🔶APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN 5. FEBRÚAR🔶

🔶APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN 🔶

Allar æfingar hjá barna- og unglingaflokkum falla niður í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna appelsínugulrar viðvörunar.

Farið varlega 🧡


Fjölnisfólk sigursælt á Jóla-Bikarmóti TSÍ

Jóla – Bikarmót TSÍ 2024 fór fram í lok desember. Tennisdeild Fjölnis mætti að sjálfsögðu til leiks og stóð sig með mestu prýði eins og vanalega.
Daniel Pozo lenti í þriðja sæti í meistaraflokki karla. Daníel spilar ennþá í U16 og er þetta því mjög góður árangur hjá honum. Daniel sigraði síðan í meistaraflokki í tvíliðaleik ásamt Sindra Snæ Svanbergssyni.
Í meistaraflokki kvenna komst Eygló Dís Ármannsdóttir í undanúrslit og endaði í fjórða sæti. Úrslit U18 kvenna í einliðaleik voru lituð gul en þrjú efstu sætin voru skipuð Fjölnisstúlkum. Eygló Dís Ármannsdóttir lenti í fyrsta sæti, Saulé Zukauskaite lenti í öðru sæti og Íva Jovisic skipaði síðan þriðja sætið.
Íva og Saule spiluðu síðan saman og sigruðu U18 barna í tvíliðaleik.
Ólafur Helgi Jónsson lenti í öðru sæti í 30+ karla og í fyrsta sæti í 50+ karla í einliðaleik.
Ásta Rósa Magnúsdóttir sigraði í 50+ kvenna í tvíliðaleik ásamt Kristínu Gunnarsdóttur.
Við erum ótrúlega stolt af öllu fólkinu okkar og óskum ykkur öllum innilega til hamingju með árangurinn <3
#FélagiðOkkar


Fulltrúar Fjölnis í yngri landsliðum í körfubolta

Fimm yngri landslið í körfubolta munu koma til æfinga í febrúar. Eru það U15 ára og U16 ára stúlkna og drengja sem og U18 ára lið drengja. Fjölnir á sex fulltrúa í þeim hópi og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!

U16 stúlkna

Arna Rún Eyþórsdóttir

Elín Heiða Hermannsdóttir

Helga Björk Davíðsdóttir

Karla Lind Guðjónsdóttir

U16 drengja

Benóný Gunnar Óskarsson

Ísarr Logi Arnarsson

#FélagiðOkkar 💛💙


Vinningar úr happdrætti Þorrablóts 2025

Happdrætti Þorrablóts 2025 💙
Hægt er að sækja vinninga frá þriðjudeginum 28. janúar!
Nauðsynlegt er að sýna miða til að fá vinning.
Athugið að Þorrablótsmiði er ekki það sama og happdrættismiði!!

Þorrablót Grafarvogs - örfá laus sæti!!

Klukkan tifar og örfáir dagar í Þorrablót Grafarvogs!!
Örfá sæti eru laus á blótið vegna forfalla!
Sendið póst á vidburdir@fjolnir.is ef þið viljið næla ykkur í miða.
Fyrstur kemur (sendir), fyrstur fær!
Við minnum einnig á að sala á ballið er í fullum gangi inni á midix.is - https://www.midix.is/.../thorrablot-grafarvogs.../eid/455

Jólatrjáasöfnun meistaraflokka handknattleiksdeildar

Eins og undanfarin ár ætla meistaraflokkar handknattleiksdeildar að safna jólatrjám í hverfi 112 og koma þeim í förgun.

Söfnunin fer af stað mánudaginn 6. janúar og geta áhugasamir skráð sig hér fyrir neðan:

https://forms.gle/83TRQbe6YW5RigsSA

Hvert tré kostar 4000 kr

Opnunartími skrifstofu um jólin

Skrifstofa Fjölnis verður lokuð eftir hádegi á Þorláksmessu til 27. desember.

Lokað verður á gamlársdag og nýjársdag.


