Kristalsmót Fjölnis – mótstilkynning
Kristalsmót Fjölnis
Mótshaldari: Fjölnir
Staðsetning móts: Egilshöll, laugardaginn 5. apríl
Mótsstjóri: Kristel Björk Þórisdóttir
Aðstoðarmótsstjóri: Halldóra Hrund Guðmundsdóttir
Keppnisflokkar
Félagalína | 15 ára og eldri, drengir og stúlkur | Special Olympics og Adaptive Skating | |
6 ára og yngri unisex | 25 ára og eldri, menn og konur | Level I | Parakeppni |
8 ára og yngri unisex | Level II | SO | |
10 ára og yngri unisex | Level III | Unified | |
12 ára og yngri, drengir og stúlkur | Level IV | ||
14 ára og yngri, drengir og stúlkur | Level V |
Keppnisreglur sem notaðar verða:
Keppniskerfi félaganna, notast við Stjörnukerfi.
Keppniskerfi Special Olympics og Adaptive Skating, notast við Stjörnukerfi SO/AS.
Dómarakerfi sem notuð verða:
( ) Kerfi A ( ) Kerfi B (x ) Kerfi C ( x) Kerfi D ( ) Kerfi E
Skráning og skil gagna
Félag sendir inn tilkynningu um þjálfara og liðsstjóra:
Senda þarf nöfn þjálfara og liðsstjóra á kristelbjork@gmail.com í síðasta lagi 29. mars 2024. Senda þarf nöfn, símanúmer og netföng þeirra.
Skráning og greiðsla keppnisgjalda:
Skráning og greiðsla keppnisgjalda skulu berast eigi síðar en 29. mars 2025 í tölvupósti á kristelbjork@gmail.com og á og á meðfylgjandi eyðublaði.
Á eyðublaðinu skal koma fram fullt nafn keppanda, kennitala, keppnisflokkur og keppnisgjald.
Keppnisgjald að fjárhæð kr. 4.500 skal greiðast fyrir hvern keppanda eigi síðar en 29. mars 2025.
Greiða skal inn á reikning Fjölnis, 114-26-7013, kt: 631288-7589.
Vinsamlegast setjið í skýringu: mótið, keppnisgjöld félags. Staðfesting greiðslu sendist á listgjaldkeri@fjolnir.is og leifur@fjolnir.is
Tónlist:
Tónlist skal skila í rafrænu formi inn á drive möppu sem Fjölnir mun deila með félögunum. Einnig þurfa keppendur að hafa tónlist á rafrænu formi með sér til vara.
Skil á tónlist: 29. mars 2025
Upplýsingar um mót
Birting keppendalista:
Dregið í keppnisröð og dagskrá birt á heimasíðu Fjölnis www.fjolnir.is þann 1. apríl 2025
Birting úrslita:
Úrslit verða birt að móti lokni á heimasíðu Fjölnis, www.fjolnir.is
Verðlaun og þátttökuviðurkenningar:
Í keppnisflokkum 6, 8 og 10 ára og yngri eru ekki gefin upp verðlaunasæti. Allir keppendur fá þátttökuviðurkenningu. Í öðrum keppnisflokkum eru veittir verðlaunapeningar fyrir efstu þrjú (3) sætin. Þátttökuviðurkenningar eru veittar til annarra keppenda.
Drög að dagskrá:
Laugardagurinn kl. 8-16, nánari dagskrá verður birt þegar skráningu líkur.
Forföll:
Foröll skulu tilkynnast á netfangið kristelbjork@gmail.com. Einungis er hægt að sækja um endurgreiðslu vegna keppnisgjalda hafi forföll verið tilkynnt áður en keppandi átti að keppa. Endurgreiðsla nemur helmingi keppnisgjalda.
Persónuverndarákvæði (GDPR)
Með skráningu á mótið gerir skautari og/eða forráðamaður sér grein fyrir því að upplýsingar um gegni skautara á mótinu eru gerðar opinberar og geymdar hjá Fjölni og Skautasambandi Íslands. Þá gerir skautari/forráðamaður sér grein fyrir að teknar eru ljósmyndir af skauturum á mótinu og þær birtar opinberlega og mögulega í fjölmiðlum.
Fyrir hönd mótshaldara:
Mótsstjóri: Kristel Björk Þórisdóttir
Dags: 21.02.2025
Netfang: kristelbjork@gmail.com
Símanúmer: 895-0284