Kveðja frá Knattspyrnudeild Fjölnis

Kæra Fjölnisfólk

Nú fer senn nýtt tímabil að hefjast, en æfingar í flestum flokkum byrja í næstu viku.

Nokkuð hefur verið um breytingar hjá okkur þar sem að báðir yfirþjálfararnir okkar, þeir Luka Kostic og Björn Valdimar Breiðfjörð, hafa látið af störfum og þökkum við þeim innilega fyrir óeigingjörn og vel unnin störf og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Í þeirra stað leituðum við innanhús til þeirra Matthíasar Ásgeirs Ramos Rocha og Veselin Chilingirov.

Matthías (Matti) verður yfir karlastarfinu, hann kom til baka til Fjölnis í fyrra frá Hamri í Hveragerði þar sem að hann var yfirþjálfari yngri flokka. Á nýliðnu tímabili þjálfaði hann 3. og 5. flokk karla með góðum árangri og erum við spennt fyrir komandi tímabili undir hans stjórn

Veselin (Vesko) verður yfir kvennastarfinu.

Hann kom til okkar í fyrra frá Sindra á Höfn. Hann þjálfaði 2. og 3. flokk kvenna hjá okkur á nýliðnu tímabili. Það hefur verið gríðarleg ánægja með störf Vesko og alla hans nálgun á kvennastarfinu og verður spennandi að sjá það smitast niður í alla flokka í vetur.

Við erum í samstarfi við þá að ganga frá ráðningu á þjálfurum fyrir alla flokka og er það á lokametrunum.

Fjölniskveðja

Knattspyrnudeild Fjölnis

Barna og unglingaráð Fjölnis

 


Meistaraflokkur kvenna: KH-Fjölnir 0:8

Föstudaginn 23. ágúst mættu Fjölniskonur á N1-völlinn Hlíðarenda.

Við áttum góðan og jákvæðan leik gegn KH. Fjölniskonur byrjuðu mjög vel og tóku hratt yfir leikinn. Eftir fyrsta markið reyndi KH að veita smá mótspyrnu en við vörðumst vel og spiluðum góðan bolta. Liðið spilaði af gleði og metnaði og kom fram fyrir hönd félagsins á jákvæðan hátt fyrir framan stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Eftir þennan leik tengdi liðið saman 3 sigra í röð í fyrsta skipti á Íslandsmótinu árið 2024.

Fyrirliði 2. flokks, Vala Katrín Guðmundsdóttir, fædd 2006 lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.

Mörk skoruð:

María Sól Magnúsdóttir - 4 mörk

Emilía Lind Atladóttir - 2 mörk

Freyja Dís Hreinsdóttir - 1 mark

Oliwia Bucko - 1 mark

Næsti leikur er gegn Augnabliki næstkomandi fimmtudag 29. ágúst kl. 18:00 á Extra vellinum.


Meistaraflokkur kvenna í fótbolta - samantekt

Meistaraflokkur kvenna hóf úrslitakeppnina í 2. deild með leikjum gegn Augnabliki 10. ágúst og Sindra 17. ágúst.

Þrátt fyrir brotthvarf sjö leikmanna og þjálfarans sýndi liðið góðan metnað og hvatningu og byrjaði úrslitakeppnina með tveimur sigrum og heilum tíu mörkum.

Augnablik - Fjölnir 0:6

Stelpurnar okkar voru með fulla stjórn á leiknum og unnu þægilegan sigur.

Okkar ungi og efnilegi markvörður, Sara Sif Builinh Jónsdóttir (2006) lék sinn fyrsta opinbera leik fyrir Fjölni.

Mörk skoruð:

María Sól Magnúsdóttir skoraði 4 mörk

Ester Lilja Harðardóttir skoraði 1 mark

Kristín Gyða Davíðsdóttir skoraði 1 mark

 

Fjölnir - Sindri 4:2

Mjög opinn og aðlaðandi leikur með mörgum tækifærum fyrir framan bæði mörkin.

Fjölniskonur réðu boltanum en Sindrakonur voru hættulegar í skyndisóknum.

