Við sjáum um jólatréð!
Körfuknattleiksdeildin stendur að fjáröflun um helgina, 8. og 9. janúar þar sem iðkendur sækja jólatré heim að dyrum gegn 2.500 kr. gjaldi.
Fyllið út í skjalið viðeigandi upplýsingar, greiða þarf fyrir 7. janúar.
Aukinn símatími í janúar
Ákveðið hefur verið að fjölga símatímum í janúar. Opið verður í símatíma mánudaga – fimmtudaga kl. 09:00-11:30.
Hægt er að ná í okkur í síma 578-2700.
Frítt skautanámskeið fyrir stráka
Í janúar verður í boði frítt skautanámskeið fyrir stráka á öllum aldri. Umsjón námskeiðsins verður í höndum Lars Davíðs Gunnarssonar, þjálfara listskautadeildarinnar. Lars æfði sjálfur skauta hjá okkur í mörg ár og hefur verið að þjálfa undanfarið.
Æfingar verða á miðvikudögum kl. 16:20-17:00. Fyrsta æfingin er 12. janúar og er námskeiðið 7 skipti og lýkur 23. febrúar.
Skráning á námskeiðið er hafin á fjolnir.felog.is
Æfingarnar fara fram á Skautasvellinu í Egilshöll sem er á annarri hæð hússins. Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma í höllinni fyrir þá sem ekki eiga. Gott er að koma í hlýjum og teygjanlegum fötum, t.d. flísbuxum, flíspeysu, húfu/eyrnaband, koma skal með fingravettlinga. Best er að vera kominn um 15 mínútum fyrr til að hafa tíma til að klæða sig í skautana áður en tíminn hefst.
Skráning á vorönn hefst 1. janúar
Skráning á vortímabil hefst þann 1. janúar á fjolnir.felog.is og verður þá hægt að ráðstafa frístundastyrk fyrir árið 2022.
Þeir sem eiga eftir að klára að ganga frá skráningu og gjöldum á haustmisseri eru hvattir til að ganga frá því sem fyrst. Seinasti dagur til að ráðstafa frístundastyrk fyrir árið 2021 er 31. desember.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofa@fjolnir.is til að fá aðstoð við skráningu eða til að fá svör við fyrirspurnum.
Símatími í janúar verður mánudaga – fimmtudaga kl. 09:00-11:30.
Hlaupahópur Fjölnis óskar eftir þjálfara
Hlaupahópur Fjölnis í Grafarvogi hefur starfað í nær 30 ár. Hópurinn er öllum opinn og eru meðlimir hans á öllum aldri og á getustigi sem spannar allt frá frístundaskokkurum til afrekshlaupara. Hlaupahópurinn starfar innan frjálsíþróttadeildar Fjölnis.
Nú leitar frjálsíþróttadeildin að nýjum þjálfara (eða þjálfurum) sem er tilbúinn að leiða áframhaldandi starf hópsins og hefur metnað til frekari uppbyggingar og nýliðun hjá hópnum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun í langhlaupum auk þess að eiga auðvelt með mannleg samskipti. Kostur er að viðkomandi hafi menntun í íþrótta- og þjálfunarfræðum. Möguleiki er að tveir þjálfarar skipti með sér verkum. Gert er ráð fyrir þremur föstum æfingum á viku sem fela í sér hlaupaþjálfun auk styrktarþjálfunar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir eru hvattir til að skila inn umsókn til formanns frjálsíþróttadeildar Fjölnis á netfangið: toggi@vov.is, sem fyrst. Ráðið verður í stöðuna eins fljótt og kostur er.
Nánari upplýsingar veita formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis; Þorgrímur Guðmundsson í síma 861 6131 eða í pósti toggi@vov.is og hjá meðlimi hlaupahópsins Bragi Birgisson sími 669-0888 (bragi.birgisson@gmail.com).
Jólavörur Fjölnis
Pöntunarblöð má finna hér
https://forms.office.com/r/1zVQ6rgin1
Pöntunarblað fyrir Fjölniskúluna má finna hér
Uppskeruhátíð Fjölnis
Hin árlega Uppskeruhátíð Fjölnis fór fram þann 16. desember síðastliðinn þar sem afreksfólk deilda var heiðrað og jafnframt tilkynnt um val á Íþróttakonu- og karli ársins, sem og Fjölnismanni ársins. Athöfnin fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll og var einnig beint streymi fyrir þá sem heima sátu af Facebook síðu Fjölnis. Jón Karl, formaður félagsins setti athöfnina og fluttu systurnar og Fjölniskonurnar Auður og Hrafnhildur Árnadætur tónlistaratriði. Við þökkum Gunnari Jónatanssyni sérstaklega fyrir aðstoð sína við viðburðinn sem og ljósmyndurum Baldvini Erni Berndsen og Þorgils G.
Íþróttakona Fjölnis árið 2021 er Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir
Íþróttakarl Fjölnis árið 2021 er Ólafur Ingi Styrmisson
Fjölnismaður ársins 2021 er Sarah Buckley
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð ársins og viðtöl við íþróttafólkið okkar.
