Ungmennafélagið Fjölnir styður kvennaverkfallið

Ungmennafélagið Fjölnir styður kvennaverkfallið.

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október nk., þar sem konur og kvár sem það geta, eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf. Baráttufundur er fyrirhugaður á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14:00 undir yfirskriftinni ”Kallarðu þetta jafnrétti?”

Ef einhverjar konur/stelpur/kvár sem vinna hjá félaginu, starfsfólk skrifstofu, Dalhúsa og eða þjálfarar vilja taka þátt í kvennaverkfallinu þriðjudaginn kemur 24. október í einhverjum af þeim viðburðum sem haldnir eru í tilefni dagsins þá biðjum við viðkomandi að senda póst á skrifstofa@fjolnir.is fyrir lok vinnudags í dag, mánudag.  Einnig er það á ábyrgð þjálfara sem taka þátt að senda út boð á forráðamenn í gegnum XPS að æfing falli niður vegna þátttöku þjálfara í kvennaverkfallinu.

https://kvennafri.is/


Nýr hópleikur og Getraunakaffi Fjölnis

Nýr 10 vikna hópleikur hefst næstkomandi laugardag, 30. september (30. sept-9. des)

Þetta er 10 vikna hópleikur þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 6.900 kr. per hóp eða 3.450 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).

Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu.

ATH! – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog

Félagsaðstaðan í Egilshöll (Miðjan hjá skrifstofu Fjölnis) verður opin milli kl. 10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.

Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x832 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.

Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/

Hér er sérstakur hópur fyrir Getraunakaffið: https://www.facebook.com/groups/1299902466780921

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Öll velkomin!


Breyttur símatími

Nú er símatími skrifstofunnar alla virka daga frá kl. 10:00-12:00 - 578-2700. Síðan er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á skrifstofa@fjolnir.is.


Minnum á að engin fylgd verður í haust

Við vildum minna á það að engin fylgd verður á æfingar núna í haust. Sú ákvörðun var tekin að hætta með fylgd á æfingar en það voru margir þættir sem spiluðu þar inn í. Þar með talið hafði ekki tekist að tryggja nægt fjármagn. Verkefnið hafði aldrei verið gallalaust en síðastliðinn vetur komu upp nokkur mál sem vöktu okkur alvarlega til umhugsunar um öryggi barna sem eru í fylgdinni og teljum við það óásættanlegt að geta ekki tryggt öryggi þeirra í okkar umsjá.

Við viljum þakka Strætó, frístundaheimilunum hverfisins og annarra samstarfsaðila fyrir gott samstarf síðustu ár og við kveðjum þetta verkefni með miklum trega því upphaflega var markmiðið að stytta vinnudag barnanna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Fylgdin kenndi iðkendum okkar að taka strætó á æfingar sem er gott veganesti inn í framtíðina og vonandi jók sjálfstæði þeirra.


Októberfest Grafarvogs 7. október 2023

Októberfest Grafarvogs fer fram þann 7. október næstkomandi í Fjölnishöllinni í Egilshöll – húsið opnar kl. 19:00. Hægt verður að kaupa sér léttar veitingar á svæðinu. Beer-pong, lukkuhjól, happdrætti, skemmtiatriði og fjölbreytt afþreying verður í boði.

Fram koma:
Hreimur
Kristmundur Axel
Diljá
DJ Young G&T

Miðasala fer fram á midix.is: https://www.midix.is/is//eid/105/group/1

 

Fyrr um daginn fara fram árgangamót Knattspyrnu- og Körfuboltadeilda Fjölnis.

Knattspyrnumótið fer fram inni í Egilshöll milli kl. 09:00-13:00 og körfuboltamótið fer fram í Dalhúsum milli kl. 14:00-16:00. Árgangamótin eru tengd við Októberfest Grafarvogs og boðið verður upp á pakkadíla! Verðlaunaafhending og lokahóf verður á Októberfest um kvöldið.

Verð og pakkadílar

Árgangamót: 4.000 kr.

Októberfest: 7.990 kr.

Árgangamót + Októberfest: 9.990 kr. (sparar 2.000 kr.)

 

Skráning á árgangamótin fer fram í gegnum fyrirliða hvers árgangs fyrir sig í gegnum facebook grúbbur árgangamótanna sem má finna hér fyrir neðan:

Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu

Árgangamót Fjölnis í körfubolta


Tilkynning um lok strætófylgdar

Sú ákvörðun hefur verið tekin að hætta með fylgd á æfingar í haust. Undanfarin 6 ár höfum við fylgt börnum í 1. og 2. bekk til og frá æfingum með Strætó.

