Fjölnir deildarmeistari í Toppdeild kvenna

Kvennalið Fjölnis deildarmeistari í Toppdeild kvenna

Um nýliðna helgi tryggði kvennalið Fjölnis sér deildarmeistaratitilinn í Toppdeild kvenna með 1-0 sigri á kvennaliði Skautafélags Akureyrar. Með þessum sigri komst Fjölnir í 31 stig og gerði þar með út um möguleika SA á að ná toppsætinu.

SA hefði þurft að sigra Fjölni um helgina og einnig vinna Skautafélag Reykjavíkur í síðasta leik deildarkeppninnar til að eiga möguleika á efsta sætinu. Með sigrinum tryggðu Fjölnis-konur sér einnig heimaleikjarétt í úrslitakeppni Toppdeildar kvenna.

Úrslitakeppni kvenna hefst 11. mars næstkomandi, og ljóst er að Fjölnir fer inn í keppnina með mikinn kraft og sjálfstraust eftir glæsilega deildarkeppni.

Fjölnir óskar leikmönnum, þjálfurum og öllum sem komu að liðinu innilega til hamingju með árangurinn!