Æfingar samkvæmt töflu í dag

Allar æfingar eru samkvæmt stundatöflu í dag hjá félaginu.
Við sendum út tilkynningu seinna í dag með framhaldið.
– Skrifstofa Fjölnis


Breyttar reglur um samkomutakmarkanir

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt breyttar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi frá og með 5. október. Samkvæmt reglunum eru keppnisíþróttir með snertingu áfram leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Æfingar: Áhorfendur eru ekki leyfðir á æfingar, þó með þeirri undantekningu að foreldrar leikskólabarna mega fylgja sínu barni en þurfa að notast við andlitsgrímu.

Leikir/Mót: Áhorfendur eru ekki leyfðir innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur að hámarki 100 í hverju rými, sitji þeir í númeruðum sætum skráð á nafn og noti andlitsgrímu.

Við beinum því til foreldra og annarra sem ekki tilheyra æfingahópum að halda sig frá æfingasvæðum félagsins. Stöndum saman og gerum allt sem við getum til að halda starfinu okkar gangandi.

Beðið er frekari fyrirmæla um þau skilyrði sem sett eru fyrir keppnisíþróttir með snertingu.

Frétt um nýjar reglur, sem uppfærð verður, má finna á vef stjórnarráðsins – sjá hér.

#FélagiðOkkar


Nýtt fótboltatímabil að hefjast

Nú er nýtt tímabil að hefjast hjá yngri flokkum og knattspyrnudeild Fjölnis er að blása til sóknar í yngri flokka starfi. Á síðustu mánuðum hefur verið unnin mjög góð og markviss stefnumótunarvinna innan knattspyrnudeildar með það að markmiði að auka enn frekar gæði starfsins.

Stór skref hafa verið stiginn og starfa nú tveir yfirþjálfarar í fullu starfi hjá félaginu sem hvor um sig ber ábyrgð á faglegu starfi annars vegar stúlknamegin og hinsvegar drengjamegin. Þetta er stórt skref sem að vonandi leiðir til fjölgunar, ekki síst stúlknamegin, sem og enn faglegra starfi sem mun skila sér til félagsins á næstu árum.

Dagana 3. – 25. október býður Fjölnir börnum fædd árið 2015 og 2016 að æfa frítt og eru þjálfarar og starfsfólk spennt að taka á móti sem flestum börnum. 17. október verður svo haldið Októbermót Fjölnis þar sem allir þeir sem æfa geta tekið þátt gegn þátttökugjaldi.

Æfingatöflur knattspyrnudeildar eru komnar inn á heimasíðu félagsins og má nálgast þar. Minni foreldra að muna að skrá börnin inni á https://fjolnir.felog.is/ svo að æfingatöflur birtist í Sideline appinu.

Svo eru yngri flokkar Fjölnis einnig á Facebook og hvet ég ykkur öll að fylgja okkur þar
https://www.facebook.com/Fj%C3%B6lnir-Yngri-flokkar-Knattspyrnudeild-300328627123537

Árangur yngri flokka félagsins hafa verið með ágætum og er tilvalið að minna á að nýkringdir bikarmeistarar í 3. flokki karla spila úrslitaleik Íslandsmótsins sunnudaginn 4. október klukkan 13:00 á Kópavogsvelli og hvetjum við sem flesta til mæta og hvetja

#FélagiðOkkar

 

Fyrir hönd Barna- og unglingaráðs knattpyrnudeildar Fjölnis

Sævar Reykjalín
Formaður BUR


Breyttur símatími skrifstofu

Þriðjudaginn 7. september fór símatími skrifstofu úr fjórum dögum í einn. Eftir miklar vangaveltur síðustu mánuði var sú ákvörðun tekin að fækka dögum og er það okkar markmið að veita betri þjónustu þann tíma sem síminn er opinn. Við vonum að þessi breyting muni skila sér í betri og hraðari svörun.

Símatími skrifstofu er opinn þriðjudaga milli kl. 09:00 og 12:00.

  • Beinn sími skrifstofu er 578 2700 og þegar hringt er inn bjóðum við upp á tvo valmöguleika:
    • Velja 1 fyrir almennar fyrirspurnir og skráningar (Nóri og XPS/Sideline) og fá þá samband við Arnór eða Fríðu.
    • Velja 2 fyrir fimleikadeild og fá þá samband við Berglindi, Írisi eða Steinunni.

Skrifstofa félagsins er áfram opin mánudaga til fimmtudaga milli kl. 09:00 og 12:00 og kl. 13:000 og 16:00.

Við bendum einnig á póstinn okkar, skrifstofa@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar


Átakið #BreytumLeiknum

Handknattleikssamband Íslands hóf í síðustu viku átakið Breytum leiknum sem miðar að því að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum.

