Skráning er hafin á haustönn

Haustönn fimleikadeildar hefst miðvikudaginn 21.ágúst og hlökkum við til þess að taka á móti ykkur. Skráning er hafin og fer fram hér á síðunni undir skrá í Fjölni hnappinn.

Boðið verður upp á fjölbreyttar fimleikaæfingar þar sem iðkendur valið það sem hentar þeirra áhugasviði.

Allar nánar upplýsingar um hvern hóp fyrir sig er að finna hér á heimasíðunni.

Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið fimleikar@fjolnir.is. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.


Coaching in Iceland

COACHING IN ICELAND ?

Fjölnir Gymnastics, located in Reykjavík Iceland, is seeking TeamGym coaches for our athletes, both children and teenagers.
Our goal is to bring Fjölnir Gymnastics to the top level in Icelandic gymnastics and we are therefore eager to hire ambitious coaches that are conducive to that goal.

Do you meet our requirements?

• Education relevant to gymnastics coaching
• At least two year experience in coaching children/teenagers
• Ability to develop appropriate instructional programs
• Good communication and human relations skills
• A great interest in working with children/teenagers and inspiring them to achieve their goals

We offer a great opportunity for individuals who wants to get inspired by Iceland and it’s unpredictable nature as well as working as a part of ambitious team of gymnastic coaches. We offer competitive salaries and perquisite, great facilities and excellent team spirit! We need you from August 2019 and we can offer either full time or part time employment.

Please send applications and enquiries to the e-mail address hallakari@fjolnir.is. Also feel free to contact our director, Halla Kari Hjaltested, Tel: +354 661 6520.

Coaching in Iceland 2019


Aðalfundur í kvöld

Minnum á aðalfund Fjölnis klukkan 18:30 í félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.

Dagskrá
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál

Eins og undanfarin á verður skýrslan einungis aðgengileg hér á heimasíðunni.

Fjölnir ársskýrsla 2018


Karatemaður ársins

Undir lok árs útnefndum við karatefólk ársins 2018.

Karatemaður ársins: Baldur Sverrisson

Baldur hefur í gegnum langan feril í deildinni unnið ötullega og verið öðrum góð fyrirmynd. Það hefur svo sýnt sig í að hann er í dag vinsæll þjálfari yngri iðkenda og stuðningsmaður þeirra á mótum þar sem hann tekur jafnan að sér liðsstjórahlutverkið. En Baldur lauk fyrr á árinu 1. stigs þjálfararéttindum ÍSÍ eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari um árabil.
Baldur er einn Afreksiðkenda deildarinnar og hefur sýnt góðan árangur sem keppnismaður í greininni. Enda kemur hann að jafnaði heim með verðlaun þegar hann tekur þátt. Þannig náði hann 2. sæti í Kata á Reykjavík International Games, 3. sæti á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata. Og á Grand Prix mótaröðinni (3 mót) náði hann samanlagt 2. sæti í Kata og samanlagt 3. Sæti í Kumite.
Metnaður og Virðing eru þau gildi sem Baldur hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.

Á myndinni er Baldur ásamt Jóni Karli Ólafssyni formanni
Fjölnis.


Sara með mótsmet

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 9.-10. febrúar. Fjölnir átti 13 keppendur á mótinu. Sara Gunnlaugsdóttir 14 ára náði að komast fjórum sinnum á verðlaunapallinn sem er aldeilis vel af sér vikið. Hún sigraði í 600m hlaupi á tímanum 1:45,08 sem er persónulegt met hjá henni og setti mótsmet í greininni. Hún varð í öðru sæti í langstökki með stökk uppá 4,57m og varð einnig í öðru sæti í 60m grind á tímanum 10,10sek sem er persónulegt met hjá henni. Hún varð svo í þriðja sæti í 60 m hlaupi á tímanum 8,62sek. Þetta er frábær árangur hjá Söru en hún keppti í 6 greinum á mótinu.

Kjartan Óli Bjarnason 12 ára stóð sig líka vel á mótinu. Hann varð í þriðja sæti í langstökki með stökk uppá 4,19m sem er persónulegt met hjá honum. Hann bætti sig líka í 60m hlaupi þar sem hann varð þriðji í undanúrslitum en endaði svo í fjórða sæti á tímanum 9,22sek í úrslitahlaupinu. Var hann að bæta tímann sinn í 60m hlaupinu. Hann varð líka í fjórða sæti í 600m hlaupi á tímanum 1:56,85 og var einnig að setja persónulegt met þar.

Aðrir keppendur stóðu sig vel og margir settu persónuleg met.

Öll úrslit mótsins eru hér.