Uppskeruhátíð Fjölnis 2024

Uppskeruhátíð Fjölnis fór fram á dögunum í Keiluhöllinni.
Í lok hvers árs viðurkennir félagið framúrskarandi árangur karla og kvenna í öllum deildum. Einnig voru útnefnd Íþróttakarl Fjölnis, Íþróttakona Fjölnis og Fjölnismaður ársins úr hópi öflugra sjálfboðaliða félagsins.
Íþróttakarl ársins kemur úr skákdeild Fjölnis:
Dagur Ragnarsson
Dagur hefur verið mjög sigursæll á árinu og er ma. Skákmeistari Reykjavíkur 2024. Hann var einnig í skáksveit Fjölnis varð Íslandsmeistari skákfélaga árið 2024 í fyrsta sinn á 20 ára afmælisári.
Íþróttakona ársins er úr listhlaupadeild:
Júlía Sylvía fyrst Íslendinga til að vinna alþjóðlegt listskautamót - Vísir
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir
Júlía Sylvía hefur verið að færa sig yfir í parakeppni og hefur þar öðlast keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu fyrst íslenskra skautara ásamt Manuel Piazza. Fyrr á árinu sigraði hún Senior Women flokkinn á RIG og var fyrst Íslendinga til að fá gullverðlaun í Senior flokki á alþjóðlegu móti í listskautum. Í febrúar tók Júlía þátt í Norðurlandamótinu og endaði á því að fá hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti.
Fjölnismaður ársins er:
Baldvin Örn Berndsen
Baldvin hefur verið mjög öflugur liðsmaður Fjölnis um langt árabil. Hann hefur sett mestan sinn tíma í knattspyrnudeildinna þar sem fáir viðburðir fara framhjá honum með myndavélina á lofti. En hann hefir líka verið öflugur í að mæta á stærri viðburði félagsins og er ómetanlegur í að skrá sögu félagsins.
Það var einnig skemmtileg tilvíljun að sonur hans og nafni var valinn knattspyrnumaður Fjölnis 2024.
Hér eru íþróttamenn hverrar deildar, tilnefnd af deildunum sjálfum:
Fimleikadeild:
Natalía Tunjeera og Elio Mar Rebora
Frjálsíþróttadeild:
Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Bjarni Anton Theódórsson
Handknattleiksdeild:
Telma Sól Bogadóttir og Björgvin Páll Rúnarsson
Íshokkídeild:
Hilma Bóel Bergsdóttir og Viggó Hlynsson
Karate:
Sunna Rut Guðlaugardóttir og Gabríel Sigurður Pálmason
Knattspyrnudeild:
Hrafnhildur Árnadóttir og Baldvin Þór Berndsen
Körfuknattleiksdeild:
Stefanía Ósk Ólafsdóttir og Rafn Kristjánsson
Listskautadeild:
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza
Skákdeild:
Emilía Embla B. Berglindardóttir og Dagur Ragnarsson
Tennisdeild:
Bryndís Rósa Armesto Nuevo og Daniel Pozo


Happdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta

Hér eru vinningsnúmer úr happdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta.

Búið er að hafa samband við vinningshafa!

 

Lotus grill frá Fastus 352
Árskort í Laugarásbíó og Gjafabréf frá Hafið fiskverslun 529
Gjafakarfa frá Forever Living Products og vekjaraklukka frá Úr og gull 535
Vekjaraklukka frá Úr og gull, Gjöf frá Terma snyrtivara og gjafakort frá Grazie Trattoria 312
Vekjaraklukka frá Úr og gull, Gjöf frá Terma snyrtivara 376
1 x batterí / brúsi / nudd bolti / vidamin töflur frá Hreysti og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í Bootcamp x 503
Gjöf frá ÓJ&K, og Gjöf frá Terma snyrtivara 380
Bætiefnabúllan - 1 vatnsbrusa, 10x 28g af proteindufti og 10x protein brownies, Gjafabréf frá Tekk, gjafabref frá Subway 49
Gjöf frá Terma snyrtivara og vekjaraklukka frá Úr og gull 570
Kertastjaki frá Tekk, gjöf frá Sensai, gjafabréf frá Serrano 651
Gjöf frá ÓJ&K, Gjafabréf frá Jungle og Gjöf frá Sensai 78
Hálsmen frá ORR og Gjafavara fra DORMA 72
Brúsi frá Vilma Home og Inniskór frá Betra bak 532
Gjafapoki frá Tekk, krydd frá Garra og Gjafabréf Hafið 122
Heilsuvörur frá HB Heildverslun og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í líkamsrækt 172
Heilsuvörur frá HB Heildverslun og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í Bootcamp 372
Gjafa karfa frá forever living products og gjafabréf Hafið fiskverslun 257
Inniskór frá Betra bak og Gjafabréf Grazie - Trattoria 127
Gjafabréf frá Jungle Gjöf frá Krisma snyrtistofa 164
Gjöf frá Krisma snyrtistofa og Gjafabréf í verslanir GER (Húsgagnahöll, Dorma, Betra Bak) 314
Gjöf frá Dynjandi Vetrarfatnaður 46
Gjöf frá Dynjandi Vetrarfatnaður 137
Gjöf frá Regalo heildverslun og Gjafabréf frá Jungle 2
Quest Hair-Beer and Wiskey saloon gefur gjöf- KMS hárvörupakki og Gjafabréf Hafið fiskverslun 13
Gjafavara frá Garra og Gjafabréf í verslanir GER (Húsgagnahöll, Dorma, Betra Bak) 196
Inniskór frá Betra bak og Gjafabréf á Jungle 423
Vekjaraklukka frá Úr og gull, og Gjafabréf frá Tekk 89
Gjafabréf Sportís og Gjafapoki frá l'occitane 307

4. desember - MIKILVÆGT

Miðvikudaginn 4. desember, fara þjálfarar og starfsfólk á fræðslufund ÍBR.
Vegna þessa munu einhverjar æfingar falla niður!
Við hvetjum alla iðkendur og forráðamenn að fylgjast vel með XPS 💙