Jólatrjáasöfnun meistaraflokka handknattleiksdeildar
Eins og undanfarin ár ætla meistaraflokkar handknattleiksdeildar að safna jólatrjám í hverfi 112 og koma þeim í förgun.
Söfnunin fer af stað mánudaginn 6. janúar og geta áhugasamir skráð sig hér fyrir neðan:
https://forms.gle/83TRQbe6YW5RigsSA
Opnunartími skrifstofu um jólin
Skrifstofa Fjölnis verður lokuð eftir hádegi á Þorláksmessu til 27. desember.
Lokað verður á gamlársdag og nýjársdag.
Uppskeruhátíð Fjölnis 2024
Happdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta
Hér eru vinningsnúmer úr happdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta.
Búið er að hafa samband við vinningshafa!
Lotus grill frá Fastus | 352 |
Árskort í Laugarásbíó og Gjafabréf frá Hafið fiskverslun | 529 |
Gjafakarfa frá Forever Living Products og vekjaraklukka frá Úr og gull | 535 |
Vekjaraklukka frá Úr og gull, Gjöf frá Terma snyrtivara og gjafakort frá Grazie Trattoria | 312 |
Vekjaraklukka frá Úr og gull, Gjöf frá Terma snyrtivara | 376 |
1 x batterí / brúsi / nudd bolti / vidamin töflur frá Hreysti og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í Bootcamp x | 503 |
Gjöf frá ÓJ&K, og Gjöf frá Terma snyrtivara | 380 |
Bætiefnabúllan - 1 vatnsbrusa, 10x 28g af proteindufti og 10x protein brownies, Gjafabréf frá Tekk, gjafabref frá Subway | 49 |
Gjöf frá Terma snyrtivara og vekjaraklukka frá Úr og gull | 570 |
Kertastjaki frá Tekk, gjöf frá Sensai, gjafabréf frá Serrano | 651 |
Gjöf frá ÓJ&K, Gjafabréf frá Jungle og Gjöf frá Sensai | 78 |
Hálsmen frá ORR og Gjafavara fra DORMA | 72 |
Brúsi frá Vilma Home og Inniskór frá Betra bak | 532 |
Gjafapoki frá Tekk, krydd frá Garra og Gjafabréf Hafið | 122 |
Heilsuvörur frá HB Heildverslun og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í líkamsrækt | 172 |
Heilsuvörur frá HB Heildverslun og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í Bootcamp | 372 |
Gjafa karfa frá forever living products og gjafabréf Hafið fiskverslun | 257 |
Inniskór frá Betra bak og Gjafabréf Grazie - Trattoria | 127 |
Gjafabréf frá Jungle Gjöf frá Krisma snyrtistofa | 164 |
Gjöf frá Krisma snyrtistofa og Gjafabréf í verslanir GER (Húsgagnahöll, Dorma, Betra Bak) | 314 |
Gjöf frá Dynjandi Vetrarfatnaður | 46 |
Gjöf frá Dynjandi Vetrarfatnaður | 137 |
Gjöf frá Regalo heildverslun og Gjafabréf frá Jungle | 2 |
Quest Hair-Beer and Wiskey saloon gefur gjöf- KMS hárvörupakki og Gjafabréf Hafið fiskverslun | 13 |
Gjafavara frá Garra og Gjafabréf í verslanir GER (Húsgagnahöll, Dorma, Betra Bak) | 196 |
Inniskór frá Betra bak og Gjafabréf á Jungle | 423 |
Vekjaraklukka frá Úr og gull, og Gjafabréf frá Tekk | 89 |
Gjafabréf Sportís og Gjafapoki frá l'occitane | 307 |
4. desember - MIKILVÆGT
Happdrætti herrakvölds knattspyrnudeildar Fjölnis
Sex ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis í unglingalandsliðið
Sex ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa verið valin í Unglingalandslið Frjálsíþróttasambands Íslands en þangað eru valin þau 15-19 ára ungmenni sem hafa náð tilskildum lágmörkum.
Unglingalandsliðfólkið okkar er:
Unnur Birna Unnsteinsdóttir, 15 ára - hástökk
Guðrún Ásgeirsdóttir, 16 ára - kringlukast
Christina Alba Marcus Hafliðadóttir, 17 ára - langstökk
Kjartan Óli Bjarnason, 17 ára – 400m
Pétur Óli Ágústsson, 17 ára – 100m, 200m, 400m og 400m grindahlaup
Grétar Björn Unnsteinsson, 18 ára - stangarstökk
Fjölnir óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn!
Þið eruð frábær <3
Baldur Már Stefánsson tekur við meistaraflokki karla í körfubolta
Að auki hefur Baldur komið víða við í þjálfun, þar á meðal hjá Stjörnunni og Breiðablik síðustu ár, sem og starfað sem aðstoðarþjálfari hjá yngri landsliðum Íslands á síðustu árum og unnið með ungum og efnilegum leikmannahópum.
,,Ég er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ég átti tvö frábær ár hérna í Grafarvoginum og líður mjög vel að koma aftur inn í Dalhús. Þetta er skemmtilegur leikmannahópur og ég hlakka mikið til að hefjast handa og byrja að vinna með þessum strákum," sagði Baldur við tilefnið.
Við bjóðum Baldur Má velkominn á ný í Grafarvoginn!
Ásgeir Frank Ásgeirsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu
Ásgeir Frank Ásgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni til næstu tveggja ára. Ásgeir, sem er alinn upp í Fossvoginum, lék upp yngri flokkana hjá Víkingum í Reykjavík ogi lék með þeim 2 leiki í Bestu deildinni með uppeldisfélaginu.
Þess utan lék Ásgeir í 3 ár með liði Aftureldingar sem fór upp í efstu deild nú í haust auk þess sem hann þjálfaði lið Hvíta Riddarans í fyrra. Ásgeir á að baki 5 leiki fyrir U-19 ára landslið karla.
Er þetta mikill fengur fyrir Fjölni að fá svona sterkan einstakling og karakter í Grafarvoginn enda mun Ásgeir einnig vinna þvert á flokka og verða leiðandi í afreksstarfi Fjölnis í samstarfi við yfirþjálfara félagsins og þjálfara 2. og 3. flokks karla.
Vill félagið á sama tíma þakka fráfarandi aðstoðarþjálfara félagsins, Einari Jóhannesi Finnbogasyni, fyrir samstarfið undanfarin ár. Einar hefur verið afar vinsæll meðal Fjölnismanna eftir að hafa verið hægri hönd Úlla bæði í 2. flokki karla og í meistaraflokki sl 7 ár.