Haustmót í stökkfimi

Haustmót í Stökkfimi fór fram í Stjörnunni um síðustu helgi. Góð skráning var á mótið sem gerði mótið líflegt og skemmtilegt.
Nýlega var reglum í stökkfimi breytt, nú er alltaf keppt í liðum. Liðin samanstanda af 4-7 iðkendum og liðin skrá sig beint í A, B eða C deild eftir því hvaða stökk þau ætla að framkvæma.

Hópar KH-3 og KH-2 úr Fjölni skráðu sig á mótið og mynduðu fimm lið og enduðu fjögur þeirra á palli. Stelpurnar skemmtu mér stórkostlega og áttu góðan dag í Stjörnuheimilinu og eru spenntar fyrir að bæta sig fyrir næstu mót.

 

Öll úrslit mótsins má sjá HÉR


Haustmót á Akureyri

Haustmót í 4. og 5. þrepi fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Það voru þær Hermína Mist, Laufey Birta, Sigríður Fen og Svandís Eva sem kepptu í 5. þrepi og hjá strákunum voru það þeir Arnþór, Bjarni Hans, Grétar Björn, Sigurjón Daði og Viktor Páll sem kepptu í 5. þrepi og Bjartþór Steinn, Brynjar Sveinn og Wilhelm Mar kepptu í 4. þrepi. Þetta var liðakeppni og þegar það eru fáir keppendur frá félögunum þá blandast þau saman í lið þannig að allir geti verið með, gefin voru verðlaun fyrir efstu sætin. Keppendur skemmtu sér vel á mótinu og var þetta góð reynsla í reynslubankann. Það verður gaman að fylgjast með þeim áfram á mótum vetrarins og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Verðlaunasæti:

5.þrep kk
1.sæti Fjölnir/FIMAK

4.þrep kk 10 ára og yngri
2.sæti ÁRM/Fjölnir

4.þrep kk 11 ára og eldri
1.sæti Fjölnir/FIMAK/Björk/ÁRM


Evrópumót í hópfimleikum

Í síðustu viku heiðruðum við þá iðkendur og þjálfara Fjölnis sem fóru út fyrir hönd Íslands að keppa á Evrópumóti í hópfimleikum. Sett var upp EM stofa í félagsrými Fjölnis og fylgst var vel með frá fyrsta degi. Öll lið Íslands stóðu sig sig frábærlega og erum við í Fjölni ótrúlega stolt af því að eiga svona efnilegt fólk í okkar röðum.

Á myndinni frá vinstri
Jónas Valgeirsson, landsliðsþjálfari stúlkna
Katrín Pétursdóttir, landsliðsþjálfari stúlkna
Bjarni Gíslason, landsliðsþjálfari kvenna
Kristín Sara Stefánsdóttir, stúlknalandslið
Ásta Kristinsdóttir, kvennalandslið
Aníta Liv Þórisdóttir, blandað lið unglinga


Komdu í handbolta

Dagana 29. október - 9. nóvember næstkomandi býðst börnum í 1. - 6. bekk að prófa handbolta í VINAVIKUM.

- Handknattleiksdeild Fjölnis er í sífeldum vexti bæði hvað umgjörð og þjálfun varðar.

- FRÁBÆR árangur hefur náðst síðustu ár hjá yngri flokkum félagsins og má helst nefna góður árangur 3. flokk karla í Íslandsmóti.

- Ár hver eru mörg ungmenni valin til æfinga í yngri landsliðum HSÍ.

- Vel menntaðir og reynslumiklir þjálfarar í bland við unga og efnilega eru eitt af áherslum deildarinnar.

Í VINAVIKUM býðst iðkendum deildarinnar að koma með vin eða vinkonu á æfingu. Fyrir það fær iðkandinn og vinurinn eða vinkonan ísmiða á Gullnesti. Ef vinurinn eða vinkonan byrjar að æfa þá fá bæði bíómiða í Sambíóin.

Upplýsingar um æfingatíma má nálgast hér: https://www.fjolnir.is/handbolti/aefingatoflur-handbolti/

Upplýsingar um flokkana má nálgast hér: https://www.fjolnir.is/handbolti/flokkar-handbolti/

Það er gaman í handbolta :)

#FélagiðOkkar

/assets/2018_Komdu-í-handbolta.pdf


Fullorðinsfimleikar

Hefur þig alltaf dreymt um að verða fimleikastjarna ?
Opið er fyrir skráingu í Fullorðins Fimleika Fjölnis - FFF.
Það er ekki krafa um að iðkendur hafi áður stundað íþróttina, tökum vel á móti öllum, 18 ára aldurstakmark.
Skemmtileg hreyfing, þrek, teygjur og fimleikar.
Fyrsta æfing er á miðvikudaginn 22. ágúst.

Í ár bjóðum við uppá að iðkendur skrái sig á námskeiðið alla önnina eða geti valið um tvö átta vikna tímabil.
Allar upplýsingar eru að finna HÉR