samráði við stjórn og þjálfara að leggja skóna á hilluna og mun þar af leiðandi ekki leika með Fjölnisliðinu í sumar. Ástæða þess er að neistinn og ánægjan vegna fótboltans er ekki lengur til staðar hjá honum og því getur hann ekki gefið sig af heilum hug í verkefnið.

„Ég hef ákveðið að hætta í fótbolta, sem hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu öll þessi ár. Ástæðan fyrir því er að ástríðan mín gagnvart fótboltanum hefur minnkað töluvert á meðan hún hefur aukist verulega í öðru sem ég hef verið að taka mér fyrir hendur í lífinu. Vegna anna og ástríðu við sálfræðina, fyrirlestrana og námskeiðanna sé ég mig því miður ekki geta gefið Fjölni mitt allra besta. Það væri því óheiðarlegt við sjálfan mig og Fjölni í heild sinni að halda áfram. Ég vil þakka Fjölni fyrir að móta mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag. Ég er óendanlega þakklátur fyrir allt það sem klúbburinn hefur gert fyrir mig. Ég er stoltur Fjölnismaður og verð það um ókomna tíð. Þið sjáið mig grjótharðan á pöllunum í sumar. Takk fyrir mig.“

Þetta eru auðvitað óvænt tíðindi en Beggi á að baki 166 leiki fyrir Fjölni og hefur verið fyrirliði liðsins. Knattspyrnudeildin þakkar Begga fyrir allt sitt framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa leikmannahópinn fyrir komandi átök en framundan er spennandi tímabil í Pepsi Max deildinni.

#FélagiðOkkar

Undirritað,

-Knattspyrnudeild Fjölnis og Bergsveinn Ólafsson


Vorhreingerning í Dalhúsum

Kæra Fjölnisfólk,

Núna á laugardaginn ætlum við að láta hendur standa frammúr ermum og gera svæðið okkar í Dalhúsum fínt og klárt fyrir sumarið – við byrjum kl. 10.

1) Gott er að taka með sér þessi helstu verkfæri t.d. skóflur, tuskur, strákústa, arfasköfu og plokkara. Það verða svartir ruslapokar á staðnum.

2) FJÖLNISFLÖSKUR – til að slá tvær flugur í einu höggi þá býðst félagið til að taka við flöskum og dósum frá Grafarvogsbúum og fara með í endurvinnsluna. Við hvetjum fólk til að tæma bílskúrinn og geymsluna hjá sér og koma með flöskurnar í Dalhús á laugardaginn og styrkja þannig félagið.

Fyrir harðduglega sjálfboðaliða verður svo boðið upp á grillaðar pulsur og gos upp úr kl. 12:30 🌭🥤

Munum einnig vitanlega virða 2 metra regluna eins og kostur er.

Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn svo hægt sé að áætla fjölda:

Vorhreingerning í Dalhúsum

Hlökkum til að sjá ykkur! 😊

#FélagiðOkkar


Æfingar hefjast að nýju í handboltanum

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast aftur í dag eftir langt hlé. Tímataflan fyrir maí-mánuð er örlítið breytt þeirri sem var í vetur.

Við hvetjum alla krakka til að mæta, þjálfararnir taka vel á móti þeim.

Áfram Fjölnir!