Fjáröflun Fjölnis í september

Við erum öll #FélagiðOkkar og nú býðst þér að kaupa vörur og styrkja öflugt starf Fjölnis í leiðinni.

Við bjóðum einnig upp á þann valmöguleika að eyrnamerkja kaupin einni eða fleiri deildum.
Ef kaupin eru t.d. merkt knattspyrnudeildinni þá fer allur hagnaður af sölu til hennar.
Ef tvær deildir eru valdar þá skiptist hagnaðurinn í tvennt og svo framvegis.

Sölutímabilið stendur yfir frá og með mánudeginum 6. september til og með sunnudeginum 19. september.

Afhending á vörum fer fram fimmtudaginn 23. september frá kl. 17-18 á skrifstofu Fjölnis.

Við bjóðum einnig upp á heimsendingu á pöntunum yfir 10.000 kr. gegn 1.000 kr. viðbótargjaldi.

Þetta er einfalt! Þú velur þær vörur sem þér líst best á, hakar við deild og heimsendingu ef það á við, leggur inn á fjáröflunarreikning Fjölnis og bíður spennt/ur eftir vörunum.

rknr. 0133-15-200689
kt. 631288-7589

skýring: nafn kaupanda

kvittun á vidburdir@fjolnir.is

#FélagiðOkkar

Smella hér til að panta vörur

Almennur félagsmaður pantar vörur í gegnum þetta skjal


Fjölnir Open 2021

Fjölnir Open 2021 lauk um helgina. Spilað var í góðu golfveðri í Þorlákshöfn. Leikið var með Texas scramble fyrirkomulagi. Eftir mótið, sem heppnaðist frábærlega, voru grillaðir hamborgarar í golfskálanum og skemmtu allir sér vel.

Efstu þrjú sætin í Fjölnir Open 2021 skipuðu eftirfarandi:
1. sæti Alexander Aron og Dagur Ingi Axelsson (70.000 kr. gjafabréf Örninn)
2. sæti Ragnar Sigurðsson og Stefán Andri Lárusson (40.000 kr. gjafabréf Örninn)
3. sæti Georg Fannar Þórðarson og Finnbogi Jensen (20.000 kr. gjafabréf Örninn)
Fjölnir Open farandsbikarinn verður settur í merkingu og komið til sigurvegara sem fá að halda bikarnum fram að næsta móti.
Þá voru gefin nándarverðlaun fyrir allar par 3 brautirnar og dregið úr skorkortum.
Við þökkum öllum styrktaraðilum og velviljurum mótsins sem lögðu hönd á plóg.

Sérstakar þakkir til Golfklúbbs Þorlákshafnar fyrir frábæran völl og góðar móttökur.

Hlökkum strax til mótsins á næsta ári

#FélagiðOkkar


"Lestur er mikilvægur" - Ósk Hind

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Ósk Hind Ómarsdóttir í meistaraflokki kvenna í handbolta segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar


Sigurður Ari hvetur iðkendur til lesturs

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Sigurður Ari Stefánsson afreksmaður úr fimleikadeild segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar


Áfram lestur með Söru Montoro

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Sara Montoro leikmaður meistaraflokks kvenna í fótbolta segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar


Karl Ísak hvetur iðkendur til að taka þátt

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Karl Ísak Birgisson leikmaður meistaraflokks karla í körfubolta ríður á vaðið og segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar


Skráningar haustönn

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á haustönn 2021 og árið 2021-2022 hjá deildum sem bjóða upp á árgjöld.

Allar skráningar eru gerðar rafrænt í Nóra skráningakerfi félagsins, https://fjolnir.felog.is/

Ef ykkur vantar aðstoð við skráningar eða hafið einhverjar spurningar endilega sendið póst á skrifstofa@fjolnir.is

Vinsamlegast athugið að vegna sumarleyfa starfsmanna getum við ekki lofað að svara öllum tölvupóstum samdægurs en við munum svara öllum póstum við fyrsta tækifæri.


