Mótaröðin á Akureyri

Um helgina fór fram mótaröðin á Akureyri. Fjölnir sendi 1.flokk á mótið en á mótaröðinni gefst liðum tækifæri til að keppa með fleiri í hverri umferð. Félög geta sent keppendur úr 2.flokki og alveg upp í meistaraflokk.

Eftir langt og strangt ferðalag stóð 1.flokkur sig vel. Þær enduðu í 10 sæti þar sem gólfæfingar var þeirra besta áhald. Það voru mörg ný stökk á mótinu hjá liðinu enda kjörið tækifæri til að sýna það sem þær hafa æft í vetur.

Fimleikadeildin þakkar Fimak fyrir flott mót og frábæra gestrisni.


Bikarmót í þrepum

Bikarmót í 1.-3.þrepi

Um helgina fór fram Bikarmót í þrepum, þetta mót er frábrugðið öðrum áhaldafimleikamótum þar sem keppt er í liðum.
Mótið var haldið í Ármanni og var keppt í 1.-3.þrepi karla og kvenna.
Stúlkur úr Fjölni og fimleikadeild Keflavíkur mynduðu saman glæsilegt lið sem keppti í 2.þrepi og náðu þær öðru sæti á mótinu.

Virkilega skemmtilegt mót, til hamingju stelpur og þjálfarar.

Liðið mynduðu stelpurnar
Jóhanna Ýr, Keflavík
Íris Björk, Keflavík
Júlía Ísold, Fjölnir
Kolfinna Hermannsdóttir. Fjölnir


Bikarmót í hópfimleikum og stökkfimi

Eftir langa bið þá var nú loksins komið að fyrsta móti vetrarins hjá okkar yngri iðkendum í hópfimleikum en líkt og hjá mörgum öðrum féll allt mótahald niður á haustönn. Nú var komið að Bikarmóti í hópfimleikum og stökkfimi. Gerpla sá um mótahaldið og voru mótin haldin í Digranesi síðustu helgi. Mótið var virkilega flott og eiga mótshaldarar mikið hrós skilið.

Bikarmót í Stökkfimi
Fjölnir sendi tvö lið til keppni á Bikarmót í stökkfimi og varð annanð liðið Bikarmeistarar í 3.flokk, A-deild. Virkilega flottur árangur hjá öllum okkar iðkendum á þessum hluta.

Bikarmót í Hópfimleikum
Fjögur lið frá Fjölni voru svo skráð til leiks á Bikarmót í hópfimleikum allt frá 5.flokk – 3.flokk.
Liðin stóðu sig ótrúlega vel og ekki á þeim að sjá að það sé langt síðan þau hafi stigið síðast á keppnisgólfið. Svo má ekki gleyma að dömurnar í 5.flokk voru að keppa á sínu fyrsta hópfimleikamóti.

Tvö lið frá Fjölni enduðu á palli
4.flokkur A – 3.sæti
3.flokkur A – 3.sæti

Öll úrslit helgarinnar má skoða Hér


Happdrættisvinningar frá Þorrablóti

Góðan dag,

dregið hefur verið í Happdrættinu frá Þorrablótinu og má sjá vinningaskrá hér fyrir neðan:

