Fimleikaþrek fyrir 12-15 ára

Fimleikadeild Fjölnis ætlar að bjóða uppá fimleikaþrek fyrir alla á aldrinum 12-15 ára í júní. Ekki eru gerðar kröfur um grunn í fimleikum og því er námskeiðið opið fyrir alla áhugasama.

Uppsetning námskeiðs

  • Markmiðasetning
  • Þrek og teygjur
  • Almenn fræðsa um heilbrigðan lífsstíl

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11.júní og er kennt alla virka daga.
Hægt að skrá sig á eina viku í senn eða allt námskeiðið í heild.

Skráning er opin HÉR 

 

 


Íslandsmót í hópfimleikum og stökkfimi

Íslandsmót í hópfimleikum lauk núna um helgina með keppni hjá 3.-2.flokki. Mótið var haldið í Aftureldingu og var öll umgjörð mótsins til fyrirmyndar.
Fjölnir átti fjögur lið á mótinu sem náðu öll frábærum árangri og framförum frá síðustu mótum. Félagið skilaði inn tveimur Íslandsmeistaratitlum heim um þessa helgi.

Í lok apríl fór fram fyrri hluti Íslandsmótsins, keppt var í strákaflokkum, yngri og eldri og 5.-4.flokk. Fimm lið frá Fjölni kepptu í þessum hluta mótsins og var helgin skemmtileg og dýrmæt reynsla í bankann hjá öllum.

Öll lið okkar í A-deild og KK-yngri hafa því fengið þátttökurétt á Deildarmeistaramóti í hópfimleikum sem fer fram í júní.
Við viljum óska iðkendum, þjálfurum og foreldrum til hamingju með einstakan árangur Fjölnis í vetur.

Hér má sjá lið frá Fjölni sem náðu verðlaunasæti á Íslandsmóti 2019.
Fjölnir KK-Yngri – Íslandsmeistarar
Fjölnir KK – Eldri – 3.sæti
Fjölnir 5.flokkur – 2.sæti
Fjölnir 4.flokkur A – 3.sæti
Fjölnir 3.flokkur A – Íslandsmeistarar
Fjölnir 3.flokkur B – 4.sæti
Fjölnir 2.flokkur A – Íslandsmeistarar
Fjölnir 2.flokkur B – 2.sæti


Sigurður Ari á NM 2019

Sigurður Ari Stefánsson fer út fyrir okkar hönd á Norðurlandamót unglinga , 17.-19.maí í Svíðþjóð. Við óskum Sigga okkar og Zoltan þjálfara innilega til hamingju og óskum Sigga góðs gengis við lokaundirbúning fyrir mótið.

Meira um landslið Íslands hér: 

#FélagiðOkkar


Þrepamót og RIG

Nú er nýtt fimleikaár farið af stað af fullum krafti og nú þegar búin að vera haldin tvö þrepamót.
Í lok janúar var keppt í 5.þrepi stúlkna  á þrepamóti 1, mótið var haldið Björk.
17 stúlkur frá Fjölni kepptu á mótinu og stóðu stóðu sig vel og voru flottir fullrúar félagsins.

Þrepamót 2 var svo haldið núna síðustu helgi samhliða RIG (Reykjavík International Games) mótið fór fram í Laugardalshöllinni og öll umgjörð í kringum mótið með besta móti.
Á þrepamótinu voru flottir strákar sem kepptu fyrir hönd Fjölnis í 5. og 4.þrepi og stúlkur í 4.þrepi.

Síðast en ekki síst átti Fjölnir svo þrjá fulltrúa á RIG og voru þau öll að keppa á sínu fyrsta stórmóti og erum við ótrúlega stolt af þeim og þeirra árangri.

Fimleikadeild Fjölnis mun svo halda Þrepamót 3 helgina 8.-10.febrúar. Á mótinu verður keppt í 1.-3.þrepi karla og kvenna.


Aðventumót Ármanns

Árlega aðventumót Ármanns var haldið nú um helgina. Á mótinu var keppt í 4., 5., og 6. þrepi í áhaldafimleikum. Mótið var ótrúlega vel heppnað og skemmtilegt og áttu Fjölniskrakkar frábæra keppni.
Við erum stolt af okkar iðkendum og þjálfurum, til hamingju öll.