Í vikunni fara af stað æfingar unglinga og fullorðinna og hefjast námskeið fyrir unglinga- og fullorðinshópa á miðvikudaginn 13. janúar. Námskeiðin eru fyrir byrjendur í íþróttinni og þá sem eru styttra komnir. Hægt er að skrá á ýmist heila eða hálfa önn.
Hópur fyrir 3-5 ára byrjendur hófst laugardaginn 9. janúar og gekk vel. Æfingar munu vera í hádeginu á laugardögum. Æfingin byrjar á dans/leikfimi 11:30-12:05 og 12:20-13:00 er æft á svellinu. Hægt er að skrá á ýmist heila eða hálfa önn.
Mohawks er nýr hópur fyrir lengra komna iðkendur sem hafa náð ákveðinni færni í íþróttinni en eru ekki að stefna að því að keppa. Iðkendur þurfa að hafa góð tök á öllum einföldum stökkum og eru að vinna í Axel og tvöföldum stökkum. Iðkendur þurfa að hafa lokið öllum stigum í Skautum Regnbogann og hafa lokið ákveðnum grunnprófum. Markmið þessa hóps er að viðhalda kunnáttu sinni ásamt því að halda áfram að æfa nýjar æfingar. Hægt er að velja um að æfa 2x, 3x, eða 4x sinnum í viku. Hópurinn er fyrir skautara 12 ára og eldri (nóg er að verða 12 ára á árinu þ.e. fædd 2009 eða fyrr).
Allir velkomnir að prófa! Þeir sem eru óvissir með hóp mega senda póst á eva@fjolnir.is