Gunnar Már Guðmundsson nýr þjálfari meistaraflokks í fótbolta
Gunnar Már Guðmundsson nýr þjálfari meistaraflokks karla
Knattspyrnudeild Fjölnis tilkynnir með mikilli ánægju að Gunnar Már Guðmundsson, oft kallaður „Herra Fjölnir“, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla.
Gunnar Má þarf vart að kynna fyrir Fjölnisfólki. Hann er næst leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur spilað með Fjölni í öllum deildum landsins. Hann var þjálfari meistaraflokks kvenna 2016–2017, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla 2018–2020 og yfirþjálfari yngri flokka. Síðastliðið ár þjálfaði hann Þrótt Vogum með góðum árangri.
Það er sérstaklega ánægjulegt að tilkynna heimkomu „Herra Fjölnis“ nú þegar félagið fagnar 37 ára afmæli sínu.
Knattspyrnudeild Fjölnis þakkar stjórn Þróttar Vogum fyrir gott samstarf.
Velkominn heim Gunni!