Eva Karen Sigurdórsdóttir semur við Fjölni
Harpa Sól framlengir við Fjölni
Miðjumaðurinn Harpa Sól Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára.
Harpa sem er afar öflugur og kraftmikill miðjumaður hefur leikið 39 leiki með félaginu í deild og bikar og skorað í þeim 14 mörk.
Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið því Harpa er ekki bara mikilvægur hlekkur í liðinu heldur uppalin hjá félaginu og hluti af þeirri uppbyggingu sem á sér stað innan þess.
#FélagiðOkkar 💛💙
Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu 2024
Staða borða 17.10.24 kl. 18:00
Staða seldra borða á Þorrablót Grafarvogs fimmtudaginn 17. október kl. 18:00
Borðapantanir fara fram á vidburðir@fjolnir.is
Þorrablót Grafarvogs 2025
Úlfur framlengir við Fjölni
Fjölnir býður nýjan framkvæmdastjóra velkominn til starfa
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu - Fjölnir - KH, 5:1
Fjölnir - KH, 5:1
Síðasti leikur tímabilsins byrjaði rólega hjá Fjölniskonum og leikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það tók liðið okkar yfir leikinn og skoraði 2 mörk í fyrri hálfleik. Liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði snemma mark. Við héldum andstæðingunum á þeirra vallarhelmingi og vorum nálægt fjórða markinu en í staðinn tókst KH að byggja upp skyndisókn og skora mark. Við brugðumst vel við þessari áskorun og náðum að bæta við 2 mörkum til viðbótar.
Jákvæður endir á löngu og erfiðu tímabili fyrir liðið.
Við viljum þakka stelpunum úr 5 flokkunum okkar og sjálfboðaliðum fyrir hjálpina í kringum leikinn. Einnig viljum við þakka fyrir góðan og jákvæðan stuðning úr stúkunni.
Markaskorarar:
Emilia Lind Atladóttir - 2 mörk
Harpa Sól Sigurðardóttir - 2 mörk
Ester Lilja Harðardóttir - 1 mark
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu: Sindri - Fjölnir, 3:1
Laugardaginn 7. september héldu Fjölniskonur alla leið á Höfn í Hornafirði. Því miður voru spilin ekki okkur hag þennan daginn en okkur vantaði fjóra leikmenn og endurspeglaði það því miður leikinn. Byrjunin gekk brösulega þrátt fyrir góð færi en við náðum því miður ekki að nýta þau nógu vel. Í staðinn tókst Sindrakonum að notfæra sér mistök okkar og tók þannig forystuna. Í seinni hálfleik varð liðið árásargjarnara og náði að setja góða pressu á andstæðinginn. Þar náðist að skora eitt mark en því miður voru þau ekki fleiri okkar megin. Sindri náði að nýta færin sín og voru heilt yfir betri þennan daginn. Þetta var því fyrsta tap Fjölniskvenna í B úrslitum.
Í þessum leik léku tvær af okkar ungu og efnilegu leikmönnum sinn fyrsta leik fyrir Fjölni:
Agnes Liv Pétursdóttir Blöndal, fædd 2007
Helena Fönn Hákonardóttir, fædd 2010
Markaskorari leiksins:
Eva Karen Sigurdórsdóttir
Síðasti leikur tímabilsins er næsta laugardag, 14. september kl. 14:00 á Extra vellinum gegn KH. Við viljum því hvetja alla til að koma og styðja liðið í þessum síðasta leik!
Veselin Chilingirov (Vesko) ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu
Veselin Chilingirov (Vesko) hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.
Vesko er með UEFA A þjálfargráðu og hann hefur einbeitt sér að kvennafótbolta síðustu 5 ár.
Áður en hann kom til Fjölnis þá þjálfaði hann meistaraflokk kvenna hjá Sindra, Höfn í Hornafirði, ásamt því að vera yfirþjálfari yngir flokka hjá þeim. Hann hefur líka starfað hjá Leikni, Reykjavík, og þjálfað meistaraflokk kk Stál Úlfur.
Á nýliðnu tímabili þá hefur hann þjálfaði 2. og 3. flokk kvenna Fjölnis. Undir lok keppnistímabilsins tók hann líka við þjálfun meistaraflokks og undir hans stjórn hefur liðið unnið 3 leiki og gert eitt jafntefli.
Það hefur verið gríðarleg ánægja með störf Vesko hjá Fjölni og alla hans nálgun á kvennastarfið. Knattspyrnudeildin býður hann velkominn til starfa og við hlökkum til samstarfsins á komandi tímabili.
Eins og Vesko sjálfur segir: "Fótbolti er leikur, tilgangur hvers leiks er að hafa gaman."
Fjölniskveðjur,
Meistaraflokksráð kvenna