Fjölnir deildarmeistari í Toppdeild kvenna
Kvennalið Fjölnis deildarmeistari í Toppdeild kvenna
Um nýliðna helgi tryggði kvennalið Fjölnis sér deildarmeistaratitilinn í Toppdeild kvenna með 1-0 sigri á kvennaliði Skautafélags Akureyrar. Með þessum sigri komst Fjölnir í 31 stig og gerði þar með út um möguleika SA á að ná toppsætinu.
SA hefði þurft að sigra Fjölni um helgina og einnig vinna Skautafélag Reykjavíkur í síðasta leik deildarkeppninnar til að eiga möguleika á efsta sætinu. Með sigrinum tryggðu Fjölnis-konur sér einnig heimaleikjarétt í úrslitakeppni Toppdeildar kvenna.
Úrslitakeppni kvenna hefst 11. mars næstkomandi, og ljóst er að Fjölnir fer inn í keppnina með mikinn kraft og sjálfstraust eftir glæsilega deildarkeppni.
Fjölnir óskar leikmönnum, þjálfurum og öllum sem komu að liðinu innilega til hamingju með árangurinn!
Skákdeild Fjölnis Íslandsmeistari félagsliða 2025
Skákdeild Fjölnis Íslandsmeistari félagsliða 2025 – Fullt hús stiga annað árið í röð!

Íslandsmóti skákfélaga lauk um helgina og skákdeild Fjölnis tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Úrvalsdeild með yfirburðum. Fjölnismenn unnu allar tíu viðureignir sínar í mótinu og hlutu fullt hús stiga, 20 stig, líkt og í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem Fjölnir fer ósigrað í gegnum Úrvalsdeildina.
Yfirburðir á öllum borðum
Fjölnismenn sýndu styrk sinn í hverri viðureign og voru ávallt skrefi á undan andstæðingum sínum. Liðið skipuðu okkar sterkustu skákmenn, sem allir lögðu sitt af mörkum til sigursins.
Ótrúlegur árangur Fjölnis
Það er ljóst að skákdeild Fjölnis hefur byggt upp afar sterkt lið sem hefur sett mark sitt á íslenska skáksenu. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með fullt hús stiga tvö ár í röð er afrek sem fá lið hafa náð.
Við óskum ykkur innilega til hamingju með þennan magnaða árangur!
Kristalsmót Fjölnis - mótstilkynning
Kristalsmót Fjölnis
Mótshaldari: Fjölnir
Staðsetning móts: Egilshöll, laugardaginn 5. apríl
Mótsstjóri: Kristel Björk Þórisdóttir
Aðstoðarmótsstjóri: Halldóra Hrund Guðmundsdóttir
Keppnisflokkar
Félagalína | 15 ára og eldri, drengir og stúlkur | Special Olympics og Adaptive Skating | |
6 ára og yngri unisex | 25 ára og eldri, menn og konur | Level I | Parakeppni |
8 ára og yngri unisex | Level II | SO | |
10 ára og yngri unisex | Level III | Unified | |
12 ára og yngri, drengir og stúlkur | Level IV | ||
14 ára og yngri, drengir og stúlkur | Level V |
Keppnisreglur sem notaðar verða:
Keppniskerfi félaganna, notast við Stjörnukerfi.
Keppniskerfi Special Olympics og Adaptive Skating, notast við Stjörnukerfi SO/AS.
Dómarakerfi sem notuð verða:
( ) Kerfi A ( ) Kerfi B (x ) Kerfi C ( x) Kerfi D ( ) Kerfi E
Skráning og skil gagna
Félag sendir inn tilkynningu um þjálfara og liðsstjóra:
Senda þarf nöfn þjálfara og liðsstjóra á kristelbjork@gmail.com í síðasta lagi 29. mars 2024. Senda þarf nöfn, símanúmer og netföng þeirra.
Skráning og greiðsla keppnisgjalda:
Skráning og greiðsla keppnisgjalda skulu berast eigi síðar en 29. mars 2025 í tölvupósti á kristelbjork@gmail.com og á og á meðfylgjandi eyðublaði.
Á eyðublaðinu skal koma fram fullt nafn keppanda, kennitala, keppnisflokkur og keppnisgjald.
Keppnisgjald að fjárhæð kr. 4.500 skal greiðast fyrir hvern keppanda eigi síðar en 29. mars 2025.
Greiða skal inn á reikning Fjölnis, 114-26-7013, kt: 631288-7589.
