Getraunakaffið fer aftur af stað
Nýr hópaleikur í hinu margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 11. janúar og alla laugardaga eftir það til og með 7. mars á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.
Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.
Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum.
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.
Við ætlum að vera með 9 vikna hópleik þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589
Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is – einfalt og þægilegt.
Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/
Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!
#FélagiðOkkar