Það gleður okkur að kynna nýjan samstarfsaðila handknattleiksdeildar Fjölnis, Blikklausnir. Blikklausnir verða á búningum meistaraflokka handknattleiksdeildar Fjölnis.
Við þökkum Blikklausnum kærlega fyrir og hlökkum mikið til samstarfsins á komandi árum.
Á myndinni eru Sverrir Jóhann og Gauti Fannar, eigendur Blikklausna ásamt Hildi Scheving markaðsstjóra Fjölnis.