Myndir frá Fjölnishlaupi Olís

Myndir frá Fjönishlaupi Olís 2020 sem fór fram miðvikudaginn 17. júní í dásamlegu veðri.

Við viljum þakka bakhjörlum hlaupsins fyrir frábært samstarf.

Smellið HÉR til að skoða myndir frá hlaupinu.

Ljósmyndari: Baldvin Berndsen

#FélagiðOkkar


Vorhátíð handknattleiksdeildar

Það voru hressir iðkendur sem mættu á Vorhátíð Fjölnis og Fjölnirs/Fylkis til að fagna lokum handboltatímabilsins í Dalhúsum 3. júní sl. Vorhátíðin er árlegur viðburður sem handhnattleiksdeildin stendur fyrir og var með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana.

Iðkendum var skipt upp í þrjá hópa og komu yngstu iðkendurnir fyrstir. Veðrið leik við okkur þennan daginn og hægt var að njóta útverunnar í skemmtilegum leikjum. Flestir spreyttu sig á hraðskotamælingu og skemmtu sér vel í hoppukastalanum. Boðið var upp á grillaðar pylsur og með því og því engin átt að fara svangur heim.

Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjöl og einnig voru veittar einstaklings viðkenningar m.a. fyrir góðar framfarir, ástundun og fyrir að skara fram úr á öðrum sviðum. Þeir iðkendur sem voru valdir í afrekshópa á vegum HSÍ og í landsliðshópa á tímabilinu voru heiðraðir með rós fyrir góða frammistöðu.

Handknattleiksdeild Fjölnis óskar iðkendum og forráðamönnum gleðilegs sumars og hlakkar til að sjá alla aftur í ágúst.


Fjölnishlaup Olís 2020

ATH! Skráningafrestur er til miðnættis þriðjudaginn 16. júní. Þetta á við um allar vegalengdir.

Skráning á netskraning.is.

Viðburður á Facebook


Dusan Ivkovic tekur við meistaraflokki kvenna

Dusan Ivkovic tekur við meistaraflokki kvenna.

Það er knattspyrnudeildinni sönn ánægja að tilkynna Dusan Ivkovic sem nýjan aðalþjálfara meistaraflokks kvenna en hann tekur við af Helenu Ólafsdóttur sem lét af störfum nýverið.

Dusan er reyndur og metnaðarfullur þjálfari sem þekkir vel til innan félagsins og innviða þess en hann þjálfaði síðast árið 2018 hjá Fjölni. Hann hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu og býr yfir alþjóðlegri þjálfarareynslu en áður en kom að Covid þá var hann m.a. þjálfari í knattspyrnuakademíu í Peking í Kína.

Axel Örn Sæmundsson og Arnór Ásgeirsson verða vitanlega áfram í teyminu og munu sinna sínum hlutverkum áfram af festu sem aðstoðarþjálfari og styrkarþjálfari liðsins.

Knattspyrnudeildin fagnar þessari ráðningu og hlakkar til samstarfsins og getur jafnframt ekki beðið eftir því að keppnistímabilið hefjist.

#FélagiðOkkar

Frá vinstri: Arnór Ásgeirsson, Dusan Ivkovic og Axel Örn Sæmundsson.


Æfingar falla niður sunnudag og mánudag

Æfingasvæði Fjölnis eru lokuð næstkomandi sunnudag (hvítasunnudagur) og mánudag (annar í hvítasunnu).

#FélagiðOkkar


Fjölnishellirinn

Ný aðstaða Fjölnis í austurenda Egilshallar hefur fengið nafnið Fjölnishellirinn.

Eins og áður hefur komið fram þá gafst félagsmönnum tækifæri á að senda inn tillögur þar sem þrjár voru valdar. Í framhaldi af því var efnt til kosninga um nafnið.

115 atkvæði bárust sem skiptust á eftirfarandi hátt: Lengjan (20), Fjölnishellirinn (73) og Austrið (22).

Við óskum öllum félagsmönnum til hamingju með nýtt og flott nafn á nýju aðstöðunni okkar í Egilshöll.

 

Fyrir hverja er Fjölnishellirinn?

Nýja aðstaðan okkar mun sérstaklega breyta umhverfi frjálsíþróttadeildar til hins betra, sem hefur þurft að sækja æfingar í Laugardalinn undanfarin ár. Nú gefst deildinni tækifæri á að vaxa enn frekar. Á sama tíma mun aðstaðan nýtast öllum deildum félagsins sem hafa áhuga að halda úti styrktar- og þrekæfingum.

 

#FélagiðOkkar


Sumarlestrarátak Fjölnis

Í dag hófst formlega sumarlestrarátak Fjölnis, Áfram lestur!, og varð Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fyrst til að þiggja Fjölnis bókamerkið.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og viku dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnis bókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í Fjölnis bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar

Á myndinni eru þau Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Sævar Reykjalín forsvarsmaður átaksins

Bókamerkið með mynd af Degi Ragnarssyni úr skákdeild Fjölnis.

Bókamerkið með mynd af Herdísi Birnu Hjaltalín úr listskautadeild Fjölnis.


Helena Ólafsdóttir lætur af störfum

Helena Ólafsdóttir lætur af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna.

Helena Ólafsdóttir og stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis hafa komist að samkomulagi um að verða við ósk Helenu um að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna.

Vegna annarra verkefna, þar á meðal sem stjórnandi Pepsi marka kvenna á Stöð2Sport, sér Helena ekki fram á að geta sinnt þjálfarastarfinu af fullum krafti í sumar.

Helena hefur tilkynnt liðinu um ákvörðun sína en hún er tekin með hagsmuni liðsins að leiðarljósi.

Stjórn knattspyrnudeildar og meistaraflokksráð kvenna hefur nú þegar hafist handa við að leita að eftirmanni hennar. Stjórn hefur falið Axel Erni Sæmundssyni aðstoðarþjálfara að stýra liðinu tímabundið.

Helenu eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

 

Virðingafyllst,

Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis

#FélagiðOkkar


Æfingar eldri flokka hefjast að nýju

Æfingar eldri flokka hefjast að nýju með hefðbundnum hætti frá og með mánudeginum 25. maí.

  • Búið er að opna fyrir notkun á klefum.
  • Styrktarsalurinn í Dalhúsum fer í notkun um leið og tímatafla verður staðfest.