Fimleikadeild
Frjálsíþróttadeild
Handknattleiksdeild
Íshokkídeild
Karatedeild
Knattspyrnudeild
Körfuknattleiksdeild
Listskautadeild
Skákeild
Sunddeild
Tennisdeild
Jólaskautaskóli Fjölnis
Jólaskautaskóli Fjölnis
Listskauta- og íshokkídeild Fjölnis verða með Jólaskautaskóla fyrir börn á aldrinum 6-12 ára dagana 27.-30. desember. Námskeiðið er á milli kl. 8:30-13:00. Kennd verða undirstöðuatriði skautaíþrótta á námskeiðinu ásamt því að spila íshokkí og læra listskautaæfingar.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 21. desember.
Skattaafsláttur af styrkjum til íþróttastarfsemi
Desember 2021
Ný lög hafa verið samþykkt og tóku gildi þann 1. nóvember þar sem Íþróttafélög geta skráð sig á lista yfir félög sem starfa að almannaheill og njóta aukins skattahagræðingar. Fjölnir hefur fengið staðfestingu á þessari skráningu hjá RSK. Sjá hér.
Í lögunum er ákvæði fyrir fyrirtæki sem vilja styrkja félög á Almannaheillaskrá, og er þeim heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum og láta renna til félaga á almannaheillaskrá. Einstaklingar hafa heimild til að gefa 350.000 kr. og draga það frá tekjuskattsstofni og erfðafjárskattur er felldur niður ef arfurinn rennur til félaga á almannaheillaskrá.
sjá nánar:
https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/muna-ad-skra-ithrottafelagid-a-almannaheillaskra
https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/skattskylda/almannaheillaskra-skattfradrattur
Við viljum hvetja fyrirtæki og samstarfsaðila til að styrkja íþróttastarfið með myndarlegum hætti. Tekið er fram í lögunum að skattafrádrátturinn á eingöngu við um gjafir en ekki auglýsingasamninga. Fjölnir og deildir félagsins munu heyra í fyrirtækjum og velunnurum og kanna með vilja þeirra til að taka þátt í þessu verkefni á þessu ári. Til að geta nýtt heimildina á þessu ári, þarf að greiða gjafaupphæðina á eftirfarandi reikning fyrir 30. desember nk. til að nýta heimildina fyrir þetta ár.
Kennitala: 631288-7589
Bankaupplýsingar: 0114-26-155
Við hvetjum fyrirtæki sem vilja láta gott af sér leiða að nýta þennan skattafrádrátt og athugið að Fjölnir þarf að veita formlega staðfestingu á gjöfinni til RSK.
Ungmennafélagið Fjölnir þakkar allan þann stuðning sem fyrirtæki og einstaklingar hafa veitt félaginu undanfarin ár og öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem hafa stutt við félagið í gegnum árin.
Íslandsmót barna- og unglingasveita í skák 2021
B sveit Fjölnis – Íslandsmeistari í B flokki
Fjölnissveitir fjölmenntu á Íslandsmótið með alls 5 skáksveitir af 22 sveitum sem skráðar voru til leiks. Aðeins Skákdeild Breiðabliks sendi fleiri skáksveitir á mótið. Fjölniskrakkarnir eru á aldrinum 8 – 14 ára gömul, 12 drengir og 11 stúlkur.
Eldri liðin tefldu í A flokki. Yngri og óreyndari liðin í B flokki. Tveir riðlar í B flokki. Í B riðli náði B sveitin einstökum árangri, hlaut 19,5 vinninga af 20 mögulegum. Sveitin tefldi síðan til úrslita við sigurvegara í A riðli, skáksveit TR, og vann einvígið örugglega 6-2.
Stelpusveitirnar komu sterkar til leiks og urðu í 2. og 3. sæti A riðils.
Fjölnir með bestan árangur meðal yngri sveita. Svakalegur áhugi og góð mæting á Fjölnisæfingar sl. vetur að skila sér.
Í sigursveitinni Fjölnir B voru þeir: Tristan Fannar, Emil Kári, Theodór, Ómar Jón og Sindri Snær.
Til hamingju Fjölniskrakkar!
Íslandsmeistarar B liða – B sveit Fjölnis. fv. Theodór Helgi, Emil Kári, Tristan Fannar, Ómar Jón og Sindri Snær
Reykjavíkurmeistarar stúlkna – D sveit Fjölnis, stóð sig frábærlega og nálægt því að komast í úrslitakeppnina.
Emilía Embla, Sigrún Tara, Tara Líf og Silja Rún
Bronssveitin, stúlkurnar í Fjölni. Heiðdís Diljá , Hrafndís Karen, María Lena og Nikola
Úrslitaeinvígi í B deild. Skákdeild Fjölnis með örugga sigra í tveimur umferðum, 3- 1 og 3-1
A sveit Fjölnisteflir við Íslandsmeistarasveit Breiðabliks.
Eiríkur Emil (fremst til hægri) á 1. borði tefldi einstaklega vel á mótinu