Verðskuldaður sigur fyrir okkur.

 

Í þessum leik léku tvær af okkar ungu og efnilegu leikmönnum sinn fyrsta leik fyrir Fjölni:

Sunna Gló Helgadóttir (2005)

Kristjana Rut Davíðsdóttir (2009)

Mörk skoruð:

María Sól Magnúsdóttir skoraði 2 mörk

Ester Lilja Harðardóttir  skoraði 1 mark

Hrafnhildur Árnadóttir skoraði 1 mark

 

Næsti leikur okkar í úrslitakeppninni er næstkomandi föstudag 23. ágúst frá kl. 20:00 gegn KH á N1-vellinum Hlíðarenda.


Sigurvegarar í 6. flokki kvenna á Símamótinu 2024

Símamótið var haldið núna um helgina, 11.-14. júlí. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna og í fyrsta skipti 2021 var Litla Símamótið haldið fyrir 8.flokk. Keppendur voru um 3.000 og því stærsta knattspyrnumót á landinu.
Fjölnisstelpur gerðu sér lítið fyrir og lentu í fyrsta sæti í 6. flokki! 🥳🏆
Við erum ótrúlega stolt af þeim og öllum okkar keppendum á mótinu. Framtíðin er svo sannarlega björt í kvennaboltanum ⚽️
Áfram stelpur! 🩷


Katie Sullivan gengur til liðs við Fjölni!

Katie Sullivan gengur til liðs við Fjölni!

Fjölnir hefur samið við markvörðinn Katie Sullivan um að leika með Fjölni í 2. deild kvenna í knattspyrnu en samningurinn gildir út keppnistímabilið 2024. Katie kemur frá Chicago en hún spilaði í Florida Gulf Coast University.

Við erum gríðarlega spennt að fá hana en hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í Mjólkurbikanum gegn ÍA og stóð sig frábærlega.

Velkomin í 112 Katie!

#FélagiðOkkar 


Haukur Óli með U16! 

Haukur Óli með U16! 

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í UEFA Development móti sem fram fer á Gíbraltar dagana 12. - 20. mars næstkomandi.

Haukur Óli markmaður 2. og 3.flokks karla hefur verið valinn í hópinn!

Liðið æfir á Íslandi mánudaginn 11. mars áður en haldið er til Gíbraltar þann 12. mars.

Íslenska liðið mætir Gíbraltar, Færeyjum og Litháen á UEFA mótinu.

 

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Hauki til hamingju með valið og óskar honum góðs gengis á mótinu!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Birgir og Jónatan með U17 í Finnlandi!

Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri keppti í vikunni tvo æfingaleiki gegn U17 liði Finnlands.

Íslenska liðið vann fyrri leikinn 2-1 en tapaði svo seinni leiknum 4-1 gegn sterku liði Finna. Biggi og Jónatan tóku þátt í báðum leikjum og voru glæsilegir fulltrúar Fjölnis í ferðinni.

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar drengjunum til hamingju með landsleikina og það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu leikmönnum í sumar!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Sumarstörf Fjölnis 2024

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2024. Öllum umsóknum verður svarað.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins.
Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.

Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.

Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.

 

Skráning fer fram hér:

https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u

#FélagiðOkkar

 

 


Kristjana með U15! 

Kristjana með U15! 

 

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar dagana 26.-28. febrúar 2024. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ og spilað verður æfingaleik við Stjörnuna (4.fl.kk) á Samsungvellinum.

 

Kristjana Rut Davíðsdóttir leikmaður 3. og 2.flokks kvenna er í hópnum!

 

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Kristjönu til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Biggi og Jonni með U17!

Biggi og Jonni með U17! 

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í tveimur æfingaleikjum gegn Finnum í Finnlandi dagana 26. febrúar – 2. mars næstkomandi.

Birgir Þór Jóhannsson og Jónatan Guðni Arnarsson leikmenn 2.flokks karla og meistaraflokks karla eru í hópnum sem mæta Finnlandi!

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar drengjunum til hamingju með valið og góðs gengis úti!

 

#FélagiðOkkar 💛💙