Markmiðið með átakinu er að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að byrja að æfa handbolta, og stunda íþróttir lengur og skapa þannig heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eigi sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir. Með átakinu vill HSÍ ýta undir iðkun ungra stúlka bæði með meiri umfjöllun og betri umgjörð.

Einungis 4% af allri íþróttaumfjöllun í heiminum er um konur sem vekja óneitanlega upp margar spurningar. Þær einskorðast ekki einungis við íþróttavöllinn, heldur eiga rætur að rekja til stærra samfélagslegs samhengis og rótgróinna venja.

Fjórtán ára stelpur eru tvisvar sinnum líklegri til að hætta í íþróttum en strákar og þegar þær ná sautján ára aldri er helmingur stelpna alveg hættur að æfa, samkvæmt erlendri tölfræði. Um 78% af þeim stelpum sem hættu sáu ekki neina framtíð fyrir sér í íþróttum eða töldu sig ekki nægilega góðar.

Samfélagslegur ávinningur af aukinni þátttöku stelpna í íþróttum er mikill. Rannsóknir sýna að íþróttir ýta undir sterkari sjálfsímynd krakka og eru mikilvæg forvörn gegn neyslu vímuefna. Jákvæð tengsl eru jafnframt á milli íþrótta og góðrar andlegrar heilsu, þær byggja upp aga og félagsfærni en nýlegar kannanir benda til þess að þar séu íslensk börn eftirbátar annarra.

https://www.youtube.com/watch?v=XbCMXq84_FE


Fjölnisjaxlinn 2020

Ert þú það öflugur íþróttamaður/öflug íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ – FJÖLNISJAXLINN 2020

Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við Frjálsíþróttadeild og Sunddeild félagsins ætla að halda  „Fjölnisjaxlinn 2020“ og skora á alla íþróttaiðkendur félagsins að skrá sig til leiks!
– Takmarkaður þátttökufjöldi –

Einstaklingsáskorun og Liðaáskorun
(Í liðaáskorun syndir einn, annar hjólar og þriðji hleypur)

Fjölnisjaxlinn – fjölskyldur og iðkendur, einstaklingar og lið, fyrir unglinga og fullorðna, hentar vel 15 ára og eldri – sund 400 metrar, hjól 10 km, hlaup 3 km.
Fjölnisjaxlinn – fjölskyldur og iðkendur, einstaklingar og lið, fyrir krakka og fullorðna, hentar vel 14 ára og yngri og sem skemmtun fyrir fullorðna – sund 200 metrar, hjól 3 km, hlaup 1 km.

Laugardaginn 26. september kl. 10:00. Fjölskyldur og iðkendur 14 ára og yngri verða ræst af stað milli kl. 10:00 og 10:30 (einstaklings og liða) og 15 ára og eldri verður ræst milli kl. 11:00-12:00 (einstaklings og liða). Mæting er 15 mínútur áður, en nákvæmur upphafstími verður gefin út þegar nær dregur.

Skráning á heimasíðu Fjölnis eða meðfylgjandi link: https://fjolnir.felog.is/verslun.

Lokafrestur til að skrá sig er til kl. 23:59 sunnudaginn 20. september n.k.

Skráningargjöld: Einstaklingsþátttaka (3.000 kr. fyrir 14 ára og yngri, 4.500 kr. fyrir 15 ára og eldri) Liðaþátttaka einungis fyrir fjölskyldur og krakka/unglinga 7.500 kr. fyrir liðið í heild.

Þátttakendur fá keppnisbol og hressingu að keppni lokinni. Allir sem klára keppni fá þátttöku-medalíu með viðurkenningunni að hafa klárað „Fjölnisjaxlinn 2020“

(Vegna Covid áskilur félagið sér rétt til að halda eftir hluta af skráningargjaldi ef viðburð þarf að fella niður vegna óvæntra breytinga til að koma móts við kostnað sem til fellur við skipulag).

Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í skemmtuninni!

Smelltu HÉR til að skrá þig í Fjölnisjaxlinn.

#FélagiðOkkar


Fjölnir semur við Egil og Elvar

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur skrifað undir tveggja ára samninga við tvo unga og efnilega leikmenn; Egil Val R. Michelsen og Elvar Þór Ólafsson. Báðir leikmennirnir voru hluti af frábærum árangri 3.flokks karla árið 2019 þegar liðið varð Íslands- og bikarmeistari.
Egill Valur er fæddur árið 2000 og er markvörður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Egill leikið þrjú tímabil í meistaraflokki. Hann staldraði stutt við í Gróttu tímabilin 2016-2018 þar sem hlaut eldskírn sína með meistaraflokki, bæði í 2.deildinni og í Olísdeildinni. Undanfarin tvö árin hefur hann verið mikilvægur hlekkur í Fjölni U ásamt að hafa leikið þrjá leiki í Olísdeildinni með Fjölni í fyrra.
Elvar Þór er fæddur árið 2001 og getur spilað báðar skyttustöðurnar. Elvar hóf sinn meistaraflokkferil með Fjölni U í Grill 66-deildinni í fyrra. Þar skoraði hann þrjú mörk í fimm leikjum.
Guðmundur Rúnar Guðmundsson er ánægður með leikmennina og undirritun samninga við þá: "Egill og Elvar eru bráðefnilegir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér. Þeir eru harðduglegir og munu uppskera samkvæmt því í vetur. Ég er ánægður með að þeir verði hjá okkur næstu tvö árin".

