Framhaldsaðalfundur körfuknattleiksdeildar
Aðalfundir deilda félagsins eru haldnir á eftirfarandi dögum:
04.03.2020 kl. 20:00 – Körfuknattleiksdeild (Egilshöll)
Dagskrá framhaldsaðalfundar skal vera:
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.
Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
#FélagiðOkkar
Ný stjórn sunddeildar
Ný stjórn tók við á aðalfundi sunddeildarinnar 20.febrúar sl. Fyrsti stjórnarfundur var haldinn mánudaginn 24.febrúar og var þessi mynd tekin við það tækifæri.
Stjórnina skipa:
Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður
Regína Ómarsdottir, varaformaður
Irma Sigurðadóttir, gjaldkeri
Kristján R. Halldórsson, ritari
Helga Ágúsdóttir, meðstjórnandi
Ágúst Guðmundsson, meðstjórnandi
Þórður Ásþórsson, meðstjórnandi
Ný stjórn vill þakka Jóhannesi H. Steingrímssyni fráfarandi formanni fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar og hlakkar til að vinna með honum áfram á vettvangi sundsins.
Með kveðju,
Ingibjörg Kristinsdóttir
Ókeypis dómaranámskeið
Á mánudaginn fer fram bóklegt dómaranámskeið á vegum Fjölnis og HSÍ. Námskeiðið fer fram í fundarrými Fjölnis í Egilshöllinni og hefst kl. 19:00. Reikna má með að námskeiðið standi yfir í tvær klukkustundir og endar með prófi.
Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þekkingu sína í dómgæslu, hvort sem það eru foreldrar, iðkendur og/eða áhugafólk um handbolta.
Hlekk á facebook-viðburð dómaranámskeiðsins má finna hér
Ráðning nýs aðstoðarþjálfara
Það gleður okkur að tilkynna um ráðningu Andra Freys Magnússonar sem aðstoðarþjálfara Alexanders. Andri mun sjá um barnastarfið hjá okkur, Alexander er og verður áfram yfirþjálfari og er Andri því góð viðbót við þjálfarateymið hjá íshokkídeildinni.
Jenni Varaformaður og Andri innsigla ráðninguna með handabandi
Aðalfundur Fjölnis
Aðalfundur Fjölnis fer fram mánudaginn 9.mars kl. 18:00 í fundaraðstöðu félagsins í Egilshöll.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.
Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
#FélagiðOkkar
Aðalfundir deilda félagsins
Aðalfundir deilda félagsins eru haldnir á eftirfarandi dögum:
10.02.2020 kl. 18:00 - Listskautadeild (Egilshöll)
10.02.2020 kl. 21:00 - Frjálsíþróttadeild (Egilshöll)
12.02.2020 kl. 20:00 - Íshokkídeild (Egilshöll)
13.02.2020 kl. 19:30 - Tennisdeild (Tennishöllin)
17.02.2020 kl. 18:00 - Knattspyrnudeild (Egilshöll)
18.02.2020 kl. 18:00 - Skákdeild (Egilshöll)
19.02.2020 kl. 18:00 - Fimleikadeild (Egilshöll)
19.02.2020 kl. 20:00 - Karatedeild (Egilshöll)
20.02.2020 kl. 18:00 - Sunddeild (Egilshöll)
20.02.2020 kl. 20:00 - Handknattleiksdeild (Egilshöll)
25.02.2020 kl. 20:00 - Körfuknattleiksdeild (Egilshöll)
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.
Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
#FélagiðOkkar
Vinningaskrá happdrættis
Vinningaskrá happdrættis þorrablóts Grafarvogs 2020 má finna í meðfylgjandi skjali og myndum
Samstarfssamningur Fjölnis og Byko
Fjölnir og BYKO gera með sér samstarfssamning þar sem tilgangurinn er að styðja við barna- og unglingastarf körfuknattleiksdeildar Fjölnis og styðja þannig samfélag yngri iðkenda með ábyrgum hætti. BYKO vill með samningi þessum ýta undir og styðja við hreyfingu barna og afreksstarf félagins. Það er Fjölni mikið gleðiefni að hefja samstarf með öflugu og traustu fyrirtæki á næstu árum. Við hvetjum okkar félagsmenn að skipta við öll þau frábæru fyrirtæki sem styðja við öflugt íþrótta- og lýðheilsustarf fyrir allan aldur.
Á myndinni eru Árni Reynir Alfreðsson, markaðsstjóri BYKO og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis.
#FélagiðOkkar