Minnum á að engin fylgd verður í haust
Við vildum minna á það að engin fylgd verður á æfingar núna í haust. Sú ákvörðun var tekin að hætta með fylgd á æfingar en það voru margir þættir sem spiluðu þar inn í. Þar með talið hafði ekki tekist að tryggja nægt fjármagn. Verkefnið hafði aldrei verið gallalaust en síðastliðinn vetur komu upp nokkur mál sem vöktu okkur alvarlega til umhugsunar um öryggi barna sem eru í fylgdinni og teljum við það óásættanlegt að geta ekki tryggt öryggi þeirra í okkar umsjá.
Við viljum þakka Strætó, frístundaheimilunum hverfisins og annarra samstarfsaðila fyrir gott samstarf síðustu ár og við kveðjum þetta verkefni með miklum trega því upphaflega var markmiðið að stytta vinnudag barnanna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Fylgdin kenndi iðkendum okkar að taka strætó á æfingar sem er gott veganesti inn í framtíðina og vonandi jók sjálfstæði þeirra.
Októberfest Grafarvogs 7. október 2023
Októberfest Grafarvogs fer fram þann 7. október næstkomandi í Fjölnishöllinni í Egilshöll – húsið opnar kl. 19:00. Hægt verður að kaupa sér léttar veitingar á svæðinu. Beer-pong, lukkuhjól, happdrætti, skemmtiatriði og fjölbreytt afþreying verður í boði.
Fram koma:
Hreimur
Kristmundur Axel
Diljá
DJ Young G&T
Miðasala fer fram á midix.is: https://www.midix.is/is//eid/105/group/1
Fyrr um daginn fara fram árgangamót Knattspyrnu- og Körfuboltadeilda Fjölnis.
Knattspyrnumótið fer fram inni í Egilshöll milli kl. 09:00-13:00 og körfuboltamótið fer fram í Dalhúsum milli kl. 14:00-16:00. Árgangamótin eru tengd við Októberfest Grafarvogs og boðið verður upp á pakkadíla! Verðlaunaafhending og lokahóf verður á Októberfest um kvöldið.
Verð og pakkadílar
Árgangamót: 4.000 kr.
Októberfest: 7.990 kr.
Árgangamót + Októberfest: 9.990 kr. (sparar 2.000 kr.)
Skráning á árgangamótin fer fram í gegnum fyrirliða hvers árgangs fyrir sig í gegnum facebook grúbbur árgangamótanna sem má finna hér fyrir neðan:
Tilkynning um lok strætófylgdar
Sú ákvörðun hefur verið tekin að hætta með fylgd á æfingar í haust. Undanfarin 6 ár höfum við fylgt börnum í 1. og 2. bekk til og frá æfingum með Strætó.
Margir þættir höfðu áhrif á þessa ákvörðun, þar með talið hefur ekki tekist að tryggja nægt fjármagn. Verkefnið hefur aldrei verið gallalaust en síðastliðinn vetur komu upp nokkur mál sem vöktu okkur alvarlega til umhugsunar um öryggi barna sem eru í fylgdinni og teljum við það óásættanlegt að geta ekki tryggt öryggi þeirra í okkar umsjá.
Við viljum þakka Strætó, frístundaheimilunum hverfisins og annarra samstarfsaðila fyrir gott samstarf síðustu ár og við kveðjum þetta verkefni með miklum trega því upphaflega var markmiðið að stytta vinnudag barnanna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Fylgdin kenndi iðkendum okkar að taka strætó á æfingar sem er gott veganesti inn í framtíðina og vonandi jók sjálfstæði þeirra.
Vinna er hafin við það að stilla upp æfingatímum fyrir þennan aldur og er það gert í samráði við yfirþjálfara og verkefnastjóra deildanna.
Opnar æfingar hjá meistaraflokk Fjölnis í hópfimleikum
Hópfimleikadeild Fjölnis ætlar að bjóða uppá opnar æfingar 8. – 30. júní fyrir stelpur sem eru fæddar 2006 eða fyrr. Vonumst til þess að sjá ný andlit með okkur í sumar.
Æfingatímar í júní
- Mánudaga 19:00-21:00
- Miðvikudaga 19:00-21:00
- Fimmtudaga 19:00-21:00
- Föstudaga 06:00-7:30
Áhugasamir geta mætt á æfingu eða haft samband við Viktor verkefnastjóra hópfimleika með því að senda tölupóst á viktor@fjolnir.is
Nýjung hjá Fjölni! Söngleikjanámskeið í sumar
Nýjung hjá Fjölni! Söngleikjanámskeið Fjölnis fer fram í júní og ágúst! Þar fá börn fædd á árunum 2008-2016 tækifæri á að kynnast heimi söngleikja undir handleiðslu Chantelle Carey ásamt hópi frábærra kennara. Námskeiðið er hálfan daginn eða frá kl. 9-12. Hægt er að kaupa heita máltíð í hádeginu sem borin er fram í Egilshöll en námskeiðin fara fram í Egilshöll og í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér: https://fjolnir.is/sumarnamskeid-2023/
Hlökkum til að sjá ykkur!
Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023
Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.
Skráning fer fram hér
Hvað er í boði?
- Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
- Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017
35. Fjölnishlaup Olís - 18. maí 2023
Hið árlega Fjölnishlaup Olís verður ræst í 35. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á uppstigningardag, þann 18. maí kl. 11:00.
Fjölnishlaupið er einn elsti viðburður opinn almenningi á vegum Fjölnis. Í boði verða þrjár vegalengdir, 1,4 km skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup. Margir fremstu hlauparar landsins hverju sinni hafa tekið þátt í fyrri hlaupum og metin bætt ár frá ári. Hlaupin hafa verið hvatning fyrir margra til að hefja hlaupaferilinn sinn, bæði fyrir unga sem og eldri hlaupara.
Vegalengdin 1,4 km er kjörin fyrir yngstu hlauparana og oft hafa foreldrar hlaupið við hlið unganna sinna og með því móti átt sameiginlega reynslu á hlaupabrautinni og búið til góðar minningar.
Áhugasamir hafa enn góðan tíma til undirbúnings ef hlaupaformið er ekki til staðar og er öllum velkomið að koma og taka þátt. Fjölnir rekur öflugt starf í frjálsíþróttadeild, þar sem allir aldurshópar geta fundið æfingar við sitt hæfi. Langhlaup eru góð líkamsrækt og í góðum félagsskap ræktar maður heilbrigða sál í hraustum líkama. Fyrsta skrefið er að taka þátt og síðari skrefin eru að ná framförum.
Allar upplýsingar um hlaupið í ár og skráningu má finna á www.sumarhlaupin.is
Hér til hliðar má sjá myndir frá Fjölnishlaupum fyrri ára
Ósóttir happdrættisvinningar!
Ótrúlegt en satt þá á enn eftir að sækja nokkra vinninga úr happdrætti Þorrablótsins!
Við hvetjum fólk eindregið til þess að koma og sækja vinningana sína en frestur til þess að sækja vinninga er til og með 29. apríl 2023.
Hægt er að nálgast vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll gegn framvísun happdrættismiða með vinningsnúmeri. Opnunartími skrifstofu er frá 9:00-12:00 og 13:00-16:00 alla virka daga. Ef þið komist ekki á þeim tíma má senda póst á hildur@fjolnir.is
Hér til hliðar má sjá vinningaskrána
Númer miða | Vinningur |
---|---|
223 | Handknattleiksbókin - Saga handknattleiksins á Íslandi |
2246 | Bók: Bjór – umhverfis jörðina |
1205 | Bók: Heima hjá lækninum í eldhúsinu |
384 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
255 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
1204 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
985 | N1 – Inneignarkort upp á 10 þús. |
882 | Tveir eins dags lyftumiðar í Hlíðarfjall á Akureyri |
2192 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
2007 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
1217 | Barion - Börger og franskar og gos (eða salat) |
1225 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
1122 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
250 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
221 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
1117 | Hlöllabátar – Bátur og gos |
579 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1510 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1649 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
814 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1513 | Kjöthúsið – Gjafabréf að upphæð 20 þús. |
1631 | Hans og Gréta – 5.000 kr. gjafabréf |
316 | Húsasmiðjan / Blómaval - 15.000 kr. gjafabréf |
535 | Ölgerðin - Gosglaðningur |
1060 | AKS Ljósmyndun - 30 mínútna myndataka + 4x 13x18 útprentaðar myndir |
701 | Margt Smátt – 30.000 kr. gjafabréf fyrir Fjölnisvarningi |
397 | Heimsferðir – 20.000 kr. gjafabréf |
583 | Heimsferðir – 20.000 kr. gjafabéf |
183 | Þrír frakkar hjá Úlfari – Gjafabréf í hádegisverð fyrir tvo |
2289 | Eldhestar – Gjafabréf fyrir tvo í ferð 2A – The Heritage Tour |
184 | Hótel Frón – Gisting fyrir tvo í eina nótt í stúdíóíbúð með morgunmat |
257 | Eldhestar – Gjafabréf fyrir tvo í ferð 2A – The Heritage Tour |
1740 | Íslensk hollusta – Gjafakassi stærri að verðmæti 25.000 |
1749 | Íslensk hollusta – Gjafakassi stærri að verðmæti 25.000 |
1065 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
1732 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
1077 | Íslensk hollusta – Gjafakassi minni að verðmæti 4.000 kr. |
2492 | Galato Gaeta ísbúð, Mathöll Höfða - 3.000 kr. gjafabréf |
574 | Fætur toga – Göngugreining og par af Feetures sokkum |
966 | Fætur toga – Göngugreining og par af Feetures sokkum |
96 | Hótel Örk – Gjafabréf fyrir gistingu fyrir tvo með morgunverð í superior herbergi |
2226 | Laugarvatn Fontana – Aðgangur fyrir tvo ásamt drykk |
808 | Minigarðurinn – Gjafabréf í minigolf fyrir fjóra |
2321 | Perlan – Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 2 börn á allar sýningar sem Perlan hefur upp á að bjóða |
665 | Arctic Rafting – Gjafabréf fyrir 2 í rafting |
131 | Elding – Gjafabréf fyrir 2 fullorðna í hvalaskoðun í RVK eða AK – Andviðri 24.980 kr. |
1067 | Blush – 5.000 kr. gjafabréf |
2278 | Blush – 5.000 kr. gjafabréf |
284 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
1658 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
251 | Arena Gaming – 5.000 kr. gjafabréf |
390 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
901 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
823 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
2458 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
380 | Serrano – 2x burrito eða quesadilla |
909 | Hótel Húsafell – Gjafabréf í Giljaböðin |
768 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 18 holu golfhringur fyrir tvo |
1370 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 18 holu golfhringur fyrir tvo |
1693 | Icelandair – 50.000 kr. gjafabréf |
668 | Himbrimi - Gin |
741 | MS – Kassi af hleðslu |
1199 | MS – Kassi af hleðslu |
1080 | MS – Kassi af hleðslu |
2368 | MS – Kassi af hleðslu |
1405 | World Class - Gjafabréf fyrir tvo í Betri stofuna í Laugum |
444 | Sælan – 5.000 kr. gjafabréf |
317 | Hreyfing – Gjafabréf |
217 | Hreyfing – Gjafabréf |
2328 | Hreyfing – Gjafabréf |
18 | Hreyfing – Gjafabréf |
252 | World Class - Gjafabréf fyrir tvo í Betri stofuna í Laugum |
383 | Northern Light Inn - Gjafabréf í flot í Aurora Floating + 3ja rétta kvöldverður fyrir tvo |
1776 | Northern Light Inn - Gjafabréf í 2ja manna standard herbergi m/ morgunmat |
Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára
Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.
HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.
ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.
Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!
Skert þjónusta við skautafólk
Frímann Ari Ferdinandsson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur fært Ungmennafélaginu Fjölni þau ótíðindi að menningar- íþrótta- og tómstundaráð hafi ákveðið að loka fyrir aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll í júní næstkomandi.
Undirrituð eru forviða yfir þessari fregn og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna hennar. Ákvörðunin kemur eins og reiðarslag í andlit forsvarsmanna og iðkenda þar sem gengið var út frá því að þjónusta við þá yrði eins og verið hefur undanfarin ár. Það er álit undirritaðra að gangi lokunin eftir sé verið að mismuna iðkendum einstakra íþróttagreina.
Það er mat undirritaðra að sparnaður sé takmarkaður í ljósi þess að svellinu þarf að halda frosnu í sumar hvort sem æft er á því eða ekki, því er óraunhæft að telja þetta sem hagræðingu. Fyrir Fjölni yrði lokunin mikið tekjutap þegar æfingagjöld falla niður og þjálfarar nýtast ekki til þeirrar vinnu sem þeir eru ráðnir til.
Niðurskurður mun hafa mikil áhrif á starfsemi Fjölnis til æfinga og á sumarnámskeiða fyrir listskauta og íshokkí. Undanfarin sumur hefur Fjölnir haldið úti sumarbúðum fyrir eldri iðkendur í framhaldshópum, ásamt því að sumarstarfið hefur laðað til sín áhugasama úr öðrum félögum. Á sumarnámskeiði fyrir iðkendur í 1. – 4. bekk hefur verið boðið upp á heildstæða dagskrá sem hefur reynst vel og verið mjög eftirsótt. Fyrir utan hversu mikil forvörn felst í góðum anda og samskiptum þátttakenda.
Listskautadeild Fjölnis hefur með markvissri uppbyggingu á starfseminni náð góðum árangri, nú síðast í vor þegar bikarmeistaratitli var náð.
Ólíkt öðrum íþróttum þá er ekki hægt að vera utandyra að sumri til. Við gætum því boðið iðkendum SR í sumarbúðir okkar ásamt því að eldri iðkendur hafa tök á því að æfa sína íþrótt.
Undirrituð fara þess hér með á leit að menningar- íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur
dragi ákvörðun sína um lokun til baka þannig að iðkendur listskauta og íshokkí geti stundað sína íþrótt eins og áformað hefur verið. Meðfylgjandi er mynd af framhaldshópum Fjölnis sem urðu bikarmeistarar ÍSS fyrir 2 vikum á Akureyri í fyrsta skipti síðan félagið var stofnað.
Virðingarfyllst,
formaður Fjölnis
Jón Karl Ólafsson
varaformaður Listskautadeildar Fjölnis
Tinna Arnardóttir
framkvæmdastjóri Fjölnis
Guðmundur L. Gunnarsson
íþróttastjóri Fjölnis
Arnór Ásgeirsson