Handboltaæfingar hefjast

Æfingar hjá yngstu flokkum Handknattleiksdeildar Fjölnis hefjast mánudaginn 24.ágúst. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á töflunni frá því að hún var fyrst gefin út.
 
Handknattleiksdeild Fjölnis hefur verið í örum vexti undanfarin ár og er það frábærum og vel menntuðum þjálfurum okkar að þakka.
 
Við hlökkum til að taka á móti krökkum sem vilja koma og prófa handboltann hjá okkur. Krakkarnir munu ekki sjá eftir því !
 
Allar upplýsingar um starfið er hægt að finna á heimasíðu Fjölnis eða með því að senda tölvupóst á netfangið handbolti@fjolnir.is.
Áfram Fjölnir !
 

Til upplýsingar

14. ágúst tók í gildi ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 12. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 27. ágúst kl. 23:59. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er sem fyrr að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 (tekið af vef isi.is).

Stærsta breytingin sem snýr að íþróttahreyfingunni er 6. grein auglýsingarinnar sem á við um nálægðartakmarkanir í íþróttum. Sérsambönd ÍSÍ eiga að setja sér reglur í samstarfi við ÍSÍ um framkvæmd æfinga og keppna í sínum greinum þannig að snertingar séu heimilar (tekið af vef isi.is).

Almenna reglan er sú að áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaviðburðum hjá iðkendum fædd árið 2004 og fyrr, þann tíma sem auglýsingin gildir, samanber minnisblað sóttvarnalæknis. Á íþróttaviðburðum yngri iðkenda gildir 100 manna fjöldatakmörkun og 2 metra fjarlægð.

Samantekt og áherslupunktar:

  • Virðum 2 metra regluna á íþróttasvæðinu okkar, þetta á við um öll rými s.s. búningsklefa, íþróttsali og fundarými.
  • Hugum að einstaklingsbundnum sóttvörnum og smitvörnum. Handþvottur og spritt og notkun gríma ef það er ómögulegt að viðhalda 2 metra fjarlægð.
  • Forðumst blöndun flokka og hópa.
  • Forðumst margmenni að óþörfu og höldum áfram að vera skynsöm.
  • Höldum í bjartsýni og jákvæðni, það er gott að brosa.

 

Reglur KSÍ um sóttvarnir vegna COVID-19

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Minnisblað sóttvarnalæknis til ráðherra, dags. 11. ágúst

Reglur HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19

Reglur annarra sérsambanda sem hafa fengið samþykki ÍSÍ og sóttvarnarlæknis


Upplýsingar til forráðamanna vegna XPS Network / Sideline

Kæru forráðamenn og iðkendur,

Nú erum við að fara í okkar annað tímabil með notkun á XPS Network / Sideline appinu.

Samningur á milli Fjölnis og Sideline Sports gerir öllum þjálfurum Fjölnis kleift að vinna með Sideline í sínu starfi sem mun hjálpa félaginu við að efla umgjörð, skipulag og gæði í kringum íþróttastarf félagsins.

Fyrir forráðamenn og iðkendur þá er um að ræða nýjan samskiptahluta í vörulínu Sideline. Samskiptahlutinn er ekki síst mikilvægur en með honum geta þjálfarar, iðkendur og forráðamenn haft yfirsýn með starfi Fjölnis í gegnum app í snjallsíma eða spjaldtölvu. Með Sideline appinu er með einföldum hætti hægt að hafa yfirsýn yfir æfingar, mætingar og margt fleira. Þjálfari getur með einföldum hætti sent út tilkynningar og haft samskipti við iðkendur eða forráðamenn.

Forráðamenn og iðkendur sem eru 18 ára og eldri eru beðin um að skrá sig út og aftur inn með rafrænum skilríkjum (sjá mynd).

Ef iðkendur fá beiðni um að skrá inn með fjögurra stafa PIN númer þá þurfa forráðamenn að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum HÉR.

Forráðamenn og iðkendur eru beðin um að ná í appið HÉR.

Allar nánari upplýsingar og aðstoð má nálgast HÉR.

Aðeins þeir sem hafa gengið frá skráningu í félagið fá aðgang að appinu og því mikilvægt að ganga frá því á skráningasíðunni okkar https://fjolnir.felog.is/.

Við erum að vinna í uppsetningu á nýrri önn og biðjum ykkur að sýna biðlund og þolinmæði 🙂

Allar nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is