Vinningaskrá Vinningsnúmer
Icelandair 25.000 kr gjafabréf 2242
Icelandair 25.000 kr gjafabréf 183
Northern Light Inn – gisting fyrir 2 í standard herbergi með morgunmat 466
N1 – 10.000 kr gjafabréf 140
N1 – 10.000 kr gjafabréf 504
Aurora Floating – Flot fyrir 2 og 3ja rétta kvöldverður að hætti hússins 1907
Vítamínpakki: C vítamín, Kalk-magn-zink, D3 vítamín, hárkúr, multi vít, omega 3, B-súper 1249
Eldhestar – Reiðtúr 3C Hestar og heitir hverir fyrir tvo 393
Apotek Restaurant – Afternoon tea fyrir 2 905
Fjallkonan/SætaSvínið/Tapas/Sushi/Apotek – 15.000 kr gjafabréf 1257
Sæta Svínið 10.000 kr gjafabréf 2
Fjallkonan 10.000 kr gjafabréf í Brunch 1140
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags 1145
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags 197
Smáralind – 10.000 kr gjafabréf 1170
Gjafapoki – Danól 663
Gjafapoki – Danól 2121
Dimmalimm snyrtistofa – ávaxtasýrumeðferð 563
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 874
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 562
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 435
Gjafapoki – Innnes 2439
Gjafapoki – Innnes 187
Hagkaup – 10.000 kr 711
Hagkaup – 10.000 kr 606
Manhattan hárgreiðslustofa – hárvörur að verðmæti 15.000 kr 177
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake 512
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake 1220
Bækur og Prosecco flaska (Bækur: Heima hjá lækninum í eldhúsinu, Bjór) 1926
3 mánaða kort í Hreyfingu 1153
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort 700
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort 762
Heyrnartól – Audio Technical 1039
Ferðatöskusett frá Cerruti 1881 648
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 1187
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 1940
4 bíómiðar í Sambíóin 924
4 bíómiðar í Sambíóin 1105
2 bíómiðar í Sambíóin 1882
Snyrtistofa Grafarvogs – Andlitsmeðferð 144
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo 427
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo 981
66 norður – bakpoki og húfa 213

Vinninga skal vitja fyrir 13. apríl 2022.


Aðalfundur Fjölnis - Fundarboð

Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 15. mars kl. 17:30. Fundurinn verður í félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.

Framboð stjórnarmanna þarf að berast til gummi@fjolnir.is eigi síðar en 10. mars.

Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 10. mars.

Dagskrá aðalfundar verður:
a)      Skýrsla stjórnar
b)      Reikningar félagsins
c)      Lagabreytingar
d)      Kjör formanns
e)      Kjör stjórnarmanna
f)       Kjör skoðunarmanna reikninga
g)      Önnur mál

8. grein

Stjórn félagsins er skipuð sjö mönnum og allt að tveimur til vara. Kosning til stjórnar skal fara þannig fram:

  1. a) kosning formanns til eins árs,
  2. b) kosning sex meðstjórnenda til tveggja ára, þannig að þrír eru kosnir á hverju ári,
  3. c) kosning tveggja manna í varastjórn til eins árs.

Varamenn taka sæti í stjórn ef aðalmaður forfallast í sömu röð og þeir eru kosnir. Bjóði meðstjórnandi sig fram til formanns áður en kjörtímabili hans líkur, tekur varamaður sæti í stjórn fram að næsta aðalfundi.

Allir félagsmenn félagsins sem eru fjárráða geta boðið sig fram til formanns. Formaður félagsins getur ekki samtímis verið formaður deildar. Tilkynningar um framboð til formanns og meðstjórnenda félagsins skulu berast framkvæmdarstjóra félagsins minnst 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

Formaður er kosinn beinni kosningu á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórn fer með umboð og vald aðalfundar á milli aðalfunda án heimildar til lagabreytinga.

Á aðalfundi skulu einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga en í þeirra stað má kjósa einn löggiltan endurskoðanda.

Lög Fjölnis má finna hér


Glæsilegt Bikarmót í hópfimleikum í Dalhúsum

Helgina 26. – 27. febrúar fór fram Bikarmót í hópfimleikum, keppt var í efri flokkum og meistaraflokki. Mótið var haldið í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í glæsilegri umgjörð og mikilli stemmingu. Þetta var fysta fimleikamótið í um tvö ár þar sem ekki hafa verið einhvernskonar samkomutakmarkanir og voru þjálfarar, dómarar og áhorfendur alveg í skýjunum með grímulaust líf. Fjölnir átti 3 lið á mótinu og stóðu þau sig öll frábærlega. Liðið okkar í 1. flokki var örstutt frá því að tryggja sér keppnisrétt á Norðurlandamóti unglinga. En liðið er ungt og efnilegt og verður gaman að fylgjast með þeim vaxa. Á sunnudeginum var svo bein  útsending á RÚV frá keppni í  meistaraflokkum. En þar bar hæst sigur Stjörnunnar í kvennaflokki.


Metsöfnun og seinkun á afhendingu í fjáröflun

Góðan daginn,

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að seinka afhendingu á vörum til fimmtudagsins 10. mars milli kl. 16 og 18 við austurenda Fjölnishallar (parketsalurinn í Egilshöll).

