Fjölnir Bikarmeistarar í listskautum!
Fjölnir Bikarmeistarar í listskautum! 🏆⛸
Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni á Akureyri dagana 28. febrúar til 2. mars 2025. Mótið var vel sótt með yfir 100 keppendum frá ýmsum félögum.
Kepptu 24 keppendur frá Fjölni í listskautum og tveir í skautahlaupi. Keppt var bæði á laugardegi og sunnudegi, og stóðu keppendur Fjölnis sig með mikilli prýði.
Helstu úrslit keppenda Fjölnis:
🔹14 ára og yngri: Una Lind Otterstedt hlaut bronsverðlaun 🥉
🔹Basic Novice: Ermenga Sunna Víkingsdóttir sigraði og hlaut gullverðlaun 🥇
🔹Advanced Novice: Arna Dís Gísladóttir hlaut silfurverðlaun 🥈 og Elín Katla Sveinbjörnsdóttir hlaut gullverðlaun 🥇
Með þessum glæsilega árangri tryggði Fjölnir sér bikarmeistaratitilinn árið 2025. þriðja árið í röð! 🏆
🔹Íslandsmeistaramót í skautahlaupi: Keppendur Fjölnis í skautahlaupi náðu bæði fyrsta og öðru sæti, Thamar Melanie Heijstra í fyrsta 🥇og Ylse Anna De Vries í öðru sæti 🥈 Með því tryggði Thamar sér Íslandsmeistaratitilinn! Óskum við þeim innilega til hamingju með það!
Mótið var einnig sérstakt fyrir það að Skautasamband Íslands fagnaði 30 ára afmæli sínu og var haldin afmælishátíð að keppni lokinni á laugardeginum 🎉
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með árangurinn og frábæra frammistöðu á mótinu! 💕
#FélagiðOkkar 💛💙