Fjölnir deildarmeistari í Toppdeild kvenna
Kvennalið Fjölnis deildarmeistari í Toppdeild kvenna
Um nýliðna helgi tryggði kvennalið Fjölnis sér deildarmeistaratitilinn í Toppdeild kvenna með 1-0 sigri á kvennaliði Skautafélags Akureyrar. Með þessum sigri komst Fjölnir í 31 stig og gerði þar með út um möguleika SA á að ná toppsætinu.
SA hefði þurft að sigra Fjölni um helgina og einnig vinna Skautafélag Reykjavíkur í síðasta leik deildarkeppninnar til að eiga möguleika á efsta sætinu. Með sigrinum tryggðu Fjölnis-konur sér einnig heimaleikjarétt í úrslitakeppni Toppdeildar kvenna.
Úrslitakeppni kvenna hefst 11. mars næstkomandi, og ljóst er að Fjölnir fer inn í keppnina með mikinn kraft og sjálfstraust eftir glæsilega deildarkeppni.
Fjölnir óskar leikmönnum, þjálfurum og öllum sem komu að liðinu innilega til hamingju með árangurinn!
Iceland Classic
Fimmtudaginn 27. febrúar hófst keppni í Iceland Classic. Mótið er orðið stórt í sniðum og um 700 keppendur komnir til þess að taka þátt á mótinu. Gerpla er mótshaldari þessa móts ár hvert og eiga þau mikið hrós skilið fyrir skemmtilega uppsetningu og gott utanumhald.
Í mótagjöldum er innifalinn fimleikabolur sem allir þáttakendur fá í hendurnar fyrir mót og setur það skemmtilegan svip á mótið
Fjölnir átti 69 þáttakendur á þessu móti og áttum við keppendur í öllum þrepum.
Okkar keppendur stóðu sig glæsilega og fjölmargir sem fóru heim með medalíur fyrir árangur á mótinu.
Frábært íþróttafólk og fyrirmyndir sem við eigum í Fjölni