Karate: María Baldursdóttir nýr handhafi gullmerkis Fjölnis
María Baldursdóttir er fyrrverandi formaður Karatedeildar Fjölnis og hóf fyrst þátttöku í starfi deildarinnar, eins og svo mörg önnur, með því að fylgja börnunum sínum á æfingar. Fljótlega tók hún virkari þátt með því að setjast í stjórn deildarinnar og gegndi formennsku um árabil.
Þegar drengurinn hennar lét af iðkun íþróttarinnar var María þó ekki af baki dottin heldur tók að sér nýtt hlutverk. Fyrir hönd Karatedeildar Fjölnis settist hún í stjórn Karatesambands Íslands og tók þar að sér eitt streitufyllsta og vanþakklátasta hlutverk hreyfingarinnar – formennsku í mótanefnd. Í því hlutverki stýrði hún mótahaldi í níu ár og bar ábyrgð á öllum mótum, bæði smærri mótum Karatesambandsins og á stærri alþjóðlegum mótum eins og Norðurlandameistaramótum og Smáþjóðaleikum.
Íþróttahreyfingin byggist á sjálfboðaliðum, og þar er Karatedeild Fjölnis engin undantekning. Okkar heppni hefur verið að eiga einstaklinga eins og Maríu, sem með óeigingjörnu starfi sínu hefur lagt grunn að öflugri og sjálfbærri starfsemi.
María var sæmd gullmerki Fjölnis númer 42.
#TakkMæja