Sumarnámskeið 2021

Sumarnámskeið 2021

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Úrvalið hefur aldrei verið jafn glæsilegt og til viðbótar við stök námskeið bjóðum við upp á heildræna dagskrá yfir allan daginn í Fjölni. Þar gefst forráðamönnum barna fædd 2011-2014 (árgangur 2015 bætist við í ágúst) tækifæri á að setja saman skemmtilega dagskrá yfir allan daginn með vali um heita máltíð. Við hlökkum til að sjá barnið þitt á námskeiðum hjá okkur í allt sumar.

Skráningar á námskeiðin fer fram í vefsölunni okkar – smelltu HÉR!

Upplýsingar um öll námskeið – smelltu HÉR!

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn þinn. Börn fædd 2011-2014
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2011-2015
  • Handboltanámskeið
  • Sundnámskeið
  • Tennisæfingar
  • Listskautabúðir
  • Íshokkínámskeið
  • Karatenámskeið


Frítt hópfimleika námskeið

Dagana 14.- 16. júní ætlar Fimleikadeild Fjölnis að bjóða uppá hópfimleikanámskeið fyrir stelpur fæddar 2013-2014 endurgjaldslaust.
Námskeiðið verður kynnig fyrir hópfimleika og eina sem þarf að gera til þess að taka þátt er að skrá sig í gegnum þetta skráningarfrom https://forms.gle/knnRTuvDJRSLDLY99 

Virkilega flott þjálfarateymi mun sjá um námskeiðið og er engin krafa um grunn í fimleikum.

Mánudaginn 14.júní kl 10:30-12:00
Þriðjudaginn 15.júní kl 10:30-12:00
Miðvikudaginn 16.júní kl 10:30-12:00

Námskeiðinu lýkur kl 12.00 alla dagana og þá er hægt að skrá þau í hádegismat og jafnvel annað námskeið eftir hádegi á vegum Fjölnis ef það er áhugi fyrir því. Hægt að sjá úrval námskeiða og skrá hér https://fjolnir.is/felagid-okkar/sumarnamskeid-2021/ 

Athuga að það er takmarkað pláss, ekki gleyma að skrá ykkar stelpu.


Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2021. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1992 og er stórskemmtileg og lífleg íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem saman koma þúsundir barna og ungmenna ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í afar fjölbreyttri dagskrá.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Á sama tíma er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna, mömmu og pabba og yngri systkinin og það kostar ekki krónu. Í ár geta 19 ára líka tekið þátt því mótinu í fyrra var frestað. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli enda frábært fjölskyldu- og vinafjör þar sem allir mótsgestir fá að prófa nýjar og forvitnilegar greinar. Við hvetjum vinahópa og fjölskyldur til að fara saman á mótið. Búist er við gríðarlegum fjölda þátttakenda á þessu ári enda stutt af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss.

Unglingalandsmót UMFÍ 2021 fer fram 29. júlí – 1. ágúst á Selfossi. Skráningargjald er 7.900 kr. Skráning hefst 1. júlí næstkomandi.

Mót fyrir alla fjölskylduna

Á Selfossi verður boðið upp á 24 stórskemmtilegar greinar. Þar á meðal eru knattspyrna, körfubolti og frjálsar íþróttir en líka aðrar nýlegri eins og strandhandbolta og standblak sem hafa slegið í gegn. Líka er hægt að skrá sig í hlaupaskotfimi (biathlon), bogfimi, borðtennis, golf og glímu, kökuskreytingar, rafíþróttir og margar fleiri. Fatlaðir geta eins og á fyrri mótum tekið þátt í fjölda greina.

Þátttakendur greiða eitt verð en geta skráð sig í eins margar greinar og þau vilja. Inni í verðinu er aðgangur að tjaldsvæði en greiða þarf fyrir rafmagn.

Öll kvöld verða tónleikar með vinsælasta tónlistarfólki ungu kynslóðarinnar ásamt því sem upprennandi tónlistarfólk og hljómsveitir frá Suðurlandi stíga á stokk.

Búist er við þúsund mótsgesta á Selfossi um verslunarmannahelgina og er verið að útbúa risastórt tjaldsvæði við Suðurhóla í útjaðri bæjarins fyrir þátttakendur af öllu landinu. Svæðið er í göngufæri við mótssvæðið. Til að skapa frábæra stemningu og gæta öryggis þátttakenda og mótsgesta verður ákveðnum götum lokað í kringum nokkra viðburði á Selfossi.

Vefsíða mótsins er www.ulm.is