Snæbjörn Willemsson Verhaul útnefndur gullmerkishafi Fjölnis
Snæbjörn byrjaði að æfa karate janúar 2004 og hefur því verið viðloðandi Karatedeild Fjölnis í 21 ár. Lengst allra þeirra sem henni tengjast.
Hann hóf fljótlega að keppa fyrir hönd deildarinnar og náði fljótlega góðum árangri. Hann var alltaf í verðlaunasætum í bæði kata og kumite þangað til að hann hætti keppnisþátttöku árið 2011. Á ferlinum tók hann, meðal annars, þátt í tveimur heimsmeistaramótum sem haldin voru á vegum Kobe Osaka International sambandinu.
Hann hóf fljótt að aðstoða við þjálfun og starfar í dag sem aðstoðaryfirþjálfari deildarinnar. Hann menntaði sig sem styrktarþjálfari og býður framhaldshópum, afrekshópum sérsniðina styrktarþjálfun.
Hann hefur einnig verið dómari fyrir hönd Fjölnis á mótum innanlands og erlendis og sat á tímabili í stjórn deildarinnar sem fulltrúi yngri iðkenda.

Takk Snæbjörn