Vinsamlegast setjið í skýringu: mótið, keppnisgjöld félags. Staðfesting greiðslu sendist á listgjaldkeri@fjolnir.is og leifur@fjolnir.is
Tónlist:
Tónlist skal skila í rafrænu formi inn á drive möppu sem Fjölnir mun deila með félögunum. Einnig þurfa keppendur að hafa tónlist á rafrænu formi með sér til vara.
Skil á tónlist: 29. mars 2025
Upplýsingar um mót
Birting keppendalista:
Dregið í keppnisröð og dagskrá birt á heimasíðu Fjölnis www.fjolnir.is þann 1. apríl 2025
Birting úrslita:
Úrslit verða birt að móti lokni á heimasíðu Fjölnis, www.fjolnir.is
Verðlaun og þátttökuviðurkenningar:
Í keppnisflokkum 6, 8 og 10 ára og yngri eru ekki gefin upp verðlaunasæti. Allir keppendur fá þátttökuviðurkenningu. Í öðrum keppnisflokkum eru veittir verðlaunapeningar fyrir efstu þrjú (3) sætin. Þátttökuviðurkenningar eru veittar til annarra keppenda.
Drög að dagskrá:
Laugardagurinn kl. 8-16, nánari dagskrá verður birt þegar skráningu líkur.
Forföll:
Foröll skulu tilkynnast á netfangið kristelbjork@gmail.com. Einungis er hægt að sækja um endurgreiðslu vegna keppnisgjalda hafi forföll verið tilkynnt áður en keppandi átti að keppa. Endurgreiðsla nemur helmingi keppnisgjalda.
Persónuverndarákvæði (GDPR)
Með skráningu á mótið gerir skautari og/eða forráðamaður sér grein fyrir því að upplýsingar um gegni skautara á mótinu eru gerðar opinberar og geymdar hjá Fjölni og Skautasambandi Íslands. Þá gerir skautari/forráðamaður sér grein fyrir að teknar eru ljósmyndir af skauturum á mótinu og þær birtar opinberlega og mögulega í fjölmiðlum.
Fyrir hönd mótshaldara:
Mótsstjóri: Kristel Björk Þórisdóttir
Dags: 21.02.2025
Netfang: kristelbjork@gmail.com
Símanúmer: 895-0284
22 Íslandsmeistaratitlar til Frjálsíþróttadeildar Fjölnis
22 Íslandsmeistaratitlar til Frjálsíþróttadeildar Fjölnis
Síðastliðnar helgar hafa farið fram Meistaramót Íslands innanhúss í frjálsum íþróttum. Eldri aldursflokkar (30 ára og eldri) og fjölþrautarfólk riðu á vaðið, því næst tóku 11-14 ára iðkendur við, þá 15-22 ára og að lokum fullorðinsflokkur þar sem keppendur þurfa að ná tilgreindum árangri til að fá þátttökurétt.
Fjölnisiðkendur komu heim með 22 Íslandsmeistaratitla frá þessum mótum, auk 22 silfurverðlauna og 11 bronsverðlauna. Að auki settu keppendur Fjölnis hátt í 100 persónuleg met á þessum mótum sem gefur til kynna í hve mikilli sókn frjálsíþróttafólk Fjölnis er um þessar mundir.
Gaman er frá því að segja að 13 ára stúlkur og 20-22 ára stúlkur voru Íslandsmeistarar félagsliða í sínum flokkum. Á Meistaramóti Íslands í fullorðinsflokki urðu karlarnir í öðru sæti í stigakeppninni og samanlagt var Fjölnisfólk í þriðja sæti í heildarstigakeppninni.
Einnig ber að nefna að á Meistaramóti Íslands 15-22 ára bætti Grétar Björn Unnsteinsson, 15 ára gamalt mótsmet um 21 sentimetra í stangarstökki 18-19 ára.
Þessar niðurstöður á meistaramótunum innanhúss er staðfesting á því hve frábærum árangri Fjölnisfólk er að ná núna og er Fjölnir að stimpla sig inn sem eitt af bestu frjálsíþróttafélögum landsins.
