Haustmót í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram Haustmót í áhaldafimleikum, 3.þrepi, 2.þrepi, 1.þrepi og frjálsum æfingum hjá báðum kynjum.
Mótið var einstaklega vel heppnað og viljum við hjá fimleikadeildinni koma fram þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem hjálpuðu okkur um helgina.

Alls voru níu keppendur frá Fjölni sem tóku þátt á mótinu og sýndu glæsilegar æfingar og var árangur Fjölnis drengja virkilega flottur, þess má geta að Sigurður Ari keppti með nýtt flug á svifrá og er eini íslendingurinn sem hefur keppt með þetta mótment.
HÉR er hægt að sjá myndband á facebook síðu fimleikasambandsins

 

Fjölnir í verðlaunasætum í samanlögðum árangri

3.þrep KVK 12 ára og eldri

3.sæti Lúcía Sóley Óskarsdóttir

1.þrep KK

1.sæti-  Sigurður Ari Stefánsson

Unglingaflokkur KK

2.sæti - Davíð Goði Jóhannsson

3.sæti - Elio Mar Rebora

 

 

HÉRmá sjá öll úrslit frá mótinu


FFF - Fullorðins Fimleikar Fjölnis

Fullorðins fimleikar Fjölnis - FFF
Skemmtileg hreyfing og félagsskapur fyrir alla 18 ára og eldri, ekki gerðar kröfur um grunn í fimleikum. Þrek, teygjur og fimleikaæfingar fyrir alla.

Skráning er opin inná heimasíðunni okkar, ekki gleyma að skrá þig !

 


Sumaræfingar keppnishópa í ágúst

Hér má sjá æfingatíma fyrir keppnishópa í áhaldafimleikum og hópfimleikum sumarið 2019.

Iðkendur í keppnishóp þurfa að skrá sig sérstaklega og greiða fyrir þessar æfingar.
Athuga að gert er ráð fyrir æfingum í allan ágúst í æfingagjöldum hjá úrvalshópum á haustönn.

Hefðbundnar æfingar hefjast miðvikudaginn 21.ágúst

Hægt að skrá sig HÉR 


Hópalistar 2019

Á meðfylgjandi slóðum má sjá hópalista fyrir haustönn 2019

Skráning hefst 6. ágúst inn á skráningarsíðunni, https://fjolnir.felog.is/
allir iðkendur þurfa að vera skráðir í réttan hóp áður en æfingar hefjast.  Þjálfurum er óheimilt að taka á móti óskráðum iðkendum.

Athugið að foreldrar eiga aðeins að skrá í úthlutaðann hóp.
Það er mikilvægt að foreldrar skrái iðkendur í rétta hópa í réttri fimleikagrein. Tilfærslur geta haft auka kostnað í för með sér og því mikilvægt að vanda skráninguna.

Grunnhópar, smellið hér  

Fimleikar fyrir alla, smellið hér 

Keppnis og úrvalshópar, smellið hér 

 


Fimleikaþrek fyrir 12-15 ára

Fimleikadeild Fjölnis ætlar að bjóða uppá fimleikaþrek fyrir alla á aldrinum 12-15 ára í júní. Ekki eru gerðar kröfur um grunn í fimleikum og því er námskeiðið opið fyrir alla áhugasama.

Uppsetning námskeiðs

  • Markmiðasetning
  • Þrek og teygjur
  • Almenn fræðsa um heilbrigðan lífsstíl

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11.júní og er kennt alla virka daga.
Hægt að skrá sig á eina viku í senn eða allt námskeiðið í heild.

Skráning er opin HÉR 

 

 


Íslandsmót í hópfimleikum og stökkfimi

Íslandsmót í hópfimleikum lauk núna um helgina með keppni hjá 3.-2.flokki. Mótið var haldið í Aftureldingu og var öll umgjörð mótsins til fyrirmyndar.
Fjölnir átti fjögur lið á mótinu sem náðu öll frábærum árangri og framförum frá síðustu mótum. Félagið skilaði inn tveimur Íslandsmeistaratitlum heim um þessa helgi.

Í lok apríl fór fram fyrri hluti Íslandsmótsins, keppt var í strákaflokkum, yngri og eldri og 5.-4.flokk. Fimm lið frá Fjölni kepptu í þessum hluta mótsins og var helgin skemmtileg og dýrmæt reynsla í bankann hjá öllum.

Öll lið okkar í A-deild og KK-yngri hafa því fengið þátttökurétt á Deildarmeistaramóti í hópfimleikum sem fer fram í júní.
Við viljum óska iðkendum, þjálfurum og foreldrum til hamingju með einstakan árangur Fjölnis í vetur.

Hér má sjá lið frá Fjölni sem náðu verðlaunasæti á Íslandsmóti 2019.
Fjölnir KK-Yngri – Íslandsmeistarar
Fjölnir KK – Eldri – 3.sæti
Fjölnir 5.flokkur – 2.sæti
Fjölnir 4.flokkur A – 3.sæti
Fjölnir 3.flokkur A – Íslandsmeistarar
Fjölnir 3.flokkur B – 4.sæti
Fjölnir 2.flokkur A – Íslandsmeistarar
Fjölnir 2.flokkur B – 2.sæti


Sigurður Ari á NM 2019

Sigurður Ari Stefánsson fer út fyrir okkar hönd á Norðurlandamót unglinga , 17.-19.maí í Svíðþjóð. Við óskum Sigga okkar og Zoltan þjálfara innilega til hamingju og óskum Sigga góðs gengis við lokaundirbúning fyrir mótið.

Meira um landslið Íslands hér: 

#FélagiðOkkar


Þrepamót og RIG

Nú er nýtt fimleikaár farið af stað af fullum krafti og nú þegar búin að vera haldin tvö þrepamót.
Í lok janúar var keppt í 5.þrepi stúlkna  á þrepamóti 1, mótið var haldið Björk.
17 stúlkur frá Fjölni kepptu á mótinu og stóðu stóðu sig vel og voru flottir fullrúar félagsins.

Þrepamót 2 var svo haldið núna síðustu helgi samhliða RIG (Reykjavík International Games) mótið fór fram í Laugardalshöllinni og öll umgjörð í kringum mótið með besta móti.
Á þrepamótinu voru flottir strákar sem kepptu fyrir hönd Fjölnis í 5. og 4.þrepi og stúlkur í 4.þrepi.

Síðast en ekki síst átti Fjölnir svo þrjá fulltrúa á RIG og voru þau öll að keppa á sínu fyrsta stórmóti og erum við ótrúlega stolt af þeim og þeirra árangri.

Fimleikadeild Fjölnis mun svo halda Þrepamót 3 helgina 8.-10.febrúar. Á mótinu verður keppt í 1.-3.þrepi karla og kvenna.


Aðventumót Ármanns

Árlega aðventumót Ármanns var haldið nú um helgina. Á mótinu var keppt í 4., 5., og 6. þrepi í áhaldafimleikum. Mótið var ótrúlega vel heppnað og skemmtilegt og áttu Fjölniskrakkar frábæra keppni.
Við erum stolt af okkar iðkendum og þjálfurum, til hamingju öll.