Við biðjumst velvirðingar á öllum þeim óþægindum sem mögulega verða til.

Það er þó ánægjulegt að segja frá því að um 180 iðkendur seldu fyrir metfjárhæð eða rúmar 12 milljónir.

Pappírslaust er á landinu og þar á bæ hafa þau ekki séð eins flottar tölur í 7 ár.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofan á skrifstofa@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar


Aðalfundir deilda

Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.

Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is 5 dögum fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:

a)      Skýrsla stjórnar

b)      Reikningar deildar

c)      Kjör formanns

d)      Kjör stjórnarmanna

e)      Önnur mál

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð þremur til sjö mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og tveimur til sex meðstjórnendum og allt að tveimur til vara, einnig kjörnum á aðalfundinum.

Tillögur um stjórnarmenn skulu berast 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ef ekki berast næg framboð fyrir tilskilin tíma þá er heimilt að bjóða sig fram á aðalfundinum.

Endurskoðandi/skoðunarmenn reikninga félagsins hafa eftirlit með reikningum deilda. Deildarstjórn skiptir sjálf með sér verkum. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda viðkomandi deilda.

Deildarstjórn getur sett sér og deild sinni vinnureglur, brjóti þær ekki í bága við lög félagsins. Deildarstjórn skal halda félagaskrá í samráði við stjórn félagsins.

Lög Fjölnis má finna hér

Tímasetning funda er eftirfarandi:

·         Knattspyrna: 2. febrúar kl. 18:00-19:15

·         Tennis: 3. febrúar kl. 19:45-20:45 í Tennishöllinni í Kópavogi

·         Fimleikar: 7. febrúar kl. 18:00-19:00

·         Frjálsar: 7. febrúar kl. 20:00-21:00

·         Sund: 8. febrúar kl. 20:00-21:00

·         Listskautar: 9. febrúar kl. 18:00-19:00

·         Skák: 9. febrúar kl. 20:00-21:00

·         Íshokkí: 10. febrúar kl. 18:00-19:00

·         Karate: 16. febrúar kl. 20:00-21:00

·         Körfubolti: 23. febrúar kl. 17:30-18:30

·         Handbolti: 28. febrúar kl. 18:00-19:00

 

Boðað er til framhalds aðalfundar hjá eftirfarandi deildum þar sem dagskrá er kjör formanns:

  • Sund: 22. febrúar kl. 19:30
  • Frjálsar: 22. febrúar kl. 20:00

 

 

Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?

Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.

Helstu verkefni stjórna eru:

  • Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
  • Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
  • Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
  • Uppsetning æfingagjalda
  • Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
  • Sækja um styrki fyrir deildina
  • Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
  • Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
  • Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
  • Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.

FormaðurFormaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.

GjaldkeriGjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.

Ritari

Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.

MeðstjórnendurMeðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.

 

Skrifstofa Fjölnis sér um:

  • Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
  • Allar fjárreiður
  • Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í Nóra
  • Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
  • Skráningar og aðstoð við skráningar
  • Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
  • Yfirferð og afstemming á bókhaldi
  • Búningasamninga
  • Samskipti í erfiðum málum


Ungmennaráð Fjölnis

Ungmennaráð Fjölnis er nýr hópur sem skipaður verður fulltrúum á aldrinum 15-25 ára. Markmið ungmennaráðsins eru að efla starfsemi félagsins enn frekar og virkja þátttöku frá unglingsaldri í félagsstarfi. Starfsemi ungmennaráðsins veitir ungmennum félagsins tækifæri á að láta í sér heyra og koma fram þeim þörfum og væntingum sem ungt fólk hefur. Ekki er gerð krafa um að meðlimir séu iðkendur félagsins, en kostur ef þeir þekkja til félagsins.

 

Hvað felst í því að vera meðlimur ungmennaráðsins?

  • Mæta á reglulega fundi
  • Taka þátt í að byggja upp öflugt félagsstarf ungmenna
  • Koma fram sínum hugmyndum um málefni ungmenna
  • Auka tengsl félagsins við ungmenni

Smelltu hér til að sækja um!

Umsóknarfrestur er til 6. febrúar