Íslandsmeistaratitli náðu:
MÍ 11-14 ára
Eva Unnsteinsdóttir – 60m grindahlaup, þrístökk og kúluvarp 13 ára stúlkna
MÍ 15-22 ára
Sara Þórdís Sigurbjörnsdóttir – Stangarstökk 18-19 ára stúlkna
Grétar Björn Unnsteinsson – Stangarstökk 18-19 ára pilta
Kjartan Óli Bjarnason – 400m hlaup 18-19 ára pilta
Arna Rut Arnarsdóttir – Þrístökk 20-22 ára stúlkna
Guðný Lára Bjarnadóttir – 800m og 1500m hlaup 20-22 ára stúlkna
Hanna María Petersdóttir – Stangarstökk 20-22 ára stúlkna
Sara Gunnlaugsdóttir – 400m hlaup 20-22 ára stúlkna
Guðjón Dunbar D.Þorsteinsson – Þrístökk 20-22 ára pilta
Sveit Fjölnis – 4×400 m blandað boðhlaup 20-22 ára
MÍ fullorðinna
Katrín Tinna Pétursdóttir – Stangarstökk kvenna
Daði Arnarson – 800m og 1500m hlaup karla
Grétar Björn Unnsteinsson – Stangarstökk karla
Guðjón Dunbar D.Þorsteinsson – Hástökk og þrístökk karla
MÍ eldri aldursflokka
Kristján Svanur Eymundsson – 1500m hlaupa 30-34 ára karla
Valgerður Sigurðardóttir – 60m hlaup og langstökk 45-49 ára kvenna
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir ráðin sem rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis
Ný sundnámskeið: Ungbarnasund og skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna
Sundnámskeið fyrir alla – Skráning hafin hjá Fjölni! 🏊♂️💦
Fjölnir býður upp á spennandi sundnámskeið fyrir bæði foreldra með ung börn og fullorðna sem vilja bæta sundtæknina sína. Hvort sem þú ert að taka fyrstu sundspor með barninu þínu eða vilt læra skriðsund frá grunni, þá erum við með námskeið sem hentar þér!
Ungbarnasund – Frábær leið til að kynnast vatninu! 👶💙
Nýtt námskeið í ungbarnasundi hefst 23. febrúar og stendur til 6. apríl. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið fyrir börn á aldrinum 0-18 mánaða, þar sem lögð er áhersla á öryggi, leik og jákvæða reynslu í vatninu. Auk 6 skipta í laug verður boðið upp á myndatöku til að fanga fallegar minningar!
📅 Dagsetning: 23. febrúar – 6. apríl
📍 Staðsetning: Innilaug Grafarvogslaugar
🕘 Kennt á sunnudögum
🔹 09:00 – 09:40
🔹 09:45 – 10:25
🔹 10:30 – 11:15
👶 Hámark: 10 börn í hverjum hóp
💰 Verð: 18.000 kr.
👩🏫 Kennari: Tracy Horne
📩 Skráning og frekari upplýsingar á XPS!
Fullorðins skriðsund – Lærðu eða bættu tækni þína! 🏊♀️💪
Viltu læra skriðsund eða bæta sundtæknina þína? Þá er 10 skipta skriðsundsnámskeiðið okkar fullkomið fyrir þig! Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja fínpússa sundstílinn sinn. Kennt er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00-21:00, frá 18. febrúar til 21. mars.
📅 Dagsetning: 18. febrúar – 21. mars
📍 Staðsetning: Grafarvogslaug
🕗 Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00 – 21:00
💰 Verð: 20.000 kr. (aðgangur í laugina ekki innifalinn)
👩🏫 Kennari: Tracy Horne
📩 Skráning og frekari upplýsingar á XPS!
Gríptu tækifærið og komdu í sund með okkur – hvort sem það er með litlu sundkappanum þínum eða til að bæta þína eigin sundfærni! 💦✨
Gunnar Már Guðmundsson nýr þjálfari meistaraflokks í fótbolta
Fjölnir 37 ára






Tilkynning frá Knattspyrnudeild Fjölnis
Tilkynning frá knattspyrnudeild
Fjölnir hefur rift ráðningarsamningi Úlfs Arnars Jökulssonar, þjálfara Lengjudeildarliðs félagsins. Úlfur hefur þjálfað liðið frá hausti 2021. Á þeim tíma hefur liðið í tvígang komist í umspil um sæti í Bestu deild.
Björgvin Jón Bjarnason, Formaður knattspyrnudeildar Fjölnis: “Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur félagsins liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.”
Úlfur Arnar Jökulsson “Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins.
Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.”
🔶APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN 5. FEBRÚAR🔶
🔶APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN 🔶
Allar æfingar hjá barna- og unglingaflokkum falla niður í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna appelsínugulrar viðvörunar.
Farið varlega 🧡