Margir þættir höfðu áhrif á þessa ákvörðun, þar með talið hefur ekki tekist að tryggja nægt fjármagn. Verkefnið hefur aldrei verið gallalaust en síðastliðinn vetur komu upp nokkur mál sem vöktu okkur alvarlega til umhugsunar um öryggi barna sem eru í fylgdinni og teljum við það óásættanlegt að geta ekki tryggt öryggi þeirra í okkar umsjá.

Við viljum þakka Strætó, frístundaheimilunum hverfisins og annarra samstarfsaðila fyrir gott samstarf síðustu ár og við kveðjum þetta verkefni með miklum trega því upphaflega var markmiðið að stytta vinnudag barnanna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Fylgdin kenndi iðkendum okkar að taka strætó á æfingar sem er gott veganesti inn í framtíðina og vonandi jók sjálfstæði þeirra.

Vinna er hafin við það að stilla upp æfingatímum fyrir þennan aldur og er það gert í samráði við yfirþjálfara og verkefnastjóra deildanna.

 


Opnar æfingar hjá meistaraflokk Fjölnis í hópfimleikum

Hópfimleikadeild Fjölnis ætlar að bjóða uppá opnar æfingar 8. – 30. júní fyrir stelpur sem eru fæddar 2006 eða fyrr. Vonumst til þess að sjá ný andlit með okkur í sumar.

 

Æfingatímar í júní 

  • Mánudaga 19:00-21:00
  • Miðvikudaga 19:00-21:00
  • Fimmtudaga 19:00-21:00
  • Föstudaga 06:00-7:30

 

Áhugasamir geta mætt á æfingu eða haft samband við Viktor verkefnastjóra hópfimleika með því að senda tölupóst á viktor@fjolnir.is

 


Nýjung hjá Fjölni! Söngleikjanámskeið í sumar

Nýjung hjá Fjölni! Söngleikjanámskeið Fjölnis fer fram í júní og ágúst! Þar fá börn fædd á árunum 2008-2016 tækifæri á að kynnast heimi söngleikja undir handleiðslu Chantelle Carey ásamt hópi frábærra kennara. Námskeiðið er hálfan daginn eða frá kl. 9-12. Hægt er að kaupa heita máltíð í hádeginu sem borin er fram í Egilshöll en námskeiðin fara fram í Egilshöll og í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér: https://fjolnir.is/sumarnamskeid-2023/

Hlökkum til að sjá ykkur!


Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.

Skráning fer fram hér

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017

Hér má sjá nánari upplýsingar


35. Fjölnishlaup Olís - 18. maí 2023

Hið árlega Fjölnishlaup Olís verður ræst í 35. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á uppstigningardag, þann 18. maí kl. 11:00.

Fjölnishlaupið er einn elsti viðburður opinn almenningi á vegum Fjölnis. Í boði verða þrjár vegalengdir, 1,4 km skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup. Margir fremstu hlauparar landsins hverju sinni hafa tekið þátt í fyrri hlaupum og metin bætt ár frá ári. Hlaupin hafa verið hvatning fyrir margra til að hefja hlaupaferilinn sinn, bæði fyrir unga sem og eldri hlaupara.

Vegalengdin 1,4 km er kjörin fyrir yngstu hlauparana og oft hafa foreldrar hlaupið við hlið unganna sinna og með því móti átt sameiginlega reynslu á hlaupabrautinni og búið til góðar minningar.

Áhugasamir hafa enn góðan tíma til undirbúnings ef hlaupaformið er ekki til staðar og er öllum velkomið að koma og taka þátt. Fjölnir rekur öflugt starf í frjálsíþróttadeild, þar sem allir aldurshópar geta fundið æfingar við sitt hæfi. Langhlaup eru góð líkamsrækt og í góðum félagsskap ræktar maður heilbrigða sál í hraustum líkama. Fyrsta skrefið er að taka þátt og síðari skrefin eru að ná framförum.

Allar upplýsingar um hlaupið í ár og skráningu má finna á www.sumarhlaupin.is

Hér til hliðar má sjá myndir frá Fjölnishlaupum fyrri ára


UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »