Nýtt námskeið – Ungbarnasund

Ný námskeið í ungbarnasundi hefjast í Grafarvogslaug. Námskeiðin hefjast 6. apríl og eru til 8. júní. 

Ungabarnasund er skemmtileg stund fyrir foreldra og börn þar sem lítið annað þarf til en sundfatnað og góða skapið.
Kennari er Fabio La Marca, íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari.
Kennt er á laugardögum og hefjast næstu námskeið þann 6.apríl og þeim lýkur 8. Júní(ekki verður kennt 13 og 20 Apríl)

 

3 – 7 mánaða  klukkan 10:00 – 10:40 á laugardögum.

5 – 12 mánaða klukkan 10:50 – 11:30 á laugardögum.

Verð 17:500 kr. (8 skipti)

Nokkrir ávinningar ungbarnasunds:
• Eykur öryggi og sjálfstraust barnsins í vatni og viðheldur köfunarviðbragði þess
• Eykur líkamlegan og andlegan þroska barnsins
• Gefur foreldrum og börnum einstaka samverustund án truflunar
• Eykur styrk, samhæfingu og hreyfifærni barnsins
• Stuðlar að vellíðan barnsins
• Það er heldur betur gaman!

“Áhugi á ungbarnasundi byrjaði þegar ég fylgdist með nokkrum tímum í Háskólanum. Það var eftir að hafa farið í ungbarnasund með dóttur mína sem ég áttaði mig á hversu einstakt það er og að þetta vildi ég gera! Barnið fær tilfinningu fyrir vatninu en þar að auki er þetta dýrmæt og náin stund á milli foreldra og barns þar sem engin truflun á sér stað. Kennarinn fær að mynda sérstakt samband við börn og foreldra og sér þau þroskast á ferli námskeiðsins.”

Skráningar hér,

Þjálfarinn er Fabio og gefur hann frekari upplýsingar, ungbarnasundhjafabio@gmail.com og á skrifstofu félagsins skrifstofa@fjolnir.is sími 578-2700